30 km svæði, Bólstaðarhlíð, Engjateigur 7-9, Hörpugata 2, Langholtsvegur 1 og Kleppsvegur 102, Dunhagi, Miðborg, þróunaráætlun, Alþingisreitur, Geldinganes, grjótnám, Laugarnes, Grafarvogur, hverfisnefnd, Laugavegur, Skeiðarvogur, Gylfaflöt, lóðarafmarkanir, Hafnarstræti 17, Miklabraut/Vesturlandsvegur, Selásbraut/Vindás, leikskóli, Sogavegur 3, Tunguháls, Vatnsmýrarvegur/Þingholt/Öskjuhlíð, Gatnagerðaráætlun, 30 km svæði, Rauðljósamyndavélar,

Skipulags- og umferðarnefnd

23. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 24. nóvember kl. 10:00, var haldinn 23. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson. Einnig Bryndís Kristjánsdóttir og Sigríður Hjartar umhverfismálaráði vegna mála 471 og 472. Fundarritari var Guðný Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:


30 km svæði, hraðamælingar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. þ.m. um 30 km svæði í Hlíðahverfi að hluta og í Teigum sunnan Sundlaugavegar. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til afgreiðslu.


Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.11.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. þ.m. um lokun Bólstaðarhlíðar til bráðabirgða. Borgarráð samþykkti erindið með 3 samhljóða atkv. þannig að við lok tilraunatímabils í júlí n.k. verði tekin afstaða til upphitunar gangstéttar við götuna. Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til meðferðar.


Engjateigur 7-9, lóðarskipting, lóðarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. þ.m. um lóðarskiptingu og lóðarbreytingu að Engjateigi 7 - 9.


Hörpugata 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. þ.m. um breytingu á skipulagi lóðar nr. 2 við Hörpugötu og nýbyggingu.


">Langholtsvegur 1 og Kleppsvegur 102, lóðarbreyting, ofanábygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 04.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.10.97 um lóðarbreytingu og stækkun húss að Langholtsvegi 1 og Kleppsvegi 102.


Dunhagi, umferð
Lagt fram bréf Jóns Brynjólfssonar, dags. 18.04.97, varðandi umferð á Dunhaga. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 18.11.97, ásamt tillögu.
Tillaga umferðardeildar samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunar vegna framkvæmda.

Miðborg, þróunaráætlun,
Richard Abrams, ráðgjafi kynnti drög að stefnumótun fyrir miðborg Reykjavíkur.


Alþingisreitur, skipulag
Lagt fram að nýju bréf Sigurðar Einarssonar arkitekts, dags. 27.05.97, vegna skipulags Alþingisreits. Einnig lögð fram greinargerð Batterísins, dags. 11.11.97, ásamt uppdr. og líkani sama aðila, dags. 26.05.97, breytt síðast 17.11.97. Einnig lagt fram bréf rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, dags. 9.6.97 ásamt fylgigögnum og bréf Torfusamtakanna, dags. 18.7.1997. Ennfremur lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 17.11.97 og umhverfismálaráðs, dags. 27.06.97 ásamt umsögn borgarminjavarðar, dags. 21.11.97.
Sigurður Einarsson, arkitekt, kynnti tillögu að skipulagi. Vísað til umhverfismálaráðs til umsagnar.

Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11.11.97, ásamt uppdr. dags. 10.11.97, varðandi deiliskipulag af grjótnámi í Geldinganesi. Einnig lagt fram bréf Skipulags ríkisins, dags. 09.10.97, varðandi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs grjótnáms í Geldinganesi, ásamt frummatsskýrslu Stuðuls f.h. Reykjavíkurhafnar, dags. júlí 1997.
Jón Þorvaldsson, verkfr. hjá Reykjavíkurhöfn kynnti.
Frestað og vísað til umhverfismálaráðs.


Laugarnes, deiliskipulag
Í framhaldi af bókun nefndarinnar frá 10. nóv. s.l. samþykkir skipulags- og umferðarnefnd að settur verði á fót vinnuhópur sem skilgreini nánar og fylgi eftir bókun skipulags- og umferðarnefndar frá fundinum. Lagt er til að hópurinn verði skipaður 2 fulltrúum frá skipulagsnefnd, tveim fulltrúum frá umhverfismálaráði og einum frá menningarmálanefnd. Hópurinn ljúki störfum innan 2ja mánaða.
Greinargerð með tillögu.
Á síðasta fundi skipulags- og umferðarnefndar samþykkti nefndin að unnið skuli deiliskipulag fyrir Laugarnes á grundvelli skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um náttúrufar í Laugarnesi, dags. í nóv. ´97.
Í Laugarnesi eru bæði fornminjar, máttúruminjar og búsetuminjar. Þar er einnig m.a. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Til þess að tvinna saman alla þessa þætti við skipulagsgerð þurfa bæði skipulagsnefnd, umhverfismálaráð og menningarmálanefnd að koma að þessu máli, vinnuhópur sem skipaður væri fulltrúum frá þessum nefndum gæti vel verið til þess fallinn að annast undirbúning þessa máls og hrinda í framhaldinu af stað deiliskipulagsgerð fyrir svæðið, sem tæki mið af verndun búsetulandslags (menningarlandslags) í Laugarnesi.


Grafarvogur, hverfisnefnd,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14.11.97 þar sem borgarráð beinir þeim tilmælum til nefnda og ráða borgarinnar, að þau upplýsi hverfisnefnd Grafarvogs um meiri háttar stefnumótandi mál, sem þau hafa til umfjöllunar og snerta Grafarvogshverfi sérstaklega.


Laugavegur, endurnýjun
Kynnt staða málsins og lögð fram bókun borgarráðs frá 18.11.97.


Skeiðarvogur, þrenging götu
Lagt fram bréf Kristins Gestssonar f.h. foreldrafélags Vogaskóla og Óskars Sigurðssonar f.h. foreldrafélags Langholtsskóla dags. 12.09.97 varðandi umferðarmál í skólahverfum Voga- og Langholtsskóla. Einnig lögð fram til kynningar frumdrög Borgarskipulags, dags. 21.11.97, að fækkun akreina og bættum göngutengslum.
Frestað.

Gylfaflöt, lóðarafmarkanir,
Lögð fram bréf Verkvers ehf, dags. 07.11.97, Sigurðar J. Björnssonar og Jóns V. Jónssonar, dags. 14.10.97 og Kars ehf, dags. 23.10.97 ásamt bréfi skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 19.9., 23.10., 27.10. 07.11.97 og bréf Gunnars Eydal f.h. borgarráðs, dags. 11.11.97. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 20.11.97, að lóðarafmörkunum.
Samþykkt.

Hafnarstræti 17, breyting á þaki, viðbygging
Lagt fram bréf Þorsteins Helgasonar arkitekts, dags. 12.10.97, varðandi breytingu á þaki og nýja viðbyggingu Hafnarstræti 17. Einnig lagt fram bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 23.10.97 og bréf Árbæjarsafns, dags. 29.10.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 24.11.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags. Samþ. að óska eftir því við borgarráð að sótt verði um breytingu á staðfestu deiliskipulagi.

Miklabraut/Vesturlandsvegur, hækkuð hraðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.11.97, ásamt fylgibréfum, varðandi hækkuð hraðamörk á hluta Miklubrautar og Vesturlandsvegar.


Selásbraut/Vindás, leikskóli, lóðarafmörkun, breytt landnotkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 21.11.97, að lóðarafmörkun fyrir fjögurra deilda leikskóla sunnan Vindáss 1-3 og breytta landnotkun.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að sótt verði um breytta landnotkun og kynna tillöguna.

Sogavegur 3, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.10.97, varðandi viðbyggingu við núverandi veitingaskála á lóðinni nr. 3 við Sogaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Úti og inni, dags. í okt. 1997. Einnig lagt fram bréf Atla Rúnars Halldórssonar, dags. 16.10.97, bréf skrifst.stj. borgarstj., dags. 22.10.97 og umsögn umferðardeildar, mótt. 05.11.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.11.97.

Synjað með tilvísun í umsögn Borgarskipulags.

Tunguháls, lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, unnin af Einari V. Tryggvasyndi arkitekt, dags. 28.10.97, að lóðarafmörkun og skipulagsskilmálum fyrir lóð við Tunguháls. Einnig lagt fram bréf Jóhanns Kristjánssonar f.h. Ísdekks, dags. 14.11.97 ásamt bréfi borgarstjóra til skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 21.05.97.
Tillaga Borgarskipulags samþykkt. Varðandi starfsemi vísast til bréfs Ísdekks, dags, 14.11.97.

Vatnsmýrarvegur/Þingholt/Öskjuhlíð, gönguleið
Lögð fram bréf Ómars Einarssonar hjá Íþrótta- og tómstundaráði, dags. 06.10.97og 29.10.97, vegna gönguleiðar úr skólahverfi Þingholta að Valssvæði og Öskjuhlíð. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 18.11.97, ásamt tillögu.
Tillaga umferðardeildar samþykkt. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að flutningi Hringbrautar sé hraðað, en þar er gert ráð fyrir undirgöngum eða stofnstíg sem tengir íbúðarsvæðið við útivistarsvæðið.

Gatnagerðaráætlun,
Kynning.
Gatnamálastjóri kynnti áætlunina.

30 km svæði, í Hlíðum og Lækjum
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela umferðardeild að leggja fyrir nefndina tillögur að endurbótum á umferðarskipulagi þessara tveggja hverfa, þar sem gengið er út frá því að 85% hraðinn í hverfunum fari hvergi yfir 40 km/klst. Vinnunni verði hraðað og tillögur lagðar fyrir nefndina eigi síðar en um miðjan janúar 1998.

Rauðljósamyndavélar,
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að beina því til lögreglustjóraembættisins og dómsmálaráðuneytisins að séð verði til þess að innheimta á sektum vegna aksturs móti rauðu ljósi verði færður í viðunandi horf.