Básbryggja 51, Borgartún 21, Bæjarflöt 4, Gylfaflöt 3, Hringbraut 50, Hörpugata 14, Suðurgata 41, Þjóðminjasafn, Tunguháls 8, Vættaborgir 31, Vættaborgir 33, Miðborg, þróunaráætlun, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Borgartún 36, Fossaleynir, Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, Höfðatún 10, Skildinganes 50, Vatnsstígur 12, Vatnsstígur 11, Kjalarnes, Perluhvammur, Bakkastaðir 55, Boðagrandi 2, Bæjarflöt 8, Garðsstaðir 64, Gautavík 28-30, Gautavík/Ljósavík, Hraunbær, skátaheimili, Melgerði 7, Nauthólsvík-Fossvogsdalur, Tjarnargata 22, Óðinsgata 15, Eirhöfði 11, Sundabraut, Sóltún 24, Háskóli Íslands,

Skipulags- og umferðarnefnd

26. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 7. desember kl. 09:00, var haldinn 26. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Júlíus V. Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Ennfremur áheyrnarfulltrúinn Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Básbryggja 51, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um lóðarstækkun við Básbryggju 51.


Borgartún 21, nýbygging, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um nýbyggingu að Borgartúni 21 og breytingu á deiliskipulagi.


Bæjarflöt 4, nýbygging, aðkomur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um nýbyggingu og aðkomu að Bæjarflöt 4.


Gylfaflöt 3, VIDEOheimar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bréfi Borgarskipulags frá 16. þ.m., varðandi umsókn um videoleigu og söluturn að Gylfaflöt 3, enda verði myndbandaleiga ríkjandi þáttur í starfseminni en ekki verði heimil sala á öðru en sælgæti.


Hringbraut 50, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um viðbyggingu að Hringbraut 50.


Hörpugata 14, vinnustofa/gestahús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um vinnustofu/gestahús að Hörpugötu 14.


Suðurgata 41, Þjóðminjasafn, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um viðbyggingu við Þjóðminjasafnið að Suðurgötu 41.


Tunguháls 8, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um lóðarstækkun við Tunguháls 8.


Vættaborgir 31, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um breytingu að Vættaborgum 31.


Vættaborgir 33, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um nýbyggingu að Vættaborgum 33.


Miðborg, þróunaráætlun,
Lagt fram að nýju bréf Borgarskipulags dags. 20.11.98 varðandi tillögu um starfsemisflokkun og skilmála fyrir miðborgina. Ennfremur lögð fram drög að starfsemisflokkun dags. 20.11.98 ásamt drögum að skilmálum.

Samþykkt að kynna tillögurnar fyrir almenningi.

Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Borgarverkfræðingur skýrði frá framvindu í vinnu við svæðisskipulag.

Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Lagður fram uppdráttur Borgarskipulags, dags. 7.12.1998 að breytingu á deiliskipulagi, samþ. 06.11.1973 í borgarráði yfir í tillögu Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.02.98, br. 03.09.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 09.11.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillaga Arnar Sigurðssonar, arkitekts, verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

Fossaleynir, lóðarumsóknir, br. á lóðarmörkum
Lögð fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 29.09.98 ásamt bréfi skrifst.stj. borgarverkfræðings dags. 25.09.96, varðandi lóðarumsókn Heimilisvara ehf, bréf borgarstjóra, f.h. borgarráðs, dags. 06.10.98, varðandi lóðarumsóknir J.S. Gunnarsson og Saga Film hf. Einnig lagt fram að nýju bréf borgarritar f.h. borgarráðs, dags. 30.08.95, varðandi lóðarumsókn Votta Jehóva, dags. 21.08.95. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingum á lóðarmörkum, samkv. uppdr. dags. 04.12.98.
Samþykkt

Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, skipulag
Lagt fram bréf hafnarstjóra ásamt greinargerð, dags. 12.11.98, varðandi skipulagstillögu að lóð fyrir sementssíló og þjónustuhús í Gufunesi, samkv. uppdr. dags. 12.11.98. Einnig lagt fram afrit af samningi milli Reykjavíkurhafnar og Áburðarverksmiðjunnar, dags. 12.05.1952, br. 30.01.79 og bréf framkv.stj. Sorpu, dags. 13.11.98 og samantekt Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð, að auglýst verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér landfyllingu ásamt tillögu að deiliskipulagi að lóð fyrir sementssíló og þjónustuhús í Gufunesi. Ennfremur samþykkt að kynna málið fyrir Hverfisnefnd Grafarvogs.

Höfðatún 10, niðurrif, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi niðurrif á núverandi byggingu og byggingu skrifstofuhúsnæðis á lóðinni nr. 10 við Höfðatún, samkv. uppdr. Glámu/Kím, dags. 21.10.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.11.98 ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 24.11.98.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið, enda verði málið sent í grenndarkynningu á síðari stigum.

Skildinganes 50, breytingar
Lögð fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 12.11.98 og 02.12.98, varðandi breytingar á húsi að Skildinganesi 50. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20.10.98, br. 02.12.98 við athugasemdir og svar Borgarskipulags vegna ítrekunar, dags. 02.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd leggst ekki gegn niðurrifi hússins. Vinna skal skipulagsskilmála fyrir lóðina. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í nefndinni óskuðu bókað:
#Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er í kafla um húsvernd eitt af markmiðunum að stuðla skuli að verndun og varðveislu þess menningarsögulega arfs sem fólginn er í merkum byggingum fyrri tíðar.
Í umsögn Árbæjarsafns 6.8.1998 er m.a. bent á mikilvægi þess að viðhalda hinu sögulega samhengi í reykvískri byggingarlist og er húsið Skildinganes 50 talið ágætt dæmi um framsækna hönnun á 6. áratug aldarinnar.
Samkvæmt áliti borgarlögmanns er skipulagsyfirvöldum ekki talið stætt á að synja niðurrifi. Engu að síður telur skipulags- og umferðarnefnd að rétt hefði verið að rífa ekki húsið og lýsir vonbrigðum sínum á að eigendur hússins skuli fara þessa leið. Skipulags- og umferðarnefnd tekur jafnframt undir þær athugasemdir nágranna að veruleg eftirsjá sé eftir þessari byggingu í umhverfinu verði hún rifin.#


Vatnsstígur 12, bílskúr
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 20.09.98, varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni Vatnsstíg 12, samkv. uppdr. sama, dags. 15.9.98 br. og mótt. 9. okt. 1998. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar dags. 2.10.98, umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 2.10.98 ásamt umsögnum Borgarskipulags, dags. 09.10.1998 og 02.12.98 og nýjum uppdr. mótt. 02.12.98. Ennfremur lögð fram athugasemdabréf Einars Bragasonar f.h. MÍR, mótt. 16.11.98 og Þormóðs Sveinssonar f.h. eigenda Lindargötu 42a. Málið var í kynningu frá 19. okt. til 16. nóv. 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu að byggingu bílskúrs á lóðinni, dags. 2.12.1998.

Vatnsstígur 11, breyting
Lagðir fram uppdr. Teiknistofu Leifs Blumenstein, dags. 05.10. og 14.10.98, varðandi umsókn um að byggja 7 kvisti, breyta gluggum o.fl. í húsinu nr. 11 við Vatnsstíg. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.12.98.
Samþykkt

Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 09.09.98, varðandi byggingu íbúðarhúss í Perluhvammi í Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Frestað

Bakkastaðir 55, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu einbýlishúss með breytingu á staðsetningu bílskúrs á lóðinni nr. 55 við Bakkastaði, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Suðurlandsbraut 48, dags. 27.10.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Samþykkt

Boðagrandi 2, deiliskipulag, lóðabreyting
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf Óttars B. Ellingsen, dags. 26.08.98, varðandi byggingu tveggja sambýlishúsa á lóðinni Boðagranda 2, samkv. uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. í ágúst 1998 ásamt uppdr. með hljóðvistarútreikn. dags. í sept. 1998 og bréf Almennu verkfræðistofunnar hf, dags. 25.08.98, varðandi hljóðstig. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags.
Samþykkt.

19">Bæjarflöt 8, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu atvinnuhúsnæðis á lóðinni og breyttri fjarlægð frá lóðamörkum nr. 8 við Bæjarflöt, samkv. uppdr. Róberts Péturssonar arkitekts, dags. 22.10.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20.11.98.
Samþykkt

Garðsstaðir 64, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu einbýlishúss með breytingu á staðsetningu bílskúrs á lóðinni nr. 64 við Garðsstaði, samkv. uppdr. Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts, dags. í nóv. 1998 og bréf, dags. 03.12.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98. Samþykki nágranna liggur fyrir, dags. 03.12.98.
Samþykkt

Gautavík 28-30, br. á skilmálum
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 23.11.98, varðandi breytingu á skipulagsskilmálum þ.e. fjölgun íbúða úr 8 í 10, á lóðinni Gautavík 28-30, samkv. uppdr. sama, dags. 20.11.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

Gautavík/Ljósavík, breyttir skilmálar, leiðrétting
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Húsvirkis hf og Húsafls hf dags. 24.03.98 varðandi byggingu húsa á tveimur pöllum í stað fjögurra á lóðum við Gautavík nr. 20-26, 30-36, 17-23 og 29-35. Jafnframt að hús á lóð nr. 11-15 við Gautavík verði á einum palli í stað þriggja. Þá er lagt til að byggð verði hús á tveimur pöllum í stað þriggja á lóðum við Ljósuvík nr. 17-21 (21-25 í skilmálum), 24-28, 32-36, 46-50 og 56-60.
Einnig er lagt fram samþykki hluthafa í Víkurhverfi ehf dags. 24.03.98. Ennfremur lagt fram bréf skipulagshöfundar dags. 31.03.98 ásamt breyttum skipulagsuppdrætti Arkitekta sf. dags. 21.03.94, br. 21.09.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. laga. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11.9.98. Erindið var í auglýsingu frá 23. okt. til 20. nóv., athugasemdafrestur var til 4. des. 1998.
Samþykkt.

Hraunbær, skátaheimili, afmörkun lóðar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Guðmundar Björnssonar f.h. Skátasambands Reykjavíkur, dags. 03.04.97, varðandi lóðarumsókn fyrir skátaheimili fyrir Skátafélagið Árbúa, í Árbæ. Einnig lagt fram bréf sama aðila, dags. 17.08.98, varðandi lóð á reit þeim sem markast af Bæjarhálsi, Hraunbæ og Bæjarbraut, gengt húsi Íslandspósts. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun. Erindið var í auglýsingu frá 23. okt. til 20. nóv., athugasemdafrestur var til 4. des. 1998.

Samþykkt


Melgerði 7, viðbygging, bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi viðbyggingu og bílskúr á lóðinni nr. 7 við Melgerði, samkv. uppdr. ALARK arkitekta, dags. 12.11.98. Einnig lagt fram bréf Jakobs E. Líndal, dags. 12.11.98 ásamt samþykki húseigenda Melgerði 5 og 9 og Hlíðargerði 2 og 4. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.11.98.
Samþykkt

Nauthólsvík-Fossvogsdalur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags. 13.08.98 að deiliskipulagi í Nauthólsvík. Málið var í auglýsingu frá 23. okt. til 20. nóv., athugasemdafrestur var til 4. des. 1998. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, dags. 11.09.98.
Samþykkt

Tjarnargata 22, niðurfelling fasteignaskatts
Lagt fram bréf Bjarna A. Agnarssonar, dags. 22.11.98, varðandi niðurfellingu fasteignaskatts á húseigninni Tjarnargötu 22. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 03.11.98..
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að erindi Bjarna A. Agnarssonar verði samþykkt.

Óðinsgata 15, bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.11.98, varðandi stækkun á útigeymslu á baklóð og breyta henni í tvöfalda bílgeymslu, samkv. uppdr. ARKO, dags. 30.10.98. Einnig lagt fram samþykki eigenda Óðinsgötu 17 og 17a, dags. 26.11.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98.
Samþykkt

Eirhöfði 11, stoðveggur
Lagt fram bréf skrifst.stjóra byggingarfulltrúa f.h.byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu stoðveggs við innkeyrslu í bílageymslu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Laugavegi 42, dags. 05.04.94, síðast br. 04.10.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 3.12.98. Einnig liggur fyrir samþykki eigenda Sævarhöfða 6-10 og Sævarhöfða 12.
Samþykkt

Sundabraut, kynning
Fulltrúar vinnuhóps vegna Sundabrautar kynntu stöðu við vinnu hópsins.

Sóltún 24, nýbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi byggingu skrifstofuhúss á lóðinni nr. 24 við Sóltún, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 12.10.98, síðast br. 4.12.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.12.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Ennfremur verði málið kynnt sérstaklega fyrir hagsmunaaðilum að Sóltúni 28.

Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Í framhaldi af bókun skipulags- og umferðarnefndar, dags. 18.05.98 er lögð fram tillaga Magga Jónssonar arkitekts að deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, eystri hluta og líkan, dags. 02.05.1990, síðast br. des. 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur fram svofellda bókun:
#Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga að Háskólasvæði austan Suðurgötu með lagfæringum frá deiliskipulagsuppdrætti, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.

Skipulags og umferðarnefnd lét bóka eftirfarandi 18.5.1998:
"Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir deiliskipulag háskólalóðar - austurhluta - í megin dráttum.
Áður en nefndin getur fallist á að leggja til við borgarráð að tillagan verði formlega auglýst sem deiliskipulag í samræmi við skipulagslög er óskað eftir að hugað verði nánar að þáttum sem fram hafa komið við kynningu skipulagsins í nefndinni. Er óskað eftir að unnið verði úr þessum atriðum í samvinnu við Borgarskipulag og borgarverkfræðing og gengið frá gögnum í samræmi við ný skipulagslög og forskrift Borgarskipulags. "
Borgarráð samþykkti bókun skipulags- og umferðarnefndar 19.5.1998.

Á þeim uppdrætti sem nú er lagður fram hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar:
1. Milli Oddagötu og bílastæða verður 10 m breið grasræma, mön eða gróðurbelti.
2. Byggingareitur A hefur verið færður fjær Oddagötu.
2. Byggingarreitur G er nú tekinn frá fyrir náttúrufræðisafn.
3. Byggingarreitur fyrir lyfjafræðihús sýndur í stað bygginga, notkun ótiltekin.
4. Viðbygging við Þjóðminjasafn er sýnd.

Tekið skal fram að :
1. Hið afmarkaða skipulagssvæði nær að aðliggjandi umferðargötum, Suðurgötu, Hringbraut, Njarðargötu og Eggertsgötu. Það nær út fyrir núverandi lóð HÍ og er því gert ráð fyrir að borgaryfirvöld og HÍ munu gera sérstakt samkomulag um lóðamál. Á uppdrætti eru sýnd núverandi mörk Háskólasvæðis.
2. Suðurgata er sýnd eins og hún er í dag. Hringbraut er sýnd samkvæmt aðalskipulagi, en núverandi lega hennar með hringtorgi er sýnd með punktalínu.
3. Tvær aðkomur eru sýndar frá Suðurgötu austan aðalbyggingar. Að svo komnu eru þær miðaðar við hægri beygjur inn og út og er af hálfu borgarinnar óskað eftir því að kannað verði hvort unnt verði að fækka þeim í eina.
4. Mögulegt verði síðar að loka Oddagötu í norðurenda ef nauðsyn krefur vegna gegnumumferðar.

Umferð gegnum bílastæði meðfram Oddagötu verður möguleg, en akstursleið lögð þannig að hún bjóði ekki upp á hraðakstur."#

Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillaga Magga Jónssonar, arkitekts, verði auglýst sem deiliskipulagstillaga að háskólasvæðinu.