Arnargata 4, Bragagata 31B, Flókagata 9, Laugavegur 118, Víðimelur 61, Austurstræti 17, Efstasund 12, Heiðargerði 15, Hofteigur 36, Hulduland 26, Bakkasel 28 , Hamraberg 38, Háberg 12, Logafold, Rauðás 12 og Reykás 21, Kjalarnes, Esjumelar, Vesturhús 9,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

26. fundur 2002

Ár 2002, þriðjudagur 16. júlí kl. 10:25 var haldinn 26. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir sem ritaði fundinn.
Þetta gerðist:


1.02 Arnargata 4, viðb. og br. inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við suðausturhlið einbýlishússins steinsteyptan kjallara og timburhæð ásamt leyfi til þess að breyta vinnustofu í eldhús og borðstofu og endurbyggja útiskúr á lóð nr. 4 við Arnargötu, samkv. uppdr. Verkfræðistofunnar Kletts ehf, dags. 14.05.02. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 15.07.02.
Stærð: Viðbygging 89,9 ferm., 325,8 rúmm., útiskúr var 11,6 ferm. óbreyttir ferm., var 62 rúmm. verður 24,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 13.838

Grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 22, 24 og 25 og Arnargötu 8, 10 og 12.

2.02 Bragagata 31B, áður gerð vinnustofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.07.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri vinnustofu á lóðinni nr. 31B við Bragagötu, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 02.07.02. Bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2002 og umsögn Borgarskipulags (v. fyrirspurnar) dags. 23. október 2001 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15.07.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15.07.02.

3.02 Flókagata 9, bílskúr
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.06.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja annan bílskúr á lóð nr. 9 við Flókagötu. Bréf fyrirspyrjanda dags. 18. júní 2002 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 10.07.02.
Jákvætt að staðsetja bílskúr á lóð sem samræmist gr. 113 byggingarreglugerðar 441/1998, að fengnu samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa að Flókagötu 11.

4.02 Laugavegur 118, Viðb. Rauðarárstíg 10
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja loftræstiklefa upp úr þaki húss nr. 10 við Rauðarárstíg á lóð nr. 118 við Laugaveg, samkv. uppdr. Arkform, dags. í júní 2002.
Bréf hönnuðar dags. 26. júní 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Loftræstiklefi 25,5 ferm., 53,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.573
Ekki er gerð athugasemd við erindið.

5.02 Víðimelur 61, lyfta þaki, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja við húsið á lóðinni nr. 61 við Víðimel, samkv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 08.11.01. Umsögn hverfisstjóra dags. 18. apríl 2002 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. apríl 2002 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 14. júní til 12. júlí 2002. Athugasemdabréf barst frá Baldvini Hafsteinssyni hrl. og Björgu Viggósdóttur, Víðimel 63, dags. 11.07.02. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa með athugasemdum, dags. 15.07.02.
Stærð: Stækkun 63,8 ferm. og 84,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 4.061
Kynna fyrir formanni.

6.02 Austurstræti 17, viðbygging
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts f.h eigenda hússins, dags. 29.11.01, varðandi leyfi til að byggja létta viðbyggingu við 7. hæð hússins nr. 17 við Austurstræti, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 29.11.01. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 19.02.02.
Kynna fyrir formanni.

7.02 Efstasund 12, Viðbygging og bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að suður- og vesturhlið húss og byggja steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 12 við Efstasund, samkv. uppdr. Lofts Þorsteinssonar byggingarfræðings, dags. 18.06.02.
Samþykki nokkurra nágranna fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun húss 83,3 ferm. og 346,0 rúmm. Bílskúr 42,0 ferm. og 146,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 23.635
Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

8.02 Heiðargerði 15, breytingar
Lagt fram bréf Halldórs Þórs Stefánssonar, dags. 16.04.02, ásamt tillögum að breytingum á húsinu við Heiðargerði 15.
Frestað, deiliskipulag í vinnslu.

9.02 Hofteigur 36, Pallur og tröppur.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja pall og tröppur að austurhlið hússins á lóðinni nr. 36 við Hofteig, samkv. uppdr. Hildar Bjarnadóttur arkitekts, dags. 26.05.02.
Samþykki meðeigenda og samþykki nokkurra nágranna dags. 9. júní 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Frestað, skipulagsferli ólokið.

10.02 Hulduland 26, gluggar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka glugga á norðurhlið og gera þrjá glugga á vesturhlið raðhúss nr.26 á lóð nr.26-36, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 10.06.02.
Frestað, hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

11.02 Bakkasel 28 , (fsp) Viðbygg, svalaskýli o.fl.
Lögð fram fyrirspurn um breytingar á húsinu nr. 28 við Bakkasel, samkv. uppdr. ARKO, dags. í maí 2002. Einnig lagt fram samþykki íbúa Bakkaseli 20, 22, 24, 26, 30, 32, 34, 36 og Akraseli 5 og 13. Einnig lögð fram umsögn hverfisstjóra, dags. 15.07.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15.07.02.

12.02 Hamraberg 38, sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu við austurhlið raðhúss nr.38 á lóð nr.36-42.
Frestað, hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

13.02 Háberg 12, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við vesturhlið og sólstofu við austurhlið parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Háberg. Bréf fyrirspyrjenda ódags. og samþykki nágranna dags. 11. október 1998 fylgja erindinu.
Jákvætt, ekki er gerð athugasemdi við viðbyggingu. Þegar byggingarleyfisumsókn berst þarf að grenndarkynna fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Háabergi 4-42 (sléttartölur) og Hamrabergi 3-21 (oddatölur).

14.02 Logafold, frágangur götu
Lagt fram að nýju bréf íbúa við Logafold frá 101 til 131, dags. 28.05.02, varðandi frágang við götuna. Einnig lagt fram bréf Gatnamálastofu, dags. 05.07.02.
Synjað með vísan í umsögn gatnamálastjóra dags. 05.07.02.

15.02 Rauðás 12 og Reykás 21, göngustígur
Lagður fram bréf íbúa við Rauðás 12 og Reykás 21, þar sem óskað er eftir að felldur verði niður stígur, sem samkvæmt skipulagi á að liggja milli fjölbýlishúsa, við Rauðás 12 og Reykás 21.
Frestað, hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

16.02 Kjalarnes, Esjumelar, lóð fyrir geymslu og lagerhúsnæði
Lagt fram bréf Verksýnar ehf, dags. 04.07.02, varðandi lóð fyrir geymslu og lagerhúsnæði á Esjumelum á svæðinu milli Lækjar- og Langamela og Vesturlandsvegar, samkv. uppdr. Teiknistofu Hauks Viktorssonar, dags. 04.06.02.
Frestað, hverfisstjóra falið að skoða málið. Kynna fyrir formanni.

17.02 Vesturhús 9, (fsp) samþykkt íbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.07.02, þar sem spurt er hvort samþykki fengist fyrir sjálfstæðri íbúð á neðri hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Vesturhús.
Jákvætt, samanber skilmála.