Bröndukvísl 22, Fáfnisnes 4, Funahöfði 19, Iðnskólinn, Kaplaskjólsvegur 2, Krókháls 10, Lyngháls 13, Nýlendugata 29, Ránargata 4A, Saurbær 125746, Skúlagata 19, Tunguháls 1-3, Þingás 46, Stakkahlíð 17,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

41. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 30. nóvember kl. 10:30 var haldinn 49. embættisafgreiðsluf. skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Helga Bragadóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.01 Bröndukvísl 22, Breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.05.00, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum kjallara, stiga í blómaskála og útitröppum við norðurhlið vegna aðgengis að kjallara, útigeymslu með þaki að lóðamörkum í vestur og nýrri girðingu á norðvesturhorni lóðar nr. 22 við Bröndukvísl, samkv. uppdr. Götu ehf, arkitektaþjónustu, dags. 10.05.00. Bréf umsækjanda dags. 16. maí 2000 fylgir erindinu og umsögn Borgarskipulags, dags. 07.07.00.

Frestað á milli funda.

2.01 Fáfnisnes 4,
Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar, Fáfnisnesi 4, dags. 20.11.01, til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi framkvæmd skipulagsmála í Skildinganesi.
Hverfistjóra falið að skoða nánar. Óskað er eftir umsögn umferðardeildar.

3.01 Funahöfði 19, gistiheimili 1. og 2. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.11.01. Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á hluta fyrstu og á allri annarri hæð matshluta 05 (matshl. 02 samkvæmt samþykkt 12. júní 2001) á lóðinni nr. 19 við Funahöfða. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir stálstigum við suður- og norðurenda hússins og loka gati í lyfturstokk á fyrstu hæð. Í hinu breytta húsnæði verði rekið gistiheimili. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 26.11.01.
Stækkun: 2,4 ferm.
Gjald kr. 4.100
Frestað. Vísað til umsagnar lögfræðings embættisins.

4.01 Iðnskólinn, viðbygging
Lögð fram bréf Iðnskólans í Reykjavík, dags. 02.11.01 og 14.11.01, varðandi viðbyggingu við skólann, samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt að leggja til við skipulags- og byggingarnefnd að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags Skólavörðuholts varðandi lóð skólans og húsanna norðan vð hann.

5.01 Kaplaskjólsvegur 2, lóðarmörk
Lagt fram bréf Hans W. Ólafssonar dags. 16.11.01 varðandi lóðarmörk Kaplaskjólsvegar 2.
Frestað. Vísað til umsagnar lögfræðings embættisins.

6.01 Krókháls 10, (fsp) Gistiheimili á efstu hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19.09.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili á efstu hæð hússins nr. 10 við Krókháls.
Frestað. Vísað til umsagnar lögfræðings embættisins.

7.01 Lyngháls 13, viðbygging
Lagt fram bréf Thorarensen Lyf ehf, dags. 15.11.01, varðandi viðbyggingu við húseignina Lyngháls 13, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar, dags. 14.11.01.
Jákvætt. Umsækjandi þarf að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindi sem embættið mun grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum.

8.01 Nýlendugata 29, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Jóns Ásbjörnssonar, dags. 06.11.01, varðandi lóðarstækkun lóðarinnar nr. 29 við Nýlendugötu.
Neikvætt að svo stöddu vegna óvissu um framtíðarskipulag svæðisins.

9.01 Ránargata 4A, fsp. breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.11.01.Spurt er hvort leyft yrði að lyfta risi og byggja einnar og að hluta tveggja hæða tengibyggingu aftan við núverandi hús á lóðinni nr. 4A við Ránargötu. Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja við, breyta notkun og samnýta bakhúss á lóðinni nr. 17A við Vesturgötu með húsinu. Meðfylgjandi eru fimm skissuuppdrættir.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 13. nóv. 2001.
Frestað.

10.01 Saurbær 125746, bogaskemma
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.01, þar sem sótt er um leyfi fyrir bogaskemmu sem samþykkt var til bráðabirgða til 31. des. 1999 á fundi byggingarnefndar Kjalarness 13. maí 1996 (á teikningu er misritað 13. apríl) við enda Hvalfjarðarganga í landi Saurbæjar á Kjalarnesi.
Gjald kr. 4.100 + xx
Jákvætt. Afmarka þarf byggingunni lóð, gera grein fyrir aðkomu og starfsemi á lóðinni. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.

11.01 Skúlagata 19, /Skúlagata 21, lóðarbreytingar
Lagt fram bréf Landark ehf, dags. 09.09.99 og bréf leigutaka Skúlagötu 21.
Jákvætt. Hönnuður þarf að vinna breytingu á deiliskipulagi.

12.01 Tunguháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Ó. Johnsen arkitekts, ódags. að breytingu á deiliskipulagi í Hálsahverfi á lóðinni nr. 1-3 við Tunguháls vegna stækkunar byggingarreits.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Tunguhálsi 2 og Stuðlahálsi 2 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

13.01 Þingás 46, Sólstofa og verönd með setlaug
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.11.01. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við austurhlið 1. hæðar einbýlishússins, byggja skjólvegg við bílskúrshorn sömu megin og setja þar upp heitan pott á lóð nr. 46 við Þingás skv. uppdr. Nýju Teiknistofunnar dags. 8.11.01.
Samþykki nágranna dags. 9. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Sólstofa 25,9 ferm., 72,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.956
Jákvætt. Umsækjandi þarf að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins áður en hægt er að grenndarkynna erindið.

14.01 Stakkahlíð 17, stækkun, 12 námsm.íbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.11.01, þar sem sótt er um leyfi til að gera tólf námsmannaíbúðir á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð. Byggð verði ein hæð ofan á núverandi einnar hæðar verslunar- og skrifstofuhús og komið fyrir sex íbúðum á hvorri hæð. Í kjallara verði þvottahús, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla, samkv. uppdr. Orra Árnasonar arkitekts, dags. 15.11.01.
Stækkun: 557,9 ferm. og 1728,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 70.869
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna samhliða tillögu að aðalskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Bogahlíð 2-16, Barmahlíð 56, Mávahlíð 47 og 48 og Drápuhlíð 47.