Breiðavík 16, Ármúli 22, Umferðarslys í Reykjavík, Umferðarmál, Hjólreiðar, Gullinbrú, Kleppsmýrarvegur, Kaplaskjólsvegur 73-79, Umferðarmál, Auðarstræti, Aðalskipulag Reykjavíkur, Bólstaðarhlíð 29, Miðbakki, Sléttuvegur 15-17, Smiðshöfði 19, Vesturgata 50, Vættaborgir 70-72, Öskjuhlíð, Hafnarstræti 4, Flókagata, Miklabraut, Umferðarmál,

Skipulags- og umferðarnefnd

11. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 26. maí kl. 10:00, var haldinn 11. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Breiðavík 16, lóðarstækkun, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.05.97 á bókun skipulags- og umferðardeildar frá 21.04.97, um lóðarstækkun og nýbyggingu að Breiðuvík 16.



Ármúli 22, bílaleiga
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.05.97 á umsögn Borgarskipulags frá 27.04.97 um bílaleigu að Ármúla 22.



Umferðarslys í Reykjavík, þróun
Kynning umferðardeildar á þróun umferðarslysa í Reykjavík 1992-1996.

Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur umferðardeildar, kynnti.

Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 02.04.97, um tillögur um framkvæmdir tengdar úrbótum í umferðaröryggismálum, ásamt bréfi borgarverkfræðings dags. 3.4.97, og öðrum fylgigögnum.

Vísað til umferðardeildar borgarverkfræðings og gatnamálastjóra.

>Hjólreiðar, umferðarskilti
Óskar D. Ólafsson lagði fram svohljóðandi tillögu.
"Lagt er til að umferðarskilti sem varar bílstjóra við hjólandi umferð verði sett upp á eftirtöldum stöðum. Hér er annars vegar um að ræða valdar hjólaleiðir norðan megin Miklubrautar og Hringbrautar og hins vegar vestan megin Lækjargötu".
Umferðarskiltið A11.41 Hjólreiðamenn, skal sett upp á eftirtöldum stöðum:
1. Fyrir framan frárein Miklubrautar inn á Skeiðarvog
2. Fyrir framan frárein Miklubrautar inn á Grensásveg
3. Fyrir framan frárein Miklubrautar inn á Háaleitisbraut
4. Fyrir framan frárein Miklubrautar inn á Kringlumýrarbraut
5. Fyrir framan frárein Miklubrautar inn á Snorrabraut
6. Fyrir framan frárein Hringbrautar inn á Laufásveg
7. Fyrir framan frárein Hringbrautar inn á Sóleyjargötu
8. Við Lækjargötu fyrir framan hægri beygju inn á Skólabrú
9. Við Lækjargötu fyrir framan hægri beygju inn á Vonarstræti
Tillögunni fylgir greinargerð.

Frestað. Vísað til borgarverkfræðings til umsagnar

Gullinbrú, breikkun
Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd: Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur leggur til við borgarráð að þegar verði gengið til viðræðna við ríkisvaldið um að tryggja að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða og í gegnum gatnamótin við Hallsveg hefjist þegar á þessu ári. Í því sambandi verði skoðaður sá möguleiki að Reykjavíkurborg fjármagni framkvæmdirnar þar til fjármagn fæst til þeirra samkvæmt vegaáætlun.
Formaður skipulags- og umferðarnefndar lagði fram svofellda tillögu um málsmeðferð:
"Við afgreiðslu Alþingis á vegaáætlun kom í ljós að engar fjárveitingar eru til breikkunar á Gullinbrú á þeim tveim árum sem áætlunin náði til að þessu sinni. Lán úr borgarsjóði til framkvæmda myndi því vera til ótiltekins tíma að þessu óbreyttu. Vegna þessarar óvissu er tillögunni vísað til borgarráðs. Að auki er vísað til bókunar skipulags- og umferðarnefndar frá 12. maí s.l."
Tillagan var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, (fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað:
"Meðferð R-listans á tillögu Sjálfstæðismanna um breikkun Gullinbrúar ber vott um skort á stórhug. Skipulagsnefnd Reykjavíkur á að hafa skoðun á þessu máli. Hvað varðar þá tillögu R-listans að vísa tillögu Sjálfstæðismanna til borgarráðs leggja Sjálfstæðismenn áherslu á að það er ekkert nýtt að Reykjavíkurborg leiti leiða til þess að fjármagna þjóðvegaframkvæmdir. Ef Reykjavíkurborg hefði ekki á undanförnum árum verið reiðubúin til þess að fjármagna þjóðvegaframkvæmdir tímabundið....... og krafið ríkisvaldið síðan um endurgreiðslu væri illa komið í samgöngumálum Reykvíkinga. R-listin kynnti fyrir nokkrum vikum tillögu í borgarráði um að leggja það til við samgönguráðherra að 50 millj. króna fjárfesting sem fyrirhuguð var til undirbúnings mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar yrði notuð til þess að hefja hönnun á stokki þeim sem R-listinn vill leggja vestasta hluta Miklubrautar í. Sú framkvæmd leysir úr vanda örfárra eins og nýleg mótmæli íbúa við Miklubraut undirstrika. Á sama tíma og R-listinn gælir við tillögur af þessu tagi ríkir ófremdarástand í samgöngumálum Grafarvogsbúa. Á þessum málum þarf að taka".
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
"Bókun minnihlutans er á misskilningi byggð og í henni eru rangar fullyrðingar. Í fyrsta lagi hefur skipulags- og umferðarnefnd lýst þeirri skoðun sinni að bættar samgöngur við Grafarvogs og Borgarholtshverfi um Gullinbrú væru mjög brýnar sbr. tillögu okkar á síðasta fundi. Skipulags- og umferðarnefnd er ekki ein um þessa skoðun því borgarráð og borgarstjórn samþykktu samhljóða að leggja áherslu á þessa framkvæmd á vegaáætlun. Það urðu mikil vonbrigði að Alþingi skyldi ekki deila þessari skoðun okkar á mikilvægi breikkunar Gullinbrúar. Þar er hins vegar hlutverk borgarráðs en ekki skipulags- og umferðarnefndar að fjalla um samskipti við ríkisvaldið um fjármögnun verkefna sem heyra undir ríkið. Í tillögu minnihlutans er ekkert sem þarfnast breytingar á skipulagi. Í öðru lagi er fullyrt að Reykjavíkurlistinn hafi kynnt tillögu í borgarráði um tiltekna málsmeðferð varðandi Miklubraut. Það er einfaldlega rangt eins og útskýrt var á fundinum.


Kleppsmýrarvegur, vegabr.
Lagt fram bréf borgarverkfræðings og yfirverkfr. umferðardeildar, dags. 22.05.97, varðandi breytingar á Kleppsmýrarvegi, sbr. uppdr. gatnamálastjóra, dags. í maí 1997.

Samþykkt

Kaplaskjólsvegur 73-79, nýbygging, lóðarafmörkun, göngustígur
Lagt fram bréf Gunnars Rósinkranz f.h. Gerpis ehf, dags. 06.05.97, varðandi byggingu raðhúss í 4 einingum á lóðinni Kaplaskjólsvegur 73-79, samkv. tillöguuppdráttum sama, dags. 20.05.97.

Samþykkt svofelld bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart byggingu fjögurra eininga raðhúss á lóðinni. Samþykkt að kynna tillöguna fyrir nágrönnum með fyrirvara um endanlega lóðarafmörkun og endanlega legu göngustígs".

Umferðarmál, Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi
Lögð fram að nýju fundargerð Samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum, dags. 22.4.97, ásamt niðurstöðu Borgarskipulags, varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í málinu.



Auðarstræti, umferð
Lagt fram bréf Erlends Hjaltasonar og Aðalheiðar Valgeirsdóttur, dags. 15.05.97, varðandi breytingar á Auðarstræti.

Vísað til umsagnar gatnamálastjóra, Borgarskipulags og umferðardeildar.

Aðalskipulag Reykjavíkur, athugasemdir
Lagðar fram athugasemdir íbúa við Lönguhlíð dags. 24.5. 97, við Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 -2016.



Bólstaðarhlíð 29, bílskúr
Lagt fram bréf Sigurmars K. Albertssonar hrl., dags. 07.04.97, varðandi byggingu bílskúrs við húsið nr. 29 við Bólstaðarhlíð, ásamt fylgigögnum. Einnig lagður fram uppdr. Teiknistofunnar Arkforms, dags. 12.05.97 ásamt bréfi íbúa við Bólstaðarhlíð 27, 29 og 31.
Frestað. Kynna tillöguna fyrir eiganda kjallaraíbúðar í Bólstaðarhlíð 29.

Miðbakki, fræðslutorg, minnismerki
Lagt fram að nýju bréf hafnarstjóra, dags. 05.05.97, varðandi skipulag á torgi við Miðbakka, þ.e. fræðslutorgi og staðsetningu minnismerkja. Einnig lagðir fram uppdr. Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, dags. 07.04.97. og bréf hans dags. 11.5.97. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 20.05.97.




Sléttuvegur 15-17, bílskúrar og lóðarstækkun
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 28.04.97, varðandi stækkun lóðar og bílskúra við Sléttuveg 15-17, samkv. uppdr.. dags. 22.08.91, breytt 28.04.97.

Samþykkt

Smiðshöfði 19,
Lagt fram bréf Gríms Valdimarssonar, dags. 10.2.97, varðandi hækkun á fyrirhuguðu húsi við Smiðshöfða 19 og breytingu á bílastæði og staðsetningu veltiskiltis. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 5.5.97, að fyrirkomulagi á lóðinni.

Nefndin samþykkir hækkun á fyrirhuguðu húsi og breytingu á bílastæði, en er andvíg staðsetningu veltiskiltisins svo nálægt gatnamótum við stofnbraut.

Vesturgata 50,
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum og skiptingu lóðar, dags. 23.05.97. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 26.02.97, varðandi kaup á eigninni Vesturgötu 50 og bréf Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns, dags. 24.02.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum, tillögu Borgarskipulags, enda verði við hönnun mannvirkja á lóðinni höfð mjög náin samvinna við Borgarskipulag og nefndinni verði kynnt endanlegt fyrirkomulag á lóð.
Guðrún Jónsdóttir sat hjá og óskaði bókað:
"Mér finnst vera gert ráð fyrir of miklu byggingarmagni á lóðinni miðað við markmiðið með skipulagningunni".


Vættaborgir 70-72, færsla byggingarreits
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 09.05.97, varðandi breytingu á skipulagsskilmálum á lóðinni nr. 70-72 við Vættaborgir, samkv. uppdr. Björns J. Emilssonar, dags. 20.11.96, breytt 01.02.97. Einnig lagt fram bréf Björns J. Emilssonar, dags. 30.04.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 22.05.97.
Samþykkt.

Öskjuhlíð, æfingasvæði slökkviliðs
Lagt fram svar Tryggva Þórðarsonar hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur varðandi jarðvegsmengun á æfingasvæði slökkviliðs Reykjavíkur vestan við Öskjuhlíð.



Hafnarstræti 4, byggingaframkvæmdir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.05.97, ásamt bréfi Guðmundar Jónssonar f.h. eigenda Austurstrætis 3, dags. 05.05.97. varðandi svalir á húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.

Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir því við byggingarnefnd að fá málið formlega til umfjöllunar.

Flókagata, SVR
Lagt fram bréf íbúa við Flókagötu ofan Lönguhlíðar dags. 29.4. 97, ásamt undirskriftalista varðandi akstur strætisvagna. Ennfremur lagt fram bréf forstjóra SVR dags. 13.5. 97.



Miklabraut, fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd lögðu fram svofellda fyrirspurn:

"Undanfarið hefur verið lögð mikil vinna í tillögugerð til lausnar á umferðarvandamálum á Miklubraut. Lagðar hafa verið fram í skipulagsnefnd þrjár tillögur til lausnar þessum vanda. Meirihlutinn hefur valið eina þessara tillagna og sett inn sem hluta af tillögu að aðalskipulagi og þar með hafnað hugmynd stokk frá Stakkahlíð að Miklatorgi. Eftir mikil mótmæli frá íbúum við Miklubraut hefur komið fram hjá formanni skipulags- og umferðarnefndar að hér sé aðeins um 1. áfanga aðgerða að ræða. Fyrirspurn er því hvort þetta sé rétt skilið og hverjir séu þá næstu áfangar".
Formaður lagði fram svohljóðandi svar.
"Þegar hugmyndir um stokk undir Miklubraut hafa verið kynntar í borgarkerfinu hefur jafnframt verið útstkýrt að öll hönnun miði að því að hægt verði að lengja göngin að Stakkahlíð og þess vegna mun lengra í austur. Jafnframt er minnt á að í fyrsta sinn er nú fjármagn, að upphæð kr. 20 millj., á fjárhagsáætlun borgarinnar sérstaklega í aðgerðir til að minnka hljóð- og loftmengun í íbúðahverfum borgarinnar. Þar þarf að leggja áherslu á íbúðir sem nú búa við erfiðastar aðstæður hvað þetta varðar".


Umferðarmál, valkostir í umferðarmálum
Lagt fram bréf Hilmars Þorbjörnssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í umferðardeild, dags. 4.4.97. varðandi valkosti í umferðarmálum.