Langholtsvegur 13, Miðborgin, Skólabær, leikskóli, Aðalskipulag Reykjavíkur, Fjallkonuvegur 1, Bryggjuhverfi, Landspítalalóð, Gullengi/Borgavegur, Laugavegur 18B, Laugavegur 92, Kjalarnes, Reykjanesbraut, Skildinganes 10, Skipholt 9, 30 km svæði, Skútuvogur 7, Vesturfold, Ánanaust/söluskáli/Akið-takið, Austurstræti 8 - 10,

Skipulags- og umferðarnefnd

19. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 29. september kl. 10:00, var haldinn 19. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Halldór Guðmundsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Langholtsvegur 13, skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.9.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um skilmála vegna Langholtsvegar 13.


Miðborgin, næturstæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.9.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um aðstöðu fyrir leigubíla í miðborginni. Borgarráð samþykkti erindið hvað varðar stæði við Lækjargötu með þeim breytingum að inn- og útkeyrsla verði frá Lækjargötu á móts við skiptistöð SVR. Ákvörðun varðandi aðgerðir við Mæðragarðinn var frestað og samþykkt að málið verði kynnt formlega fyrir íbúum.


Skólabær, leikskóli, lóðarafmörkun, breytt landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.9.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um leikskóla víð Skólabæ, lóðarafmörkun og breytta landnotkun ásamt heimild til auglýsingar.


Aðalskipulag Reykjavíkur,
Kynning á stöðu vinnu þemahefta um umferð og umhverfi og umhverfi og útivist.


Fjallkonuvegur 1, bensínstöð OLÍS, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Einars Benediktssonar f.h. OLÍS, dags. 14.08.97, varðandi aðkomu að bensínstöð OLÍS á mótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 02.09.97 ásamt minnisblaði umferðardeildar, dags. 24.09.97.

Skipulags- og umferðarnefnd synjar erindi Olís með vísan til umsagnar umferðardeildar borgarverkfræðings frá 2.9.1997.

Bryggjuhverfi, skipulag
Lagðir fram að nýju skipulagsskilmálar Bryggjuhverfis, dags. 27.06.97 ásamt bréfi Sigurðar R. Helgasonar, framkv.stj. Björgunar hf, dags. 02.07.97. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings og skipulagsstjóra, dags. 25.09.97 varðandi umferðartengingar við Bryggjuhverfi ásamt uppdrætti, dags. í maí. 1997, breytt í sept 1997.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir skipulagsskilmálana. Ennfremur samþykkir nefndin til bráðabirgða umferðartengingar við Bryggjuhverfi, sbr. bréf borgarverkfræðings og skipulagsstjóra, dags. í sept. ´97.

Landspítalalóð, barnaspítali, hljóðstig
Lagt fram bréf Björns H. Skúlasonar f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 23.07.97, varðandi niðurstöðu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um hljóðstig frá umferð við spítala, dags. 30.06.97. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 19.09.97.
Frestað.

Gullengi/Borgavegur, bensínstöð, lóðarafmörkun og aðkoma
Lögð fram tillaga Hauks Harðarsonar arkitekts FAÍ, dags. 23.09.97, að afmörkun lóðar fyrir stóra bíla og bensínstöð ásamt aðkomu og fyrirkomulagi á lóðunum.

Skipulags- og umferðarnefnd leggur áherslu á að eftir að Borgavegur hefur verið tvöfaldaður verður ekki heimiluð vinstri beygja af Borgavegi inn á lóð bensínstöðvarinnar. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.

Laugavegur 18B, íbúðir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.09.97, varðandi breytingu á innra fyrirkomulagi, 4. og 5. hæðar hússins nr. 18B við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Gláma/Kím, dags. 07.08.97. Einnig lögð fram bréf Jóhannesar Þórðarsonar arkitekts f.h. Glámu/Kím dags. 15.09.97, bréf Jens Jóhannessonar f.h. Laugaverks ehf og Seturs ehf dags. 16.09.97. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.9.´97.
Samþykkt með vísan í umsögn Borgarskipulags.

Laugavegur 92, viðbygging og breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf Ivon Stefán Cilia arkitekts, f.h. Teiknist. Ármúla 6, dags. 31.07.97 varðandi lóðarbreytingu og viðbyggingu á lóðinni nr. 92 við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Ármúla 6, dags. 30.07.97. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 25.04.97, varðandi byggingu samkv. uppdr. dags. 15.04.97. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dgs. 24.9.´97.
Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.

Kjalarnes, Grundarhverfi
Lögð fram til kynningar breytt tillaga að deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi, ódags.
Á fundinn komu fulltrúar Kjalarnesshrepps, Jónas Vigfússon og Kolbrún Jónsdóttir, ásamt Einari Ingimarssyni, skipulagshöfundi, og gerðu þau grein fyrir skipulagstillögunni.

Reykjanesbraut, hægri beygja inn á Skemmuveg
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 11.06.97, varðandi erindi bæjarstjóra Kópavogs dags. 5.06.97 vegna hægri beygju af Reykjanesbraut inn á Skemmuveg skv. uppdr. Gunnars Inga Ragnarssonar, dags. 11.04.97. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 26.09.97 og umsögn umferðardeildar borgarverkfr., dags. 06.08.97.

Frestað. Borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra falið að ræða við bæjaryfirvöld í Kópavogi.

Skildinganes 10, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.09.97, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 10 við Skildinganes, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 20.08.97. Einnig lagt fram bréf Gísla Gestssonar, dags. 09.09.97 og 28.09.97, samþykki húseigenda að Skildinganesi 8, dags. 08.09.97 og bréf garðyrkjustjóra, dags. 12.09.97. Ennfremur lögð fram bréf húseigenda að Skildinganesi 12, dags. 21.09.97 og 28.9.97 ásamt minnispunktum Borgarskipulags, dags. 25.09.97.
Frestað.

>Skipholt 9, viðbygging, íbúðir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.09.97, um að koma fyrir 6 íbúðum á 2. og 3. hæð í núverandi húsi og byggja við til norðurs fyrir 9 íbúðir á lóðinni nr. 9 við Skipholt, samkv. uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. í ágúst 1997. Einnig lagt fram bréf Árna Jóhannssonar f.h. Harra ehf, ódags. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.09.97.

Samþykkt að skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa sé falið að kynna málið fyrir nágrönnum.

30 km svæði, hraðamælingar
Lagt fram kynningarrit Umferðarráðs um ökuhraðamælingar.


Skútuvogur 7, uppbygging
Lagt fram bréf Vignis Albertssonar dags. 17.09.97 varðandi breytingu á skipulagi lóðar nr. 7-9 við Skútuvog skv. uppdr. Gunnars og Reynis sf dags. 10.09.97. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 29.9.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið að því leyti sem það tekur til húss nr. 7, en frestað er ákvörðun um staðsetningu húss nr. 9 vegna fyrirhugaðra umferðarmannvirkja. Erindið verður kynnt fyrir nágrönnum (af hafnarstjóra) áður en það er lagt fyrir hafnarstjórn.

Vesturfold, hljóðmön
Lagt fram bréf íbúa við Vesturfold 50-54, dags. 20.08.97, varðandi nýja hljóðmön á svæði sem afmarkast af Vesturfold, Strandvegi og Hallsvegi og lengingu hljóðmanar sem fyrir er á svæðinu, í suður. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 15.09.97
Samþykkt.

Ánanaust/söluskáli/Akið-takið, breyting á lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, samkv. uppdr. arkitektanna Gunnars og Reynis, dags. 26. sept. 1997 á færslu lóðar söluskálans við Ánanaust, til suðurs.
Samþykkt.

Austurstræti 8 - 10, uppbygging
Skipulagsstjóri kynnti hugmyndir um uppbyggingu á lóð nr. 8 - 10 við Austurstræti og hugsanlegan flutning gamla Ísafoldarhússins á lóð nr. 14 við Aðalstræti.
Vísað til umhverfismálaráðs