Fossaleynir, Grófin, Hólmsland, Skálholtsstígur, Sóltún 5-9, Kirkjuteigur 13, Hafnarstræti 1-3, Borgartún 21 - 21A, Hringbraut 50 Elliheimili, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Vesturhlíð 7, Brekkubær 1-11, Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, Týsgata, Stardalur/ Skálafell, Ásendi 7, Básbryggja 5-11, Breiðavík 81, Jöklasel 2, Grafarholt, golfvöllur,

Skipulags- og umferðarnefnd

25. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 6. desember kl.12:00, var haldinn 25. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


793.99 Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um staðsetningu fjölnota íþróttahúss við Víkurveg.


794.99 Grófin, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 23. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um einstefnu á Grófinni frá Geirsgötu að Tryggvagötu ásamt skipulagi Grófarinnar.


795.99 Hólmsland, Bakki H17, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um viðbyggingu við Bakka H17 í Hólmslandi.


796.99 Skálholtsstígur, stöðumælar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um gjaldtöku af hluta bílastæða við Skálholtsstíg.


797.99 Sóltún 5-9, lóðarmörk, breyttur byggingarreitur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. nóvember 99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um lóðamörk og breyttan byggingarreit að Sóltúni 5-9.


798.99 Kirkjuteigur 13, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.11.99, þar sem sótt er um leyfi til að reisa þak um 158 cm og setja kvisti á húsið á lóðinni nr. 13 við Kirkjuteig. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 02.11.99 og skrifstofustjóra byggingarfulltrúa, dags. 09.11.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 06.12.99.
Skipulags- og umferðarnefnd lýsir sig jákvæða gagnvart erindinu en vísar því aftur til byggingarnefndar vegna athugasemda byggingarfulltrúa við uppdrætti.

799.99 Hafnarstræti 1-3, breikkun gangstéttar
Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar hrl. f.h. húseigenda Hafnarstrætis 1, dags. 15.10.99, varðandi heimild til breikkunar gangstéttar framan við húsið nr. 1 við Hafnarstræti (Fálkahúsið). Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 10.11.99.
Frestað. Vísað til nánari skoðunar Borgarskipulags og Gatnamálastjóra.

800.99 Borgartún 21 - 21A, opin bifreiðageymsla
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga um 10 bílastæði á lóð auk leyfis til þess og byggja þriggja hæða opna bifreiðageymslu fyrir 228 bíla við norðurjaðar lóðarinnar nr. 21-21A við Borgartún, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf, Ármúla 6, dags. 17.09.99, br. 30.11.99. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 9. nóvember 1999. Ennfremur lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf, dags. 01.12.99.
Samþykkt að grendarkynna erindið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi sbr.2. mgr. 26. gr. sbr. 7. mgr. 43.gr. laga nr 73/1997, fyrir hagsmunaaðilum að Borgartúni 17,19 og 23-29.

801.99 Hringbraut 50 Elliheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 31.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Málið var í kynningu til 21. okt. 1999. Lagt fram óundirritað athugasemdabréf íbúa, mótt. 13.10.99, Sifjar Ásmundsdóttur, mótt. 13.10.99, Jóns Viðars Sigurðssonar, dags. 13.10.99, íbúa Brávallagötu 26, mótt. 18.10.99, íbúa Brávallagötu 24, dags. 18.10.99, 2 íbúa Ásvallagötu 17, mótt. 20.10.99, íbúa Brávallagötu 14, mótt. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 12, dags. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 16a, mótt. 22.10.99, íbúa Blómvallagötu 11, mótt. 28.10.99. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 21.11.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.12.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir umsóttum viðbyggingum og breytingum enda verði gert ráð fyrir 21 bílastæði á lóðinni sbr. afstöðumynd mótt. 3.12.99.
Lagt er fyrir Borgarskipulag og umferðardeild að ljúka hið fyrsta skoðun á umferðar- og bílastæðamálum hverfisins. Embættin skulu vinna tillögur að úrbótum, að höfðu samráði við íbúa og leggja fyrir nefndina.
Lögfræðingi Borgarskipulags er falið að beina þeim tilmælum til yfirstjórnar Grundar að hún hlutist til um að starfsfólk heimilisins nýti bílastæðin við Hringbraut. Þá er því beint til byggingarnefndar að hún setji umsækjanda tiltölulega stuttan frest til að ljúka framkvæmdum og að þeim verði hagað þannig að sem minnst ónæði hljótist af fyrir íbúa.


802.99 Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 1999, varðandi tillögur að deiliskipulagi stjórnarráðsreitsins. Einnig lagðar fram til kynningar tillögur Arkþings að deiliskipulagi, dags. í apríl ´99, mótt. 5. nóv. ´99.
Ólafur Sigurðsson og Sigurður Hallgrímsson frá teiknistofunni Arkþing kynntu drögin.

803.99 Vesturhlíð 7, skipting lóðar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 16.11.99, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 7 við Vesturhlíð, samkv. tillöguuppdrætti Ferdinands Alfreðssonar arkitekts, dags. í ágúst 1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki umbeðna lóðarskiptingu.

804.99 Brekkubær 1-11, lóðarafnot
Lagt fram bréf formanns Húsfélagsins að Brekkubæ 1-11, dags. 10.11.99, varðandi stækkun lóðar hússins, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 20.10.99. Einnig lagt fram bréf garðyrkjustjóra, mótt. 18. nóv. 1999 og umsögn Borgarskipulags dags. 3.12.1999.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að leggja til við borgarráð að lóðarhöfum verði heimiluð afnot af 3,5m spildu við austurgafl hússins að Brekkubæ 1-11. Þinglýst verði yfirlýsingu þess efnis að aðeins sé um afnotarétt að ræða en ekki lóðarstækkun.


805.99 Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Lögð fram til kynningar frumdrög að deiliskipulagi á reitum 1.220.1 og 1.220.2, milli Skúlatúns, Höfðatúns, Skúlagötu og Borgartúns.
Valdís Bjarnadóttir og Gunnar Ingi Ragnarsson kynntu drögin.

806.99 Týsgata, br. akstursstefna
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 08.11.99, varðandi einstefnu og fjölgun bílastæða viðTýsgötu. Einnig lagt fram bréf Kynnisferða, dags. 14.10.99
Samþykkt að leggja til við borgarráð að fallið verði frá samþykkt nefndarinnar, dags. 19.07.99, lið 2, um breytingu á akstursstefnu á Týsgötu milli Skólavörðustígs og Þórsgötu og skástæðum á sama götukafla.

807.99 Stardalur/ Skálafell, bráðabirgðatimburhús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir til bráðabirgða timburhúsi til að koma fyrir aðstöðu fyrir sjúkraherbergi, miðsölu og skíðaleigu við skíðasvæðið við norðaustanvert horn á bílastæði á skíðasvæði í Skálafelli í landi jarðar Stardals, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 16.01.98. Málinu fylgir samþykki landeigenda dags. 11. nóvember 1999. Einnig lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 03.12.99.
Samþykkt að óska eftir leyfi Skipulagsstofnunar til framkvæmdanna á grundvelli 3.tl. ákvæðis til bráðabirgða laga nr. 73/1997.

808.99 Ásendi 7, laufskáli
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja laufskála við vesturhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 7 við Ásenda, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 13.09.99, br. 19.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19. okt. 1999. Málið var í kynningu til 26. nóv. 1999. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram samþykki eiganda Ásenda 9, dags. 30.10.99.

Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við kynntar teikningar sbr. umsögn Borgarskipulags 19.10.99.

809.99 Básbryggja 5-11, fjölbýlishús 22 íb., 7 bílg.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og hálfrar hæðar steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum og sjö innbyggðum bílgeymslum einangrað að utan og klætt með málmplötum á lóðinni nr. 5- 11 við Básbryggju, samkv. uppdr. Björns Ólafs arkitekts, dags. 19.10.99. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja timburskýli fyrir sorp á bílastæðalóð fyrir Básbryggju 5-11. Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 5-9 við Básbryggju. Bréf frá Björgun dags. 19. október 1999 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.11.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að leggja til við borgarráð að það fallist á umbeðna breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis án grendarkynningar þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni nágranna.

810.99 Breiðavík 81, einbýlishús
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27. ágúst 1999, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt að 90 sm út fyrir byggingareit til austurs á lóðinni nr. 81 við Breiðuvík, samkv. uppdr. ES Teiknistofunnar, dags. 18.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 23.09.99. Málið var í kynningu til 24. nóv. 1999. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við kynntar teikningar sbr. umsögn Borgarskipulags 23.09.99.

811.99 Jöklasel 2, sambýlishús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1.66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel, samkv. uppdr. Glámu/Kím, dags. 17.11.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.12.99.

Samþykkt að grendarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Jöklaseli 1-3, Kambaseli 14-18 og Leikskólum Reykjavíkur á grundvelli 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

812.99 Grafarholt, golfvöllur, færsla Krókháls, deiliskipulag athafnasvæðis
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 01.12.99, að golfvelli í Grafarholti.
Björn Axelsson kynnti drög að tillögu deiliskipulags. Nefndin lýsti sig jákvæða gagnvart þeim hugmyndum sem fram koma í drögunum og fyllingum á svæðinu.