Árvað 1, Einholt 4, Rofabær 7-9, Sóleyjarimi 13, Faxaskjól 26, Fáfnisnes 5, Vesturbær, íþrótta og tómstundastarf, Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, Austurstræti 7, Skólavörðustígur 14, Smáragata 13, Vegamótastígur 9, Snorrabraut 60, Gylfaflöt 7, Þjóðhildarstígur, Austurbrún 33, Barðavogur 9-15, Mörkin 8, Sigluvogur 10, Vesturbrún 16, Hlíðarendi við Hlíðarfót, Gufunes, Lóðarumsókn fyrir vetnisstöð, Úlfarsbraut 96-98, Skeljanes, Skeljungur, Safnaðarheimili félags Múslima á Íslandi, Túngata 26, Verslunarhúsnæði, Borgartún 8-16,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

229. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 17. október kl. 10:15 var haldinn 229. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 32 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.08 Árvað 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Glámu Kím arkitekta fh. Þ.G. verktaka dags. 16. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Árvað. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir; annarsvegar íbúðahúsalóð þar sem gert er ráð fyrir níu íbúðum og hins vegar verslunar - og þjónustulóð, samkv. meðfylgjandi uppdrætti og þrívíddarmyndum Glámu Kím dags. 15. október 2008.
Vísað til skipulagsráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

2.08 Einholt 4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 10. október 2008 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekts dags. 6. október 2008 fh. Reiknistofu bankanna varðandi breytingu á deiliskipulagi lEinholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 4 við Einholt. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir skýli samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. í október 2008.
Kynna umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur.

3.08 Rofabær 7-9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 10. október 2008 var lögð fram fyrirspurn Sigþórs J. Sigþórssonar, Árbæjarbakarís, og Vélhjólaverslunarinnar Moto dags. 1. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7-9 við Rofabæ. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði.
Fyrirspyrjandi hafi samband við verkefnisstjóra Árbæjar hjá skipulagsstjóra.

4.08 Sóleyjarimi 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálma Guðmundssonar ark. f.h. Laugarnes ehf., dags. 16. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Sóleyjarima skv. uppdrætti dags. 10. júlí 2008. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og með 24. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Kristín Sigmarsdóttir Sóleyjarrima 15 dags. 20. ágúst 2008, Adolf Haraldsson og Erna Eyjólfsdóttir f.h. íbúa í Sóleyjarima 15 og 17 dags. 25. ágúst, Björn J. Guðmundsson f.h. íbúa að Sóleyjarima 1 dags. 7. sept, Kristbjörg Steingrímsdóttir og Baldur Sigurðsson, Sóleyjarima 1, dags. 18. sept.2008, húsfélagið að Sóleyjarima 9, Lárus Örn Óskarsson form., f.h. íbúa, dags. mótt. 19.sept. 2008 (mótt. í Ráðhúsi), Sveinn Blöndal f.h. íbúa í Sóleyjarima mótt. þann 26. sept. 2008, Þórdís T. Þórarinsdóttir, Laufrima 34, dags. 14. okt. 2008,
Kynna formanni skipulagsráðs

5.08 Faxaskjól 26, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 13. október 2008 varðandi leyfi fyrir viðbyggingu, kvistum, og sólpalli við húsið nr. 26 við Faxaskjól, einnig sótt um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan, samkv. meðfylgjandi uppdrætti Cubus Design ehf. dags. 13. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

6.08 Fáfnisnes 5, stækkun o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. október 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta svala vesturhliðar, anddyri er stækkað til austurs, komið er fyrir tröppum niður í garð, nýju skyggni, setlaug og áhaldageymslu, grafið er frá kjallara og bílgeymslu breytt í svefnherbergi og gluggar eru stækkaðir á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 5 við Fáfnisnes.
Grenndarkynning eldra erindis, BN036535 stóð frá 13. ágúst til og með 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir yfirlýsing um nýjan aðalhönnuð dags. 7. október 2008 og ný samþykki lóðarhafa aðlægra lóða, það er lóðarhafa Fáfnisness nr. 7, 5, 2 og 3.
Jafnframt er eldra erindi BN036535 dregið til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 7.300 + xx
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra vesturbæjar.

7.08 Vesturbær, íþrótta og tómstundastarf, aðstaða
Á fundi skipulagsstjóra 10. október 2008 var lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 24. september 2008 varðandi æfingaaðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs í Vesturbæ Reykjavíkur, einnig er lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 18. september 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

8.08 Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, (fsp) bílskúr/ breytt notkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. október 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun bílskúrs í íbúð við fjölbýlishúsið á lóðinni Lambhóll við Þormóðsstaðaveg.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra íbúðasvæðis miðborgar.

9.08 Austurstræti 7, (fsp) veitingastaður
Á fundi skipulagsstjóra 3. október 2008 var lögð fram fyrirspurn Eikar fasteignafélags hf. dags. 1. október 2008 hvort heimilt sé að setja matsölustað/veitingastað á jarðhæð hússins nr. 7 við Austurstræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. október 2008.
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 10. október sl. var ranglega bókað að ekki væru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra. Bókunin er nú felld niður, rett bókun er; Vísað til skipulagsráðs.

10.08 Skólavörðustígur 14, (fsp) veitingastaður
Á fundi skipulagsstjóra 3. október 2008 var lögð fram fyrirspurn Þrastar K. Ottóssonar dags. 2. október 2008 hvort heimilt sé að opna veitingastað í húsinu nr. 14 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.

11.08 Smáragata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa móttekið 15. október 2008 varðandi breytingu á byggingarreit fyrir viðbyggingu við aðalhús og bílskúr er breytt samkv. meðfylgjandi uppdráttum P.ark dags.24. júlí 2008 móttekið 15. október 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

12.08 Vegamótastígur 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. okt. 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þar til lagfæringar hafa verið gerðar samkvæmt bréfi.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra miðborgar.

13.08 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Jóns Gauta Jónssonar, framkv.stjóra f.h. húsfélagsins Domus Medica ehf og Læknahússins ehf. dags, 6. okt. 2008 þar sem óskað er svara við ýmsum spurningum sem bornar eru upp í bréfi vegna tilfærslu á kvöð um gönguumferð á lóðarmörkum Snorrabrautar 60 og Egilsgötu 3. Einnig er lagt fram svarbréf skipulagsstjóra dags.17. október 2008.
Bréf skipulagsstjóra staðfest.

14.08 Gylfaflöt 7, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Barnasmiðjunnar ehf. dags. 16. október 2008 hvort breyta þurfi deiliskipulagi vegna nýbyggingar á lóðinni samkv. uppdrætti dags. 12. október 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. október 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

15.08 Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf dags. 21. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. október 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

16.08 Austurbrún 33, geymsluskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. október 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri og með steyptar undirstöður á lóð nr. 33 við Austurbrún.
Stærð: 9,8 ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.300 + XXX
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

17.08 Barðavogur 9-15, (fsp) sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. október 2008 þar sem spurt er hvort byggja megi sólstofu við inngangs- og suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Barðavog.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
Athygli er vakin á því að samþykki allra meðlóðarhafa þarf að fylgja þegar sótt verður um byggingarleyfi.


18.08 Mörkin 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 3. október 2008 var lögð fram fyrirspurn Viðars Guðjohnsen dags. 26. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Mörkina. Í breytingunni felst að notkunn hússins verði breytt úr gistiheimili í leiguíbúðir samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags.19. maí 2000 og br. 13. desember 2000. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra Laugardals og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

19.08 Sigluvogur 10, viðbygging, kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. október 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðar í kjallara með útbyggingu með svölum ofan á á efri hæðum og fyrir stækkun kvista á þaki sbr. fyrirspurn BN038120 dags.6.5.2008 í húsi á lóð nr. 10 við Sigluvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. september 2008 fylgir málinu.
Stækkun kjallari 16,5 ferm., 38,7 rúmm., 2. hæð 87 rúmm. Samtals stækkun 16,5 ferm., 125,7 rúmm.
Samtals eftir stækkun allt húsið 320,9 frm., 887,1 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 9.176
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sigluvogi 8 og 12.

20.08 Vesturbrún 16, nýbygging - bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09 1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún. Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm. Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Tillagan var grenndarkynnt frá 11. september til og með 9. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimildar í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


21.08 Hlíðarendi við Hlíðarfót, Breyting á deiliskipulagi v/ flóðlýsingar
Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Vals dags. 16. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi á Hlíðarenda. Í breytingunni fest að gert er ráð fyrir tímabundnu leyfi vegna flóðlýsingar við nýgerðan gervigrasvöll á svæði Knattspyrnufélagsins.
Vísað til skipulagsráðs.

22.08 Gufunes, afmörkun lóðar Moldarblöndunnar
Lagður fram tölvupóstur Moldarblöndunnar-Gæðamold, dags. 27. apríl 2008, varðandi vegstæði og afmörkun lóðar Moldarblöndunnar á Gufunesi.
Frestað.

23.08 Lóðarumsókn fyrir vetnisstöð, Nýorka
Lögð fram umsókn Nýorku, dags. 11. október 2008 um lóð fyrir vetnisstöð
Kynna formanni skipulagsráðs.

24.08 Úlfarsbraut 96-98, (fsp) tenging göngustíga
Á fundi skipulagsstjóra 10. október 2008 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 9. október 2008 hvort tengja megi göngustíga frá jarðhæðum húsanna nr. 96 og 98 að göngustígakerfi Reykjavíkurborgar samkv. meðfylgjandi uppkasti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Úlfarsárdals og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

25.08 Skeljanes, Skeljungur, (fsp) leigusamningur við Flugskóla Íslands
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 9. október 2008, um gerð leigusamnings við Flugskóla Íslands um skemmu í eigu Skeljungs við Skeljanes.
Kynna formanni skipulagsráðs.

26.08 Safnaðarheimili félags Múslima á Íslandi, staðarval
Kynntar hugmyndir að staðsetningu safnaðarheimilis Múslima dags. 10. október 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

27.08 Túngata 26, súrefniskútur á lóð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. október 2008 þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja 3.130 kg. súrefniskút norðan við aðalbyggingu á baklóð Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra íbúðasvæðis miðborgar og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300.
Kynna umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur.

28.08 Verslunarhúsnæði, Úttekt á auðu verslunarhúsnæði
Lagt fram til umsagnar erindi frá Framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur dags. 15. október 2008 varðandi úttekt á auðu verslunarhúsnæði í Reykjavík.
Vísað til umsagnar hjá aðalskipulagsteymi skipulagsstjóra.

29.08 Borgartún 8-16, bréf Faxaflóahafna
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 9. október 2008, vegna byggingar á lóð nr. 8-16 við Borgartún sem skyggir á innsiglingavita.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Túnahverfis.