Laugavegur 180, Mýrargata 26, Hlíðargerði 22, Melgerði 27, Nökkvavogur 23, Stóragerði 42-44, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

5. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 1. febrúar kl. 10:00 var haldinn 5. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir, Þórarinn Þórarinsson Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir eftirtöldum málum: Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Ritari var: Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.02 Laugavegur 180, hækkun
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Tekton ásamt tillögu að hækkun hússins nr. 180 við Laugaveg, samkv. uppdr. dags. 21.01.02.
Hverfisstjóra falið að vinna umsögn um málið.

2.02 Mýrargata 26, New York húsið
Lögð fram tillaga Hugsmíðar teiknistofu, dags. í des. 2001 að breytingum á húsinu við Mýrargötu 26 ásamt erindi Guðjóns Bjarnasonar dags. 30.01.02.
Kynna þarf málið fyrir formanni.

3.02 Hlíðargerði 22, fsp.breyting úti og inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að gera eftirfarandi breytingar á húsinu á lóðinni nr. 22 við Hlíðargerði:
1. Yrði leyft að breyta fataherb. í vinnuherb. með því að bæta við glugga á vesturhlið?
2. Yrði leyft að fjölga svefnherbergjum um eitt með því að bæta við glugga á austurhlið?
3. Yrði leyft að fjarlægja glugga á stofu (austurhlið) til þess að auka veggpláss?
4. Yrði leyft að byggja við suðurhlið húss?
5. Yrði leyft að tengja saman hús og bílskúr með gangi?
6. Yrði leyft að tengja saman hús og bílskúr með því að breikka og lengja bílskúrinn. Bréf umsækjanda dags. 21. janúar 2002 fylgir erindinu.
Neikvætt. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.

4.02 Melgerði 27, (fsp)viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við norðurhlið einbýlishússins og jafnvel einnig austurhlið allt að 50 ferm. viðbyggingu á lóð nr. 27 við Melgerði. Einnig lögð fram umsögn hverfisstjóra dags. 31.01.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar.

5.02 Nökkvavogur 23, kvistur og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á austurhlið, setja þakglugga á norður- og suðurhlið og innrétta þakhæð einbýlishússins á lóðinni nr. 23 við Nökkvavog, samkv. uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 21.01.02.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 172 og Nökkvavogi 21.

6.02 Stóragerði 42-44, Dælu og dreifistöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja dælu- og dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðinni nr. 42-44 við Stóragerði, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í janúar 2002.
Stærð: Dælu- og dreifistöð, 36,4 ferm. og 139,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.691
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Viðjugerði 1-6, Stóragerði 24, 31, 33, 40 og Seljugerði 2, 4, og 6.

7.02 Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, vindfarsathugun á deiliskipulagi
Lögð fram vindfarsathugun á deiliskipulagi í Grafarvogi - Gufunesradíó - reitur.
Kynnt.