Fossvogur, endurskoðun deiliskipulags, Nökkvavogur 34, Vatnagarðar 40, Skipasund 56, Bugðulækur 17, Kambsvegur 22, Starengi 6, Tangabryggja 24-26, Bakkagerði 6, Álagrandi 6, Keilugrandi 12, Grandaskóli, Egilsgata 3, Laufásvegur 6, Laugavegur 159A, Njálsgata 33A, Urðarstígsreitir, Klapparstígur 17, Kjalarnes, Móar, Áland / Furuborg, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Húsahverfi svæði C, Þingvað 13 og 15,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

285. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 18. desember kl. 10:35, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 285. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Bragi Bergsson , Margrét Leifsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.09 Fossvogur, endurskoðun deiliskipulags, forsögn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. maí 2009 að deiliskipulagi Fossvogshverfis. Svæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Kynning stóð til 18. september. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Pétur Guðjónsson, dags. 1. sept. 2009, Sigurbjörn Búi Sigurðsson, dags. 2 sept. 2009, Anna og Árni Norðfjörð dags. 3. sept. 2009, Stefán Svavarsson dags. 7. sept. 2009, Sigrún Þórðardóttir f.h. 32 íbúa við Markland, dags. 10. sept. 2009, Þröstur Olaf Sigurjónsson dags. 12. sept. 2009, Bæring Bjarnar Jónsson, dags. 17. sept. 2009, Þorgeir H. Níelsson og Sigrún Þórðardóttir dags. 18. sept. 2009, eigendur að Kúrlandi 7, 9 ,11 og 13, dags. 17. sept. 2009, Gylfi Guðmundsson, dags .18. sept. 2009, Katrín Olga Jóhannesdóttir, dags. 19. sept. 2009. Einnig er lagt fram minnisblað VA arkitekta dags. 2. desember 2009 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 17. desember 2009.
Kynnt.

2.09 Nökkvavogur 34, bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 6. október 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 34 við Nökkvavog. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.Stærð: 43,5 ferm., 144,6 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 11.134. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


3.09 Vatnagarðar 40, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 4. desember 2009 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2009 þar sem spurt er hvort stækka megi þvottaskýli, rými 0107, og breyta nýtingu í ástandsskoðunarstöð í bensín- og þjónustustöð á lóð nr. 40 við Vatnagarða. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

4.09 Skipasund 56, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 27. nóvember 2009 var lagt fram erindi Úti og inni arkitekta, dags. 26. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sunda reitur 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 56 við Skipasund. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit frá norð-vesturhlið á suð-austur gafl samkvæmt uppdrætti, dags. 20. nóvember 2009. Erindinu var frestað þar sem lagfæra þurfti uppdrætti.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 49, 51, 53, 54 og 58 ásamt Efstasundi 63 og 65

5.09 Bugðulækur 17, (fsp) handrið á bílskúr
Á fundi skipulagsstjóra 11. desember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2009 þar sem spurt er hvort endurnýja megi handrið á þaki bílskúrs við hús á lóð nr. 17 við Bugðulæk.
Meðfylgjandi er söluyfirlit dags. 22. des. 2005, bréf skilmálafulltrúa dags. 12. ágúst 2009, svar frá eigendum dags. 19. ágúst 2009, bréf frá byggingarfulltrúa dags.12. sept. 2009 og bréf frá fyrirspyrjanda (eigendum) dags. 2. des. 2009.
Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. desember 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

6.09 Kambsvegur 22, kvistur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja nýjan á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Jafnframt er erindi BN038273 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. nóvember 2009, samþykki nágranna dags. 28. apríl 2008 og samþykki meðeigenda dags. 7. desember 2009.
Stækkun: 4,7 ferm., 9,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 762
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kambsvegi 20 og 24.

7.09 Starengi 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ásdísar Ingþórsdóttur ark. f.h. Félagsmálaráðuneytisins, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C-hluta vegna Starengi 6 skv. uppdrætti, dags. 7. sept. 2009. Breytingin felst í því að nýtingu áhaldahúss verði breytt í íbúðareiningu sem tilheyrir sambýlinu að Starengi 6. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

8.09 Tangabryggja 24-26, stöðuleyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2009 þar sem sótt er um stöðuleyfi, tímabundið til eins árs, fyrir bátaskýli sem gert er úr gámum á lóð nr. 24-26 við Tangabryggju.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

9.09 Bakkagerði 6, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 11. desember 2009 var lagt fram erindi Ingunnar H. Hafstað arkitekts fh. lóðarhafa varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 6 við Bakkagerði. Í breytingunni felst stækkun á lóðréttum byggingarreit svo hækka megi rishæð alls hússins samkvæmt uppdrætti, dags. 1. desember 2009.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bakkagerði 4 og 8.

10.09 Álagrandi 6, stækkun lóðar, viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Ólafssonar, dags. 15. desember 2009, varðandi 120 m2 viðbyggingu á lóð nr. 6 við Álagranda. Einnig er spurt um stækkun lóðar til norðurs inn á borgarland.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

11.09 Keilugrandi 12, Grandaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda stofnanasvæðis vegna lóðar Grandaskóla skv. uppdrætti, dags. 9. sept. 2009. Boltagerði verður staðsett í suðausturhluta lóðar og lóðarafmörkun skólans breytt. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.


12.09 Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bidde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

13.09 Laufásvegur 6, byggja svalir
Að lokinni grenndarkynningur er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi svalir, fjarlægja heitan pott og til að byggja þrennar nýjar svalir á vesturhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 6 við Laufásveg. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 7. júlí 2009 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. júlí 2009 fylgja.
Gjald kr. 7.700 + 7.700.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


14.09 Laugavegur 159A, (fsp) skreyta vegg
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að skreyta húsgafl og hvort styrkur fengist fyrir framkvæmdum vegna listræns gildis sem því fylgir, vegna hversu áberandi veggurinn er á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 159 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

15.09 Njálsgata 33A, göngukvöð
Lagt fram bréf Unnar Guðjónsdóttur, dags. 4. des. 2009, þar sem óskað er eftir afnámi göngukvaðar gegnum lóðina Njálsgötu 33A.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra svæðisins.

16.09 Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við erindið.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

17.09 Klapparstígur 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. desember 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við erindið.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

18.09 2">Kjalarnes, Móar, afmörkun lóðar
Lagt fram erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 7. desember 2009, varðandi afmörkun lóðarspildu í landi Móa á Kjalarnesi samkvæmt loftmynd dags. desember 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

19.09 Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 5. mars 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits, auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009. Einnig lögð fram drög að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugsemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

20.09 Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju ný tillaga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði við Suðurlandsveg dags. í maí 2008. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2009. Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. nóvember 2009, Skipulagsstofnunar, dags. 23. nóvember 2009, Fornleifaverndar ríkisins, dags. 25. nóvember 2009 og umsögn Skógræktarfélag Reykjavíkur, mótt 14. desember 2009. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Harðardóttir f.h. Harðar Jónssonar eiganda Höfða, dags. 26. nóvember 2009, Árni Ingason f.h. Fjáreigendafélag Reykjavíkur, dags. 3. desember 2009, Guðmundur H. Einarsson, f.h heilbrigðisnefndar, dags. 12. desember 2009, Valur Þ. Norðdahl, dags. 14. desember 2009, Hilmar Finnsson, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 14. desember 2009, Sólveig Reynisdóttir f.h. hverfaráðs Árbæjar, dags. 15. desember 2009, Kristín Björg Kristjánsdóttir, dags. 15. desember 2009, Þórir J. Einarsson, dags. 15. desember 2009, Helga S. Kristjánsdóttir f.h stjórnar Græðis, dags15. desember 2009, Birgir H. Sigurðsson sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar, dags. 15. desember 2009, Páll E. Winkel f.h. Fangelsismálastofnun ríkisins, dags. 16. desember 2009 og Friðþjófur Árnason f.h. Veiðimálastofnun, dags. 16. dóvember 2009..
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

21.09 Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 8. desember 2009, þar sem gerðar eru athugasemdir við erindið.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

22.09 Þingvað 13 og 15, (fsp) breyting á lóðarmörkum
Lögð fram fyrirspurn Silju Traustadóttur, mótt. 17. desember 2009, um að breyta lóðarmörkum á milli lóðanna nr. 13 og 15 við Þingvað.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulag í samræmi við fyrirspurn.