Austurstræti 17, Háskóli Íslands, Laugavegur 83, Njálsgata 26, Njálsgata 28, Unufell 21, Rofabær 49A, Blikastaðavegur 2-8, Gufunes við Sorpuveg, Lóðarumsókn Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur, Mógilsá, landspilda 125736, Kjalarnes, Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, Kirkjuteigur 17, Laugateigur 24, Skipasund 34, Sundagarðar 4-8, Logafold 188, Þórðarsveigur 32-36, Smiðshöfði 17, Stórhöfði, Bústaðavegur 130, Hvammsgerði 4, Hæðargarður 26, Granaskjól 54-58, Víðimelur 36,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

244. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 13. febrúar kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 244. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn hjá skipulagsstjóra í Borgartúni 12-14, 2. hæð Stardal. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Þórarinn Þórarinsson og Björn Axelsson. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.09 Austurstræti 17, (fsp) skilti
Lögð fram fyrirspurn Opus lögmanna ehf. dags. 9. febrúar 2009 varðandi leyfi til að setja upp skilti á gafl hússins nr. 17 við Austurstræti samkvæmt meðfylgjandi myndum.
Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.

2.09 Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björg Helgadóttur, dags., 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra vesturbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs vegna athugasemda um umferðarmál.

3.09 Laugavegur 83, (fsp) ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5. hæðina ofan á íbúðar- og atvinnuhúsið á lóð nr. 83 við Laugaveg.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

4.09 Njálsgata 26, (fsp) breyting á skrásetningu úr vinnustofu í samþykkta íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort samþykkt yrði að breyta vinnustofu sem merkt er 0001 í íbúð í Mhl. 02 á lóð nr. 26 við Njálsgötu.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 23. janúar 2009
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

5.09 Njálsgata 28, (fsp) sólpallur á lóð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að útbúa sólpall eins og meðfylgjandi skissa sýnir við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Njálsgötu.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

6.09 Unufell 21, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Unufells 21 dags. 10. febrúar 2009 varðandi upplýsingar um stærðir og útlit á lóðinni nr. 21 við Unufell.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Breiðholts.

7.09 Rofabær 49A, afmörkun lóðar
Lagt fram erindi frá byggingarfulltrúa dags. 9. febrúar 2009 varðandi afmörkun lóðarinnar nr. 49A við Rofabæ fyrir dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

8.09 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Í erindinu felst að breyta skilmálum deiliskipulagsins vegna stærðar eininga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

9.09 08">Gufunes við Sorpuveg, geymsla efnis á borgarlandi
Á fudni skipulagsstjóra 6. febrúar 2009 var lögð fram umsókn Eyþórs Guðjónssonar f.h. Fjöreflis, dags. 20. janúar 2009, um leyfi til geymslu og vinnslu efnis á borgarlandi við Sorpuveg til 18 mánaða. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. febrúar.
Framsent til afgreiðslu hjá umhverfis- og samgöngusviði. Erindið varðar ekki skipulagsmál.

10.09 Lóðarumsókn Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur, (fsp) lóð
Á fundi skipulagsstjóra 30. janúar 2009 var lögð fram fyrirspurn Íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. janúar 2009 þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs varðandi ósk Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur um bráðabirgðaaðstöðu fyrir starfsemi félagsins. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. febrúar 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

11.09 Mógilsá, landspilda 125736, (fsp) sumarhús
Á fundi skipulagsstjóra 6. febrúar 2009 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Axelssonar ark., dags. 29. janúar 2009, um byggingu sumarhúss á landspildu 125736 í landi Mógilsár skv. uppdrætti, dags. í janúar 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. febrúar 2009.
Kynna formanni skipulagsráðs.

12.09 Kjalarnes, málefni hestamanna
Á fundi skipulagsstjóra 6. febrúar 2009 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 23. janúar 2009 ásamt erindi hestamannanefndar Íbúasamtaka Kjalarness frá maí 2008. Erindinu var vísað til meðferðar umhverfisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.

13.09 Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Að lokinn auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta dags. 21. nóvember að breytingu á deiliskipulaginu við Halla- og Hamrahlíðalönd, Úlfarsárdalur hverfi 4. Í breytingunni felst að fella út af uppdrætti reit fyrir íþróttahús samkv. meðfylgjandi uppdrætti. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

14.09 Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar fh. knattspyrnufélagsins Fram dags. 20. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdal útivistarsvæði. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæði, stækkun á byggingarreit auk þess sem hámarkshæð á íþróttahúsi er hækkuð, nýr byggingarreitur fyrir geymslu, þakskýli yfir áhorfendur og flóðlýsing keppnisvallar samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 20. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

15.09 Kirkjuteigur 17, innri breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur bílastæðum á baklóð og til að fella niður eldvarnarhurð í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 17 við Kirkjuteig.
Gjald. kr. 7.700
Neikvætt, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

16.09 Laugateigur 24, endurinnrétta 1.hæð og kj.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að grafa frá kjallara að hluta, til að grafa ljósagryfjur og koma fyrir nýjum gluggum og hurðum á kjallara, til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta sem íbúð 1. hæð og kjallara verslunar- og íbúðarhússins nr. 24 við Laugateig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3.2.2009
Stækkun: xx rúmm.Gjald kr. 7.700 + xx
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Teigahverfis.

17.09 Skipasund 34, viðbygging vestugafl
Á fundi skipulagsstjóra 30. janúar 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. janúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturgafl, til að stækka kvisti og koma fyrir þakgluggum á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 34 við Skipasund. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Sundahverfis og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa ódagsett.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx
Neikvætt. Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

18.09 Sundagarðar 4-8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 29. janúar 2009 ásamt uppdrætti, 13. febrúar 2009 vegna breytingar á deiliskipulagi lóða nr. 4-8 við Sundagarða.
Vísað til skipulagsráðs.

19.09 Logafold 188, stækun stofu og palls
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka úr timbri á steyptum undirstöðum stofu og útipall einbýlishúss á lóð nr. 188 við Logafold.
Stækkun 21,03 ferm., 55,1 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 4.243
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. febrúar 2009.
Frestað.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.


20.09 Þórðarsveigur 32-36, stækkun lóðar
Á fundi skipulagsstjóra 6. febrúar 2009 var lögð fram umsókn Tark, dags. 27. janúar 2009, um stækkun lóðar nr. 32-36 við Þórðarsveig skv. uppdrætti, dags. 27. janúar 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Grafarholts og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 13. febrúar 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

21.09 Smiðshöfði 17, Stórhöfði, breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. febrúar 2009 þar sem gerð er athugasemd við birtingu augýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Óskað er eftir að athugað verði hvort breyting stangist á við ákvæði 4. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Höfðahverfis.

22.09 Bústaðavegur 130, (fsp) lóðastækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir lóðastækkun skv. meðfylgjandi uppdráttum af söluskálanum á lóð nr. 130 við Bústaðaveg.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Fossvogshverfis.

23.09 Hvammsgerði 4, hækkun á risi, svalir og kvistar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.
Jafnframt er erindi BN036652 dregið til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.

24.09 Hæðargarður 26, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Hilmars J. Magnússonar fh. lóðarhafa Hæðargarðs 26 dags. 12. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bústaðahvefis vegna lóðarinnar nr. 26 við Hæðargarð. Í breytingunni felst leyft verði að byggja geymsluskúra á lóðinni samkv. meðfylgjandi uppkasti mekt B.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra Fossvogshverfis.

25.09 Granaskjól 54-58, nr 58 sólstofa, stækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við húsið Granaskjól 58 sólstofu og stækka eldhús til norðurs.
Viðbygging 8,3 ferm., 24,41 rúmm.
Sólskáli 16,1 ferm., 56,6 rúmm
Stækkun samtals: 24,4 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.008
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Granaskjóli 60 þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir.

26.09 Víðimelur 36, br. notkun á bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á bílskúrshurð og fyrir breyttri notkun bílskúrs við fjölbýlishúsið á lóð nr. 36 við Víðimel.
Málinu fylgir bréf frá byggingarfulltúa Reykjavíkur um óleyfisframkvæmdir dags 13.jan.2009. Bréf frá Helgu K. Lund arkitekt dags. 3.feb. 2009. Gjald kr.7.700
Neikvætt.