Dverghamrar 9, Grafarholt, Jónsgeisli 91, Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, Nauthólsvík/veitingaskáli, Bauganes 27A, Granaskjól 19, Hólavallagata 5, Miðstræti 8B, Ránargata 10, Ránargata 26, Suðurgata 8, Unnarstígur 2, Vesturgata 17, Langholtsvegur 67, Laugarásvegur 49, Kambsvegur 8, Miðtún 44, Bíldshöfði 20, Gylfaflöt 16-18, Höfðabakki 1, Kistumelur, Kjalarnes, Álfsnes, Malarhöfði 10, Víðines, Ármúli 12, Fjölbrautarskólinn, Brekkugerði 34, Safamýri 28-32, Steinagerði 4, Austurstræti 10A, Bergstaðastræti 66, Bragagata 31B, Freyjugata 24, Grundarstígur 8, Hverfisgata 44, Hverfisgata 78, Laugavegur 4-6, Lokastígur 28, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Þingholtsstræti 17, Bolholt 5 og 5A, Háteigsvegur 3, Lokastígur 23, Reitur 1.152.5,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

97. fundur 2005

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2005, föstudaginn 9. desember kl. 11:20, hélt Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 97. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Helga Bragadóttir og Lilja Grétarsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Axelsson, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Ólöf Örvarsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Bergljót S. Einarsdóttir og Þórarinn Þórarinsson. Ritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:


1.05 Dverghamrar 9, (fsp) leyfi fyrir skúrbyggingu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort samþykktur yrði geymsluskúr á baklóð einbýlishúss á lóð nr. 9 við Dverghamra.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.

2.05 Grafarholt, lokahús OR
Lögð fram tillaga Línuhönnunar hf. að afmörkun lóðar fyrir lokahús OR í Grafarholti, dags. 27.11.05.
Vísað til skipulagsráðs.

3.05 Jónsgeisli 91, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Sólark-arkitekta ehf, dags. 22.09.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 91 við Jónsgeisla. Grenndarkynning stóð yfir frá 12.10 til 9.11 2005. Athugasemd barst frá eigendum Jónsgeisla 87, dags. mótt. 3.11.05.
Vísað til skipulagsráðs.

4.05 Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, framtíðarsýn
Lagt fram bréf Íþrótta-og tómstundasviðs, dags. 28.11.05, varðandi stefnumótun og framtíðarsýn Fylkis í mannvirkjamálum félagsins, ásamt greinagerð íþróttafélagsins Fylkis, dags. nóvember 2005. Einnig lögð fram tillaga erum arkitekta að skipulagi Fylkissvæðisins, dags. 29.11.05.
Vísað til skipulagsráðs.

5.05 Nauthólsvík/veitingaskáli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju drög að tillögu Nexus arkitekta, dags. 10.10.05, að breytingu á deiliskipulagi veitingaskálans Nauthóls í Nauthólsvík ásamt skýringarmyndum. Einnig lagt fram bréf Björns I. Stefánssonar f.h. Kríuness ehf, mótt. 5.10.05. Auglýsingin stóð yfir frá 25. október til 6. desember 2005. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf Björns I. Stefánssonar , dags. 10.11.05, varðandi byggingu kjallara undir lagnarými og geymslu.
Vísað til skipulagsráðs.

6.05 Bauganes 27A, fsp. breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf, dags. 08.12.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 27A við Bauganes.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.

7.05 Granaskjól 19, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu að suðurhlið annarrar hæðar, byggja steinsteypta bílgeymslu að vesturhlið, breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir dyrum úr kjallara út í garð í húsinu á lóðinni nr. 19 við Granaskjól, skv. uppdr. ASK, dags. 05.04.02, síðast breytt 28.11.05.
Samþykki nágranna Granaskjóli 17 og 21 og Nesvegi 64 og 70 dags. 30. apríl 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun viðbygging 15,1 ferm. og 56,2 rúmm., bílgeymsla 33,5 ferm. og 105,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 7.747
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Granaskjóli 17, 21 og 44 ásamt Nesvegi 64 og 70.

8.05 Hólavallagata 5, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að útbúa bílastæði á suðurhluta lóðar nr. 5 við Hólavallagötu.
Neikvætt. Samræmist ekki byggðarmynstri.

9.05 Miðstræti 8B, stigahús, svalir ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja stigahús við suðurgafl hússins nr. 8B við Miðstræti, sem jafnframt verði járnklæddur að nýju. Ennfremur er sótt um leyfi til að gera svalir við allar hæðir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi, samkv. uppdr. arkitekta Ólafar & Jon ehf, dags. í september 2004. Lagt fram bréf Guðríðar Ragnarsdóttur Miðstræti 8b, dags. 18.12.04.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Miðstræti 8, 8A, 8B, 5, 6, 7 og 10 ásamt Laufásvegi 7, 9 og 11.

10.05 Ránargata 10, v. eignaskipta
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2005. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs á baklóð og fyrir breytingu skúrs (matshl. 70) í vinnustofu með matshlutanúmerið 02, fyrir afmörkun ósamþykktra íbúða á 2. hæð og innréttingu gistiheimilis í kjallara og á 1. hæð stækkaðs matshluta 01um áður gerðan kvist á suðurþekju, stækkun kjallara inn á baklóð ásamt fjölbýlishúsinu áður matshluta 02 á lóð nr. 10 við Ránargötu, skv. uppdr. Hrafnkels Thorlasius, dags. 16.08.05.
Samþykki sumra eigenda áritað á teikningu, bréf f.h. umsækjenda dags. 22. nóvember 2005, kaupsamningar vegna 2. hæðar innfærðir 5. júlí 202 og 5. júlí 2005 fylgja erindinu
Stærð: Áður gerð stækkun skúrs xxx ferm., xxx rúmm., áður gerð stækkun framhúss (þvottaherbergi undir palli og kvistur á suðurhlið)
Gjald kr. 5.700 + xxx
Frestað. Samþykki meðeigenda þarf að liggja fyrir áður en unnt er að grenndarkynna umsóknina.

11.05 Ránargata 26, (fsp)lengja þak og stækka hús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja við og hækka húsið nr. 26 við Ránargötu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
Bréf hönnuðar dags. 21. nóvember 2005 fylgir erindinu.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

12.05 Suðurgata 8, fsp. breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn Rúnars Guðnasonar, dags. 23. nóvember 2005, varðandi byggingu bílskúrs og aðkeyrslurétt í gegnum lóð borgarsjóðs.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.

13.05 Unnarstígur 2, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að rjúfa steinvegg að Unnarstíg á um 4 m bili og útbúa bílastaði fyrir hús nr. 2A á lóð nr. 2 við Unnarstíg, skv. uppdr. Úti-Inni arkitekta, dags. 22.11.05.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 23. nóvember 2005 fylgir erindinu.
Neikvætt. Samræmist ekki byggðarmynstri.

14.05 Vesturgata 17, breytingar á notkun
Lögð fram tillaga Arkþing, dags. nóvember 2005, og bréf Arngeirs Lúðvíkssonar, dags. 30.11.05, varðandi breytingar á húsinu nr. 17 við Vesturgötu í litlar íbúðir (stúdíó). Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desemeber 2005.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15.05 Langholtsvegur 67, áður gerðar br. kj. og 1.hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi kjallara, og leyfi til þess að byggja glerskýli við innganga á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 67 við Langholtsveg, skv. uppdr. Helga Hafliðasonar, dags. 28.11.05.
Gjald kr. 5.700
Ekki er gerð athugasemd við erindið.

16.05 Laugarásvegur 49, (fsp) stækka hús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðurhlið neðri hæðar íbúðarhússins með svölum yfir í líkingu við fyrirliggjandi uppdrátt á lóð nr. 49 við Laugarásveg, skv. uppdr. Einrúm ehf arkitekta, dags. 23.11.05.
Ekki er gerð athugasemd við erindið, enda verði byggingarleyfisumsókn grenndarkynnt berist hún.

17.05 Kambsvegur 8, (fsp)byggja nýtt enbýlish. vestar á lóð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja annað einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er með sameiginlega innkeyrslu og staðsett vestar á lóð nr. 8 við Kambsveg.
Jákvætt með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa.

18.05 Miðtún 44, (fsp) geymsluskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.11.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 20 fermetra steinsteyptan geymsluskúr á lóðinni nr. 44 við Miðtún.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.05 Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ASK Arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 20 við Bíldshöfða, dags. 07.12.05.
Vísað til umsagnar framkvæmdasviðs vegna gegnumaksturs.

20.05 Gylfaflöt 16-18, (fsp) atvinnuhús á 2 hæðum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum á lóðinni nr. 16-18 við Gylfaflöt, skv. uppdr. OK arkitekta, dags. 28.11.05.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.

21.05 Höfðabakki 1, (fsp) áfangaheimili
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að breyta núverandi hótelíbúðum í áfangaheimili með íbúðir fyrir fólk eftir áfengismeðferð í eigu Félagsbústaða á 2. og 3. hæð ásamt hluta 1. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Bréf f.h. Félagsbústaða hf. dags. 1. desembe 2005 og ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu innfærðri 7. febrúar 1997 fylgja erindinu.
Frestað, umsóknaraðili hafi samband við embættið.

22.05 Kistumelur, sjálfsafgreiðslust. f. olíu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Sótt er um leyfi til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir olíu á Kistumel við Norðurgrafarveg, skv. uppdr. Sigurðar Þorvaldssonar, dags. 03.10.05. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 29. nóvember 2005 og Umhverfissviðs, dags. 06.12.05.
Stærð: Olíutankur xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Kynna formanni skipulagsráðs.

23.05 Kjalarnes, Álfsnes, Sorpa, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað í Álfsnesi, dags. 23.09.05. Málið var í auglýsingu frá 26. október til 7. desember 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Hreiðar Karlsson, Leirum, dags. 12.11.05, Hjörtur Ingólfsson, Leirutanga 51, Mosfellsbæ, dags. 21.11.05, Bjarni Sv. Guðmundsson & Leirvogstunga ehf, dags. 06.12.05, Guðjón Halldórsson, Fitjum, Kjalarnesi, dags. 07.12.05, Mosfellingur - frjálst og óháð bæjarblað, dags. 08.12.05.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.

24.05 Malarhöfði 10, (fsp) bráðabirgðaskemmur
Lögð fram fyrirspurn Steypistöðvarinnar ehf, móttekið 24. nóvember 2005, um að reisa bráðabirgðarskemmur á lóðinni nr. 10 við Malarhöfða, jafnframt er óskað eftir að breyta lóðarmörkum lítilsháttar og laga að heildarskipulaginu. Lagt fram mæliblað Mælingadeildar, dags. 20.02.03 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. desember 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

25.05 Víðines, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 2. desember 2005, ásamt bréfi Sjómannadagsráðs frá 24. f.m., varðandi umsókn um lóð í Víðinesi.Einnig lögð fram frumathugun varðandi nýtt svæði fyrir aldraða á Víðinesi dags. 18. nóvember 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

26.05 Ármúli 12, Fjölbrautarskólinn, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Á Stofunni arkitektar og Skapa og Skerpa að uppbyggingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 12 við Ármúla, dags. nóvember 2005
Tillaga kynnt. Hverfisarkitekt falið að hafa samband við hönnuði.

27.05 Brekkugerði 34, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. október 2005. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið nr. 34 við Brekkugerði, skv. uppdr. Nexus, dags 02.09.05. Kynningin stóð yfir frá 2. til 30. nóvember. Athugasemdabréf barst frá íbúum í Heiðagerði 104, móttekið 24.11.05.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Hverfisarkitekt falið að boða til fundar með íbúum að Heiðargerði 104 og Nexus til yfirferðar á athugasemdum og vinna umsögn um þær.

28.05 Safamýri 28-32, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Framkvæmdasviðs, dags. 5. október 2005 að breyttu deiliskipulagi Safamýrar 28-32 vegna leikskóla og gæsluvallar við Safamýri 30 og 32. Auglýsingin stóð yfir frá 25. október til 6. desember 2005. Athugasemdabréf barst frá íbúðareigendum í Safamýri 34, 36 og 38, dags. 30.11.05.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs, mannvirkjaskrifstofu og verkfræðistofu.

29.05 Steinagerði 4, fsp. niðurrif og nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Agnars Birgisson, dags. 30.11.05, varandi niðurrif húss og bílskúrs á lóðinni nr 4 við Steinargerði. Sótt er um að byggja nýtt hús á lóðinni skv. uppdr. ES Teiknistofunnar, dags. 30.11.05.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30.05 Austurstræti 10A, sólskáli á 5. h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála á hluta suðursvala íbúðar á 5. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 10A við Austurstræti, skv. uppdr. Ellerts Más Jónssonar arkitekts, dags. 29.11.05.
Bréf hönnuðar dags. 30. nóvember 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Sólskáli 23,4 ferm., 67,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 3.842
Frestað. Hönnuður hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

31.05 Bergstaðastræti 66, ofanábygging - viðb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Sótt er um leyfi til þess að hækka þak á vesturhluta 1. hæðar, byggja kvist á norðaustur- og suðvesturþekju, rífa núverandi skúr á baklóð, byggja viðbyggingu við kjallara á vestari hluta baklóðar og pall að kjallara og 1. hæð suðvesturhliðar einbýlishússins á lóð nr. 66 við Bergstaðastræti, skv. uppdr. Teiknistofunnar Park, dags. 22.11.05.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2005 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 29. apríl 2005, samþykki eigenda Bergstaðastrætis 64 dags. 24. apríl og innfært 27. apríl 2005 ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. apríl 2005. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif ósamþykktrar skúrbyggingar 30,5 ferm.
Samtals stækkun xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til skipulagsráðs.

32.05 Bragagata 31B, fsp. hækka um eina hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð húsið nr. 31B (bakhús) við Bragagötu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33.05 Freyjugata 24, fsp. sólstofa
Lögð fram fyrirspurn Vigfúsar Halldórssonar, dags. 01.12.05, varðandi byggingu sólstofu á lóð nr. 24 við Freyjugötu.
Frestað. Fyrirspyrjandi leggi fram skuggavarp.

34.05 Grundarstígur 8, (fsp) bílskýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að reisa bílskýli í suðvesturhorni lóðar nr. 8 við Grundarstíg.
Ekki gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

35.05 Hverfisgata 44, flutningur
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2005, ásamt bréfum + arkitekta f.h. Leiguíbúða ehf, dags. 03.08.05 og 29.11.05, varðandi flutning hússins að Hverfisgötu 44 á lóðina nr. 16 við Bergstaðastræti.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

36.05 Hverfisgata 78, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Kristins Jónssonar, dags. 6. desember 2004, þar sem spurt er um hvort bæta megi hæð ofan á húsið nr. 78 við Hverfisgötu og byggja fjögurra hæða hús við syðri mörk lóðarinnar. Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 2.11.05.
Vísað til skipulagsráðs.

37.05 Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

38.05 Lokastígur 28, fsp. breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þórólfs Más Antonssonar, dags 23.11.05, ásamt bréfi mótteknu 01.12.05, varðandi breytingu á notkun 2. og 3. hæðar í kaffihús í tengslum við verslunarhús á neðstu hæð.
Ekki gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verðu grenndarkynnt þegar hún berst.

39.05 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju lagfærðir uppdrættir Úti og inni, mótt. 4. ágúst 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3. Einnig lagt fram tölvubréf stjórnar húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 28. júlí 2005. Málið var í auglýsingu frá 18. júlí til 26. ágúst, en augýsingin var framlengd til 16. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Páll Ólafur Eggerz, Laugavegi 65, dags. 20.08.05, Ask arkitektar f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 09.09.05, 4 eigendur að Vitastíg 3, dags. 14.09.05, Lex-Nestor f.h. húsfélagsins Skúlagötu 32-34, dags. 15.09.05, Björgvin Þorsteinsson hrl. f.h. Neskjara, dags. 15.09.05. Lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10.10.05, umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 8.12.05 og minnisblað heilbrigðisfulltrúa, mótt. 8.12.05 ásamt mæliskýrslu.

Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

40.05 Þingholtsstræti 17, geymslukjallari, nýjar útitröppur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. nóvember 2005. Sótt er um leyfi til þess að byggja að mestu niðurgrafna viðbyggingu úr steinsteypu að suðurhlið hússins nr. 17 við Þingholtsstræti, skv. uppdr. Páls V. Bjarnasonar, dags. 20.10.05.
Samþykki nágranna Þingholtsstræti 21 dags. 24. október 2005 fylgir erindinu.
Tölvubréf borgarminjavarðar dags. 14. nóvember 2005 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 10. nóvember 2005.
Stærð: Stækkun viðbygging 61,0 ferm. og 143,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 8.151
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti 15, 18 og 21.

41.05 Bolholt 5 og 5A, dælustöð OR
Lögð fram tillaga Línuhönnunar hf. að afmörkun lóðar fyrir dælustöð OR við Bolholt, dags. 27.11.05.
Vísað til skipulagsráðs.

42.05 Háteigsvegur 3, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. desember 2005, varðandi kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. september 2005 um að veita leyfi fyrir byggingu einnar hæðar með þremur íbúðum og rishæðar með þremur íbúðum ásamt hanabjálka ofan á húsið að Háteigsvegi 3 í Reykjavík ásamt breytingu á notkun annarrar hæðar úr atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir, auk leyfis fyrir byggingu svala á austur- og norðurhlið hússins.
Úrskurðarorð:
Byggingarleyfi, sem veitt var af byggingarfulltrúanum í Reykjavík hinn 20. september 2005 og staðfest af borgarráði hinn 22. sama mánaðar, fyrir framkvæmdum að Háteigsvegi 3 í Reykjavík er fellt úr gildi.
Vísað til skipulagsráðs.
Hverfisarkitekt falið að vinna drög að forsögn fyrir reitinn.


43.05 Lokastígur 23, (fsp) breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2005. Spurt er hvort leyft yrði að hækka lofthæð í bílskúr við Lokastíg 23 og nota sem hluta af verslun á 1. hæð Skólavörðustígs 42, hvort hækka megi bakbyggingu á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg og yfir á lóð nr. 23 við Lokastíg um eina hæð með svölum á áður bílskúrsþaki, tengja 2. hæð þessara húsa og innrétta þar gistirými, skv. uppdr. +Arkitekta, dags. 24.11.05.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

44.05 Reitur 1.152.5, syðri hluti, Vatnsstígur, Frakkastígur, Lindargata og Hverfisgata, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðila er lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf, dags. 14.10.05, ásamt tillögu, dags. í september 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, syðri hluta. Einnig lagðir fram nýjir uppdrættir mótt. 18. október og 3. nóvember 2005. Kynningin stóð yfir frá 23. nóvember til 7. desember 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Hilmar Magnússon hrl. f.h. Þorsteins Steingrímssonar, dags. 07.12.05, 101 Skuggahverfi hf. dags. 06.12.05.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.