Borgartún 1a, Geldinganes, grjótnám, Laugavegur 53B, Laugavegur 92, Miðborg, þróunaráætlun, Norðlingabraut/Bugða, Suðurgata 22, Vesturhlíð 1, leikskóli, Bakkastaðir 1, Brúnastaðir 44, Gullengi/Borgavegur, Hafnarstræti 17, Hjólreiðar, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Laugarnes, Laugavegur 16, Laugavegur 20A, Laugavegur 53B, Deiliskipulag, Selásbraut/Vindás, leikskóli, Stangarholt, Vesturhólar, Seljabraut, Umferðarskynjari, Þórsgata 2, 30 km svæði, Suðurgata,

Skipulags- og umferðarnefnd

1. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 12. janúar kl. 10:00, var haldinn 1. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoëga, Halldór Guðmundsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Borgartún 1a, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um uppbyggingu að Borgartúni 1a.


Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 09.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 08.12.97 um tillögu Reykjavíkurhafnar að skipulagi aðstöðu við grjótnám í Geldinganesi.


Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 varðandi nýbyggingu að Laugavegi 53B.


Laugavegur 92, viðbygging og breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um breytt lóðamörk að Laugavegi 92


Miðborg, þróunaráætlun,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 16.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um að áfram verði unnið að áætluninni um stefnumörkun fyrir miðborg Reykjavíkur.


Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um nýbyggingu Norðlingabraut/Bugðu


Suðurgata 22, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um breytt deiliskipulag að Suðurgötu 22.



Vesturhlíð 1, leikskóli,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um leikskóla að Vesturhlíð 1.


Bakkastaðir 1, nýbygging, breyting á byggingarreit
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss ásamt stakstæðu húsi á lóðinni nr. 1 við Bakkastaði, samkv. uppdr. Teiknist. Ármúla 6, dags. 02.12.97, br. 07.01.98. Einnig lagt fram bréf Mótáss ehf, dags. 07.01.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 07.01.98.
Samþykkt.

Brúnastaðir 44, breyting á byggingarreit og lóðamörkum
Lagt fram bréf Páls Kjartanssonar og Elínar Jónsdóttur, mótt. 05.12.97, varðandi breytingu á byggingarreit og lóðamörkum við Brúnastaði 44, samkv. uppdr. dags. 06.01.98.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa lóðar nr. 42 við Brúnastaði.

Gullengi/Borgavegur, lóðarafmörkun og aðkoma
Að aflokinni kynningu er lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 03.03.97, breytt 29.09.97, að lóðarafmörkun og aðkomu að bensínstöð og stæði fyrir stóra bíla. Einnig lögð fram að nýju tillaga Hauks Harðarsonar arkitekts FAÍ, dags. 23.09.97, breytt 25.09.97, að fyrirkomulagi á lóðunum. Einnig lagt fram bréf íbúa í Gullengi 5, dags. 21.11.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.12.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags ásamt tillögu Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 23.9.´97, br. 25.9.´97 ásamt umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust við kynningu tillögunnar. Nefndin vísar jafnframt til bókunar sinnar frá 29.9.´97.

Hafnarstræti 17, breyting á þaki, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Þorsteins Helgasonar arkitekts, dags. 12.10.97 og uppdr. , dags. 28.09.97, br. 01.12.97, varðandi breytingu á þaki og nýja viðbyggingu Hafnarstræti 17 ásamt bréfi Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 23.10.97, bréf Árbæjarsafns, dags. 29.10.97 og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.11.97. Einnig lagt fram bréf skipulagsstjóra ríkisins, dags. 29.12.97. Ennfremur lagður fram uppdr. Borgarskipulags, dags. 03.12.97.
Samþykkt að kynna tillöguna skv. 7. mgr. 43. gr. l. 73/1997 fyrir Miðborgarsamtökunum og eigendum Hafnarstrætis 16, 18 og 19. Fella skal millibygginguna betur að aðliggjandi húsum.

Hjólreiðar, stígar
Lagt fram bréf Umferðarráðs, dags. 29.09.97, varðandi málefni hjólreiðamanna og lagningu hjólreiðastíga.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti svofellda bókun:
"Í aðalskipulagi Reykjavíkur eru stofnstígar flokkaðir sem samgönguæðar gangandi og hjólandi vegfarenda líkt og götur fyrir vélknúin ökutæki. Stofnstígar taka mið af almennum ferðakröfum í borginni, tengja saman útivistarsvæði og heimili og vinnustaði og saman mynda þeir samgöngunet með u.þ.b. 1000 m möskvastærð. Lega stíganna er valin þannig að sem auðveldast sé að ferðast eftir þeim skjótt og örugglega í vistlegu umhverfi. Verulegar úrbætur hafa orðið undanfarin ár í lagningu stíga sem þjóna m.a. þeirri miklu aukningu sem hefur orðið á hjólreiðamönnum. Gert hefur verið átak í því að búa til fláa frá stígum að götu til að auðvelda umferð hjólandi og hreyfihamlaðra vegfarenda um borgarumhverfið og reistar hafa verið göngu- og hjólreiðabrýr til að tryggja öryggi vegfarenda yfir stærstu umferðaræðarnar. Haldið verður áfram að reisa slíkar brýr í borginni. Í þemahefti aðalskipulagsins um umhverfi og útivist verður m.a. lögð áhersla á enn frekari úrbætur á helstu göngu- og hjólreiðaleiðum og tengingu leiðanna við útivistarsvæði borgarinnar. Skipulags- og umferðarnefnd telur brýnt að Reykjavíkurborg taki upp viðræður við Vegagerðina í samráði við nágrannasveitarfélögin um gerð göngu- og reiðhjólastíga á milli sveitarfélaganna."


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.12.97 um að láta vinna svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.


Laugarnes, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 03.12.97, um skipun í vinnuhóp varðandi deiliskipulag í Laugarnesi.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að tilnefna Halldór Guðmundsson og Guðrúnu Ágústsdóttur fulltrúa í skipulags- og umferðarnefnd í vinnuhóp um deiliskipulag í Laugarnesi.

Laugavegur 16, hótel
Lögð fram til kynningar tillaga Teiknist. ARKO, mótt. 15.12.97 ásamt erindi Kristófers Oliverssonar, dags. 02.01.98, varðandi hótelrekstur á lóðinni Laugavegur 16 ásamt samþykki eiganda veitingastaðarins Vegamót, mótt. 05.12.97. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 12.12.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 17.12.97.


Laugavegur 20A, viðbygging
Að aflokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts f.h. Serina ehf., dags. 16.09.97 ásamt uppdráttum, dags. 16.09.97, br. 12.11.97, varðandi viðbyggingu við hús á lóð nr. 20A við Laugaveg. Einnig lagt fram bréf Bertils ehf, dags. 08.10.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 24.09.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna með 6 samhljóða atkv. (Guðrún Jónsdóttir sat hjá). Guðrún Jónsdóttir bókaði eftirfarandi: "Ég sit hjá við atkvæðagreiðslu. Hefði talið rétt að fyrir lægi nánari stefnumörkun um þetta svæði og í framhaldi af því deiliskipulag áður en slík framkvæmd væri heimiluð." Fulltrúar í skipulags- og umferðarnefnd að undanskilinni Guðrúnu Jónsdóttur óskuðu bókað: "Hér er um að ræða hluta af þeirri stefnu að byggja upp verslun og þjónustu við Laugaveg en er minniháttar breyting sem almennt hefur mælst vel fyrir."

Laugavegur 53B, nýbygging
Lagðar fram teikningar Arnar Sigurðssonar ark., dags. 20.12.97. merktar A 10 að uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 53B ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 09.01.98. Einnig lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 04.01.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að kynna framlagða tillögu samkv. 7. mgr. 43. gr. l. 73/1997 fyrir lóðarhöfum lóða nr. 50, 51, 52, 53a, 54 og 55 við Laugaveg og nr. 70, 72 og 74 við Hverfisgötu." Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Ég hefði þó viljað hafa grenndarkynninguna víðtækari. Hún hefði þurft að taka til alls reitsins og húsaraða sunnan Laugavegar og norðan Hverfisgötu. Þá vek ég athygli á því að eftir er að taka endanlega afstöðu til ýmissa þátta m.a. gönguleiða og innkeyrslu." Formaður skipulags- og umferðarnefndar bókaði: "Grenndarkynning fer nú fram að aflokinni svokallaðri deiliskipulagskynningu, sem hefur fengið víðtæka umfjöllun. Allir sem óska geta sent inn athugasemdir í grenndarkynningum."

Deiliskipulag, forsögn
Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir að lagðar verði fyrir fund nefndarinnar 26. janúar n.k. hugmyndir Borgarskipulags að forsögn um gerð deiliskipulags og kynningar í samræmi við ný skipulags- og byggingarlög. Sérstaklega verði fjallað um aðferðafræði og samvinnu við hagsmunaaðila.

Selásbraut/Vindás, leikskóli, aðkoma, lóðarafmörkun
Lögð fram endurskoðuð tillaga Borgarskipulags að afmörkun leikskólalóðar, aðkomu og fyrirkomulagi á lóðinni sunnan Vindáss, samkv. uppdr. Teiknist. Manfreðs Vilhjálmssonar, dags. 09.01.98.
Samþykkt að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi. Vísað til kynningar í umhverfismálaráði.

Stangarholt, umferð
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.10.97 vegna undirskriftalista íbúa við Stangarholt um lokun götunnar, ásamt tillögu umferðardeildar, dags. 28.11.97.
Samþykkt.

Vesturhólar, gönguleiðir
Lögð fram að nýju bréf umferðardeildar, dags. 05.11.97 og 05.12.97, ásamt tillögum Guttorms Þormar verkfræðings, dags. 28.11.96, um aðgerðir til umferðaröryggis. Einnig lagt fram bréf forstöðumanns félagsstarfs Gerðubergs, dags.19.09.97 og 28.10.97 og bréf Húsfélagsins að Arahólum 2, dags. 26.09.96, varðandi málið.
Frestað

Seljabraut, umferð
Lagt fram bréf Torfa Karls Karlssonar, dags. 11. jan. 1998, um úrbætur varðandi umferð og umferðarhraða á Seljabraut. Einnig lögð fram fundargerð umferðardeildar með íbúum við Seljabraut, dags. 19.01.98.
Vísað til umferðardeildar og til umfjöllunar með íbúum á svæðinu.

Umferðarskynjari, greinargerð
Lögð fram greinargerð lögreglunnar í Reykjavík um niðurstöður athugana með umferðarskynjara við Selásbraut.


Þórsgata 2, úrskurður, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss með fimm íbúðum að Þórsgötu 2, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 10.04.97, br. 03.12.97 og bréf byggingarfulltr. dags. 05.01.98 ásamt bréfi A & P lögmanna, dags. 02.01.98, bréfi Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 06.06.97 og 08.01.98 ásamt skuggavörpum og bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar ark., dags. 13.06.97. Ennfremur lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytis vegna nýbyggingar við Þórsgötu 2 ásamt bréfi ráðuneytisins, dags. 05.08.97 og bréfum og undirskriftalistum íbúa, dags. 12.06.97, 23.07.97, 29.07.97 og 01.08.97.
Frestað.

30 km svæði, mat á árangri
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svofellda bókun: "Óskað er eftir að tillögur varðandi úrbætur á 30 km svæðum verði lagðar fyrir næsta fund skipulags- og umferðarnefndar sbr. bókun nefndarinnar frá 24. nóv. 1997.

Suðurgata, göngustígur
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að óska eftir viðræðum við stjórn kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis um að göngustígur meðfram Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Hringbraut flytjist inn í kirkjugarðinn við Suðurgötu og verði aðalgönguleið á þessu svæði í stað þeirrar gangstéttar sem nú er meðfram götunni. Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til Borgarskipulags.