Funafold 44,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

22. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 4. júlí kl. 16:00 var haldinn 22. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarrritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.01 Funafold 44, endurbygging
Lögð fram fyrirspurn Einars Sigurðssonar dags. 25.06.01 um hvort endurbyggja megi sumarhús við Funafold 44 sem brann. Einnig lagt fram bréf Einars Sigurðssonar, dags. 06.04.99 ásamt bréfi fulltrúa borgarlögmanns, dags. 04.07.01.
Þar sem húsið er á almennu útivistarsvæði skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og án lóðarleigusamnings verður ekki leyft að endurbyggja húsið.