Brautarás 1-19, Grjótháls 1-3, Laugavegur 166, Stórholt 17, Hlíðarendi, Valssvæði, Flugvöllur 106748, Kjalarnes, Klébergsskóli, Félag Múslima á Íslandi, Gufunes, Þorláksgeisli, Hverafold 130, Leirulækur 6, Einarsnes 33, Kvisthagi 9, Jöldugróf 13, Aragata 15, Bergstaðastræti 20, Brekkustígur 4A, Egilsgata 3, Hverfisgata 52, Hverfisgata 52, Laugavegur 21 - Klapparstígur, Laugavegur 86-94, Lokastígur 10, Pósthússtræti 13-15, Túngata 41, Vesturgata 52, Holtasel 42,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

315. fundur 2010

Ár 2010, föstudaginn 27. ágúst kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 315. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Kjarval og Margrét Þormar. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.10 Brautarás 1-19, (fsp) skjólgirðing
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir girðingu við lóðarmörk hússins við hliðina á göngustíg Reykjavíkurborgar á lóð nr. 1 við Brautarás.
Bréf frá fyrirspyrjanda dags. 11. ágúst 2010. fylgir fyrirspurninni
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

2.10 Grjótháls 1-3, bílastæði á borgarlandi
Lagt fram bréf Tark f.h. Össurar hf. dags. 20. ágúst 2010 varðandi bílastæði á borgarlandi framan við Grjótháls 1-3, norðan götunnar.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs.

3.10 Laugavegur 166, (fsp) stækka anddyri
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækka anddyri á húsnæði Fasteigna ríkissjóðs á lóð nr. 166 við Laugaveg og breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún. Athygli er vakin á því að samþykki allra meðlóðarhafa þarf að fylgja með byggingarleyfisumsókn.

4.10 Stórholt 17, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta tvöfalda bílageymslu á lóð nr. 17 við Stórholt. Kynning stóð yfir frá 26. júlí 2010 til og með 24. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Jákvæð fyrirspurn BN041000 dags. 16. febrúar 2010 fylgir erindinu og samþykki meðeigenda.
Stærð: 57 ferm., 178,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 13.737
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


5.10 Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 23. júlí 2010 var lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í samkeppnishugmynd Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og 20. maí 2010, minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóðvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Bragi Halldórsson dags. 9. júní 2010 THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Isavia ohf. dags. 15. júlí og THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Reita dags. 16. júlí, Stefán Karlsson f.h. Knattspyrnufélagsins Vals dags. 19. júlí 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.

6.10 Flugvöllur 106748, girðing og bílastæði
Lögð fram fyrirspurn THG f.h. Isavia ohf. dags. 23. ágúst 2010 um það hvort heimilað yrði að að girða svæði umhverfis Flugstjórnarmiðstöð með 2 metra hárri netmöskvagirðingu skv. uppdrætti dags. 23. ágúst 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

7.10 Kjalarnes, Klébergsskóli, útikennslustofa
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusvið dags. 26. ágúst 2010 varðandi útikennslustofu á lóð Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
Sækja þarf um framkvæmdaleyfi.


8.10 Félag Múslima á Íslandi, (fsp) staðsetning Mosku
Lögð fram fyrirspurn Félags Múslima á Íslandi dags. 6. maí 2010 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna staðsetningar á lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Staðsetningar sem bent er á eru, svæði vestan Veðurstofu Íslands, á lóð Íslandsbanka við Kirkjusand og á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg.
Frestað.

9.10 Gufunes, stöðuleyfi
Lagt fram erindi frá byggingarfulltrúa þar sem sótt er um tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir óupphitað samkomuskýli sem samanstendur af nokkrum gámum og tjaldi á útivistarsvæði Fjöreflis ehf. í Gufunesi.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. júní. 2010, afnotasamningur við Reykjavíkurborg dags. 16. apríl 2010, leyfi til að starfrækja litboltavöll frá Rvkborg dags. 26. ágúst 2008 og lögreglu dags. 9. júlí. 2008 og leyfi frá Ferðamálastofu dags. 6. júní 2009.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við tímabundna leyfisveitingu til eins árs.

10.10 Þorláksgeisli, málskot
Lagt fram málskot formanns foreldrafélags leikskólans Geislabaugs dags. 17. ágúst 2010 vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 á umsókn um nýtingu lóðar við Þorláksgeisla.
Vísað til skipulagsráðs.

11.10 Hverafold 130, bílskúr
Á fundi skipulagsstjóra 20. ágúst 2010 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr sem er steyptur á staðnum og tilheyrir íbúð 010101 í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 130 við Hverafold. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna af húsum nr. 29 - 35 og 128.
Stærð: 35,2 ferm., 133,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.310

Frestað.

12.10 Leirulækur 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 15. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðar nr. 6 við Leirulæk skv. uppdrætti dags. s.d. Breytingin gengur út á að koma fyrir byggingarreit fyrir færanlegar stofur á lóð leikskólans. Kynningin stóð yfir frá 27. júlí 2010 til og með 25. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

13.10 Einarsnes 33, (fsp) garðhýsi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja niður 7.2 ferm garðhýsi í suðvesturenda lóðar nr. 33 við Einarsnes.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
Athygli fyrirspyrjanda er vakin á því að ekki er heimilt að staðsetja garðhýsið a.m.k. í þriggja metra fjarlægð frá lóðamörkum aðliggjandi lóðar nema með samþykki þess lóðarhafa.


14.10 Kvisthagi 9, (fsp) nýjar svalir á 1. og 2. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja nýjar svalir á suðurhlið 1. og 2. hæð sem verða með sama formi og samþykktar voru 20. júlí. 2010 á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Kvisthaga.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi deiliskipulagi.

15.10 Jöldugróf 13, stækkun byggingarreits vegna sólstofu
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Argos ehf. dags. 11. júlí 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar að Jöldugróf 13. Í breytingunni felst að stækkaður er byggingarreitur vegna sólstofu. Grenndarkynningin stóð frá 18. ágúst 2010 til og með 15. september 2010 en þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir er tillagan nú lögð fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

16.10 Aragata 15, breyting inni og úti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta inni og úti, sem að hluta eru áður gerðar framkvæmdir, endurnýja húðun á útveggjum, fjarlægja steypta plötu yfir stofu og byggja sperruþak, stækka op milli stofu og gangs og byggja arinn, bæta við glugga á þvottahús 1. hæðar, flytja inntök heimlagna, koma fyrir glerskýli á svölum, breyta skyggni yfir aðalinngangi og setja garðhurð á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 15 við Aragötu. Kynningin stóð yfir frá 21. júlí 2010 til og með 19. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Bréf frá hönnuði dags. 5. júní 2010 og 18. júní fylgja.
Stækkun: svalaskýli á 1.hæð 2,18 ferm., 17.17 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 +1.322
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


17.10 Bergstaðastræti 20, viðbygging, fjölga íbúðum ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við til norðvesturs og norðurs, til að endurbyggja bílskúr, til að breyta innra skipulagi og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. ágúst 2010.
Núverandi stærðir mhl. 01
Stækkun: Kjallari: xx ferm., 1. hæð 11,3 ferm., 2. hæð 11,3 ferm., xx rúmm.
Samtals: xx ferm., xx rúmm.
Stærðir bílskúr mhl. 02 - stækkun?
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda í umsögn skipulagsstjóra.


18.10 Brekkustígur 4A, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til að stækka steinsteypt einbýlishús með því að byggja viðbyggingu og svalir á bakhlið og hækka gafla og byggja "Mansard" þak á einbýlishúsið á lóð nr. 4A við Brekkustíg. Kynningin stóð yfir frá 28. júlí 2010 til og með 26. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 13. júní 2010, bréf sömu til Borgarverkfræðings dags. 2. sept. 1999, ásamt umsögn skipulagsins dags. 4. mars. Einnig lóðaleigusamningur innfærður til þinglýsingar 7.7.2010.
Stærðir fyrir stækkun: 111,1 ferm., 447,2 rúmm.
Stækkun: 74,4 ferm., 118,2 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 185,8 ferm., 565,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 9.101
Frestað.

19.10 Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica, dags. 23. september 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf. mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir dags. 13. desember 2009. Lagt fram bréf f.h. húsfélagsins Domus Medica dags. 26. maí 2010 þar sem erindið er dregið til baka.
Erindið er fellt niður með vísan til bréfs lóðarhafa dags. 26. maí sl.
Samþykkt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem gerðu athugasemdir um að málið hafi verið fellt niður.


20.10 Hverfisgata 52, svalir á 2. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp svalir við suðurhlið á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Samþykki eigenda Vatnsstígs 4, með skilyrðum, innfært 23. maí 2002 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 21. september 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.

21.10 Hverfisgata 52, (fsp) breyting á notkun
Á fundi skipulagsstjóra 20. ágúst 2010 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta f.h. Eddu Heiðrúnu Backman dags. 19. ágúst 2010 um að breyta verslunarrými á 1. hæð við Hverfisgötu 52 í íbúðarrými. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. ágúst 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

22.10 Laugavegur 21 - Klapparstígur, (fsp) veitingastaður
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir útiveitingar með aðgang að snyrtingum á Laugavegi 21 frá kl. 11:30 - 22:00 í Sirkusportinu, milli Klapparstígs 30 og Laugavegs 21
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

23.10 Laugavegur 86-94, málskot vegna máls BN041616
Lagt fram málskot Önnu Ólafsdóttur dags. 26. júlí 2010 vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 á fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka 4. hæð og fjölga íbúðum úr 7 íbúðum í 9 íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 86-94 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra frá 9. júní 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

24.10 Lokastígur 10, (fsp) gistiheimili
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem spurt er hvort veitt yrði leyfi fyrir rekstri gistiheimilis í öllu húsinu sem stendur á lóð nr. 10 við Lokastíg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

25.10 Pósthússtræti 13-15, innri breytingar og koma fyrir útiborðum
Á fundi skipulagsstjóra 13. ágúst 2010 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til að opna veitingasal með afgreiðslu í rými 0102 og koma fyrir útiborðum, bætt við núverandi veitingastað sem er í flokki ? í rými 0101 í verslunar og íbúðarhúsnæðinu á lóð nr. 13 Pósthússtræti. Erindinu var vísað til umfjöllunar verkefnastjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. ágúst 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

26.10 67">Túngata 41, stækka bílskúr ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og tengja við íbúðarhúsið, klæða eldri hluta veggjar sem snýr að húsi nr. 43 með ímúr með hraunáferð, liggjandi tréklæðning með einangrun á garðhliðum og koma fyrir útihurðum á norðvestur hlið bílskúrsins á lóð nr. 41 við Túngötu. Kynningin stóð yfir frá 21. júlí 2010 til og með 19. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Jákvæð fyrirspurn BN040958 dags. 9. ferbrúar 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 28. janúar 2010 fylgir erindi. Einnig fylgir samþykki eigenda Túngötu nr. 39 dags. 8. júní 2010 og íbúa nr. 43 dags 8. júní.2010. Sömuleiðis samþykki burðarvirkishönnuðar.
Stækkun: 16,7 ferm., 44,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 3.434

Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


27.10 Vesturgata 52, (fsp) skjólveggur á svölum 5. hæðar
Lögð fram fyrirspurn Hauks Viktorssonar ark. dags. 25. ágúst 2010 vegna skjólvegg á svölum 5. hæðar húss nr. 52 við Vesturgötu skv. skissum.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

28.10 Holtasel 42, kvistur og lokun svala
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir kvisti á suðurhlið og loka svölum á einbýlishúsinu á lóð nr. 42 við Holtasel.
Samþykki nágranna nr. 44 dags. 1. sept. 2004.
Stækkun ?? ferm., ??rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??

Frestað.
Ekki er unnt að taka afstöðu til erindisins fyrr en gögn hafa verið lagfærð til samræmis við athugasemdir á umsóknareyðublaði.