Landsbanki Íslands, Smáragata 3, Vesturgata 2, Vegamótastígur 4, Veltusund 1, Varmadalur 2, Esjurætur, Hofsland I, Skálafell, Bryggjuhverfi, Naustabryggja 13-15, Karfavogur 46, Spöngin 3-5, Fiskislóð 34-38, Borgartúnsreitir- Norður, Sléttuvegur, Þjórsárgata, Háskóli Íslands, Njálsgata 33, Garðsendi 3, Sogavegur 3, Vogaland 1, Reykjavíkurflugvöllur, Úlfarsárdalur, Hlíðarendi við Hlíðarfót, Vatnsmýrin,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

236. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 5. desember kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 236. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn hjá skipulagsstjóra í Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Bragi Bergsson, Björn Axelsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Örn Þór Halldórsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.08 Landsbanki Íslands, samkeppni um höfuðstöðvar Landsbankans
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2008 vegna erindis frá formanni Arkitektafélags Íslands dags. 19. nóvember 2008 vegna sýningar á niðurstöðum samkeppni um höfuðstöðvar Landsbankans.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

2.08 Smáragata 3, Breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. nóv. 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við erindið
Samþykkt að grenndarkynna erindi að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Smáragötu 1 og 5 ásamt Laufásvegi 58, 60 og 62

3.08 Vesturgata 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi Grófarinnar
Lögð fram fyrirspurn Bryn ehf. dags. 2. desember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að grafa út lóðarhluta sunnan við húsið , og setja kvist á norður- og suðurhlið samkv. uppdrætti Guðna Pálssonar dags. 17. nóvember 2008.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

4.08 Vegamótastígur 4, (fsp) útiveitingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir útiveitingar með sæti fyrir 12 manns við veitingastað á lóð nr.4 við Vegamótastíg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

5.08 Veltusund 1, (fsp) br. notkun, breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp krá/ölstofu í kjallara með lofthæð 2,30 metrar og skráð stærð 55,3 ferm í atvinnuhúsi Veltusundi 1 á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

6.08 Varmadalur 2, (fsp) byggja vélageymslu í landi Varmadals
Á fundi skipulagsstjóra 28. nóvember 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. nóvember 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fáist til að byggja 300 ferm. vélaskemmu á landi sem er um 29.000 ferm. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnistjóra Kjalarness og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi en tekin verður afstaða til grenndarkynningar við afgreiðslu umsóknarinnar.

7.08 Esjurætur, (fsp) færanlegur sölu og þjónustuskáli
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Tjörva Guðmundssonar dags. 1. desember 2008 varðandi leyfi til að setja færanlegan sölu- og þjónustuskála á bílastæði við Esjurætur samkv. meðfylgjandi mynd.
Vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

8.08 Hofsland I, gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft bjálkahús á steyptum grunni sem notað verður sem gistiheimili á Esjubæ í landi Hofs I á Kjalarnesi, bréf Snædísar Gunnlaugsdóttur, dags. 26. júní 2007, eldri umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. nóvember 2005 og úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. maí 2008 vegna kæru á synjun skipulagsráðs fra 1. ágúst 2007. Einnig er lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. desember 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

9.08 Skálafell, deiliskipulag
Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

10.08 Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 31. október 2008 var lagt fram erindi Björgunar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst tillaga að stækkun svæðisins til vesturs samk. meðfylgjandi uppdrætti Björns Ólafs ásamt greinargerð og skilmálum dags. 27. október 2008. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Bryggjuhverfis og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdráttum dags. 28. nóvember 2008.
Frestað.

11.08 Naustabryggja 13-15, reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felst í að breyta verslunarrými 0103 í íbúð, breyta gluggum, setja þakglugga á rishæð, íbúð 0104 breytt svo að hjólastólafólk getur notað hana og loka milli hæða rýmis
0506, 0505 og 0406, 0405 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju.
Stækkun: Flatarmál þakrýmis XXX ferm.
Gjald kr. 7.300

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Grafarvogs.

12.08 Karfavogur 46, (fsp) bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr og vinnustofu, ásamt því að koma fyrir upphækkaðri verönd eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af tvíbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Karfavog.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

13.08 Spöngin 3-5, breyting á deiliskipulagi
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. nóvember 2008 þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Grafarvogs.

14.08 Fiskislóð 34-38, (fsp) nr 38 breytingar, stækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir að stækka og breyta áður samþykktri teikningum BN037809 samþykkt 6. maí 2008 af fiskverkunarhúsi á lóð nr.34-38 við Fiskislóð.
Stækkun: 432 ferm og 2814 rúmm.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

15.08 Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Hornssteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Lagðar fram athugasemdir frá Miðkletti eignarhaldsfélagi ehf. eigenda Borgartúns 33 dags. 28. ágúst 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 31, dags. 16. september 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 35, dags. 18. september 2008,. Á fundi skipulagsráðs 24. september 2008 var samþykkt að kynna tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu, Framkvæmda- og eignaráði og Umhverfis- og samgönguráði. Hagsmunaaðilakynningunni átti að ljúka þann 6. nóvember 2008. Lagt fram bréf GP arkitekta dags. 4. nóvember og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur hdl. fh. Miðkletts eignarhaldsfélags ehf. þar sem óskað er eftir að framlengja hagsmunaaðilakynninguna. Á fundi skipulagsstjóra 7. nóvember 2008 var samþykkt að framlengja hagsmunaaðilakynninguna til 20. nóvember 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
GP arkitekta f.h. eigenda Borgartúns 27, 31 og 35 dags. mótt. 20. nóvember 2008 og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, Páls Hjaltasonar og Þormóðs Sveinssonar fh. Miðkletts eignarhaldsfélags ehf. dags. 20. nóvember 2008.
Kynnt.

16.08 Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lagt fram erindi félagsstofnunar Stúdenta dags. 4. desember 2008 varðandi breytingu á skilmálum á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna Skógarvegar 18-22. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 80 íbúðir í stað 75 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Vísað til skipulagsráðs.

17.08 Þjórsárgata, íbúðir fyrir námsfólk
Lögð fram mappa Guðjóns Bjarnasonar arkitekts móttekin 26. nóvember 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

18.08 Háskóli Íslands, (fsp) breytt deiliskipulag vestan Suðurgötu
Á fundi skipulagsstjóra 21. nóvember 2008 var lögð fram fyrirspurn Háskóla Íslands, dags. 13. nóv. 2008, varðandi breytt deiliskipulag H.Í. vestan Suðurgötu skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 18. júlí 2008. Breytingin gengur út á uppbyggingu á horni Suðurgötu og Hjarðarhaga. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra vesturbæjar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. desember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, með þeim breytingum og skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

19.08 Njálsgata 33, sameining lóða
Lagt fram bréf Unnar Guðjónsdóttur dags. 2. desember 2008 varðandi leyfi til að sameina lóðirnar nr. 33 og 33A við Njálsgötu. Samþykki meðeiganda Njálsgötu 3 liggur fyrir.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Samþykki allra lóðarhafa þarf að fylgja erindinu og tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

20.08 Garðsendi 3, stækka bílageymslu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Garðsenda. Erindið var grenndarkynnt frá 30 október til og með 27. nóvember 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki lóðarhafa Garðsenda 1 og 5 ódags. fylgir erindinu.Stækkun 31,5 ferm og 85,0 rúmm
Gjald kr. 7.300 + 6.206 Lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. móttekið 28. október 2008.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

21.08 Sogavegur 3, breyta í fiskbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi úr söluturni í fiskbúð breyta útliti og koma fyrir skjólveggjum og skiltum á verslunarhúsi á lóð nr. 3 við Sogarveg.
Gjald kr. 7.300
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

22.08 Vogaland 1, reyndarteikning
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. desember 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m. a. hefur verið innréttuð aukaíbúð í kjallara og komið fyrir nýjum glugga þar, byggt yfir hluta svala og fyrirkomulagi bílastæða breytt og fjölgað í þrjú við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Vogaland.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Neikvætt. Aukaíbúð í kjallara samræmist ekki gildandi skilmálum hverfisins auk þess sem ekki skal gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en tveimur innan lóðar.

23.08 Reykjavíkurflugvöllur, flugskýli fyrir viðskiptaflug
Lagt fram minnisblað Guðjóns Bjarnasonar arkitekts móttekið 26. nóvember 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

24.08 Úlfarsárdalur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. september 2008 var lagt fram erindi Framkvæmda og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. september 2008 ásamt bréfi lóðarhafa við Iðunnarbrunn, Gefjunarbrunn og Friggjarbrunn dags. 2. september 2008 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdal hverfi 4 varðandi sameiginlegar aðkomu- og bílastæðalóðir í Úlfarsárdal samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. september 2008. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Úlfarsárdals og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra das. 5. desember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

25.08 Hlíðarendi við Hlíðarfót, Breyting á deiliskipulagi v/ flóðlýsingar
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. nóv. 2008 þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Vatnsmýrar.

26.08 Vatnsmýrin, sýning á tillögum um miðborgarbyggð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. nóv. 2008 ásamt erindi Samtaka um betri byggð frá 12. s.m. þar sem óskað er eftir að haldin verði sýning á tillögum um miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulagsráðs.
Kynna formanni skipulagsráðs.