Bankastræti 7, Bergþórugata 20, Gullinbrú, Holtavegur/Þróttarsvæði, Reykjanesbraut, Seljabraut, Skólavörðuholt, Vesturhólar, Viðarrimi 42, Hverfisgata, Breiðavík 2-4 og Breiðavík 6, Hafnarstræti 17, Lyngháls 2, 30 km svæði, Langholtsvegur 13, Grensásvegur 13, Gullinbrú, Sundabraut, Deiliskipulagsvinna, Laugavegur 53B, Umferðarmál, Klapparstígur 20, Veðurfarskönnun, Skúlagata, Tónlistarhús, Skúlagata 19, Stórhöfði 43, Elliðaárdalur, Dvergshöfði, Landssíminn,

Skipulags- og umferðarnefnd

6. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 9. mars kl. 10:00, var haldinn 6. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Guðný Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:


Bankastræti 7, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða að Bankastræti 7. Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


Bergþórugata 20, skilti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um takmarkanir á bílastæðum við Bergþórugötu 20. Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


Gullinbrú, breikkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um breikkun Gullinbrúar.


Holtavegur/Þróttarsvæði, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98 um heimild til að auglýsa skipulag Þróttarsvæðis við Holtaveg.


Reykjanesbraut, u-beygja
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um bann við u-beygju á Reykjanesbraut úr norðri á gatnamótum Álfabakka. Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til afgreiðslu.


Seljabraut, umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á Seljabraut. Fjárveiting til verksins komi af liðnum "Samþykktir skipulags- og umferðarnefndar". Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


Skólavörðuholt, Templarahöllin, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98 um lóðarafmörkun fyrir Templarahöllina, Skólavörðuholti.


Vesturhólar, gönguleiðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 2. s.m. um aðgerðir til aukins umferðaröryggis á Vesturhólum. Fjárveiting til verksins komi af liðnum "Samþykktir skipulags- og umferðarnefndar". Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


Viðarrimi 42, breyting á notkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98 um breytta notkun á húsi nr. 42 við Viðarrima.


Hverfisgata, tvístefna
Lagt fram bréf Miðborgarsamtaka Reykjavíkur, dags. 17.02.98, varðandi tvístefnuakstur á Hverfisgötu, tillaga gatnamálastjóra, dags. 6.2.98 og bréf Engeyjar, dags. 26.2.98.
Vísað er til fyrri samþykktar nefndarinnar frá 9.2.98 og bréfs og tillögu gatnamálastjóra dags. 6.2. 1998.

Breiðavík 2-4 og Breiðavík 6, lóðarskipting
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar ark., dags. 26.02.98, varðandi lóðarskiptingu á milli ofangreindra fjölbýlishúsa, samkv. uppdr. Arkitekta sf., dags. 21.03.94, síðast breytt 14.10.95. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 04.03.98.
Samþykkt.

Hafnarstræti 17, breyting á þaki, viðbygging
Að aflokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Þorsteins Helgasonar arkitekts, dags. 12.10.97 og uppdr., dags. 28.09.97, br. 01.12.97, varðandi breytingu á þaki og nýja viðbyggingu, ásamt bréfi Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 23.10.97, bréf Árbæjarsafns, dags. 29.10.97 og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.11.97. Einnig lagt fram bréf skipulagsstjóra ríkisins, dags. 29.12.97. Ennfremur lagður fram uppdr. Borgarskipulags, dags. 03.12.97.
Samþykkt.

Lyngháls 2, skipting lóðar
Lagt fram bréf Freys ehf, dags. 29.01.98, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 2 við Lyngháls, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í jan. 1998.
Samþykkt skipting lóðar og aðkoma.

30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lagt fram bréf umferðardeildar ásamt tillögum, dags. 04.03.98, um framhaldsaðgerðir á 30 km svæðum.
Baldur Grétarsson kynnti. Guðrún Jónsdóttir óskaði eftir yfirliti um mismun á 30 og 40 km öldum sérstaklega hvað varðar S.V.R.
Samþykkt.
Guðrún Jónsdóttir samþ. tillöguna en sat hjá hvað varðar 40 km öldu á Eskihlíð.


Langholtsvegur 13, skilmálar
Lagt fram bréf Ríkharðs Oddssonar, dags. 23.02.98, ásamt uppdr. sama, dags. í febrúar 1998, varðandi breytingu á skipulagsskilmálum sem gerðir hafa verið fyrir lóðina Langholtsveg 13.
Samþykkt.

Grensásvegur 13, bílastæði, ofanábygging
Lögð fram bréf Bárðar Hafsteinssonar f.h. Skipatækni hf, dags. 29.05.97, 27.10.97 og 04.02.98, varðandi bílastæði á lóðinni Grensásvegur 13. Einnig lagt fram bréf Húsfélagsins Grensásvegi 13, dags. 13.08.97, varðandi byggingu á einni inndreginni hæð svo og lyftuhúss utan á núverandi stigagang samkv. uppdr. Aðalsteins Richter ark., dags. í okt. 1997. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.03.98.
Synjað með vísan í umsögn Borgarskipulags.

Gullinbrú, breikkun
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 04.03.98, ásamt skýrslu um frummat á umhverfisáhrifum og fylgigögnum.
Ólafur Stefánsson kynnti. Óskað eftir nánari útfærslu á mönum, göngu- og hjólastígum í samvinnu við Borgarskipulag.

Sundabraut, kynning
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 04.03.98, varðandi kynningu á undirbúningsvinnu Sundabrautar.
Ríkharður Kristjánsson, Línuhönnun, Steve Christer, Studio Granda og borgarverkfræðingur kynntu.

Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að forgangsröðun reita til deiliskipulags í eldri hverfum borgarinnar 1998.

Samþykkt.
Í bókun um þetta mál á 5. fundi 23.2.98 var ranglega bókað að tillagan væri samþykkt - henni var frestað.


Laugavegur 53B, nýbygging
Lögð fram til kynningar athugasemdabréf, sem bárust í kjölfar grenndarkynningar, ásamt drögum að umsögn Borgarskipulags.



Umferðarmál, hópferðabílar
Lagt fram bréf Umferðarráðs, dags. 22.09.97, varðandi aðstöðu hópbifreiða við gatnamót og verslanir. Einnig lögð fram umsögn borgarverkfræðings, dags. 19.02.98.


Klapparstígur 20, íbúðarhótel
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.01.98, varðandi byggingu íbúðarhótels með 9 íbúðum á lóðinni nr. 20 við Klapparstíg samkvæmt teikn. Helga Hjálmarssonar ark. dags. nóv. 1997, br. 18.02.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, með drögum að forsögn, dags. 18.02.98 og umsögn dags. 21.11.97. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 14.02.97 ásamt viðauka, dags. 17.02.97.
Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð fyrir uppbyggingu á þessari lóð, Klapparstíg 20, en synjar tillögunni með tilvísun í forsögn Borgarskipulags, dags. 18.2.1998.

Veðurfarskönnun,
Eftirfarandi tillaga formanns skipulags- og umferðarnefndar samþykkt samhljóða:
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela Borgarskipulagi í samvinnu við borgarverkfræðing að láta hefja ítarlega veðurfarskönnun á framtíðarbyggðasvæðum borgarinnar frá Geldinganesi og upp á Kjalarnes. Jafnframt verði haldið áfram náttúrufarskönnunum í samvinnu við náttúrufræðistofnun. Tilgangurinn verði að skapa trúverðuga mynd af staðbundnu veður- og náttúrufari svæðanna sem grundvöll að skipulagsvinnu svæðanna frá fyrstu stigum hennar. Slík náttúru- og veðurfarskönnun er jafnframt góður grunnur að staðsetningu trjábelta til skjólmyndunar á svæðunum. Áætlun um þessa vinnu verði kynnt nánar í skipulags- og umferðarnefnd."

Skúlagata, Tónlistarhús,
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðismanna:
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðismanna:
"Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir að beina því til borgarráðs að kannaður verði sá möguleiki að byggt verði tónlistarhús á lóð Eimskipafélagsfélags Íslands hf. við Skúlagötu.
Könnunin feli það í sér að skoðað verði gaumgæfilega nýtingarmöguleikar lóðarinnar í þessum tilgangi og hvernig tónlistarhús á þessum stað fellur að umhverfi og annarri byggð á svæðinu. Í þeirri skoðun verði lögð áhersla á að kanna möguleika á því að byggja tónlistarhúsið í tengslum við fyrirhugaða hótelbyggingu á lóðinni.
Könnunin verði unnin í fullu samráði og samvinnu við menntamálaráðuneytið, lóðarhafa, áhugamenn um byggingu tónlistarhúss, aðila í ferðaþjónustu og hugsanlega fjárfestingaraðila. Skipaður verði sérstakur samráðshópur þessara aðila til þess að halda utan um verkefnið. Borgarskipulag Reykjavíkur verði slíkum samráðshópi til ráðgjafar.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Frestað.


Skúlagata 19, nýbygging
Lagt fram bréf Arkitekta, dags. 27.02.98, varðandi breytingu á mæni byggingar við Skúlagötu 19. Einnig lagðar fram teikningar sömu aðila og umsögn Borgarskipulags, dags. 10.2.98.
Samþykkt að kynna tillöguna samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir íbúum að Skúlagötu 40, 40a og 40b.

Stórhöfði 43, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.01.98, varðandi umsókn S.Á.Á. um lóð við Stórhöfða 43.
Vísað til vinnslu á Borgarskipulagi.

Elliðaárdalur, veiðihús
Lagt fram erindi borgarverkfræðings dags. 4.3. 1998, ásamt bréfi Hitaveitu Reykjavíkur dags. 23.12. 1997, vegna veiðihúss í Elliðaárdal.
Vísað til umhverfismálaráðs.

Dvergshöfði, Landssíminn, lóðarbreyting/uppbygging
Lagt fram bréf Valdimars Harðarsonar ark., dags. 09.10.97, varðandi póstmiðstöð að Dvergshöfða 2 - Jörfa, samkv. uppdr. Arkitekta sf., dags. 03.03.98. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 02.03.98.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á teikningar að fyrirhugaðri póstmiðstöð, en gerir fyrirvara um aðkomur að lóðunum og óskar eftir að umferðarþættir verði kynntir sérstaklega í nefndinni og síðar sem breyting á deiliskipulagi.