Sundlaugavegur 34, Miðborg, þróunaráætlun, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Auglýsingaskilti/götugögn, Lágmúli 9, Lyngháls 1, Malarhöfði 8, Kjalarnes, Árvellir, Miðborgarstjórn, Breiðavík 81, Jafnasel 2-4, Sundaborg 8, Bragagata 34 , Nýlendugata 23 , Selvogsgrunn 31, Landspítalalóð,

Skipulags- og umferðarnefnd

20. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 27. september kl. 09:00, var haldinn 20. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus V. Ingvarsson og Óskar Bergsson Fundarritari var ívar Pálsson. Áheyrnarfulltrúi, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:


669.99 Sundlaugavegur 34, br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um breytingu á aðalskipulagi að Sundlaugavegi 34.


670.99 Miðborg, þróunaráætlun, staða mála
Ívar Pálsson og Anna M. Guðjónsdóttir kynntu stöðu mála.


671.99 Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Ólafur Bjarnason og Ingibjörg Guðlaugsdóttir kynntu niðurstöður athugana um þéttleika byggðar.


672.99 Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.08.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 19 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram fundargerð fulltrúa borgarinnar og AFA JCDecaux Ísland, dags. 13.09.99. Jóhannes S. Kjarval kynnti málið.

Fallist á staðsetningu skiltanna er fram kemur í framlagðri fundargerð, með þremur atkvæðum.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir voru á móti.


673.99 Lágmúli 9, lóðarstækkun
Lagt fram bréf lóðarhafa og aðila húsfélagsins að Lágmúla 9, dags. 30.08.99 og bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 20.09.99, varðandi lóðarstækkun að Lágmúla 9, samkv. uppdr. sama, dags. 20.09.99.
Samþykkt með kvöð um hitaveitulögn, aðkomu og gröft.

674.99 Lyngháls 1, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 27.05.99, varðandi viðbyggingu við Lyngháls 1, samkv. uppdr. Form + Rými, dags. 10.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 6. ágúst til 3. sept. ´99, athugasemdafrestur var til 17. sept. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram bréf Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts,dags. 21.09.99, varðandi stækkun á fyrirhugaðri viðbyggingu, samkv. uppdr. sama, dags. 10.05.99, br. 21.09.99.
Samþykkt að grendarkynna stækkunina fyrir hagsmunaaðilum að Krókhálsi 4, Lynghálsi 2 og 3 og Réttarhálsi 2.

675.99 Malarhöfði 8, lóðarstækkun, opið skýli
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkform, dags. 05.08.99, varðandi lóðarstækkun og byggingu opins skýlis, samkv. uppdr. sama, dags. í ágúst 1999.
Lóðarstækkun samþykkt. Nefndin er jákvæð gagnvart byggingu skýlis og bendir umsækjanda á að sækja um byggingarleyfi til byggingarnefndar.

676.99 Kjalarnes, Árvellir, meðferðarheimili
Lagt fram bréf íbúa og landeigenda á Kjalarnesi, dags. 20.09.99, varðandi fyrirætlan forráðamanna Götusmiðjunnar-Virkisins að hefja rekstur meðferðarheimilis að Árvöllum, Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 21.09.99, ásamt bréfi fulltrúa borgarstjórnar f.h. samstarfsráðs Kjalarness, dags. s.d. þar sem kynnt er bókun á fundi þeirra 16. þ.m. varðandi Árvelli.
Skrifstofustjóra borgarverkfræðings falið að fylgja málinu eftir við byggingarfulltrúa.

677.99 8">Miðborgarstjórn, bílastæði
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 22.09.99, varðandi gjaldskyldu á nýlega samþykktum bílastæðum við Hafnarstræti, Týsgötu, Óðinsgötu og Skólavörðustíg.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að ný stæði við norðurkant Hafnarstrætis milli Nausta og Pósthússtrætis, skástæði við Týsgötu og Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Óðinstorgs, og ný stæði við norðurkant Skólavörðustígs milli Bergstaðastrætis og Laugavegar verði gjaldskyld.
Leyfilegur hámarkstími og tímagjald verði í samræmi við það sem almennt gildir um gjaldskyld stæði á umræddum svæðum.


678.99 Breiðavík 81, einbýlishús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27. ágúst 1999, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt að 90 sm út fyrir byggingareit til austurs á lóðinni nr. 81 við Breiðuvík, samkv. uppdr. ES Teiknistofunnar, dags. 18.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 23.09.99.

Samþykkt að grendarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Breiðuvík 79 skv. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

679.99 Jafnasel 2-4, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.05.99, varðandi byggingu atvinnuhúsnæðis á lóðinni nr. 2-4 við Jafnasel, samkv. uppdr. Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts, dags. í maí 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 8. júní 1999 ásamt breyttum teikningum, dags. í júlí ´99. Málið var í auglýsingu frá 6. ágúst til 3. sept. ´99, athugasemdafrestur var til 17. sept. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt.

680.99 Sundaborg 8, lóðarstækkun, vörugeymsla
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf garðyrkjustjóra, dags. 29.01.99. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 28.04.99, varðandi stækkun lóðarinnar og byggingu vörugeymslu á lóðinni nr. 8 við Sundaborg, samkv. uppdr. sama, dags. í júní ´93, síðast br. 11. júní ´99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.99 ásamt bréfi garðyrkjustjóra, dags. 08.06.99 og bókun Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99. Málið var í auglýsingu vegna breyttrar landnotkunar frá 6. ágúst til 3. sept. ´99, athugasemdafrestur var til 17. sept. 1999. Engar athugasemdir bárust.

Breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 samþykktar.

681.99 Bragagata 34 , hækkun um hæð og risi
Lagt framað nýju eftir grenndarkynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.08.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hæð og þakhæð með kvistum í norður og suður ofan á einnar hæðar hús á lóðinni nr. 34 við Bragagötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgsins, dags. 4. ágúst 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 18.08.99. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Samþykkt.

682.99 Nýlendugata 23 , rífa skúr og byggja bílskúr
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.07.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldann bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar bygg.fr., dags. í júní 1999. Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 27.08.99. Málið var í kynningu til 24. sept.´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

683.99 Selvogsgrunn 31, bílskúr
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.08.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr á norðurlóðamörkum á lóðinni nr. 31 við Selvogsgrunn, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgsins, dags. 3. júní ´99. Samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 1999 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 19.08.99. Engar athugasemdir bárust við kynningu.

Samþykkt.

684.99 Landspítalalóð, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. sept. 1999, varðandi kæru nágranna á ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 27. maí 1999 um að veita leyfi til að byggja sjúkrahús (barnaspítala) á lóð Landspítala við Hringbraut í Reykjavík samkvæmt uppdráttum dags. 20. janúar 1999.