Laugavegur 59, Grettisgata 5, Sveighús 13, Þórðarsveigur 1-9, Smábýli 4-5, Efstaland 26, Kjarrvegur 3, Langholtsvegur 115, Síðumúli 29, Sogavegur 112 , Sólheimareitur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

3. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 18. janúar kl. 10:00 var haldinn 3. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Þórarinn Þórarinsson. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Ólöf Örvarsdóttir, Fundarritari: Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.02 Laugavegur 59, Fsp. Hótel og nýbygging.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð (5. hæð) ofan á húsið á lóðinni nr. 59 við Laugaveg og byggja fimm hæða nýbyggingu á lóðinni nr. 80 við Hverfisgötu. Byggingarnar yrðu tengdar með svifgangi og samnýttar sem hótel með samtals 91 herbergi. Á hluta jarðhæða beggja húsa yrði einnig komið fyrir verslunum. Bréf hönnuðar dags. 18. október 2001 og 4. desember 2001 og 7. des. 2001 fylgja erindinu ásamt uppdr., dags. í okt. 2001. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi bílastæðasjóðs o.fl. dags. 11.12.01.
Kynna fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar.

3.02 Grettisgata 5, (fsp) Viðb. við 3. h.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 16.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að fjölga íbúðum úr einni í þrjár og byggja um 80 ferm., viðbyggingu að suðurhlið þriðju hæðar hússins á lóðinni nr. 5 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 12.11.01.
Frestað. Tekið er jákvætt í tillöguna. Samþykkt hefur verið að auglýsa deiliskipulag fyrir reitinn í heild. Verður umsóknin tekin sem athugasemd við þá tillögu að lokinni auglýsingu hennar.

4.02 Sveighús 13, fsp. byggja yfir svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum að suðurhlið hússins nr. 13 við Sveighús. Viðbyggingin er byggð undir og yfir svalir sem fyrir eru á húsinu, samkv. uppdr. Sigrúnar Óladóttur arkitekts, dags. 12.12.01.
Neikvætt, samræmist ekki skipulagi. Ekki gerð athugasemd við að byggt verði undir núverandi svalir.

5.02 Þórðarsveigur 1-9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram breytt tillaga ASK arkitekta, dags. 19.12.01.
Kynna fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar.

6.02 Smábýli 4-5, Breyting úti
Lagt fram bréf eigenda að landspildunni Smábýli 4 og eiganda spildunnar Smábýli 5 á Kjalarnesi, dags. 28.11.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi landspildunnar Smábýli 4-5 (Lnr. 125869).
Neikvætt. Samræmist ekki skipulagi svæðisins.

8.02 Efstaland 26, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu á deiliskipulagi við Efstaland 26 eru lagðir fram að nýju uppdr. Arkhússins, dags. 18.06.01. Málið var í auglýsingu frá 19. okt. til 16. nóv., athugasemdafrestur var til 7. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Guðmundi Tryggva Sigurðssyni, dags. 28.11.01, Kjartani Hjaltested, Hjallalandi 19, dags. 04.12.01, Guðrúnu Guðmundsdóttur og Hilmari Guðjónssyni, Efstalandi 24, dags. 06.12.01, Katrínu Gunnarsdóttur, Efstalandi 24, dags. 07.12.01, Árna Sæmundssyni og Guðlaugu Sigurðardóttur, Efstalandi 22, dags. 07.12.01 og Sigurði Halldórssyni, Giljalandi 3, dags. 07.12.01.
Athugasemdir kynntar.

9.02 Kjarrvegur 3, (fsp) Hlaða kjallaratr. ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 16.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja inngang á kjallara með tilheyrandi útitröppum við vesturhlið, fjölga gluggum á suðurhlið kjallara og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Kjarrveg, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 03.04.82, breytt 27.12.01.
Neikvætt gagnvart bílastæði vestast á lóðinni. Ekki gerð athhugasemd við erindið að öðru leyti.

10.02 Langholtsvegur 115, nýting á lóð
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Gunnars Rósinkranz, f.h. Gerpis ehf, dags. 08.08.01 ásamt uppdr. dags. 07.08.01, að uppbyggingu á lóðinni nr. 115 við Langholtsveg. Forkynning á skipulagsvinnunni var frá 23. ágúst til 14. september 2001. Athugasemdabréf barst frá húseigendum að Langholtsvegi 109 og 111, dags. 05.09.01. Málið var í auglýsingu frá 21. nóv. til 19. des, 2001, athugasemdafrestur var til 4. janúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Lögfræðistofu Atla Gíslasonar hrl. sf, f.h. Rannveigar Sigurðardóttur, Drekavogi 8, dags. 18.12.01, 12 íbúum við Sigluvog, dags. 03.01.02, Bergljótu S. Einarsdóttur og Magnúsi Guðmundssyni, Langholtsvegi 110, dags. 03.01.01, Valgerði Hauksdóttur og Níels Rask Vendelbjerg, Njörvasundi 32, dags. 02.01.02, eigendum Drekavogs 6, 8 og 10, dags. 04.01.02 og eiganda og íbúum Drekavogs 10, dags. 02.01.02. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18.01.02.
Athugasemdir kynntar.

12.02 Síðumúli 29, ofanábygging
Lagt fram bréf Karls Udo Luckas, dags. í desember 2001, varðandi byggingu einnar hæðar ofan á efstu hæðina í bakhúsi að Síðumúla 29.
Hverfisstjóra falið að skoða.

13.02 Sogavegur 112 , fjölbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lögð fram að nýju tillaga ES teiknistofunnar að nýbyggingu á lóðinni, nr. 112 við Sogaveg, dags. 20.11.01 sem vísað var til Borgarskipulags af fundi skipulags- og byggingarnefndar 28.11.01. Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 112 við Sogaveg (fastanr. 203-5766) og byggja steinsteypt tvílyft fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóðinni. Jafnframt er sótt um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 108 og 112 við Sogaveg. Samþykki Húsfélags Réttarholtsvegar 1-3 og Sogavegar 108 (v. breytinga á lóðarmörkum) dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Hús sem verður rifið: 77,4 ferm og 209,0 rúmm.
Nýbygging: 1. hæð, íbúðir 169,6 ferm. 2. hæð, íbúðir 161,6 ferm. Samtals 331,2 ferm. og 1070,8 rúmm. Málið var í grenndarkynningu frá 17. des. 2001 til 14. janúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Karli Sigurðssyni, Sogavegi 120, dags. 09.01.02, íbúum við Sogaveg, Hamarsgerði (og Réttarholtsveg), dags. 14.01.02, Guðmundi R. Óskarssyni, Hamarsgerði 8, dags. 14.01.02, Jóni Loga Sigurbjörnssyni f.h. Húsfélagsins Réttarholtsvegi 1-3 og Sogavegi 108, dags. 15.01.02. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 17.01.02.
Gjald kr. 4.100 + 43.903
Athugasemdir kynntar.

14.02 Sólheimareitur, deiliskipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Arkibúllunar ehf, dags. 06.12.01, að deiliskipulagi Sólheimareits.
Kynnt.