Foldaskóli, Grafarholt,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

3. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 26. janúar kl. 09:00 var haldinn 3 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn:
Þetta gerðist:


11.01 Foldaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf ARKÍS ehf, dags. 15.11.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Foldaskóla, Logafold 1, samkv. uppdr. sama, dags. 15.11.00. Málið var í auglýsingu frá 8. des. til 5. jan., athugasemdafrestur var til 20. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.

Auglýst deiliskipulagbreyting skoðast samþykkt skv. 4. málsl. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.


12.01 Grafarholt, svæði 3, við Jónsgeisla
Lagðir fram uppdr. Guðmundar Gunnarssonar og Sveins Ívarssonar arkitekta, dags. 25.01.01 að breytingu á deiliskipulagi við Jónsgeisla.

Samþykkt að grenndarkynna tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Engi.