Engey, Varmadalur 125767, Spilda úr landi Móa 125725, Baughús 10, Baughús 46, Kristnibraut 65-67, Laugavegur 178, Nóatún 17, Skúlagata 51, Hverfisgata 78, Drafnarstígur 7, Hólatorg 2, Kaplaskjól, Landakot, Laugavegur 60, Laugavegur 74, Lækjargata 8, Suðurgata 100, Tryggvagata 22, Þingholtsstræti 2-4, Dugguvogur 23, Fossvogsblettur 2A, Köllunarklettsvegur 8, Melgerði 1, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Áfengisveitingastaðir, Skipulagsreglugerð,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

323. fundur 2010

Ár 2010, föstudaginn 22. október kl. 10:35 var haldinn 323. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.10 Engey, orðsending borgarstjóra
Á fundi skipulagsstjóra 24. september 2010 var lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 21. september 2010 ásamt fyrirspurn Landnámsferða ehf. móttekið sd. varðandi lóð í Engey til að byggja upp landnámsþorp. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra svæðisins og Minjasafns Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. október 2010 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. október 2010.
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.

2.10 Varmadalur 125767, (fsp) skýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja stauraskýli norðan við einbýlishúsið á lóðinni Varmadalur III.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. september 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

3.10 Spilda úr landi Móa 125725, sameina landsspildur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem ofanritaður óskar eftir að eign hans, þ.e. 3.789 m2 úr landi Móavíkur , landnúmer 125732, verði sameinaðir landi Krummavíkur ehf., landnúmer 125725, enda liggja spildurnar saman og eru í eigu sama aðila.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

4.10 61">Baughús 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn lóðarhafa dags. 20. okt. 2010 um breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna stækkunar aukaíbúðar að Baughúsi 10. Meðfylgjandi eru uppdrættir Lúðvíks Davíðs Björnssonar dags. 28. ágúst 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Baughúsum 8 og 12, þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir.

5.10 Baughús 46, (fsp) breytingar inni og úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir, koma fyrir stiga af svölum niður af sólpalli, breyta glugga í svalahurð, þvottahúsglugga breytt í hurð og setja upp arinn í stofu með reykröri í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Baughús.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi. Athygli er vakin á því að samþykki aðlægs lóðarhafa að Baughúsum 44 þarf að fylgja með byggingarleyfisumsókn, vegna staðsetningu útitröppu í lóðarmörkum.

6.10 Kristnibraut 65-67, breyting á skilmálum
Lögð fram umsókn og tillaga Eyjólfs Einars Bragasonar f.h. Búseta svf dags. 10. september 2010 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarholts, svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 65-67 við Kristnibraut. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum hússins um eina, úr 18 íbúðum í 19 íbúðir.
Vísað til skipulagsráðs.

7.10 Laugavegur 178, (fsp) breyta skrifstofuhúsnæði í hótel
Lögð fram fyrirspurn Vallhólma ehf. móttekin 18. október 2010 varðandi leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í hótel á 2, 3 og 4 hæð og 1. hæð í morgunverðarsal og móttöku á lóðinni nr. 178 við Laugaveg samkvæmt uppdrætti Þráins & Benedikts dags. í október 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

8.10 Nóatún 17, (fsp) hjólageymsla
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja ca. 30 ferm. hjólageymslu sunnan við hús nr. 17 við Nóatún. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

9.10 Skúlagata 51, breyting inni
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta núverandi húsnæði í Sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi, breytingarnar eru umtalsverðar innanhúss á öllum hæðum, en að utanverðu einungis þær að bílskýli við Skúlagötu er lokað með rimlum og hurð sett í ökuop á austurhlið bílgeymslu í húsi á lóð nr. 51 við Skúlagötu. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7. okt.óber 2010.Gjald kr. 7.700 . Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, en bent er á leiðbeiningar í umsögn skipulagsstjóra.

10.10 Hverfisgata 78, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt er fram afrit af bréfi Helga Hafliðasonar til borgarstjóra dags. 30. september 2010 þar sem gerðar eru athugsemdir við verkferla og afgreiðslur. Erindinu var vísað til umsagnar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. október 2010.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

11.10 Drafnarstígur 7, reyndarteikning bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningu af bílskúr sem skv. Þjóðskrá Íslands var byggður 1936 á lóð nr. 7 við Drafnarstíg.
Stærð: 20,3 ferm., 55,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.281
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Drafnarstíg 9.

12.10 Hólatorg 2, skrá vinnuskúr sem séreign
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að skilgreina geymslu/þvottahússkúr mhl. 02, sbr. BN038176, sem vinnustofu og séreign á lóð nr. 2 við Hólatorg.
Gjald kr. 7.700
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

13.10 Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli sé gert ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum í stað fjögurra. Einnig er bætt inn í skilmála kvöð um aðgerðir vegna hljóðvistar í samræmi við álitsgerð Framkvæmdasviðs janúar 2007, Minnisblað og hljóðmælingar Línuhönnunar dags. 13. mars 2007, greinargerð Trivium ráðgjafar og dæmi um útfærslu veggjar dags. 23.apríl 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

14.10 Landakot, (fsp) safnaðarheimili á lóð Kaþólsku kirkjunnar
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt f.h. Kaþólsku kirkjunnar, dags. 18. okt. 2010, um safnaðarheimili og fjölnotahús á lóð Kaþólsku kirkjunnar við Landakot.
Kynna formanni skipulagsráðs.

15.10 Laugavegur 60, endurnýjun byggingarleyfis BN039563
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039563 dags. 28. apríl 2009 þar sem sótt er um að innrétta veitingastað í flokki II á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

16.10 Laugavegur 74, málskot
Lagt fram málskot Zeppelin arkitekta f.h. Laugar ehf., dags. 20. okt. 2010, vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þann 12. október 2010 á umsókn um hótel og verslun að Laugavegi 74.
Vísað til skipulagsráðs.

17.10 Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta f.h. Lækjar ehf., dags. 21. okt. 2010, um breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna aukins byggingarmagns fyrir Lækjargötu 8.
Kynna formanni skipulagsráðs.

18.10 Suðurgata 100, (fsp) kvistir
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka rishæð um 140 cm og byggja kvisti götumegin á einbýlishúsið nr. 100 við Suðurgötu. erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

19.10 Tryggvagata 22, (fsp) innri breytingar 1. hæð
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fáist til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn um 5/9 metra og skapa þar útisvæði fyrir 42 gesti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra

20.10 Þingholtsstræti 2-4, viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun, forhönnun frá VSI dags. 7. október 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 1. 2. og 3. hæð eru allar 191,9 ferm., 4. hæð 9,9 ferm.Samtals viðbygging: 777,5 ferm., 2.378 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 183.106. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

21.10 Dugguvogur 23, (fsp) svalir 3. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á 3. hæð, Kænuvogsmegin á húsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samþykkti meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir við afgreiðslu erindisins. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

22.10 Fossvogsblettur 2A, (fsp) nýtt hús
Á fundi skipulagsstjóra 15. október 2010 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Geirs Halldórssonar dags. 14. október 2010 um að byggja nýtt hús á lóðinni nr. 2A við Fossvogsblett. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 22. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

23.10 Köllunarklettsvegur 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn gosverksmiðjunnar Kletts, dags. 19. október 2010 ásamt tillögu Adamsson ehf., dags. 30. júní 2010 að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 8 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður vegna kolsýrutanks.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum Köllunarklettsvegi 3, 5, 10 og Klettagörðum 21.

24.10 Melgerði 1, lóðarstækkun
Lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að lóðarstækkun fyrir lóðarhöfum að Búðargerði 2-10 (jöfn númer), Breiðagerði 37 ásamt Melgerði 3 og 5.

25.10 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar dags. 22. október 2010. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009. og endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

26.10 Áfengisveitingastaðir, staðsetning og opnunartími, tillaga stýrihóps
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. október 2010 vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs þ. 13. s.m.: Með vísan til greinargerðar stýrihóps um staðsetningu og opnunartíma áfengisveitingastaða í Reykjavík er lagt til að opnunartími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, verði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Frá og með næstu áramótum verði opnunartíminn styttur um hálftíma, þ.e. til kl. 5, og að sex mánuðum liðnum aftur um hálftíma, til kl. 4.30. Í stað kl. 05.30 í a. lið 3. mgr. 6. gr. málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitinga- og gististaði komi því frá og með 1. janúar 2011 kl. 05.00, og frá og með 1. júlí 2011 kl. 04.30. Að ári liðnu verði farið yfir reynsluna af breytingunni og lagt mat á áhrif hennar. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. október 2010.
Minnisblað skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

27.10 Skipulagsreglugerð, orðsending skrifstofu borgarstjóra
Á fundi skipulagsstjóra 1. október 2010 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 28. september 2010 ásamt erindi Skipulagsstofnunar sags. 10. september 2010 þar sem óskað er eftir ábendingum um nýja skipulagsreglugerð. Erindinu var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12 október 2010.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.