Blönduhlíð 25, Haukdælabraut 94, Haukdælabraut 96, Kjalarnes, Brautarholt, Öskjuhlíð, pylsuvagn, Vínlandsleið 1, Vínlandsleið 12-16, Flugvöllur 106746, Stórhöfði, Álftamýri 59-75, Einarsnes 76, Heiðargerði 76, Heiðargerði 98, Hæðarsel 3, Geirsgata 9, Grettisgata 82, Laugavegur 46, Laugavegur 86-94, Ránargata 8A, Skúlagata 9, Tryggvagata 11, Túnahverfi, Týsgata 8, Vogar sunnan Skeiðarvogs, Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

294. fundur 2010

Ár 2010, föstudaginn 12. mars kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 294. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar og Bragi Bergsson. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.10 Blönduhlíð 25, bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 25 við Blönduhlíð. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. nóvember 2009 til og með 7. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helga Benediktsdóttir f.h. eigendur íbúða að Drápuhlíð 34 og 36, dags. 30. desember 2009. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 12. mars 2010.
Erindi fylgir jákvæð fsp., dags. 7. nóvember 2006 og 10. mars 2009.Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 7.700 + xx
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.10 Haukdælabraut 94, (fsp) byggingarreitur
Lögð fram fyrirspurn EON arkitekta, dags. 3. mars 2010, varðandi byggingarreit á lóðinni nr. 94 við Haukdælabraut. Einnig er lagt fram tölvubréf Gylfa Guðjónssonar, dags. 3. mars 2010, ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. mars 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

3.10 Haukdælabraut 96, breyting á BN040409
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta hæðarsetningu á nýsamþykktu einbýlishúsi, sjá erindi BN040409, dags. 15. september 2009, á lóð nr. 96 við Haukdælabraut. Einnig er lagt fram bréf Rúnars Lárussonar, dags. 8. mars 2010, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 á beiðni um að breyta hæðarsetningu á nýsamþykktu einbýlishúsi á lóð nr. 96 við Haukdælabraut. Einnig er lagt fram tölvubréf Gylfa Guðjónssonar, dags. 9. mars 2010, ásamt bréfi Rúnars Lárussonar, dags. 8. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Leiðrétt bókun frá embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra dags. 5. mars 2010.
Rétt bókun er: Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.


4.10 Kjalarnes, Brautarholt, deiliskipulag vegna golfvallar
Lagt fram erindi Bjarna Pálssonar, dags. 5. mars 2010, varðandi deiliskipulag jarðarinnar nr. 1 við Brautarholt á Kjalarnesi. Einnig eru lögð fram drög að fornleifaskráningu Brautarholts og Borgar, dags. 15. febrúar 2010 og bréf Lagastoðar til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ódags. vegna starfsleyfis svínabús. Í tillögunni er gert ráð fyrir golfvelli með allt að 20 golfbrautum og tengdum svæðum samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar, dags. 24. febrúar 2010.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

5.10 Öskjuhlíð, pylsuvagn, (fsp) staðsetning pylsuvagns
Lögð fram fyrirspurn Axels Inga Jónssonar, dags. 10. mars 2010, varðandi staðsetningu pylsuvagns í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. mars 2010.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

6.10 Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Arkís, dags. 9. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Breytingin felur í sér að koma fyrir byggingarreit fyrir timburlager á suðausturhorni lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 2. desember 2009. Auglýsing stóð yfir frá 13. janúar 2010 til og með 24. febrúar 2010. Eftirfarandi aðilar sendu athugasemd: bókun Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 22. febrúar 2010, G. Jón Bjarnason, dags. 24. febrúar 2010,
Kynna formanni skipulagsráðs.

7.10 Vínlandsleið 12-16, lyfsöluleyfi
Lagt fram erindi borgarlögmanns, dags. 10. mars 2010, þar sem leitað er eftir umsögn hvort fyrirhuguð staðsetning lyfjabúðar að Vínlandsleið 16 sé í bága við skipulagsskilmála fyrir svæðið.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

8.10 Flugvöllur 106746, bráðabirgða/gámahús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2010 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður til bráðabirgða á austurhlið flugstöðvar fimm gámahús samhangandi sem eiga að hýsa flugumsjón og aðsetur áhafna í flugstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.
Málinu fylgir béf frá flugvallarstjóra, dags 2. mars 2010.
Stækkun: 97,5 fem., 250,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 19.312
Kynna formanni skipulagsráðs.

9.10 Stórhöfði, (fsp) bílastæði á borgarlandi við Stórhöfða 31
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lögð fram fyrirspurn Arkís f.h. Rafiðnaðarsambandsins, dags. 24. febrúar 2010, um breytingu á aðkomu að bílastæðum á borgarlandi við hlið Stórhöfða 31 skv. uppdrætti, dags. 16. febrúar 2010. Einnig verði bílastæðum á lóð fjölgað úr 16 í 17. Erindi var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. mars 2010.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

10.10 Álftamýri 59-75, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, mótt. 16. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Álftamýris vegna lóðanna nr. 59 - 75 við Álftamýri. Í breytingunni felst stækkun á kjallarými samkvæmt uppdrætti, dags. 12. mars 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Starmýri 2, 4 og 8.

11.10 Einarsnes 76, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja við neðri hæð um 19,4 ferm. og byggja bílskúr um 28 ferm. úr tré klætt með bárujárni við fjölbýlishúsið á lóð nr. 76 við Einarsnes. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. mars 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

12.10 Heiðargerði 76, breyting á þaki
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2010 þar sem sótt er um leyf til að lyfta hluta af þaki og koma fyrir einum kvisti á norðurhluta þaks og tveimum á suðurhluta þaks í húsi á lóð nr. 76 við Heiðargerði. Erindi var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 28,12 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.165
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

13.10 Heiðargerði 98, (fsp) hækka þak,bislag
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þakið um 500 mm, koma fyrir anddyri og byggja bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við verkefnisstjóra svæðisins.


14.10 Hæðarsel 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkinn ehf., dags. 11. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 3 við Hæðasel. Í breytingunni felst að byggingarreitur útbyggingar er breyttur og nær lengra suður, samkvæmt uppdrætti Arkinn ehf., dags. 11. mars 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hæðarseli 4 og 5 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

15.10 Geirsgata 9, (fsp) bílastæði
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2010 þar sem spurt er hvort bæta megi fjórum bílastæðum, þar af einu fyrir fatlaða, við austurhluta húss á lóð nr. 9 við Geirsgötu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 11. mars 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs.

16.10 Grettisgata 82, (fsp) svalir
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera svalir á norðurkvist á íbúð á 3. hæð og einnig koma fyrir svölum á suður eða norðurhlið fyrir íbúðina á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 82 við Grettisgöttu. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Óskað er eftir því að fyrirspyrjandi leggi fram nánari upplýsingar og betri gögn til að unnt verði að taka afstöðu til erindisins.


17.10 Laugavegur 46, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við og innrétta eins og meðfylgjandi teikning sýnir af íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 46 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.
Athygli er vakin á því að umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur liggja ekki fyrir.


18.10 Laugavegur 86-94, loka bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2010 þar sem sótt er um leyfi til að loka bílastæðum með slám í Stjörnuporti á lóð nr. 86 - 94 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.


19.10 Ránargata 8A, (fsp) breyting á viðbyggingu
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2010 þar sem spurt er hvort byggja megi á einni hæð við hús á lóð nr. 8A við Ránargötu. Tveggja hæða viðbygging var samþykkt 17. október 2007 og samþykki endurnýjað 21. október 2008. Erindi var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipualgsstjóra, dags. 11. mars 2010
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

20.10 Skúlagata 9, (fsp) uppbygging á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 5. mars 2010 var lögð fram fyrirspurn Olíuverslunar Íslands hf., dags. 26. febrúar 2010, ásamt bréfi, dags. 22. febrúar 2010, varðandi byggingu þjónustustöðvar með afgreiðsluplani undir skyggni og bílaþjónustu á lóðinni nr. 9 við Skúlagötu samkvæmt uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. október 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

21.10 Tryggvagata 11, (fsp) breyting á innra skipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2010 þar sem spurt er hvort leyft verði að breyta jarðhæð í veitingastað og annari til sjöttu hæð í hótel, en þar er nú leyfi fyrir gistiheimili, í húsi á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

22.10 Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 18. nóvember 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni. Kynning stóð til 20. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Sigurður Harðarson, ark. f.h. Harðar Þorgilssonar, dags. 19. janúar, Málfríður Kristjánsdóttir, 19. janúar og Kristín Birna Bjarnadóttir, 20. janúar og Jakob Líndal, dags. 27. janúar 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

23.10 3">Týsgata 8, (fsp) kaffihús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2010 þar sem spurt er hvor leyfi fengist til að opna kaffihús í flokki I í staðinn fyrir verslun á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Týsgata.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

24.10 Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, dags. mótt. 8. janúar 2010. Kynning stóð til og með 15. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Guðlaugur Einarsson, dags. 21. janúar, Árni I. Jónsson, dags. 26. janúar, Vigdís Jónsdóttir, dags. 2. febrúar, Hrund Einarsdóttir, dags. 10. og 24. febrúar, Börkur Valdimarsson, 24. febrúar og viðbótargögn vegna eldri samskipta, dags. 1. mars 2010, Linda B. Jóhannsdóttir, dags. 24. febrúar, Ragnar S. Bjarnason, dags. 24. febrúar, Sigurjón P. Ísaksson, dags. 24. febrúar, Anna Ragna Alexandersdóttir, dags. 26. febrúar, Hrund Einarsdóttir f.h. 69 aðila á undirskriftarlista, dags. 26. febrúar, Hólmfríður Einarsdóttir og Sigurður Sigurðsson, dags. 26. febrúar, Gísli Jónsson, dags. 28. febrúar, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir, dags. 2. mars 2010 ,Ragnar Jónasson, f.h. Sumargjafar, dags. 3. mars 2010, Guðrún Kristjónsdóttir, dags. 4. mars 2010, Hanna Magnúsdóttir, dags. 4. mars 2010, Kristján Kristjánsson, dags. 4. mars 2010, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, dags. 4. mars. 2010 og athugasemdir stjórnar LHM, dags. 4. mars 2010
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.


25.10 Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi THG Arkitekta, dags. 5. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 og 2 vegna lóðanna nr. 2-4 við Þingholtsstræti og 1 við Skólastræti. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta, dags. 3. mars 2010.
Vísað til skipulagsráðs.