Borgartúnsreitir, Fálkagata 32, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háteigsvegur 6, Laufásvegur 21-23, Lindargata 60, Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, Sóleyjargata 25, Stakkahlíð 17, Þingholtsstræti 29, Berjarimi 32-36, Hverafold 142, Logafold 53, Byggðarendi 24, Grensásvegur 13, Kambsvegur 22, Laugardalur, íþrótta- og sýningarhöll, Lágmúli 9, Mörkin 8, Ofanleiti 1, Suðurlandsbraut 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

9. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 1. mars kl. 11:00 var haldinn 9. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadótti og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þornar og Ólöf Örvarsdóttir. Ritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.02 Borgartúnsreitir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í janúar 2002, að deiliskipulagi á Borgartúnsreitum,1.216.2, 1.216.3 og 1.220.0, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni, Höfðatúni, Sæbraut og Snorrabraut. Athugasemdabréf bárust frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11.02.02 og Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 20.02.02. Einnig lagt fram frestað erindi varðandi Sætún 8.
Kynnt.

2.02 Fálkagata 32, Ofanábygging.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki (4. hæð) hússins á lóðinni nr.32 við Fálkagötu, samkv. uppdr. Skipulags-arkitekta- og verkfræðistofunni ehf, dags. 17.04.01, síðast breytt 18.02.02. Um er að ræða stækkun á íbúð á þriðju hæð. Samþykki meðeigenda og nokkurra nágranna (á teikn) fylgir erindinu.
Stækkun: Ofanábygging 72,2 ferm. og 209,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 10.066
Með vísan til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar 24.10.01 er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Fálkagötu 23, 25, 27, 30, 34 og Hjarðarhaga 21 og 32.

3.02 Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta, dags. 30. nóv. 2001, að breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, vegna þekkingarþorps. Tillagan var í auglýsingu frá 11. janúar til 8. febrúar, athugasemdafrestur var til 22. febrúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Norræna húsinu, dags. 14.02.02, íbúum Oddagötu 4, dags. 10.02.02, Baldri Símaronarsyni, f.h. 44 íbúa við Oddagötu og Aragötu, dags. 22.02.02, Náttúruvernd ríkisins, dags. 22.02.02 og Kjartani Bollasyni, Fálkagötu 14, dags. 22.02.02. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 25.02.02.
Kynnt.

4.02 Háteigsvegur 6, (fsp) svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á annarri hæð á húsinu nr. 6 við Háteigsveg, samkv. uppdr. Arkform, dags. í febr. 2002. Bréf frá hönnuði dags. 15. febrúar 2002 fylgir erindinu og umsögn Borgarskipulags, dags. 28.02.02.
Jákvætt, enda verði tekið tillit til athugasemda í umsögn Borgarskipulags dags. 28.02.02. Þegar sótt hefur verið um byggingarleyfi þarf að senda það til skoðunar skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

5.02 Laufásvegur 21-23, nr.21 tengibygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tengigang úr stálgrindareiningum milli húsa sendiráðs Bandaríkjanna á lóðinni nr. 21-23 við Laufásveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 29.01.02, síðast breytt 23.02.02. Vottun Brunamálastofnunar dags. 19. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Stækkun v. tengigangs 65,7 ferm. og 172,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 8.280
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti 30 og Laufásvegi 18, 18a og 19.

6.02 Lindargata 60, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Innréttinganna ehf, dags. 19.02.02, ásamt tillögu Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 20.02.02, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 60 við Lindargötu.
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Lindargötu 58 og 62 og Hverfisgötu 71, 73 og 75, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.Óskað er eftir að tillögunni fylgi skuggavarpsmyndir.

7.02 Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga PK-hönnunar dags 12.10.01 að Vélamiðstöðvarreit. Jafnframt lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Málið var í auglýsingu frá 14. nóv. til 12. des., athugasemdafrestur var til 31. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Halldóri Guðmundssyni arkitekt, dags. 18.12.01 ásamt uppdr. dags. 14.12.01, Gunnlaugi Kristjánssyni f.h. ÍAV, dags. 28.12.01, Birni Gunnarssyni, dags. 28.12.01 og Sigurbirni Þorbergssyni hdl, dags. 28.12.01. Einnig lagt fram bréf PK-hönnunar, dags. 20.12.01 og umsögn Borgarskipulags, dags. 26.02.02.
Kynna fyrir formanni.

8.02 Sóleyjargata 25, breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem sótt er um leyfi til að innrétta samtals fjórar orlofsíbúðir á fyrstu og annarri hæð og fjögur íverurými í kjallara hússins nr. 25 við Sóleyjargötu. Jafnframt verði hluti af bílgeymslu fjarlægður og gerður þar nýr inngangur og gerðar fleiri breytingar á útliti til samræmis við innra fyrirkomulag, samkv. uppdr. Jóhannesar R. Kristjánssonar bygg.tæknifr., dags. 26.02.02. Útskrift frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra 2. nóv. 2001 fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 21. desember 2001 og 7. febrúar 2002 og umsögn Árbæjarsafns dags. 5. febrúar 2002 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Fjólugötu 23, 25 og Sóleyjargötu 23.

9.02 Stakkahlíð 17, stækkun, 12 námsm.íbúðir
Lögð fram tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 27.02.02.
Frestað. Óskað er eftir frekari upplýsingum um fjarlægðir o.fl. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

10.02 Þingholtsstræti 29, Sölvhólsgata 10
Lagt fram bréf Friðriks Weisshappel Jónssonar, dags. 20.02.02, varðandi flutning húss frá Sölvhólsgötu 10 á hluta lóðarinnar nr. 29 við Þingholtsstræti
Hverfisstjóra falið að skoða samning um sölu Þingholtsstrætis 29 og kanna viðhorf eigenda.

11.02 Berjarimi 32-36, (fsp) akfær göngustígur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta legu akfærs göngustígs við hús nr. 32 þannig að ekki verði akfært meðfram suðurhlið húss heldur beint út á Berjarimann frá lóð nr. 32-36 við Berjarima. Bréf fyrirspyrjenda dags. 28. janúar 2002 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra,dags. 18.02.02.
Frestað milli funda. Hverfisstjóri ræði við gatnamálastjóra.

12.02 Hverafold 142, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. 21.02.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 142 við Hverafold.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Hverafold 47, 112, 114 og 144.

13.02 Logafold 53, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja þriðja bílastæðið á norðausturhorni lóðar nr. 53 við Logafold.
Jákvætt. Samræmist skipulagi.

14.02 Byggðarendi 24, viðbygging o.fl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.02.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við austur- og norðurhlið og breyta einbýli í tvíbýlishús á lóð nr. 24 við Byggðarenda, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ARKO, dags. 17.01.02.
Stærð: Viðbygging samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Byggðarenda 13, 14, 16, 22 og 23.

15.02 Grensásvegur 13, Viðbygging og lyftuturn
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.02.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu og lyftuturn að austurhlið hússins á lóðinni nr. 13 við Grensásveg, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 15.11.01, breytt 22.01.02.
Stærð: Stækkun alls 19,8 ferm. og 65,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.125
Frestað. Umsækjandi þarf að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynna þarf fyrir hagsmunaaðilum.

16.02 Kambsvegur 22, bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einfaldan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 22 við Kambsveg, samkv. uppdr. Jóns M. Halldórssonar byggingarfr., dags. 22.01.02. Samþykki meðeigenda og nágranna Austurbrún 31 og 33 og Kambsvegi 20 og 24 (ódags.) fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 41,3 ferm. og 144,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.941
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Kambsvegi 20 og 24 og Austurbrún 31 og 35.

17.02 Laugardalur, íþrótta- og sýningarhöll,
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 15.02.02, ásamt tillögum og greinargerð, dags. 10.01.02, að íþrótta- og sýningarhöll við Laugardalshöll. Einnig lagðir fram minnispunktar hverfisstjóra og umhverfisstjóra.
Frestað. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

18.02 Lágmúli 9, Ofanábygging 7. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21.02.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna skrifstofuhæð (sjöunda hæð) ofan á húsið nr. 9 við Lágmúla, samkv. uppdr. Helgu Gunnarsdóttur arkitekts, dags. 07.05.01, síðast breytt 04.10.01. Hæðin verði byggð úr steinsteypu og stáli. Jafnframt er erindi nr. 19120 dregið til baka. Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags vegna fyrirspurnar dags. 5. júní 2001. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Stækkun: 231,2 ferm. og 872,9 rúmm.
Gjald 4.100 + 41.899
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 1 og 1a og Lágmúla 5, 7, 4, 6 og 8.

19.02 Mörkin 8, (fsp) mótel, smáíbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka lóð og byggingarreit í austur fyrir fleiri smáíbúðir (motel) fyrir íbúðarhótelið á lóð nr. 8 við Mörkina. Bréf fyrirspyrjanda dags. 10. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Frestað. Fyrirspyrjanda bent á að hafa samband við embættið.

20.02 Ofanleiti 1, Stækkun 4 hæðar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.02.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu ofan á þriðju hæð (bókasafn) Verzlunarskólans í Reykjavík á lóðinni nr. 1 við Ofanleiti. Burðarvirki viðbyggingar verði úr stáli og timbri og útveggir klæddir að utan með álplötum, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar ehf. OÖ, dags. 28.01.02. Einnig lagt fram bréf Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 27.02.02.
Stækkun: Ofanábygging 353,2 ferm. og 1.387,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 66.581
Jákvætt. Umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á skipulagi sem lagt verður til við skipulags- og byggingarnefnd að samþykkt verði án kynningar.

21.02 Suðurlandsbraut 2, bílastæði
Lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 18.02.02, varðandi bílastæði á lóðinni nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Neikvætt að fækka bílastæðum þar sem gert er ráð fyrir umfangsmikilli starfsemi í húsinu og bílastæðaskortur er á svæðinu.