Vesturberg 175, Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, Smárarimi 70, Starengi 82 og 106, Stórhöfði 11, Vagnhöfði 27, Viðarhöfði 2, Borgartúnsreitir- Norður, Brávallagata 8, Brunnstígur 5, Bústaðavegur 9, Grandagarður/Geirsgata, Kárastígur 1, Klapparstígur 17, Mýrargata 26, Óðinsgata 24A, Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, Kjalarnes, Melavellir, Hestavað 5-7, Hrefnugata 3, Móvað 9, Grandagarður/Geirsgata, Miðborg, þróunaráætlun, Akurgerði 37, Asparfell 2-12, Framnesvegur 66, Melar, reitur 1.540, Láland 17-23, Dugguvogur 8-10, Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, Nökkvavogur 38, Kleifarvegur 11, Skeifan 11, Almannadalur 9-15, Almannadalur 17-23, Elliðavatnsblettur 35, Selásskóli, Selásbraut 109,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

252. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 17. apríl kl. 11:40, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 252. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson, Þórarinn Þórarinsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.09 Vesturberg 175, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. mars 2009 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 3. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3 vegna lóðarinnar nr. 175 við Vesturberg. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir áður gerðum geymsluskúr auk stækkunar, samkvæmt uppdrætti KRark dags. 2. mars 2009. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdrætti KRark dags. 1. apríl 2009.
Samþykkt að grenndarkynna framlagðan uppdrátt fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbergi 145 og 177.

2.09 Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, breyting á lóðarmörkum
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 12. nóvember 2008, varðandi breytingu á lóðarmörkum Lambhóls við Starhaga. Jafnframt er lagt til að lóðin verði tölusett nr. 15 við Starhaga. Einnig er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að afmörkun lóðarinnar dags. 3. apríl 2009.
Frestað.

3.09 Smárarimi 70, færa bílastæði
Lagt fram erindi lóðarhafa Smárarima 70 þar sem sótt er um leyfi til að breyta þrengingu í götu til að hægt verði að færa bílastæði að lóðarmörkum samkv. uppdrætti forma ehf. dags. 11. febrúar 2008.
Frestað.

4.09 Starengi 82 og 106, (fsp) stækkun á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 31. mars 2009 varðandi stækkun á lóðum til austurs að athafnasvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig eru lagðar fram undirskriftir húseigenda á endalóðum í Starengi sem hafa áhuga á að sækja um samskonar lóðastækkun. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. apríl 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

5.09 Stórhöfði 11, lóðaumsókn
Lögð fram orðsending borgarráðs dags. 6. apríl 2009 varðandi umsókn plúsarkitekta fh. ABL Tak ehf. dags. 4. apríl 2009 um lóð nr. 11 við Stórhöfða. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. apríl 2009
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

6.09 Vagnhöfði 27, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem sótt er um leyf til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl atvinnuhússins á lóð nr. 27 við Vagnhöfða.
Stækkun: xxx ferm og xxx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

7.09 Viðarhöfði 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi ALDA fasteignafélag ehf. dags. 17. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri. Í breytingunni felst að breyta nýtingu húsnæðisins að Viðarhöfða 2 í sambýli samkvæmt uppdrætti egg arkitekta dags. 15. apríl 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

8.09 Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Lagðar fram athugasemdir frá Miðkletti eignarhaldsfélagi ehf. eigenda Borgartúns 33 dags. 28. ágúst 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 31, dags. 16. september 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 35, dags. 18. september 2008,. Á fundi skipulagsráðs 24. september 2008 var samþykkt að kynna tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu, Framkvæmda- og eignaráði og Umhverfis- og samgönguráði. Hagsmunaaðilakynningunni átti að ljúka þann 6. nóvember 2008. Lagt fram bréf GP arkitekta dags. 4. nóvember og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur hdl. fh. Miðkletts eignarhaldsfélags ehf. þar sem óskað er eftir að framlengja hagsmunaaðilakynninguna. Á fundi skipulagsstjóra 7. nóvember 2008 var samþykkt að framlengja hagsmunaaðilakynninguna til 20. nóvember 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
GP arkitekta f.h. eigenda Borgartúns 27, 31 og 35 dags. mótt. 20. nóvember 2008 og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, Páls Hjaltasonar og Þormóðs Sveinssonar fh. Miðkletts eignarhaldsfélags ehf. dags. 20. nóvember 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

9.09 Brávallagata 8, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 14. apríl 2009 varðandi leyfi til að setja svalir á húsið nr. 10 við Brávallagötu samkvæmt meðfylgjandi skissum.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

10.09 Brunnstígur 5, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 16. apríl 2009 varðandi leyfi til að byggja vinnustofu á lóðinni nr. 5 við Brunnstíg samk. uppdrætti Jes Einars Þorsteinssonar dags. 24. febrúar 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt.

11.09 Bústaðavegur 9, nýbygging smáhýsi.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóð Veðurstofunnar nr. 9 við Bústaðaveg. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009, framlengd til og með 6. apríl 2009 að beiðni DP lögmanna. Athugasemdir bárust frá: DP lögmönnum, f.h. eigenda að Stigahlíð 87 og 89, dags. 6. apríl 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

12.09 Grandagarður/Geirsgata, breyting á deiliskipulagi vegna verbúða
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 10. mars 2009 að breytingu á deiliskipulagi Slippasvæðis. Í breytingunni felst breytt notkun verbúða við Grandagarð og Sæbraut, samkvæmt uppdrætti Björns Ólafs dags. 14. apríl 2009. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 12. september 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

13.09 Kárastígur 1, (fsp) nýjar svalir, geymslur, stækka núv.svalir
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem spurt er hvort stækka megi svalir á 3. hæð, byggja svalir á 2. hæð og geymslu undir þeim á 1. hæð. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

14.09 Klapparstígur 17, (fsp) breytingar á hjólageymslu og bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem spurt er hvort krafa um bílastæði myndi koma fram ef eignum yrði fjölgað frá því sem var, en stærðir héldust óbreyttar í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóð nr. 17 við Klapparstíg. Einnig er spurt hvort krafa yrði gerð um hjóla- og vagnageymslur skv. 12. grein byggingareglugerðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

15.09 Mýrargata 26, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Nýju Jórvíkur ehf. dags. 3. apríl 2009 varðandi breytta notkun á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

16.09 Óðinsgata 24A, endurnýjun á byggingarleyfi BN031413
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á erindi BN031413 þar sem veitt var leyfi til að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu. Erindið var grenndarkynning frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Listasafn Hótel Holt og Hausta ehf. dags. 30. mars.
Frestað.

17.09 Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 22. janúar 2008, breytt 7. mars 2008, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 21. janúar 2008, húsafriðunarnefndar, dags. 4. og 29. febrúar 2008, umhverfis- og samgönguráðs, dags. 14. febrúar og borgarminjavarðar dags. 27. júní 2008. Auglýsing stóð frá 30. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Ásgeir Valur Sigurðsson dags. 5. júní, Guðrún Sveinbjarnardóttir Skálholtsstíg 2, dags. 9. júní, Heimir Þorleifsson Skólabraut 14, mótt. 10. júní, Margrét Ragnarsdóttir Pósthússtræti 13, dags. 10. júní, Gestur Ólafsson f.h. Jóns Hermannssonar, dags. 9. júní, Gestur Ólafsson f.h. ýmissa eigenda við Ingólfstorg, dags. 9. júní, Jón Torfason dags 9. júní, Björgvin Jónsson hrl. fh. Stúdíó 4 ehf mótt. 9. júní, Þór Whitehead Barðastöðum 7, mótt. 10. júní, Sunna Ingólfsdóttir Brekkustíg 8, dags. 10. júní, Ingólfur Steinsson, dags. 10. júní, Ólafur Ólafsson, dags. 10. júní, Þórunn Valdimarsdóttir Bárugötu 5, dags. 10. júní, Björgvin Jónsson hrl. f.h. Stúdíó 4 ehf., dags. 8. júní, Árni Guðjónsson, dags. 10. júní, Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 11. júní, Eyjólfur Karlsson, dags. 11. júní, Gísli Ólafsson, dags. 10. júní, Þorlákur Jónsson, dags. 10. júní, Gunnar Ólason, dags. 10. júní, Helgi Þorláksson, dags. 10. júní, Norma MacCleave, dags. 10. júní, Bjargmundur Kjartansson, dags. 10. júní, Haraldur Haraldsson og Erna Ludvigsdóttir, dags. 10. júní, Kristján Karlsson, dags. 10. júní, Björn Hallgrímsson, dags. 11. júní, Sylvía Guðmundsdóttir, dags. 11. júní, Grímur Sigurðarson og Guðrún Helgadóttir, dags. 11. júní, Auður Guðjónsdóttir, mótt. 10. júní, 3 íbúar Aðalstræti 9, dags. 11. júní, Forum lögmenn f.h. eigenda fasteigna að Aðalstræti 6 og 8, dags. 11. júní, Grímur Sigurðsson, dags. 11. júní, Snorri Hilmarsson formaður Torfusamtakanna, dags. 11. júní, Þórður Magnússon, dags. 11. júní, Áshildur Haraldsdóttir dags. 11. júní, Guðný Jónsdóttir, dags. 11. júní, Davíð Sigurðarson, dags. 11. júní, María Jensen, dags. 11. júní, Guðríður Ragnarsdóttir, dags. 12. júní, Elísabet Gunnarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson, dags. 12. júní, Guðrún Jónsdóttir, dags. 12. júní, Guðmundur Eyjólfsson, dags. 12. júní, Jórunn Helgadóttir, dags. 10. júní, Lena Hákonardóttir, dags. 14. og 10.júní, Katrín Theodórsdóttir, dags. 12. júní, Mjöll Thoroddsen og Jónína Valsdóttir, dags. 20. júní, Edda Níels, dags. 27. júní, Minjavernd, dags. 27. júní, Sunneva Hafsteinsdóttir og Halla Bogadóttir, dags. 27. júní 2008, Torfi Hjartarson dags. 27. júní. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd ásamt myndum frá Gísla H. Hreiðarssyni dags. 2. júlí 2008 og athugasemd frá Jóni Skafta Gestssyni dags. 14. júlí. Einnig er lögð fram umsögn Björns Ólafs arkitekts dags. 8 júlí 2008. Lagt fram bréf dags. 22. júlí frá eigendum að eignahlutum fasteignarinnar nr. 3 við Austurstræti þar sem er afturkallaðar athugasemdir sem senda voru í óleyfi fyrir þeirra hönd.
Kynna formanni skipulagsráðs.

18.09 Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags 8. apríl þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð tillögunnar.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

19.09 Hestavað 5-7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Norbygg ehf dags. 7. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5-7 við Hestavað. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað samkvæmt uppdrætti KR ark dags. 13. mars 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

20.09 Hrefnugata 3, stækkun rishæðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og rishæð ásamt breytingum inni á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hrefnugötu. Einnig er lagt fram bréf lóðarhafa Flókagötu 14 dags. 9. mars 2009, tölvubréf frá Ragnheiði Aradóttur, íbúa að Flókagötu 14 dags 9. mars og frá hönnuði/Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 19. mars ásamt viðbótargögnum. Erindið var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ragnheiður Aradóttir og Kári Steinar Karlssoni, dags. 27. mars, Vilborg Ólafsdóttir, Jóhanna Ottesen, dags., 30. mars, Elísabet Ohl, dags. 2. apríl og Grétar Þór Gunnarsson, dags. 2. apríl 2009.
Kaupsamningur um byggingarrétt með lausnarskilyrði dags. 29. feb. 2008 fylgir málinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. nóvember 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. nóvember 2008 fylgja erindinu.Stækkun: Bílskúr 39,7 ferm 90,9 rúmm. Rishæð 56,6 ferm. 151,4 rúmm. Samtals: 96,3 ferm. 242,3 rúmm.Gjöld kr. 7.300 + 7.700+17.688
Vísað til skipulagsráðs.

21.09 Móvað 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ráð og rekstur ehf. dags. 7. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 9 við Móvað. Í breytingunni felst að byggja garðskála á norðvestur hlið hússins samkvæmt uppdrætti KR ark dags. 6. apríl 2009.
Samþykkt að grenndarkynna framlaðga tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Móvaði 7 og 11 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

22.09 Grandagarður/Geirsgata, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni forkynningu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkvæmt uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Frestað.

23.09 Miðborg, þróunaráætlun, stofnun vinnuhóps
Lögð fram tillaga að stofnun vinnuhóps um endurskoðun Þróunaráætlun Miðborgar.
Vísað til skipulagsráðs.

24.09 Akurgerði 37, (fsp) kvistir, bílskúr
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr og kvisti á suður- og norðurhlið parhúss á lóð nr. 37 við Akurgerði. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

25.09 Asparfell 2-12, nr. 2-6 fjölga bílastæðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell og nr. 2-6 við Æsufell.
Samþykki Húsfélags Æsufells 2, 4, 6 dags 11. júlí 2008 og Asparfells 2 - 12 dags. 2. mars 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

26.09 Framnesvegur 66, (fsp) geymsluskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja geymsluskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 66 við Framnesveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í skilmálum um lóðina í gildandi deiliskipulagi um Lýsisreit.

27.09 Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að forsögn deiliskipulags Mela dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel.
Kynna formanni skipulagsráðs.

28.09 Láland 17-23, breyting á deiliskipulagi v/Lálands 21
Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 3. apríl 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis svæði 3 vegna lóðarinnar nr. 21 við Láland. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og aðkeyrslu að bílgeymslu verði breytt samkvæmt uppdrætti Atelier arkitekta ehf. dags. 2. apríl 2009.
Vísað til umfjöllunar verkefnisstjóra svæðisins.

29.09 Dugguvogur 8-10, (fsp) 10 - íbúðir, útfærsla flóttaleiðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem spurt er hvort innrétta megi íbúðir með vinnuaðstöðu og hvaða reglur gildi um flóttaleiðir sbr. meðf. bréf frá fyrirspyrjanda í húsinu á lóð nr. 10 við Dugguvog.
Frestað.

30.09 Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Menntamálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla Ferjuvogi 2 vegna lóðarinnar nr. 43 við Gnoðarvog, Menntaskólans við Sund. Í breytingunni felst niðurrif núverandi húsa að hluta og nýbyggingar í þeirra stað samkv. meðfylgjandi uppdrætti Glámu Kím dags.15. janúar 2008. Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 25.febrúar 2009. Auglýsing stóð frá 23. febrúar til og með 6. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kristín María Sigþórsdóttir, Sara Riel og Þorgeir Guðmundsson, dags. 18. mars, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, dags. 3. apríl og íbúasamtök Laugardals dags. 6. apríl 2009. Einnig barst ábending frá Halldóru Hreggviðsdóttur, dags. 23. mars 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

31.09 Nökkvavogur 38, (fsp) viðb. bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjan bílskúr við hlið þess sem fyrir er á lóð fjölbýlishússins nr. 38 við Nökkvavog.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með því skilyrði að samþykki lóðarhafa að Nökkvavogi 42 liggi fyrir. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

32.09 Kleifarvegur 11, bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð nr . 11 við Kleifarveg.
Stærðir: 37,4 ferm og 129,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.941
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Kleifarvegi 9 og 13 ásamt Vesturbrún 10 og 12.

33.09 Skeifan 11, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra var lagt fram erindi Fannar ehf. dags. 31. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skeifan-Fenin. Í breytinunni felst stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á ketilrými samkvæmt upprætti THG arkitekta dags. 31. mars 2009. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skeifunni 9 og Faxafeni 2.

34.09 Almannadalur 9-15, nr. 11 nýjar stærðir
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi til að skipta hestagerði í einingar í samræmi við eignarstærðir við hesthús á lóð nr. 11 við Almannadal.
Erindinu var vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með því skilyrði að hvert gerði verði ekki minna er 100 fermetrar.

35.09 Almannadalur 17-23, sameiginlegur afnotaréttur
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir afmörkun á afnotarétti bílastæðaplans fyrir lóðir nr. 21 og 23 annars vegar og nr. 17 og 19 hins vegar við hesthús á lóð nr. 17-21 við Almannadal.Bréf eigenda dags. 25. mars 2009 fylgir erindinu.Erindinu var vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

36.09 Elliðavatnsblettur 35, þak yfir hús, klæðning, gluggar
Á fundi skipulagsstjóra 3. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt þak og klæða að utan með lóðréttri viðarklæðningu sumarhúsið á lóðinni Elliðavatnsblettur 35. Einnig er gerð grein fyrir bátaskýli á sömu lóð og eldra erindi BN038872 dregið til baka. Erindinu var vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir yfirlýsing frá OR dags. 10. mars 2009.
Bátaskýli: xx ferm., xx rúmm.Stækkun sumarhúss: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Gera þarf grein fyrir núverandi stærð húss.


37.09 Selásskóli, Selásbraut 109, gervigrasvöllur og sparkvöllur
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. apríl 2009 ásamt bréfi nemenda í umhverfisráði Selásskóla um ósk um nýjan sparkvöll á skólalóðina.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra.