Langholtsvegur 6 , Staðahverfi, Sægarðar 5,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

8. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:30 var haldinn 8 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Helga Bragadóttir og Þórarinn Þórarinsson
Þetta gerðist:


1.01 Langholtsvegur 6 , Bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.02.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptann bílskúr á norðvesturhorni lóðar nr. 6 við Langhotsveg, samkv. uppdr. ARKÍS ehf, dags. 31.10.00, síðast br. 19.02.01.
Stærð: Bílskúr 48,1 ferm., 139,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 5.720

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 1, 2, 3, 4, 8, 10 og 12.


2.01 Staðahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Staðahverfi, dags. 28.02.01.

Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Garðstöðum 1-18 og Brúnastöðum 1-19, oddatölur.


3.01 Sægarðar 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Garðars Halldórssonar, dags. 29.12.00, varðandi fyrirhugaða byggingu nýrrar kæligeymslu Eimskips á lóðinni nr. 5 við Sævargarða, samkv. uppdr. sama, dags. 23.01.01. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 29.01.01. Málið var í kynningu frá 8. febr. til 8. mars 2001. Engar athugasemdir bárust.

Kynnt deiliskipulagsbreyting skoðast samþykkt skv. 4. málsl. 1. mgr. 25. skipulags- og byggingarlaga.