Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, Fossvogsbakkar, Hafnarstræti, Hámarkshraði á höfuðborgarsvæðinu, Ferlimál fatlaðra, Eiríksgata 5, Háskóli Íslands, Reykjanesbraut - Breiðholtsbraut, Fjárhagsáætlun Borgarskipulags, Hofsvallagata, Laugavegur 99, Miðborg, þróunaráætlun, Njarðargata, Austurstræti 18, Njálsgata 10A, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Reynisvatnsland 50, Miðborg, Gjóla, Gang- og hjólastígar, Vesturbæjarskóli,

Skipulags- og umferðarnefnd

11. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 18. maí kl. 10:00, var haldinn 11. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Zoëga og Gunnar Jóhann Birgisson. Fundarritari var Ágúst Jónsson
Þetta gerðist:


Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, um auglýsingu deiliskipulags Aðalstrætis 12-18 og Túngötu 2-4. Jafnframt var borgarritara og fjárreiðustjóra falið að skoða málið, sem fylgir í ljósriti, með tilliti til kosta varðandi fjármögnun bygginga á reitnum.


Fossvogsbakkar, friðlýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.05.98 á bréfi borgarverkfræðings frá 28.04.98, varðandi friðlýsingu Fossvogsbakka.


Hafnarstræti, fegrun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.05.98 á tillögum frá embætti borgarverkfræðings og Borgarskipulags frá 04.05.98, varðandi fegrun Hafnarstrætis.


Hámarkshraði á höfuðborgarsvæðinu,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 7.5.98, varðandi erindi ríkislögreglustjóra um heildarendurskoðun á hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur telur nauðsynlegt að skipaður verði samráðshópur um heildarendurskoðun á hámarkshraða samkvæmt umferðarlögum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri endurskoðun þarf ekki aðeins að huga að því hvar næst á að hækka hámarkshraða til samræmingar, heldur einnig hvar nauðsynlegt er að lækka hámarkshraða til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Í bréfi lögreglustjóra frá 14. apríl s.l. kemur fram að við heildarendurskoðun á hámarkshraða samkv. umferðarlögum sé áskilið að leitað verði atbeina viðkomandi lögreglustjóra sveitarfélags auk Vegagerðarinnar. Eðlilegt er að samráðshópurinn verði skipaður fulltrúum frá þessum aðilum. Formanni skipulags- og umferðarnefndar, Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi er falið að skipa hópinn.#


Ferlimál fatlaðra,
Kynnt staða og framhald vinnu vegna könnunar á aðgengi fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt lögð fram skýrsla nr. IV um viðfangsefnið, dags. í maí 1998.
Vísað til kynningar í borgarráði.
Skipulags- og umferðarnefnd mun leggja áherslu á í allri sinni vinnu m.a. við ný byggingarsvæði að Reykjavík geti orðið fyrirmyndarborg í aðgengismálum fatlaðra árið 2000. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þessa IV. skýrslu ferlinefndarinnar sem unnin er af byggingardeild borgarverkfræðings í Reykjavík og þakkar hennar mikilvægu störf sem engan veginn er þó lokið.


Eiríksgata 5, nýbygging/aðkoma
Lögð fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 09.03.98, mótt. 12.05.98, varðandi breytingu á byggingarhæð á lóðinni meðfram Barónsstíg, niðurgrafinni bílgeymslu við húsið á norðurhluta lóðarinnar og byggingu á vesturgafl, samkv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. 04.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.05.98.
Frestað.

Háskóli Íslands, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Páls Skúlasonar rektors Háskóla Íslands, dags. 04.05.98 ásamt tillöguuppdr, Magga Jónssonar arkitekts, að deiliskipulagi Háskóla Íslands, eystri hluta og líkani, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir deiliskipulag háskólalóðar - austurhluta - í megin dráttum.
Áður en nefndin getur fallist á að leggja til við borgarráð að tillagan verði formlega auglýst sem deiliskipulag í samræmi við skipulagslög er óskað eftir að hugað verði nánar að þáttum sem fram hafa komið við kynningu skipulagsins í nefndinni. Er óskað eftir að unnið verði úr þessum atriðum í samvinnu við Borgarskipulag og borgarverkfræðing og gengið frá gögnum í samræmi við ný skipulagslög og forskrift Borgarskipulags.


Reykjanesbraut - Breiðholtsbraut, gatnamót
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
#Skipulagsnefnd beinir því til Vegagerðarinnar og borgarverkfræðings að fulltrúi íbúa í Árskógum og Skólabæ verði hafður með í ráðum í þeirri vinnu sem nú stendar fyrir dyrum varðandi breytingar á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut þ.m.t. útfærslu á gönguleið milli Suður- og Norður Mjóddar.#


Fjárhagsáætlun Borgarskipulags,
Lögð fram fjárhagsstaða Borgarskipulags, fyrsta ársfjórðungs 1998.


Hofsvallagata, umferð
Lagt fram bréf íbúa við Hofsvallagötu og nágrenni, dags. 26.04.98, varðandi umferð um Hofsvallagötu.
Vísað til athugunar Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings.

Laugavegur 99, nýbygging
Lögð fram bréf Birgis Guðmundssonar f.h. Viðhalds og nýsmíði, dags. 23.03.98 og 11.05.98, varðandi nýbyggingu við Laugaveg 99, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar, dags. 20.02.98 og 20.03.98. Einnig samþ. aðila, mótt. 30.03.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.98, og að tillagan verði kynnt hagsmunaaðilum að Snorrabraut 24, Laugavegi 97 og 100 samkv. 2. mgr. 26. gr., sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 að því gefnu að hönnuður hafi uppfyllt skipulagsskilmála í umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.98, að mati Borgarskipulags.


Miðborg, þróunaráætlun, starfsemissvæði
Lögð fram að nýju drög að stefnumörkun fyrir starfsemissvæði, starfsemisflokka o.fl., sem er hluti af vinnu við þróunaráætlun og unnin er í samstarfi við BEAP. Einnig lögð fram drög að skilmálum fyrir veitingahúsaferli.
Samþykkt að unnið verði áfram á grundvelli framlagðra gagna um stefnumörkun fyrir starfsemissvæði starfsemisflokkun o.fl. Drögum að skilmálum fyrir staðsetningu veitingahúsa vísað til borgarráðs.

Njarðargata, umferð/umhverfi
Lagt fram bréf Jóns Hjartarsonar íbúa í Litla - Skerjafirði, dags. 07.05.98, varðandi málið.
Vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings.

Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi fyrirspurn Pennans hf. Hallarmúla 4 um breytingu á götuhlið 1. og 2. hæðar á lóðinni nr. 18 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 15. maí 1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 15.05.98.
Borgarskipulagi falið að vinna áfram að málinu með hönnuðum, en að því loknu verði lögð fyrir borgarráð tillaga um að auglýsa tillöguna samkv. 25. gr. laga 73/1997 sem breytingu á deiliskipulagi.

Njálsgata 10A, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá afgreiðslufundi byggingarnefndar, dags. 12.05.98, varðandi byggingu garðskála við suðurvegg 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 10a við Njálsgötu, skv. uppdr. Hilmars Þórs Björnssonar ark. dags. 6. og 7.5.98.
Samþykkt að kynna málið samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 8C, 8B, 10 og 12 og Bjarnarstíg 4,6,10 og 12.

Reitur Menntaskólans í Reykjavík, tengibygging/lóðabreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi, mótt. 6.4.1998 um tengibyggingu milli Þingholtsstrætis 18 og Casa Nova og lóðabreytingu ásamt bréfi umhverfismálaráðs, dags. 13.02.98 og umsögn húsfriðunarnefndar dags. 3.4.1998. Ennfremur lagt fram bréf eigenda Þingholtsstrætis 16, dags. 10.05.98 og bréf Teiknist. Óðinstorgi, dags. 15.5.98. .
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir annars vegar sameiningu lóðar nr. 18 við Þingholtsstræti og lóðar Menntaskólans í Reykjavík. Hins vegar fellst nefndin á tengibygginguna. Efnisval í gleri skal vera eins látlaust og unnt er. Bréfi eiganda Þingholtsstrætis 16 vísað til byggingarfulltrúa.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir sameiningu lóða en beinir því til byggingarfulltrúa að hús á lóðinni séu áfram merkt við fleiri götur en Lækjargötu.#


Reynisvatnsland 50, frístundahús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 16.04.98, varðandi leyfi fyrir áður byggðu frístundahúsi í Reynisvatnslandi nr. 50, ásamt uppdr. Vatnars Viðarssonar, dags. 28.08.97. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 13.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun:
#Hægt er að fallast á erindið þar sem landið sem um ræðir er utan framtíðarbyggðarsvæðis Reykjavíkur en með eftrfarandi skilyrðum: Brottflutningskvöð hvíli á húsinu. Húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar annað verði ákveðið. Húsið verði aðeins nýtt sem sumarbústaður en ekki til heilsársbúsetu.#
Vísað til umhverfismálaráðs.


Miðborg, Gjóla, tilraunareitur
Kynnt staða tilraunaverkefnisins Gjólu, sem unnið er í tengslum við þróunaráætlun miðborgarinnar.
Sigurður Harðarson, arkitekt kom á fundinn og kynnti verkefnið.

Gang- og hjólastígar,
Óskar D. Ólafsson lagði fram svofellda bókun:
#Frágangur verktaka við stíga borgarinnnar er víða ófullnægjandi meðan á framkvæmdum stendur. Malarhaugum er dembt á stíga, stígar rofnir án viðeigandi ráðstafana og fleira má tína til. Þar með er aðgengi og öryggi gangandi, hjólandi og fatlaðra vegfarenda skert stórlega. Þetta verður sérstaklega bagalegt nú þegar sumarið er komið. Mælst er til þess að borgarverkfræðingur og gatnamálastjóri geri verktökum skylt að lagfæra nú þegar ofangreindar misfellur sem á stígum verða meðan á framkvæmdum stendur.#
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir bókunina.


Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Rúnars Gunnarssonar f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 30.03.98, varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og niðurrif á Vesturvallagötu 10-12, skv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark. dags. 30.03.98. Einnig lögð fram að nýju umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.04.98 og minnispunktar Borgarskipulags, dags. 4.04.98. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 27.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti viðbygginguna við skólann og umsögn Borgarskipulags, dags 4.4.1998.