Barónsstígur 2-4, Borgartún 21, Breiðavík 8-10, Dofraborgir 22, Einarsnes 66, Eirhöfði 11, Fegrunarnefnd-tillögur, Hafnarstræti, Kjalarnes, Vallá, Landakot, Lindargata 28, Lokastígur 24A, Malarhöfði 2/Bíldshöfði 3, Reynisvatnsland 50, Stórhöfði 45, Sörlaskjól 13, Miðborg, þróunaráætlun, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Aflagrandi 6, Austurnes við Bauganes, Áland 1, Bakkastaðir 35, Bakkastaðir 51, Bakkastaðir 73, Barðastaðir 7-9-11, Boðagrandi 2, Borgartún 33, Borgartún 36, Hvammsvík/umhverfisskipulag, Skipulags- og umferðarnefnd, Skipulags- og umferðarnefnd, Grafarholt, Hringbraut, Miklabraut/Skeiðarvogur, Bústaðavegur 61, Einarsnes 28, Eirhöfði 11, Haðaland 26, Fossvogsskóli, Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, Skildinganes 50, Kringlumýrarbraut,

Skipulags- og umferðarnefnd

17. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 7. september kl. 10:00, var haldinn 17. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Barónsstígur 2-4, bílaleiga
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á umsögn Borgarskipulags frá 24.07.98, varðandi bílaleigu við Barónsstíg 2-4.


Borgartún 21, nýbygging, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um nýbygginguog breytingu á deiliskipulagi við Borgartún 21.


Breiðavík 8-10, fjölbýlishús
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um byggingu fjölbýlishúss að Breiðuvík 8-10.


Dofraborgir 22, lóðarstækkun
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um lóðarstækkun við Dofraborgir 22.


Einarsnes 66, kvistur
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um kvist á Einarsnes 66.


Eirhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.08.1998 á bréfi skipulagsstjóra frá 13.07. um grenndarkynningu vegna framkvæmda við Eirhöfða 11.


Fegrunarnefnd-tillögur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.08.98 á bréfi skipulagsstjóra, dags. s.d., varðandi fegrunarviðurkenningar.


Hafnarstræti, fegrun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á bréfi Borgarskipulags frá 20.07.98 varðandi tillögur um framkvæmdir í Hafnarstræti.


Kjalarnes, Vallá, br. aðalskipulag, deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um breytingar á aðalskipulagi Kjalarness og deiliskipulagi í landi Vallár og Saurbæjar.


Landakot, skóli
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um uppbyggingu Landakotsskóla.


Lindargata 28, viðbygging, breytingar
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.07.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 20. s.m., varðandi breytingu á húsinu Lindargötu 28.


Lokastígur 24A,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 10. s.m., varðandi viðbyggingu og svalir við Lokastíg 24A.


Malarhöfði 2/Bíldshöfði 3, lóðastækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 10. s.m. um lóðarstækkun að Malarhöfða 2 - Bíldshöfða 3.


Reynisvatnsland 50, frístundahús
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. júní um Reynisvatnsland 50, frístundahús.


Stórhöfði 45, SÁÁ, viðbygging
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um viðbyggingu við húsnæði SÁÁ við Stórhöfða 45.


Sörlaskjól 13, bílskúr
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 10. s.m., varðandi bílskúr við Sörlskjól 13.


Miðborg, þróunaráætlun,
Kynnt áætlun um kynningar- og ákvarðanaferli skipulagsþátta þróunaráætlunar miðborgar Reykjavíkur.


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Borgarverkfræðingur, skipulagsstjóri og Sigfús Jónsson, starfsmaður samvinnunefndar um svæðisskipulag á Höfuðborgarsvæðinu, kynntu stöðu svæðisskipulagsvinnunnar og lögðu fram yfirlitsgögn þar að lútandi.


Aflagrandi 6, viðbygging
Lagt fram bréf frá fundi byggingarnefndar dags. 28.08.98 varðandi viðbyggingu við hús nr. 6 við Aflagranda skv. uppdr. arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar dags. 29.06.98 og 18.08.98. Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa að Grandavegi 35. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.09.98.
Samþykkt.

Austurnes við Bauganes, lóðarafmörkun, landnotkunarbreyting
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun og landnotkunarbreytingu, dags. 28.08.98, ásamt bréfi borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27.05.98, varðandi nýtingu hússins Austurnes við Bauganes og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.6.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýstar verði tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi.

Áland 1, skilmálar
Lagt fram bréf Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts, dags. 18.08.98, varðandi tillögu að skipulagsskilmálum og afmörkun byggingarreits á lóðinni að Álandi 1. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 27.08.98 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 7.9.1998.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst verði tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagsskilmálum.

Bakkastaðir 35, færsla á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Erling Pedersen arkitekts, varðandi færslu á byggingarreit, samkv. uppdr. sama, dags. 22.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.08.98.
Samþykkt að kynna erindið samkv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum að Bakkastöðum 25, 37 og 43.

Bakkastaðir 51, breyting
Lagt fram bréf Erling Pedersen ark. dags. 12.08.98 varðandi hækkun gólfkóta og gerð útsýnisherbergis í húsi nr. 51 við Bakkastaði skv. uppdr. mótt. 14.08.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.8.1998.
Samþykkt að kynna erindið samkv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum að Bakkastöðum 49, 53, 55 og 67-71.

Bakkastaðir 73, breyting á byggingarreit
Lögð fram tillaga um fjölbýlishús við Bakkastaði 73 og breytingu á byggingarreit, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 05.08.98. Einnig lagt fram samþykki húseigenda að Bakkastöðum 67-71, dags. 27.08.98.
Samþykkt.

Barðastaðir 7-9-11, uppbygging
Lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 17.08.98, varðandi nýtingu lóðarinnar Barðastaða 7-9-11, samkv. uppdr. sama, dags. í ágúst 1998.
Frestað.

Boðagrandi 2, deiliskipulag, lóðabreyting
Lagt fram bréf Óttars B. Ellingsen, dags. 26.08.98, varðandi byggingu tveggja sambýlishúsa á lóðinni Boðagranda 2, samkv. uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. í ágúst 1998. Einnig lagt fram bréf Almennu verkfræðistofunnar hf, dags. 25.08.98. varðandi hljóðstig.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð, með fyrirvara varðandi hljóðstig, að auglýsa tillöguna sem deiliskipulag á lóðinni.

Borgartún 33, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. Sjúkra- og styrktarsjóðs Vörubílastöðvarinnar Þróttar, dags. 05.08.98, varðandi breytt deiliskipulag og uppbyggingu á lóðinni Borgartún 33, samkv. tillögu Helga Hjálmarssonar arkitekts, dags í júlí 1998 síðast br. 4.9.98 ásamt tillögum umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 03.09.98, að breyttu umferðarskipulagi á Borgartúni.
Nefndin samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi, svo og tillögu umferðardeildar, merkta B, að breytingu á umferðarskipulagi á Borgartúni, dags. 03.09.98.

Borgartún 36, breyting á skipulagi
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.6.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 4.06.98. Ennfremur lögð fram bréf Lögmanna Klapparstíg, dags. 03.07.98, bréf 33 íbúa að Sóltúni 28, dags. 08.07.98, bréf VDO hjólbarðaverkstæðis, dags. 09.07.98 og bréf Almennu málaflutningsstofunnar, dags. 23.07.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 28.08.98, br. 04.09.98 og minnisblaði skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 04.09.98 og hljóðvistarútreikningar umferðardeildar, dags. 7.9.98 og nýrri teikn. Arnar Sigurðssonar, dags. 17.2.98, br. 3.9.98, ásamt bréfi Almennu Verksfræðist., dags.3.9.98.
Frestað.

Hvammsvík/umhverfisskipulag, kynning
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 20.08.98, varðandi kynningu á drögum að umhverfisskipulagi fyrir jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjósarhreppi.
Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt, kom á fundinn og kynnti drögin.

Skipulags- og umferðarnefnd, vinnuhópur
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að stofna undirnefnd (vinnuhóp) sem hafi það hlutverk að fjalla um umferðaröryggismál. Má þar nefnda 30 km svæði, hraðahindranir, óskir íbúa, foreldrafélaga og íbúasamtaka um úrbætur og skyld efni. Undirnefndin leggur niðurstöður sínar fyrir skipulags- og umferðarnefnd til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa frá meirihluta og öðrum frá minnihluta ásamt fulltrúum frá Borgarverkfræðingi og Borgarskipulagi.#
Samþykkt samhljóða. Tilnefningu fulltrúa í vinnuhópinn frestað.



Skipulags- og umferðarnefnd, ný verkefni
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs mótt. 16.7.98, um samþykkt borgarráðs frá 07.07.98, varðandi flutning á verkefnum vegna tilurðar nýrrar nefndar heilbrigðis- og umhverfismála.


Grafarholt, skipulag
Lögð fram að nýju greinargerð og uppdr. Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 14. ágúst 1998, að heildarskipulagi íbúðasvæðis á Grafarholti. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags að skiptingu svæðisins í deiliskipulagseiningar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela höfundum þeirra tillagna sem fengu 1., 2. og 3. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti að deiliskipuleggja byggð á Grafarholti á grundvelli fyrirliggjandi heildarskipulags og svæðisskiptingu Borgarskipulags í deiliskipulagseiningar.

Hringbraut, færsla
Formaður lagði fram svofellda bókun:
#Borgarráð hefur f.h. Reykjavíkurborgar samþykkt forsendur að samkomulagi um færslu Hringbrautar.Ýmsar aðstæður eru breyttar frá því að fyrri tillögur að útfærslu voru hannaðar s.s.: Hlíðarfótur lagður niður sem umferðargata, tillögur að breyttu deiliskipulagi flugvallar liggja fyrir, í vinnslu er deiliskipulag fyrir Landspítalalóð með breyttum áherslum og drög að þróunaráætlun fyrir miðborgina liggja fyrir. Í ljósi þessa er lögð áhersla á að skipulags- og umferðarnefnd fylgist með nýrri hönnun brautanna og að náið samstarf verði milli embættis borgarverkfræðings og Borgarskipulags um útfærslu, legu og endanlegt útlit mannvirkisins sem liggur að miðborginni, viðkvæmri íbúðabyggð og Hljómskálagarðinum.#


Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að landnotkunarbreytingu, dags. 12.06.98. Einnig lögð fram athugasemdabréf íbúa við Sogaveg, dags. 26.08.98 og Lögfræðistofunnar sf, dags. 26.08.98, ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 4.9.98 og borgarverkfræðings, dags. 02.09.98 um athugasemdirnar.
Frestað.

Bústaðavegur 61, garðskúr
Lagt fram bréf Önnu Þ. Kristbjörnsdóttur og Braga Skúlasonar, dags. 18.08.98, varðandi garðskúr á lóðinni nr. 61 við Bústaðaveg, samkv. uppdr. Guðjóns Bjarnasonar arkitekts, dags. 7. júlí 1998, ásamt samþykki meðeigenda og lóðarhafa Bústaðavegar 63. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 6.9.98.
Nefndin samþykkir erindið og ennfremur að unnir verði rammaskilmálar fyrir svæðið og þeir kynntir íbúum sbr. umsögn Borgarskipulags, dags. 6.9.98.

Einarsnes 28, sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 27.08.98 varðandi byggingu sólstofu við hús nr. 28 við Einarsnes skv. uppdr. Lofts Þorsteinssonar byggingafr. dags. 17.08.98 ásamt samþykkt nágranna við Einarsnes 20-26 og 30-32 og Skildinganes 8-10, dags. 27.08.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.09.98.
Samþykkt.

Eirhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.07.98, varðandi viðbyggingu við vesturenda skrifstofuhúss Vatnsveitu Reykjavíkur, samkv. uppdr. Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts, dags. í júní og ágúst 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.09.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir lóðarhöfum að Eirhöfða 2-4 og 13, 15 og 17 og Sævarhöfða 12..

Haðaland 26, Fossvogsskóli, viðbygging, lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Teiknistofu Gunnars Hanssonar, dags. 27.08.98, að viðbyggingu við Fossvogsskóla og bréf Helgu Gunnarsdóttur arkitekts, dags. 24.08.98. Einnig lagt fram bréf byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 14.08.98 ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 14.08.98, að breyttum lóðarmörkum.
Samþykkt að kynna erindið samkv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum að Kvistalandi 3, 5, 11, 13, 19 og 21.

Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.06.98, varðandi stækkun Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, samkv. uppdr. Jóns Björnssonar arkitekts, dags. 2.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags., 18.06.98. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt er umrædd stækkun. Ennfremur vísað í umsögn Borgarskipulags hvað varðar endurskoðun deiliskipulags.

Skildinganes 50, breytingar
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98 Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98 og bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 29.08.98.
Frestað.

Kringlumýrarbraut, gönguleið
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 25.08.98, varðandi niðurfellingu á gönguljósum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagt erindi umferðardeildar en felur deildinni að athuga hvort gönguljós verði sett upp sunnar í framhaldi af Sigtúni.