Hverfisgata 103, Laugavegur 35, Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Skólavörðustígur 45, Reitur 1.151.5, Bauganes 27, Birkimelur, blómatorgið, Fálkagata 9, Frostaskjól 93, Garðastræti 39, Keilugrandi 1, Brekkugerði 34, Brekkugerði 34, Langholtsvegur 9, Reykjavíkurflugvöllur, Samtún 12, Skipasund 63, Sóltún, Barðastaðir 63, Fagribær 14, Ólafsgeisli 113 - 117, Þingvað 27, Korpúlfsstaðavegur, Lóðarumsókn Sorpu, Úlfarsárdalur, Víðidalur, Fákur, Kjalarnes, Lykkja, Vagnhöfði 21,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

89. fundur 2005

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2005, föstudaginn 14. október kl. 11:35, hélt Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 89. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Helga Bragadóttir, Lilja Grétarsdóttir og Bergljót Einarsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jóhannes S. Kjarval, Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.05 Hverfisgata 103, nýbygging
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 5.10.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 103 við Hverfisgötu ásamt skýringarmyndum dags. 22. júní 2005.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

2.05 Laugavegur 35, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 31.08.05, varðandi niðurrif eldri mannvirkja og uppbyggingu á lóð nr. 35 við Laugaveg skv. uppdr., dags. 30.08.05. Einnig lögð fram tillaga K.Rark dags. 11. október 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

3.05 Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Laugav/Bergstaðastr./Skólav.st./Vegamótastígur
Lagt fram bréf Legalis lögmannsstofu, dags. 16. maí 2005, f.h. Laugabergs hf, varðandi samþykkt deiliskipulagsins á reit 1.171.4 og áhrif þess á hagsmuni Laugabergs hf., eiganda Laugavegs 12 og Bergstaðastrætis 1. Einnig lögð fram ítrekun erindis, dags. 18.08.05. Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu, dags. 11. október 2005.
Bréf lögfræði og stjórnsýslu samþykkt. Hverfisarkitekt falið að funda með aðilum vegna málsins.

4.05 Skólavörðustígur 45, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. maí 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 340 fermetra viðbyggingu á þremur hæðum norðan og austan við hótel Leif Eiríksson á lóðinni nr. 45 við Skólavörðustíg. Lagt fram skuggavarp mótt. 5. október 2005.
Bréf hönnuðar (ódags.) ásamt uppdráttum og ljósmyndum fylgir erindinu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

5.05 Reitur 1.151.5, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Studio Granda að deiliskipulagi reits 1.151.5, dags. 11.11.04. Auglýsingin stóð yfir frá 31. ágúst til 12. október 2005. Athugasemdabréf barst frá Guðmundi Péturssyni, Klapparstíg 18, mótt. 06.09.05. Einng lagt fram erindi danska sendiráðsins dags. 10. október 2005 varðandi framlengingu á fresti til að skila inn athugasemdum.
Samþykkt að framlengja frest til að skila inn athugasemdum til 24. október 2005 í samræmi við erindi.

6.05 Bauganes 27, breyting á deilsikipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Margrétar Gunnarsdóttur, dags. 4.08.05 ásamt uppdrætti Ingunnar Hafstað, dags. 3.08.05 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 27 við Bauganes. Málið var í kynningu frá 24. ágúst til 21. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Sigurðsson og Jónína Þórunn Thorarensen, Bauganesi 25, dags. 08.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2005. Lagður fram leiðréttur uppdráttur Ingunnar Hafstað, dags. 7. október 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

7.05 Birkimelur, blómatorgið, (fsp) nýbygging
Lagt fram bréf Sigurðar Þóris Sigurðssonar, dags. 13. september 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 70-80 fermetra verslunarhúsnæði á gatnamótum Hringbrautar og Birkimels. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar Framkvæmdasviðs, dags. 12. október 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

8.05 Fálkagata 9, skipt um þak, kvistir og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. okt. 2005. Sótt er um leyfi fyrir að endurnýja þak, koma fyrir fjórum kvistum á báðum hliðum og tvennum svölum á suðurhlið í fjölbýlishúsi á lóð nr. 9 við Fálkagötu, skv. uppdr. GP Arkitekta, dags 14.01.04. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. október 2005.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9.05 Frostaskjól 93, endurgerð lóðar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2005. Sótt er um leyfi til þess að stækka lóð Frostaskjóls 89-93 við bílastæði norðan húss nr. 89-93 við Frostaskjól, leyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum norðan- og vestanvert, skjólgirðingu, sturtu og heitum potti austanvert og frágangi á hellum og sólpalli við hús nr. 93 á lóð nr. 89-93 við Frostaskjól, samkv. uppdr. Landslags ehf, dags. 20.06.05.
Samþykki meðlóðarhafa og nokkurra nágranna við Frostaskjól dags. 9. september 2005 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2005.
Gjald kr. 5.700
Ekki er gerð athugasemd við lóðastækkun samkvæmt erindið að uppfylltum skilyrðum samkvæmt umsögn skipulagsfulltrúa.

10.05 Garðastræti 39, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. október 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja við húsið nr. 39 við Garðarstræti í líkingu við það sem kemur fram á meðfylgjandi gögnum. Viðbygging yrði til norðausturs, að mestu leyti í jörðu og tvö bílastæði á þaki viðbyggingar. Fjarlægja þarf hluta garðveggja við götu til að koma bílastæðunum fyrir. Einni glögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2005.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11.05 Keilugrandi 1, tillaga að uppbyggingu
Lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, mótt. 6. okt. 2005, að uppbyggingu á lóðinni nr. 1 við Keilugranda ásamt skuggavarpi mótt. 12. okt. 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

12.05 Brekkugerði 34, viðbygging ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. október 2005. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið nr. 34 við Brekkugerði, skv. uppdr. Nexus, dags 02.09.05.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

13.05 Brekkugerði 34, bílstæði
Lögð fram fyrirspurn vegna bílastæða á lóðinni nr. 99 við Bústaðaveg.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna aðkomu að bílastæðum.

14.05 Langholtsvegur 9, nýtt fjölbýli m 3 íbúðum, niðurrif
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.10.05. Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 9 við Langholtsveg. Húsið verði steypt í einangrunarmót og múrhúðað að utan og innan. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa hús sem fyrir er á lóðinni, skv. uppdr. Teiknistofunnar Tak, dags. 01.01.04.
Niðurrif samkv. FMR: 49,2 ferm. og 167 rúmm.
Nýbygging: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

15.05 Reykjavíkurflugvöllur, Flugklúbbur Íslands ehf
Lögð fram fyrirspurn Flugklúbbs Íslands ehf, dags. 07.10.05, um lóð undir flugskýli og félagsaðstöðu á Reykjavíkurflugvelli.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

16.05 Samtún 12, (fsp) lyfta þaki ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.10.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á húsið nr. 12 við Samtún. Veggir yrði hækkaðir um ca. 1 m og mænishæð um ca. 1,5 m.
Ekki er gerð athugasemd við hækkun á risi sem þó má ekki fara hærra en sem nemur 3,9 metrum yfir steypta plötu. Við vinnslu byggingarleyfisumsóknar skal taka betur mið af núverandi útliti hússins og finna lausn á hækkuninni í samræmi við yfirbragð næliggjandi byggðar. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

17.05 Skipasund 63, bílskúr, svalir o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.10.05. Sótt er um leyfi til þess byggja svalir við suðurhlið 1. hæðar með tröppum að garði, breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar einbýlishússins og byggja steinsteyptan bílskúr á norðausturhluta lóðar nr. 63 við Skipasund, skv. uppdr. Friðriks Ólafssonar, dags. 01.10.05.
Stærð: Bílskúr 30 ferm., 94,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.381
Ekki gerð athugasemd við að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn þegar samþykki aðlægra lóðarhafa að Skipasundi 61 og Sæviðarsundi 96 og 98 liggur fyrir.

18.05 Sóltún, (fsp) spennistöð
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4.10.05, um lóð fyrir spennistöð á grænu svæði við Sóltún.
Ekki er gerð athugasemd við að spennistöð verði staðsett á reitnum en lagt er til að unnin verði tillaga sem sýnir staðsetningu í suðausturhluta reitsins, neðan nýrrar íbúðarbyggðar.

19.05 Barðastaðir 63, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. 10.08.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 63 við Barðastaði, vegna byggingu sólstofu. Málið var í kynningu frá 17. ágúst til 14. september 2005. Athugasemdabréf barst frá Hirti Stefánssyni og Auði Ólafsdóttur, Barðastöðum 61, dags. 13.09.05. Einnig lögð fram umsögn hverfisarkitekts, dags. 26.09.05 ásamt minnisblaði Hjartar Stefánssonar, dags. 4.10.05.
Vísað til skipulagsráðs.

20.05 Fagribær 14, niðurrif, nýbygging
Lagður fram tölvubréf Vektors, dags. 07.10.05, þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa varðandi niðurrif og og byggingu nýs íbúðarhúss á lóðinni nr. 14 við Fagrabæ.
Frestað. Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

21.05 Ólafsgeisli 113 - 117, (fsp) br. innkeyrslu ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2005. Spurt er hvort leyft yrði að breikka innkeyrslur og breyta bílastæðum fyrir íbúðarhúsin á lóð nr. 113-117 við Ólafsgeisla, samkv. uppdr. GLÁMA/KÍM, dags. 16.08.05. Einnig lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 31.08.05 og Kanon arkitekta, dags. 12.10.05.
Bréf hönnuðar dags. 16. ágúst 2005 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við breytingar samkvæmt fyrirspurn með því skilyrði að gerð verði grein fyrir gönguleið innan lóðarinnar í samræmi við umsögn skipulagshöfunda.

22.05 Þingvað 27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Apparats, dags. 10. október 2005 að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 27 við Þingvað.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þingvaði 25 og 29.

23.05 Korpúlfsstaðavegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 7. október 2005, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð Korpúlfsstaðavegar og gangstígs frá Barðastöðum að Úlfarsá ásamt gerð veg- og göngubrúar yfir ána.
Vísað til skipulagsráðs.

24.05 Lóðarumsókn Sorpu, fyrir endurvinnslustöð á norðursvæði
Lögð fram lóðarumsókn Sorpu, dags. 28.09.05, fyrir endurvinnslustöð á norðursvæði sem þjónað geti Mosfellsbæ og nýjum íbúðahverfum í Grafarholti, á Úlfarsfellssvæði og nyrðri hluta Grafarvogshverfis.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25.05 Úlfarsárdalur, Fram
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 07.10.05, varðandi framtíðarstaðsetningu Knattspyrnufélagsins Fram í Úlfarsárdal. Einnig lögð fram viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Fram og Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2. mars 2004.
Vísað til skipulagsráðs.

26.05 Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. október 2005, þar sem ekki er gerð athugasemd við auglýsingu í B-deild, þegar stofnuninni hefur borist lagfærð gögn.
Umhverfisstjóra falið að annast lagfæringu gagna og koma til Skipulagsstofnunar.

27.05 Kjalarnes, Lykkja, Hólaland
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 29. september 2005, varðandi endurnýjun leigusamnings eða kaup á fasteigninni Hólaland á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

28.05 Vagnhöfði 21, anddyri, fjölgun eignarhluta o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. okt. 2005. Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri anddyrisbyggingu sunnan hússins á lóðinni nr. 21 við Vagnhöfða. Jafnframt er sótt um leyfi til að hólfa af norðurhluta hússins og koma þar fyrir fjórum sjálfstæðum eignarhlutum, að hluta á tveimur hæðum. Ennfremur verði gerðar innkeyrsluhurðir ásamt göngudyrum á norðurhlið, skv. uppdr. Sólark-Arkitekta ehf, dags. 25.08.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11.10.05.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx)
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.