Borgartún 34-36, Hátún 14, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hringbraut 121, Melhagi 20-22, Nesvegur 52, Fossvogsvegur, Skeifan 13, Sæviðarsund 61-63, Laugarás, Hrafnista, Vagnhöfði 29,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

20. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 24. maí kl. 10:00 var haldinn 20. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.02 Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Tekton, dags. 13.05.02, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi, dags. 12.05.02.
Kynnt. Hverfisstjóra falið að koma athugasemdum um lagfæringar á uppdrætti til hönnuðar.

2.02 Hátún 14, (fsp) viðbygg.+ br. lóðamörk
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.05.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðurhlið íþróttahúss í líkingu við fyrirliggjandi drög og breyta lóðamörkum þannig hluti lóðar nr. 12 verði að lóð nr. 14 við Hátún. Bréf Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík dags. 30. apríl 2002 fylgir erindinu.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embættið.

3.02 Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, skipulag
Lögð fram breytt tillaga Alark arkitekta sf, dags. 22.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Kynnt ný tillaga með íbúðum.

4.02 0">Hringbraut 121, Br. bakhúsi í 12 íb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 16.04.02 ásamt uppdr. zeppelin arkitekta dags. 8.04.02. Sótt er um leyfi til þess að breyta bakhúsi í tólf studióíbúðir, breyta norðurhlið verulega t.d. með nýjum svölum, setja nýja lyftu og klæða norður-, vestur og suðurhlið með báruáli og timburklæðningu þar sem ekki verður glersteinn á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Umsögn frá verkfræðistofu um burðavirki og ástand útveggja dags. 28. apríl 2002, samþykki meðeigenda dags. 22. mars 2002, bréf fyrir hönd húsfélags Hringbrautar 119 dags. 23. apríl 2002 og samþykki eigenda að Lágholtsvegi 4-14 dags. 22. mars. 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Hús minnkar um 15,6 ferm., rúmmálsaukning 194,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 9.317
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Grandavegi 42, Lýsi.

5.02 Melhagi 20-22, Hækkun og breytingar.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta, byggja hæð ofan á austurálmu og innrétta fjórar íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 20-22 við Melhaga, samkv. uppdr. Rýmu, arkitekta, dags. 30.01.01, breytt 30.04.02.
Ofanábygging er úr stáli og timbursperrum, klædd með plötum að utan.
Gert er ráð fyrir innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla á fyrstu hæð hússins. Áfram verður atvinnustarfsemi í þeim hluta hússins sem snýr að Hofsvallagötu.
Stærð: Stækkun ofanábygging 192,7 ferm. og 760,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.494
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Melhaga 16 og 18, Hagamel 29, 27, 31, 33, 35, 34, 36, 38 og 40 og Hofsvallagötu 49, 51 og 53.

6.02 Nesvegur 52, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og geymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 52 við Nesveg, samkv. uppdr. Ask arkitekta, dags. 23.04.02. Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt í kjallara hússins á sömu lóð. Samþykki eigenda Nesvegar 54, 56 og 58 dags. 27. apríl 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr (matshl. 02) 44,0 ferm. og 140,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.730
Frestað. Óskað eftir skuggavarpskönnun.

11.02 Fossvogsvegur, fjölbýlishús fyrir eldri borgara
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 07.05.02, ásamt umsókn Skógarleitis frá 26. f.m. um úthlutun lóðar við Fossvogsveg fyrir fjölbýlishús eldri borgara.
Kynnt. Hverfisstjóra falið að vinna drög að forsögn.

15.02 Skeifan 13, bensínstöð
Lagt fram bréf Arkís ehf, dags. 24.04.02, varðandi fyrirspurn Bónus hf, um að starfrækja sjálfafgreiðslu bensínstöð á lóðinni nr. 13 við Skeifuna, samkv. uppdr. dags. 24.04.02.
Neikvætt. Samræmist ekki skipulagi.

17.02 Sæviðarsund 61-63, stoðveggur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja um 180-230 cm háan stoðvegg meðfram suðurmörkum lóðarinnar nr. 61-63 við Sæviðarsund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 30.06.99, síðast breytt 21.04.02. Einnig lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf, dags. 21.02.02 og Kanon arkitekta ehf, dags. 22.05.02.
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.

18.02 Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Hrafnistu. dags. 22.05.02.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum innan lóðar.

24.02 Vagnhöfði 29, Birgðaskemma
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.05.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja birgðaskemmu með stálgrindarveggjum að hluta annars steinsteypu einangrað að utan eða innan og allt klætt með álklæðningu norðurlóðamörkum á lóð nr. 29 við Vagnhöfða, samkv. uppdr.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 19. ágúst 1998 og ljósrit af bréfi hönnuðar dags. 20. maí 1998, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 24. júlí 1998 og greinargerð byggingarfulltrúa dags. 28. júlí 1998. Einnig fylgir ljósrit af samningi Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Málmtækni sf. dags. 3.október 1995.
Stærð: Birgðarskemma 279 ferm., tengibygging 21 ferm. samtals 300 ferm. 1645 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 78.960
Samræmist skipulagi.