Baldursgata 16, Hlyngerði 3, Keldur, Háskólasjúkrahús í Fossvogi, Aðalstræti 8, Bjarmaland 10-16, Búagrund 13, Grundargerði 12, Hofsvallagata 57, Laugavegur 105, Nýlendugata 6, Seljavegur 32, Smáragata 12, Laugavegur 46A, Nýlendugata 14, Rauðagerði 53, Suðurhólar 35, Sunnuvegur 35, Víðimelur 62, Þingholtsstræti 21, Hvammsgerði 7, Ægisgarður 1, Ægisgarður 3, Brautarás 1-19, Selásbraut, Brekkustígur 14B, Blikastaðavegur 2-8, Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, Kollafjörður, Lundur, Reynisvatnsland 53, Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Skipulagsráð, tillaga, Blikastaðavegur, Pósthússtræti 13, Borgarvernd, húsvernd, Skólavörðustígur 2, Túngötureitur, Gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu, Kópavogur, Byggingarreglugerð, tillaga, Haukdælabraut 98,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

352. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 10. júní kl. 09:45, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 352. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Valný Aðalsteinsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.11 Baldursgata 16, svalir 0301
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. apríl 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið þakhæðar og samræma glugga á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Baldursgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 6. maí til og með 6. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. janúar 2011.
Gjald kr. 8.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


2.11 Hlyngerði 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Bjarkar Sigurðardóttur dags. 14. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.806/807 vegna lóðarinnar nr. 3 við Hlyngerði. Í breytingunni felst að breyta byggingarreit og byggingarmagni ásamt fjölgun bílastæða úr tveimur í fjögur, samkvæmt uppdrætti GP arkitekta ehf. dags. 13. apríl 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011 og lagfærðir uppdrættir dags. 28. apríl 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. maí til og með 2. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

3.11 Keldur, Háskólasjúkrahús í Fossvogi, framtíðarnýting lóða, Landspítali Háskólasjúkrahús
Lögð fram samþykkt tillaga Skipulagsráðs Reykjavíkur ásamt greinargerð dags. 27. apríl 2011 vegna framtíðarnýtingu lóða og fasteigna Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og Háskólasjúkrahúss í Fossvogi Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 10. júní 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

4.11 Aðalstræti 8, breyta 5. hæð í íbúð ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 5. hæð í íbúð, stækka suðursvalir á 5. hæð, setja reykháf fyrir arinn til íbúðar og breyta anddyri og inngangi á 1. hæð hússins á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Jákvæð fyrirspurn fyrir íbúð BN042879 12. apríl 2011 fylgir.
Samþykki meðeigenda fylgir á A3 teikningum.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2011 og tölvupóstur dags. 25. maí 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á notkun. Ekki er þó hægt að mæla með stækkun svala yfir lóðamörk og út í Bröttugötu.

5.11 Bjarmaland 10-16, nr. 14 breytingar úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg á á lóðamörkum til samræmis við nýsamþykktan stoðvegg að Bjarmalandi 20 og færa sorpgeymslu til innan lóðar sbr. erindi BN042496 við einbýlishús nr. 14 á lóð nr. 10-16 við Bjarmaland.
Gjald kr. 8.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

6.11 Búagrund 13, (fsp) byggja skála
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja skála eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum, sjá erindi BN042947, í suðausturhorni einbýlishússins á lóð nr. 13 við Búagrund.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

7.11 Grundargerði 12, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar viðbyggingar á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 12 við Grundargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hilda Björk Indriðadóttir og Kristín Njálsdóttir dags. 8. júní 2011 og Daníel H. Guðjónsson og Aðalheiður Sigurjónsdóttir dags. 4. júní 2011.
Erindi fylgja jákv. fsp. BN042852 dags. 22. febrúar og 12. apríl 2011. Stækkun: 17,9 ferm., 54,6 rúmm.Gjald kr. 8.000 + 4.368

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

8.11 Hofsvallagata 57, (fsp) pallur
Lögð fram fyrirspurn Silju Báru Ómarsdóttur dags. 8. júní 2011 varðandi niðurgrafinn pall á lóðinni nr. 57 við Hofsvallagötu samkvæmt meðfylgjandi skissu

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

9.11 Laugavegur 105, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn BT bygginga ehf. dags. 3. júní 2011 varðandi breytta notkun þriðju til fimmtu hæðar hússins nr. 105 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

10.11 Nýlendugata 6, (fsp) stigahús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að sameina tvær íbúðir í eina og byggja stigahús aftan við tvíbýlishúsið á lóð nr. 6 við Nýlendugötu.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við sameiningu íbúða. Bygging stigahúss er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulags svæðisins og er ekki hægt að fallast á það.

11.11 Seljavegur 32, færanleg leikstofa og bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að flytja færanlega leikstofu H-7 frá Norðlingaskóla og fjölga um 8 bílastæði á lóð nr. 32 við Seljaveg.
Tölvupóstur Fjármálaráðuneytisins vegna samþykkis dags. 23. maí 2011 fylgir.
Stærð: 133.3 ferm., 468,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 37.464

Frestað.

12.11 Smáragata 12, (fsp) kvistir, svalir o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2011 þar sem spurt er hvort setja megi þrjá kvisti og svalir á þakhæð, nýjar svalir til vesturs á 2. hæð, nýja hurð á 1. hæð til austurs og hurð á kjallara til suðurs á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, en fyrirspyrjanda er bent á nánari leiðbeiningar í umsögninni sjálfri.

13.11 Laugavegur 46A, (fsp) niðurrif og nýbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem spurt er um afstöðu byggingarfulltrúa til þess að rífa geymslur sem standa á vesturhluta lóðar og byggingar nýrra við fjölbýlishúsið á lóð nr. 46Avið Laugaveg.

Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi. Fyrirspyrjanda er bent á að kynna sér heimildir í gildandi deiliskipulagi.

14.11 Nýlendugata 14, (fsp) kaffihús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2011 þar sem spurt er hvort innrétta megi vinnustofur fyrir listamenn og kaffihús í gamalli netagerð með aðkomu frá Mýrargötu í húsi á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

15.11 Rauðagerði 53, (fsp) gestastæði
Lögð fram fyrirspurn Trausta Leóssonar dags. 30. maí 2011 varðandi tvö gestastæði við lóðina nr. 53 við Rauðagerði.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

16.11 Suðurhólar 35, nr. 35F raðhús
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús með þrem íbúðum á einni hæð með timburþaki þar sem íbúðirnar eru skipulagðar sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga á lóð nr. 35 F við Suðurhóla.
Meðfylgjandi er bréf VA arkitekta þar sem þeir afsala sér rétti til að teikna þetta síðasta hús á reitnum, en skipulagsskilmálar kveða á um að sami hönnuður teikni þau öll og leggi fyrir byggingarfulltrúa sem eina heild.
Stærðir: íbúð 0101 85,7 ferm., 302,1 rúmm., íbúð 0102 82,5 ferm., 290,8 rúmm., íbúð 0103 106,8 ferm., 400,5 rúmm.
Samtals: 275,0 ferm., 993,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 79.472

Frestað.


17.11 Sunnuvegur 35, (fsp) lóðarmörk
Á fundi skipulagsstjóra 27. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Kristínar Jónsdóttur dags. 19. mars 2011 varðandi færslu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 35 við Sunnuveg. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umsagnar hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, vegna borgarlands.

18.11 Víðimelur 62, (fsp) byggja rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja rishæð eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Víðimel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið að teknu tilliti til þeirra leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

19.11 Þingholtsstræti 21, rífa skúr og byggja einbýlishús
Á fundi skipulagsstjóra 27. maí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til rífa einnar hæðar atvinnuhús og byggja í staðinn steinsteypt einbýlishús í gömlum stíl, tvær hæðir og ris sem verður matshluti 02 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.
Jafnframt er erindi BN036928 dregið til baka.
Niðurrif: Fastanr. 200-5650 mhl.02 merkt iðnaðarh 0101 82 ferm.
Nýbygging : 1. hæð 112,2 ferm., 2. hæð 75,8 ferm., 3. hæð 66,6 ferm.
Samtals 254,6 ferm., 767,5 rúmm.Gjald kr. 8.000 + 61.400

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

20.11 Hvammsgerði 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Aðalsteins Snorrasonar dags. 1. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Hvammsgerði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 10. desember 2010. Einnig lagt fram samþykki nágranna að Hvammsgerði 5 og 9 dags. í maí 2011.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

21.11 Ægisgarður 1, stöðuleyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi á stöðuleyfi fyrir gestahús úr timbri sem staðsett verður á lóð nr. 1 A við Ægisgarð.
Stærð: 25,8 ferm., 75,9 rúmm
Gjald kr. 8.000 + 6.072

Frestað.

22.11 Ægisgarður 3, stöðuleyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi á stöðuleyfi fyrir gestahús úr timbri sem staðsett verður á lóð nr. 3 B við Ægisgarð.
Stærð: 25,8 ferm., 75,9 rúmm
Gjald kr. 8.000 + 6.072

Frestað.

23.11 Brautarás 1-19, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 27. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Eddu Rósar Karlsdóttur dags. 25. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær, Selás, raðhús vegna lóðarinnar nr. 1-19 við Brautarás. Í breytingunni felst stækkun lóðar nr. 1 við Brautarás í átt að göngustíg meðfram Rofabæ. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa móttekið 25. maí 2011. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra 9. júní 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

24.11 Selásbraut, málskot
Lagt fram málskot Arndísar Ósk Jónsdóttur dags. 1. júní 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 31. maí 2011 varðandi bílastæði fyrir stór ökutæki á Selásbraut við Norðurás.
Vísað til skipulagsráðs.

25.11 Brekkustígur 14B, (fsp) nýting svæðis
Á fundi skipulagsstjóra 29. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Páls Kr. Svanssonar dags. 20. apríl 2011 varðandi nýtingu á lóðinni nr. 14B við Brekkustíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

26.11 Blikastaðavegur 2-8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 27. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna aðkomu að lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra og Umhverfis- og samgöngusvið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

27.11 Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Þorgeirs Benediktssonar dags. 16. desember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur. Í breytingunni felst að loftunargerði eru stækkuð við hesthús við Almannadalsgötu að vestanverðu, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 8. desember 2010. Einnig lagt bréf Bjarna Jónssonar ásamt samþykki lóðarhafa móttekið 30. mars 2011. Tillagan var auglýst frá 15. apríl til og með 31. maí 2011. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

28.11 Kollafjörður, Lundur, (fsp) sumarhús
Lögð fram fyrirspurn Steins Friðgeirssonar dags. 8. júní 2011 varðandi byggingu sumarhúss í landi Lundar á Kollafirði.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

29.11 Reynisvatnsland 53, (fsp) sumarhús
Lögð fram fyrispurn Jarþrúðar D. Flórentsdóttur dags. 6. júní 2011 varðandi leyfi fyrir þegar byggðu sumarhúsi á lóðinni nr. 53 við Reynisvatnsland.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

30.11 Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram, (fsp) framkvæmdaleyfi
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. júní 2011 um að flytja sigpúða af gervigrasvelli yfir á fjölnota grasvöll á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

31.11 Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar
Á fundi skipulagsstjóra 27. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar ark. f.h. Keiluhallarinnar ehf dags. 26. maí 2011 varðandi stækkun húsnæðis Keiluhallarinnar við Öskjuhlíð skv. uppdrætti dags. 26. maí 2011. Einnig er óskað eftir að mála þak veitingastaðarins Rúbíns í dökkgráum lit. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júní 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

32.11 Skipulagsráð, tillaga, Blikastaðavegur, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2011 var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks dags. 13. apríl 2011 um umferðarskipulag Blikastaðavegar. Á fundinum var tillögunni frestað og vísað til umsagnar hjá verkefnisstjórum endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. maí 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

33.11 Pósthússtræti 13, útiveitingar
Á fundi skipulagsstjóra var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir útiveitingar í fl. III fyrir 100 gesti á gangstétt á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis fyrir framan hús á lóð nr. 13 við Pósthússtræti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. maí 2011.
Gjald kr. 8.000

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

34.11 Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lagt fram bréf BIN-hópsins dags. 24. maí 2011 varðandi borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur.
Vísað til umsagnar hjá skipulagsstjóra.

35.11 Skólavörðustígur 2, (fsp) veitingarekstur
Á fundi skipulagsstjóra 13. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Íslenska eignafélagsins ehf. dags. 10. maí 2011 varðandi rekstur á Subway samlokustað á lóð nr. 10 við Skólavörðustíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

36.11 Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær dags. 13. nóvember 2009. Tillagan var kynnt frá 6. apríl til og með 27. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigríður Á. Andersen, dags.30. maí 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

37.11 Gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu, leiðbeinandi fyrirmynd skv. 20. gr. skipulagslaga
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 7. júní 2011 ásamt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. s.m. um leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt 20. gr. skipulagslaga.
Vísað til skipulagsráðs.

38.11 Kópavogur, Vesturvör 32-38, hafnarsvæði
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 26. maí 2011 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi, Vesturvör 32-38.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

39.11 Byggingarreglugerð, tillaga, vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð til kynningar
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 31. maí 2011 varðandi drög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs á framkomnum vinnudrögum fyrir 15. ágúst n.k.

Vísað til skipulagsráðs.

40.11 Haukdælabraut 98, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. júní 2011 varðandi breytingu á skilmálum Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 98 við Haukdælabraut. Í breytingunni felst að húsagerð á lóðinni nr. 98 við Haukdælabraut er breytt úr E-2A í(tveggja hæða hús) í Ep-Ia (pallað hús) Við breytinguna verða öll hús við götuna (botlangan) einnar hæðar að götu .

Vísað til skipulagsráðs