Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur, Alþingisreitur, Vesturhólar, Þórsgata 2,

Skipulags- og umferðarnefnd

3. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 2. febrúar kl. 10:00, var haldinn 3. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Zoëga, Gunnar Jóhann Birgisson og Halldór Guðmundsson. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun
Lagður fram að nýju endurskoðaður kafli um miðborgina í Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir kynnti.
Frestað.


Aðalskipulag Reykjavíkur, þemahefti
Lögð fram að nýju þrjú þemahefti Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016: þemahefti um húsvernd, umferð og umhverfi og umhverfi og útivist.
Þemahefti um umferð og umhverfi samþykkt Björn Axelsson landslagsarkitekt kynnti þemahefti um umhverfi og útivist.
Afgreiðslu þemaheftis um umhverfi og útivist og þemaheftis um húsvernd frestað þar til fjallað hefur verið um málið í umhverfismálaráði.


Alþingisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141. dags. 22.1.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og eldri gögnum.
Margrét Sæmundsdóttir óskaði bókað:
"Ég er sammála hugmyndum hönnuða um létta glerbyggingu/tengingu við þingmannaskála til vesturs og þá hugmyndafræði sem hún er byggð á."
Frestað.


Vesturhólar, gönguleiðir
Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 30.01.98, ásamt tillögum sama dags, byggðum á hugmyndum Guttorms Þormar verkfræðings, dags. 28.11.96, um lagfæringu á gönguleiðum ásamt bréfum forstöðumanns félagsstarfs Gerðubergs, dags.19.09.97 og 28.10.97 og bréf Húsfélagsins að Arahólum 2, dags. 26.09.96. Einnig lagt fram bréf Foreldrafélags Hólabrekkuskóla, dags. 20.01.98.
Samþykkt.

Þórsgata 2, úrskurður, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss með fimm íbúðum að Þórsgötu 2, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 10.04.97, br. 03.12.97 og bréf byggingarfulltr. dags. 05.01.98 ásamt bréfi A & P lögmanna, dags. 02.01.98, bréfi Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 06.06.97 og 08.01.98 ásamt skuggavörpum og bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar ark., dags. 13.06.97. Ennfremur lagður fram að nýju úrskurður umhverfisráðuneytis vegna nýbyggingar við Þórsgötu 2 ásamt bréfi ráðuneytisins, dags. 05.08.97 og bréfum og undirskriftalistum íbúa, dags. 12.06.97, 23.07.97, 29.07.97 og 01.08.97. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 31.01.98.
Samþykkt, með 6 atkvæðum, að senda tillöguna í grenndarkynningu, skv. 7 mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga til eftirtalinna húsa: Freyjugötu 1, 3, 3a, 3b, Óðinsgötu 7 og 9, Þórsgötu 1, 3 og 4.
Guðrún Jónsdóttir sat hjá og óskaði bókað:
"Óska eftir að haldinn verði fundur með íbúum og öðrum sem viðdvöl hafa að jafnaði á reitnum. Þar verði kynnt staða málsins frá hendi borgarinnar m.a. umsögn borgarlögmanns, dags. 31.1.1998 til Guðrúnar Ágústsdóttur. Þessi kynning fari fram, áður en ný tillaga, sem ég tel óverulega breytingu, fer í grenndarkynningu."