Austurberg, Hótel Loftleiðir, Kjalarnes, Brautarholt 1, Stekkjarbakki, Skipulagsráð, tillaga, Hábær 41, Hverafold 7, Hverafold 58, Snorrabraut 37, Vesturhlíð 1, leikskóli, Eskihlíð 2-4, Grundarstígsreitur, Austurstræti 12, Bergstaðastræti 13, Grettisgata 2A, Hverfisgata 102, Mýrargata 26, Reitur 1.172.1, Laugavegur - Vatnsstígur, Sjafnargata 4, Spítalastígur 8, Sundagarðar 2B, Hljómalindarreitur, Fellsmúli 24-30, Friggjarbrunnur 1, Hlyngerði 3, Hæðargarður 36, Höfðabakki 1, Sporhamrar 5, Starhagi 11, Sólheimar 19-21, Deiliskipulagsáætlanir fyrir 1998, Garðastræti 17, Skipulagsráð, tillaga,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

346. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 15. apríl kl. 10:25, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 346. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval og Bragi Bergsson. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.11 Austurberg, (fsp) göngustígur meðfram Austurbergi
Á fundi skipulagstjóra 8. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn framkvæmda- og eignasviðs f.h. hverfaráðs Breiðholts dags. 31. mars 2011 varðandi gerð göngustígs meðfram Austurbergi, vestan götu. Stígurinn yrði í framhaldi af göngustíg meðfram Hólabrekkuskóla. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.

Ekki eru gerðar athugasemdir við lagningu göngustígs til samræmis við erindið, en bent er á að lega þarf að samræmast gildandi deiliskipulagi. Hafa þarf samráð við embætti skipulagsstjóra.

2.11 Hótel Loftleiðir, (fsp) endurgerð lóðar
Lögð fram fyrirspurn Reita fasteignafélags hf. dags. 15. apríl 2011 varðandi endurbætur á lóð Hótel Loftleiða og Icelandair.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

3.11 Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing
Lögð fram lýsing Einars Ingimarssonar fh. lóðarhafa dags 9. febrúar 2011 vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Einnig er lögð fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins, dags. 12. apríl 2011 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. apríl 2011.


Frestað.

4.11 Stekkjarbakki, (fsp) hjólastígur meðfram Stekkjarbakka, sunnan götu
Á fundi skipulagsstjóra 8. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn framkvæmda- og eignasviðs f.h. hverfaráðs Breiðholts dags. 31. mars 2011 varðandi gerð hjólastígs meðfram Stekkjarbakka, sunnan götu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. apríl 2011.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

5.11 Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Blikastaðavegur 2-8
Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins;
"Með tilliti til breyttra aðstæðna verði umferðarskipulag Blikastaðavegar endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangurinn er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Haft verði að leiðarljósi eftirfarandi:
-Að hægt verði að halda kostnaði við framkvæmdina í lágmarki.
-Að lausnin verði vistvæn og hafi óveruleg áhrif á umferðarflæðið í Grafarvogi að öðru leyti.
-Að meðfram nýrri vegtengingu verði gert ráð fyrir gangandi og hjólandi umferð.
-Að ekki verði stefnt að sérstakri tengingu við Vesturlandsveg í tengslum við þetta.
-Að leitað verði ráða hjá íbúum og samtökum þeirra auk atvinnufyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að leita lausna í framangreindum tilgangi. Hann hafi frumkvæði að því að stofnað verði samstarfsteymi skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusvið með þetta að markmiði. Verði gerð tillaga um breytingar á umferðarskipulagi í framhaldi af vinnu sviðanna mun það leiða til breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Niðurstöðum verði skilað til skipulagsráðs eigi síðar en 1. júní nk."

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjórum endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.

6.11 Hábær 41, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Thors dags. 1. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 41 við Hábæ. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt breyttum uppdrætti Studio strik ehf. dags. 21. mars 2011. Tillagan átti að vera í grenndarkynningu frá 13. apríl 2011 til og með 16. maí 2011 en þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir dags. 12. apríl 2011 er erindi nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

7.11 Hverafold 7, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. mars 2011 þar sem framsend er umsókn Mótx ehf. dags. 8. febrúar 2011 um úthlutun lóðar nr. 7 við Hverafold í því skyni að byggja þar þriggja hæða fjölbýlishús með 15 íbúðum, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar móttekin 17. mars 2011. Umsóknin er framsend skipulags- og byggingarsviði þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Foldahverfis. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. apríl 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

8.11 Hverafold 58, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Bjarkar Pálsdóttur dags. 22. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 58 við Hverafold. Í breytingunni felst að byggður verður garðskáli við vesturhlið hússins, gróðurhús í suðvestur horni lóðar og frístandandi gufubað norðanmegin, samkvæmt uppdrætti Skyggni frábært sf. dags. 8. febrúar 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

9.11 Snorrabraut 37, (fsp) stækkun á lóð
Lögð fram fyrirspurn Einars Sörla Einarssonar dags. 9. desember 2010 ásamt bréfi dags. 8. desember 2010 varðandi stækkun á lóðinni nr. 37 við Snorrabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá Framkvæmda- og eignasviði og Umhverfis- og samgöngusviði vegna lóðarstækkunar. Fyrirspurnin er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 12. janúar 2011 og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 28. mars 2011.

Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna Framkvæmda- og eignasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs. .

10.11 Vesturhlíð 1, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmd- og eignasviðs dags. 24. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 1 við Vesturhlíð. Í breytingunni felst að stækka lóðina við leikskólann Sólborg og gera byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur samkvæmt uppdrætti dags. 23. mars 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

11.11 Eskihlíð 2-4, (fsp) starfssemi og staðsetning
Lögð fram fyrirspurn Stellu Soffíu Jóhannesdóttur dags. 8. apríl 2011 varðandi starfssemi og staðsetningu Fjölskylduhjálpar Íslands á lóðinni nr. 2-4 við Eskihlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

12.11 Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðila kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við kynninguna. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. i mars 2011. Tillagan var kynnt frá 18. mars 2011 til og með 8. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius, dags. 6. apríl og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011.

Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir þeim hagsmunaaðilum sem gerðu athugasemdir við málið á fyrri stigum þess auk lóðarhafa að Grundarstíg 3, 5, 5a, 7, 9, 11,12 ásamt Þingholtsstræti 29 og Spítalastíg 2.

13.11 Austurstræti 12, breyting inni/úti
Á fundi skipulagsstjóra 8. apríl 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2011 þar sem sótt er um breyttan gestafjölda innanhúss og um leyfi fyrir útiveitingum bæði við Austurstræti og Vallarstræti í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Austurstræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000

Frestað.
Umsækjandi skal leggja fram gögn til samræmis við niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.


14.11 Bergstaðastræti 13, byggja yfir verönd íbúðar 0402
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta af verönd íbúðar 0402 í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Stækkun: 23,2 ferm., 66 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.082

Neikvætt. Umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi að því er varðar heimilað hámarksbyggingarmagn á lóðinni.

15.11 Grettisgata 2A, (fsp) breyta í íbúða/gistihótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

16.11 Hverfisgata 102, (fsp) hækkun kvista
Á fundi skipulagsstjóra 8. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Elfu Hannesdóttur dags. 4. apríl 2011 um hækkun kvista á Hverfisgötu 102. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. apríl 2011.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Sækja þarf um byggingarleyfi.

17.11 Mýrargata 26, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Glámu Kím dags. 11. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.116 og 1.115.3, Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 26 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að íbúðareiningum er fjölgað, umfang byggingarinnar er breytt, íbúðir eru minnkaðar og fleira, samkvæmt uppdr. Gláma Kím dags. 7. apríl 2011.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

18.11 Reitur 1.172.1, Laugavegur - Vatnsstígur, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ArkiBúllunar dags. 18. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar/Vatnsstígs. Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 18. október 2010. Tillagan var auglýst frá 24. janúar 2011 til og með 8. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arkitektar Hjördís og Dennis dags. 2. mars 2011, Hermann Hermannson og Berglind Hallgrímsdóttir f.h. NBI banka dags. 3. mars 2011 og íbúasamtök miðborgar dags. 6. mars 2011, Torfusamtökin dags. 6. mars 2011, Lögmenn ehf f.h. Eðal fasteignafélags dags. 28. mars og Steinþór Kári Kárason f.h. eigenda Laugavegs 37, 37b, íbúða 0302 og 0401 að Hverfisgötu 54 dags. 7. apríl 2011 og
Guðjón Þór Pétursson og Pétur Jónasson Hverfisgötu 52 dags. 7. apríl 2011.

Kynna formanni skipulagsráðs.

19.11 Sjafnargata 4, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr á lóð nr. 4 við Sjafnargötu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

20.11 8">Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ólafar H. Símonarsonar og Guðlaugar M. Bjarnadóttur dags. 14. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að rífa núverandi skúrbyggingu milli Spítalastígs 8 og 10 og byggja þriggja hæða byggingu í hennar stað næst Spítalastíg og eina hæð bakatil næst Bergstaðastræti 17b, samkvæmt uppdrætti Egg arkitekta dags. 14. apríl 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

21.11 Sundagarðar 2B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi KFC ehf. dags. 13. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2B við Sundagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við núverandi veitingaskála, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar dags. 12. apríl 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

22.11 Hljómalindarreitur, (fsp) tímabundin umsjón með opnu svæði
Lögð fram fyrirspurn Villý Þórs Ólafssonar dags. 6. apríl 2011 um hvort hann fengi tímabundið leyfi til að hafa umsjón með opnu svæði á Hljómalindarreit í sumar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

23.11 Fellsmúli 24-30, nr. 28 skýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir opnum skýlum, að hluta til áður gerðum, koma fyrir gluggum á suðausturhlið og auglýsingaskilti á þaki hússins nr. 28 á lóð nr. 24- 30 við Fellsmúla.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX

Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fellsmúla 26 og 28.

24.11 Friggjarbrunnur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 8. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 6. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells, vegna lóðarinnar nr. 1 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst fjölgun íbúða ásamt fjölgun bílastæða, samkvæmt uppdrætti Vektor ehf. dags. 5. apríl 2011. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

25.11 Hlyngerði 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Bjarkar Sigurðardóttur dags. 14. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.806/807 vegna lóðarinnar nr. 3 við Hlyngerði. Í breytingunni felst að breyta byggingarreit og byggingarmagni ásamt fjölgun bílastæða úr tveimur í fjögur, samkvæmt uppdrætti GP arkitekta ehf. dags. 13. apríl 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011.

Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti til samræmis við umsögn skipulagsstjóra.


26.11 Hæðargarður 36, (fsp) garðskýli
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Inga Guðmundssonar dags. 11 apríl 2011 varðandi staðsetningu nýss garðskýlis á lóðinni nr. 36 við Hæðargarð.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

27.11 Höfðabakki 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Nexus arkitekta dags. 15. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 1 við Höfðabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir mögulega skemmubyggingu í austurátt, samkvæmt uppdrætti Nexus arkitekta dags. 14. febrúar 2011, breyttur 11. mars 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hjálmar Hlöðversson dags. 12. apríl 2011.

Frestað.

28.11 Sporhamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Önnu Margréar Hauksdóttur dags. 20. janúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Sporhamra. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna útigeymslu ásamt fjölgun íbúða úr fimm í sex, samkvæmt uppdrætti AVH ehf. dags. 24. janúar 2011. Tillagan var auglýst frá 25. febrúar 2011 til og með 8. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

29.11 Starhagi 11, (fsp) færanleg leikstofa
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmd- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 24. mars 2011 hvort hægt sé að staðsetja færanlega leikstofu við lóðarmörk leikskólans Sæborgar samkvæmt uppdrætti dags. 18. mars 2011.

Vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

30.11 Sólheimar 19-21, 19 - færanlegar kennslustofur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2011 þar sem sótt er um leyfi til að flytja tvær lausar kennslustofur frá Norðlingaskóla og setja niður á lóð leikskólans Sunnuhlíðar á lóð nr. 19 við Sólheima. Erindið var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Fasteigna ríkissjóðs dags. 21. mars 2011 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindi. Jafnframt er erindi BN042464 dregin til baka. Gjald kr. 8.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


31.11 Deiliskipulagsáætlanir fyrir 1998, erindi Skipulagsstofnunar
Lögð fram orðsending R10090084 frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 7. apríl 2011 ásamt erindi Skipulagsstofnunar frá 25. f.m. varðandi 5. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010 varðandi meðferð skipulagsáætlana sem samþykktar hafa verið fyrir 1. janúar 1998.


32.11 Garðastræti 17, lóðaafmörkun
Á fundi skipulagsstjóra 17. mars 2011 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2011 varðandi erindi Gests Ólafssonar dags. 11. mars 2011 vegna afmörkunar lóðarinnar nr. 17 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 28. mars 2011. Erindi lagt fram að nýju ásamt bréfi Gests Ólafssonar f.h. eigenda Garðastrætis 17 dags. 6. apríl 2011.

Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

33.11 Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, bensínstöðvar
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
"Skipulagsstjóri í Reykjavík hefji úttekt og hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Settur verði á fót stýrihópur í þessum tilgangi með fulltrúum frá skipulagssviði, framkvæmda- og eignasviði og umhverfis- og samgöngusviði.
Haft verði að markmiði:
-Að færa starfsemi afgreiðslustöðvanna meira til samræmis við þá þróun sem orðið hefur í nærhumhverfi þeirra.
-Að nýta lóðir betur þar sem þess er kostur.
-Að skoðað verði hvort ávinningur verði af því að hætt verði sölu orkugjafa á ákveðnum afgreiðslustöðvum en uppbygging heimiluð sem byggist á breyttri atvinnustarfsemi og/eða íbúðabyggð.
-Að lagðar verði tillögur fyrir ráðið um eðlilega skiptingu hagnaðar og/eða kostnaðar lóðarhafa og borgaryfirvalda í kjölfar breytinga á skipulagsáætlunum í samræmi við ofangreint markmið.
-Að tillögur stýrihópsins nýtist við gerð aðalskipulags Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.
-Að gætt sé jafnræðis á milli samkeppnisaðila á þessum markaði.
-Að stýrihópurinn leiti ráða hjá þeim sem málið varðar.

Skipulagsstjóri greini skipulagsráði frá niðurstöðum hópsins eigi síðar en 1. júní 2011."
Greinargerð fylgir tillögunni.