Austurstræti 5 , Ármúli 4 og 6, Sigtún 38, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Foldaskóli, Grafarholt, Kirkjustétt 15-21, Ólafsgeisli 43-51, Spöngin, kvikmyndahús, Arnargata 10 , Lokastígur 2 , Norðurstígur 3 , Lóðarumsókn Félags Múslima, Tómasarhagi 16B, Esjumelar 1,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

18. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 8. júní kl. 10:00 var haldinn 25. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir, Þórarinn Þórarinsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Nikulás Úlfar Másson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Ólöf Örvarsdóttir gerði grein fyrir málum í sínum hverfum. Fundarritari var Ívar Pálsson
Þetta gerðist:


1.01 Austurstræti 5 , Fsp. ofaná- og viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.05.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja fimm hæðir ofan á einnar hæðar bygginu í húsagarði skrifstofuhúss Búnaðarbankans á lóðinni nr. 5 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 30.03.01. Hver hæð viðbyggingarinnar yrði skv. teikningum 62,2 ferm. Stækkun hússins yrði því um 311 fermetrar.
Hverfisstjóra falið að skoða. Óskað eftir umsögn Árbæjarsafns.

2.01 Ármúli 4 og 6, sameining lóða
Lagt fram bréf Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, dags. 26.02.01, varðandi sameiningu lóðanna nr. 4 og 6 við Ármúla. Einnig lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 17.04.01, ásamt uppdr. sama, mótt. 17.04.01.
Jákvætt að uppfylltum bílastæðakröfum. Vinna þarf byggingarnefndarteikningar til byggingarfulltrúa, er sendar verða embættinu til ákvörðunar um grenndarkynningu.

3.01 Sigtún 38, Grand Hótel, stækkun
Lögð fram tillaga ARKFORM, dags. 20.05.01 að hábyggingu Grand Hótels og nýjar skuggavarpsteikningar.
Frestað. Vísað til bókunar skipulags- og byggingarnefndar frá 11. apríl s.l. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

4.01 Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram bréf íbúa við Logafold 20-22, varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju.
Hverfisstjóra falið að skoða.

5.01 Foldaskóli, bílastæði
Lögð fram tillaga Landslags ehf, að bílastæðum á lóð Foldaskóla.
Ekki er gerð athugasemd við lóðarfyrirkomulag og fjölgun bílastæða.

6.01 Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark., að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vínlandsleið og Guðríðarstíg, dags. 10.05.01.
Lagfæra þarf uppdrætti. Leggja fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

7.01 Kirkjustétt 15-21, (fsp) Fjölbýlishús m 22 íbúðum
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 08.03.01, ásamt tillögu Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. í apríl 2001, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15-21 við Kirkjustétt.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Kirkjustétt 7-13, 23, 10-16, 36-40 og nr. 52-54, 56-60 og 62-66 við Þorláksgeisla.

8.01 Ólafsgeisli 43-51, stækkun byggingarreits
Lagt fram bréf Ágústs Þórðarsonar og Inga Gunnars Þórðarsonar, mótt. 05.06.01, varðandi stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 43-51 við Ólafsgeisla.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

9.01 Spöngin, kvikmyndahús,
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 17.05.01, breytt 23.05.01, að kvikmyndahúsi Sambíóanna á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina.
Jákvætt. Kynna fyrir skipulags og byggingarnefnd á næsta fundi. Óskað eftir teikningu sem sýnir betur núverandi lóðarmörk og breytt lóðarmörk.

10.01 Arnargata 10 , svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.05.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðvesturhlið þakhæðar hússins nr. 10 við Arnargötu, samkv. uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts, dags. 26.04.96, breytt 15.05.01.
Kaupsamningur dags. 15. september 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Arnargötu 4, 8 og 12 þegar svalir hafa verið styttar um u.þ.b. 30 cm.

11.01 Lokastígur 2 , Fsp. Viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.05.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja garðskála að suðvesturhlið hússins nr. 2 við Lokastíg, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 08.06.00, breytt 21.05.01.
Bréf hönnuðar dags. 21. maí 2001 fylgir erindi.
Umsögn Borgarskipulags dags. 22. september 2000 fylgir erindinu (varðar fyrra erindi sem fékk neikvæða afgreiðslu 26. 09. 00).
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Lokastíg 3, 4, 5, Týsgötu 5, 7 og Þórsgötu 1, 3, 5. Samþykki lóðarhafa að Týsgötu 5, 7 og Lokastíg 4 þarf að liggja fyrir áður en gefið er út byggingarleyfi.

12.01 Norðurstígur 3 , Endurn. á leyfi frá 25. jan. 2000
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.05.01, þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 25. janúar 2000, leyfi sem upphaflega var veitt 9. nóvember 1995, fyrir viðbyggingu í vestur og fyrir timbur ofanábyggingu á húsið á lóð nr. 3 við Norðurstíg, samkv. uppdr. ARKO, dags. í júlí ´95, síðast br. 02.05.01.
Stærð: Kjallari 9,8 ferm. 1. hæð 13,8 ferm., 2. hæð 13,8 ferm., 3. hæð 109,6 ferm., 52,3 ferm., samtals 199,3 ferm., 558,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 24.112
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Tryggvagötu 10, Vesturgötu 18 og 20, Norðurstíg 4, 5 og 3A og Nýlendugötu 4. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða þarf að liggja fyrir, áður en byggingarleyfi verður veitt.

13.01 Lóðarumsókn Félags Múslima,
Lagt fram bréf ritara borgarstjóra, dags. 29.11.00, varðandi lóðarumsókn Félags múslima á Íslandi, dags. 20.11.00. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 08.02.01 og bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 21.05.01 ásamt bréfi Félags Múslima á Íslandi, dags. 16.05.01.
Kynnt niðurstaða fundar með umsækjanda.

14.01 Tómasarhagi 16B, Viðbygging.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timburviðbyggingu að austurhlið hússins á lóðinni nr. 16B við Tómasarhaga, samkv. uppdr. Einnig er sótt um leyfi til þess að rífa að hluta gamalt hesthús á lóðinni. Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 11. apríl 2001 óg umsögn Árbæjarsafns dags. 11. apríl 2001 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging 80 ferm. og 311,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 12.763
Frestað. Ekki talið æskilegt að stækka lóðina jafn mikið til suðurs og tillagan gerir ráð fyrir. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

15.01 Esjumelar 1, mastur
Íslandssími sækir um leyfi til þess að setja upp mastur fyrir loftnet við vesturhlið eystri byggingar Fornbílaklúbbsins og tengistöðvarskáp vegna GSM fjarskipta í sama húsi á lóð nr. 1 við Esjumel skv. uppdr. T11 dags. 07.06.01.
Bréf umsækjanda dags. 20. júlí 2000 fylgir erindinu ásamt yfirlýsingu mótt. 31.05.01.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Esjumel 3-9 og Lækjarmel 1-3 með því skilyrði að önnur símafyrirtæki geti fengið afnot af mastrinu æski þau þess sbr. yfirlýsingu umsækjanda mótt. 31.05.01.