Miðborg, þróunaráætlun, Kjalarnes, Saltvík, Ásvallagata 21, Bauganes 12, Borgartún 21, Kjalarnes, Vallá, Borgartún 33, Breiðavík 8-10, Dofraborgir 22, Vesturás 39, Viðarrimi 1, Gullinbrú, Nauthólsvík, Skólavörðustígur 29, Grafarholt, Landakot, Laufásvegur 79, Laugavegur 114, Mánagata 18, Miðstræti 4, Miklabraut/Skeiðarvogur, Hvassaleitisskóli, Knarrarvogur 2 og 4/Súðarvogur, leiðrétting, Skildinganes 13, Skildinganes 50, Skipulags- og umferðarnefnd, Stangarhylur 4, Stórhöfði 45, Ánanaust, umferðarskipulag, Lokinhamrar, Tjarnargata 18, Þingholtsstræti 13, Útilistaverk, Einarsnes 66,

Skipulags- og umferðarnefnd

16. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 17. ágúst kl. 10:00, var haldinn 16. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus V. Ingvarsson og Halldór Guðmundsson. Fundarritari var .
Þetta gerðist:


Miðborg, þróunaráætlun, kynning
Lögð fram á ný greinargerð Bernard Engle, "Reykjavik City Centre Study, review of progress report", dags. í ágúst 1998.


Kjalarnes, Saltvík, br. aðalskipulag, deiliskipulag
Lagt fram til kynningar bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.07.98 um að heimila auglýsingu á tillögu að breytingu á staðfestu aðalskipulagi Saltvíkur og samþykkt um heimild til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Saltvíkur.
Frestað

Ásvallagata 21, áhaldaskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 10.06.98 varðandi leyfi til að reisa áhaldaskúr á baklóð nr. 21 við Ásvallagötu skv. uppdr. Ragnars Birgissonar ark. dags. 16.11.97. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.08.98 og tillaga að samræmdum ramma fyrir geymslur á baklóðum dags. 12.08.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir áhaldaskúr á lóðinni nr. 21 við Ásvallagötu. Ennfremur samþykkt að kynna tillögu Borgarskipulags að ramma fyrir geymslur á baklóðum við Ásvallagötu fyrir hagsmunaaðilum.

Bauganes 12, bílskúr
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Þórkötlu Halldórsdóttur mótt. 8.05.98 ásamt uppdr. Péturs A. Björnssonar dags. 4.05.98 varðandi bílskúr að Bauganesi 12 og umsögn Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Samþykkt

Borgartún 21, nýbygging, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 07.08.98, varðandi byggingu ráðstefnu- og skrifstofuhúss á lóðinni nr. 21 við Borgartún, samkv. uppdr. sama, dags. 10.08.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 17.08.98
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

Kjalarnes, Vallá, br. aðalskipulag
Lagt fram bréf A & P Lögmanna, dags. 20.07.98, varðandi athugasemdir vegna tillögu um breytingar á aðalskipulagi Kjalarness og að deiliskipulagi í landi Vallár og Saurbæjar á Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf Hjördísar Jónsdóttur f.h. Mörtu Magnúsdóttur, dags. 30.07.98. Ennfremur umsögn Borgarskipulags dags. 13.08.98.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í landi Saurbæjar en frestar málinu að öðru leyti.

Borgartún 33, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. Sjúkra- og styrktarsjóðs vörubílastöðvar Þróttar, dags. 14.05.98 og 5.08.98, varðandi breytt deiliskipulag og uppbyggingu á lóðinni Borgartún 33, samkv. tillögu Helga Hjálmarssonar arkitekts, dags í júlí 1998.
Frestað

Breiðavík 8-10, fjölbýlishús
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 30.07.98, varðandi byggingu þriggja hæða fjölbýlishúss á lóðinni nr. 8-10 við Breiðuvík, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð sf, dags. 28.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.08.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: "Ég tel að rétt væri að kynna tillöguna bréflega til næstu nágranna samhliða auglýsingu".


Dofraborgir 22, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Þórðar Þórissonar og Unnar Jónsdóttur, dags. 06.07.98, varðandi umsókn um lóðarstækkun. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 30.07.98 ásamt uppdrætti dags. 14.8.98
Samþykkt

Vesturás 39, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Hólmfríðar Benediktsdóttur og Þorgils Ingvarssonar, dags. 18.05.98, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 39 við Viðarás til norðurs, inn á land sem er á milli húsa nr. 39 og 41. Einnig lagður fram uppdráttur Borgarskipulags dags. 7.8.98 og umsögn sama, dags. 14.8.98.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.

Viðarrimi 1, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Eyjólfs Hermanns Sveinssonar og Ragnhildar Aldísar Kristinsdóttur, dags. 28.06.98, varðandi stækkun lóðar að Viðarrima 1, (lóð nr. 1-15a við Viðarrima). Einnig lögð fram umsögn og uppdráttur Borgarskipulags dags. 14.8.98.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki meðlóðarhafa.

Gullinbrú, hljóðmanir
Kynntar tillögur að hljóðmönum við Gullinbrú meðfram Bryggjuhverfi, Foldahverfi og Hamrahverfi.
Nefndin samþykkir útfærslu hljóðmanar sunnan Gullinbrúar á móts við Bryggjuhverfi, en frestar málinu að öðru leyti.

Nauthólsvík, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 13.08.98 að deiliskipulagi í Nauthólsvík. Yngvi Þór Loftsson kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag að lokinni umfjöllun í heilbrigðis- og umhverfisnefnd.

Skólavörðustígur 29, breytingar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra byggingarfulltrúa, dags. 30.07.98, frá afgreiðsfundi byggingarfulltrúa, varðandi stækkun á þaksvölum á lóðinni nr. 29 við Skólavörðustíg, samkv. uppdr. Ólafs Ó. Axelssonar arkitekts, dags. 16.04.97, síðast br. 29.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.08.98.
Nefndin samþykkir að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 27 og 29a, Njálsgötu 8c og Bjarnarstíg 12.

0">Grafarholt, skipulag
Kynnt staða vinnu við undirbúning heildarskipulags íbúðasvæðis á Grafarholti, samkv. uppdr. og greinargerð Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 14. ágúst 1998.


Landakot, skóli
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Knúts Jeppesen arkitekts, dags. 22.05.98, varðandi uppbyggingu Landakotsskóla, samkv. uppdr. sama, dags. 02.06.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 24.06.98. Lögð fram að nýju bréf Séra A. George f.h. Byggingarnefndar Landakotsskóla, dags. 28.04.97, varðandi stækkun Landakotsskóla ásamt líkani, umsögn Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 18.08.97, umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.08.97 og samþykkt umhverfismálaráðs frá 03.09.97. Einnig lögð fram bréf eigenda Hávallagötu 22, dags. 27.07.98 og bréf Knúts Jeppesen arkitekts, dags. 06.08.98, ásamt uppdr., dags. 04.08.98. umsögn Borgarskipulags dags. 14.08.98. Ennfremur lagt fram bréf Húsfriðunarnefndar dags. 24.06.98 og Árbæjarsafns dags. 24.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 14.8.98, um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu Knúts Jeppesen, arkitekts, dags. 4.8.98.

Laufásvegur 79, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 19.05.98, varðandi samþykkt byggingarnefndar frá 12. mars s.l. á lóðinni nr. 79 við Laufásveg, samkv. uppdr. Vinnustofu arkitekta hf, Skólavörðustíg 12, dags. 25.07.97, ásamt minnisblaði borgarlögmanns, dags. 27.04.98 og umsögn Árbæjarsafns dags. 24.06.97. Einnig lagt fram bréf Ólafs Ísleifssonar, dags. 06.07. og 05.08.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 13.08.1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða þær breytingar á húsinu sem tillagan gerir ráð fyrir, að undanskilinni ofanábyggingu á húsið. Tillaga um að byggja ofaná húsið hlaut 2 atkv. gegn 2 atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks (Guðrún Ágústsdóttir sat hjá), og nær því ekki fram að ganga.

Laugavegur 114, viðbygging
Lagt fram bréf Svavars Þorvarðssonar f.h. Fasteigna ríkissjóðs dags. 4.08.98 varðandi viðbyggingu við suðurhlið hússins á Laugavegi 114, samkv. uppdr. Gunnars og Reynis sf, dags. 20.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 13.08.98 og bréf Borgarskipulags, dags. 8.4.1998.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 116 og Snorrabraut 33.

Mánagata 18, viðbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.07.98, varðandi viðbyggingu úr gleri við húsið á lóðinni nr. 18 við Mánagötu, samkv. uppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. í júlí 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.08.98.
Samþykkt að kynna málið samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Mánagötu 15, 16, og 17 og Skeggjagötu 15 og 17.

Miðstræti 4, bílskúr
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.05.98, varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 4 við Miðstræti, samkv. uppdr. Páls V. Bjarnasonar arkitekts, dags. 20.05.98, bréf Árbæjarsafns, dags. 16.06.98, ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 24.06.98. Einnig lagt fram bréf Ragnhildar Kolka, dags. 4.8.1998.
Synjað með vísan í mótmæli og samantekt Borgarskipulags.

Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 13.08.98 varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs og skipulag umferðar á byggingartíma.


Hvassaleitisskóli, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 07.07.98, varðandi grenndarkynningu á viðbyggingu við Hvassaleitisskóla, samkv. uppdr. og greinargerð Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts, dags. 07.06.98. Að lokinni kynningu er einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 10.07.98, bréf Fríðu Björnsdóttur, Heiðargerði 32, dags. 13.07.98 og bréf Björns Jóhannssonar, dags. 9.08.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 13.08.98. Ennfremur lagt fram bréf byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14.8.98.
Umsögn Borgarskipulags frá 13.8.94 samþykkt ásamt tillögu að viðbyggingu við Hvassaleitisskóla.

Knarrarvogur 2 og 4/Súðarvogur, leiðrétting, lóðarstækkun/lega Súðarvogs
Lögð fram leiðrétting vegna málsins frá fundi nefndarinnar 11.05.98. Lögð fram tillaga Landslagsarkitekta dags. 23.06.95, þar sem m.a. kemur fram að lóðir Knarrarvogs 2 og 4 breytast og ný lega Súðarvogs. Tillaga Forverks ehf. dags. í apríl er útfærsla á hluta tillögu Landslagsarkitekta, dags. 23.6.95..
Samþykkt.

Skildinganes 13, bílskúr
Lagt fram bréf Bjarna Kjartanssonar arkitekts, dags. 23.06.98, varðandi fyrirhugaðan bílskúr á lóðinni nr. 13 við Skildinganes, samkv. uppdr. sama, dags. 16.12.93, síðast breytt 29.05.94. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 12.8.98.
Samþykkt að kynna tillöguna samkv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi 10, 12, 14, 16, 18 og nr. 11 og 15.

Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98.
Frestað vísað í umsögn Árbæjarsafns.

Skipulags- og umferðarnefnd, ný verkefni
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 07.07.98, varðandi flutning á verkefnum vegna tilurðar nýrrar nefndar heilbrigðis- og umhverfismála. Ennfremur lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir skipulags- og umferðarnefnd.


Stangarhylur 4, íbúð
Lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 13.07.98, varðandi umsókn fyrir íbúð í skrifstofuhúsnæði á 2. hæð Stangarhyls 4, samkv. uppdr. sama, dags. 11.07.98. Einnig lagt fram samþykki nágranna og meðeigenda, dags. 14.07.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 5.08.98.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um hljóðvist.

Stórhöfði 45, SÁÁ, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.07.98, varðandi viðbyggingu við vestur- og austurenda núverandi húss og breytingu á innra skipulagi í húsinu á lóðinni nr. 45 við Stórhöfða, samkv. uppdr. Vinnustofunnar Klappar ehf, dags. 30.06.98. Einnig lögð fram yfirlýsing forsvarsmanna Málningarverksmiðjunnar Hörpu hf, Stórhöfða 42 og Papco hf, Stórhöfða 42, dags. 17.07.98 og minnispunktar Borgarskipulags, dags. 13.8.98.
Samþykkt.

Ánanaust, umferðarskipulag,
Lögð fram tillaga umferðardeildar dags. 13.08.98 varðandi breytingar á umferðarstjórn á Ánanaustum.
Samþykkt.

Lokinhamrar, umferð
Lögð fram tillaga umferðardeildar borgarverkfræðings að bættum göngutengslum dags. 13.08.98.
Samþykkt.

16">Tjarnargata 18, niðurfelling fasteignaskatts
Lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 30.07.98, vegna beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts af húsinu nr. 18 við Tjarnargötu.
Samþykkt.

Þingholtsstræti 13, niðurfelling fasteignaskatts
Lögð fram umsögn borgarminjavarðar dags. 18.01.98 vegna beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts af húsi nr. 13 við Þingholtsstræti.
Samþykkt.

Útilistaverk, Söguleg samtíð
Lagt fram bréf forstöðumanns Kjarvalsstaða, dags. 07.08.98 og fylgigögn, ásamt fundargerð menningarmálanefndar dags.1.7.98, varðandi staðsetningu útilistaverksins "Söguleg samtíð" við Hallgrímskirkju.
Samþykkt.

Einarsnes 66, kvistur
Lagt fram bréf Björgvins Ploder og Svövu Arnardóttur mótt.dags. 14.08.98 varðandi byggingu kvists á hús nr. 66 við Einarsnes skv. uppdr. Teiknistofu VGG dags. 1.08.98. Einnig lagt fram samþykki nágranna að Einarsnesi 64, 66A og 68. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.8.98.
Samþykkt.