Borgartún 17-21, Nýlendugata 12 , Þórsgata 1 , Gylfaflöt , Logafold, Melgerði 1 , Selvogsgrunn 17 , Sogavegur, Spöngin , Gnoðarvogur 66-72,

BYGGINGARNEFND

13. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 27. apríl kl. 09:00 var haldinn 13. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Helga Bragadóttir
Þetta gerðist:


1.01 Borgartún 17-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 21.12.00, ásamt tillögu, dags. 18.11.00, breytt 13.02.01, að breytingu og stækkun á húsinu nr. 21A við Borgartún. Málið var í auglýsingu frá 14. mars til 11. apríl, athugasemdafrestur var til 25. apríl 2001. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til 1. mgr. 4. málsl. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga sbr. 2. gr. samþykktar nr. 672/2000 um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra.


2.01 Nýlendugata 12 , Bílskúr og breytingar.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum eldra húss og færa í upprunalegt horf. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 12 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 03.07.00. Bréf Borgarskipulags dags. 5. júlí 2000, bréf hönnuðar dags. 3. október 2000, umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 2. október 2000, umsögn Árbæjarsafns dags. 5. október 2000 og umsögn gatnamálastjóra dags. 5. desember 2000 fylgja erindinu.

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Ægisgötu 4 og 10 og Nýlendugötu 11A, 13, og 14.
Þinglýsa þarf niðurrifskvöð auk þess sem samþykki þeirra lóðarhafa, þar sem byggt er í lóðarmörk, þarf að liggja fyrir áður en byggingarleyfi verður veitt.


3.01 Þórsgata 1 , þakhækkun og stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.03.01, þar sem sótt er um leyfi til að lyfta mæni hússins nr. 1 við Þórsgötu og koma þar fyrir tveimur hótelherbergjum o.fl. Jafnframt verði byggðar þrjár hæðir ofan á tveggja hæða bakbyggingu og innréttuð þrjú hótelherbergi, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 02.01.01, breytt 19.03.01.
Stækkun:
Gjald kr. 4.100 + xx

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Óðinsgötu 5, 7, 8B, Spítalastíg 10, Týsgötu 6, 8, Þórsgötu 2, 4, 5 og Lokastíg 2.

Fundarhlé var gert frá 12.00 - 14.00.
Fundarritari eftir það var Þórarinn Þórarinsson.


4.01 Gylfaflöt , tækjahús og fjarskiptamastur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar u.þ.b. miðja vegu milli Gylfaflatar og Berjarima, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands. Jafnframt lagt fram uppkast að bréfi Landssímans til annarra fjarskiptafyrirtækja dags. 22.02.2001.


Jákvætt. Skoða milli funda.


5.01 Logafold, tækjahús ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar rétt austan við lóðina 106 við Logafold, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands.



Jákvætt. Skoða milli funda.


6.01 Melgerði 1 , (fsp) niðurrif og nýbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.03.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa einbýlishús og byggja í þess stað tvíbýlishús á lóðinni nr. 1 við Melgerði. Málinu fylgir bréf arkitekts dags. 6. mars 2001 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.03.01.

Neikvætt, gagnvart erindinu.


7.01 Selvogsgrunn 17 , Stækk. á húsi+ bílsk.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðurhlið einbýlishúss, léttbyggt anddyri við norðurhlið og steinsteyptann bílskúr á norðurlóðamörkum lóðar nr. 17 við Selvogsgrunn, samkv. uppdr. Arkitektastofu Suðurnesja, dags. 06.04.01.
Samþykki nágranna að Selvogsgrunn 15 dags. 19. mars 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 5. mars 2001 fylgja erindinu.
Stærðir: Stækkun kjallara 18,9 ferm., 1. hæð 44,2 ferm., samtals 63,1 ferm., ,181,3 rúmm., bílskúr 37 ferm., 112,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + xxx

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Jökulgrunni 1-13, oddatölur, og Selvogsgrunni 8, 15 og 19.


8.01 Sogavegur, tækjahús, lóð ofl.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar rétt austan við lóðina nr. 3 við Sogaveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands.


Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 1, 3, 16 og Akurgerði 2, 4, 6 og 8.


9.01 Spöngin , leikskóli, lóðarumsókn
Lagt fram að nýju bréf Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, dags. 24.05.00, varðandi umsókn um lóð í Spönginni fyrir einkarekinn leikskóla. Einnig lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 30.10.00 og svarbréf Borgarskipulags, dags. 23.04.01.

Samþykkt að senda ums. framlagt. svarbréf.


10.01 Gnoðarvogur 66-72, bílastæði
Lagt fram bréf Rafns Jóhannessonar, dags. 11.09.00 ásamt undirskriftalista með nöfnum 22 íbúa, varðandi fjölgun bílastæða við Gnoðarvog 66-72. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 21.02.01 og umsögn Borgarskipulags, dags. 27.04.01.

Synjað með vísan til umsagnar Borgarskipulags.