Fríkirkjuvegur/Listasafn, Gang- og hjólastígar, Hléskógar 1, Hulduborgir 1-5, Borgartún 32, 34, 36, Kringlumýrarbraut, göngubrú, Landspítalalóð, Miðborgin, Lækjartorg, Laugarnestangi 65, Laugavegur 21/Klapparstígur 30, Laugavegur 99, Miklabraut, Reykás 24, Skeifan 11, Stórhöfði 15, Umferðarmál, Stjörnugróf,

Skipulags- og umferðarnefnd

7. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 7. apríl kl. 10:00, var haldinn 7. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ólafur F Magnússon og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Fríkirkjuvegur/Listasafn, bílastæði
Lagt fram bréf Körlu Kristjánsdóttur f.h. Listasafns Íslands, dags. 19.03.97, varðandi gangbraut yfir Fríkirkjuveg og sérmerkt bílastæði fyrir langferðabíla.

Vísað til Borgarskipulags, miðborgarvinnu.

Gang- og hjólastígar, forgangsröðun í snjómokstri
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 17.03.97, varðandi forgangsröðun í snjómokstri og hálkueyðingu gatna- og gönguleiða. Ennfremur lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags 24.3.97, varðandi snjóruðning í næsta nágrenni Hátúns 10-12 o.fl.

Skipulags- og umferðarnefnd felur gatnamálastjóra að gera nánari grein fyrir forgangsröðun við snjómokstur. Ennfremur verði farið í að marka stefnu varðandi snjómokstur á akbrautum og göngustígum, svo og um söltun og nagladekk.

Hléskógar 1, leikskóli
Lagt fram að nýju bréf Sólveigar Einarsdóttur og Maritar Guðmundsdóttur, dags. 14.02.97, varðandi rekstur einkaleikskóla í húsi nr. 1 við Hléskóga. Einnig lögð fram umsögn Bergs Felixsonar f.h. Dagvistar barna ásamt umsögn umferðardeildar, dags. 05.03.97. Ennfremur lagt fram bréf Maritar Guðmundsdóttur og Sólveigar Einarsdóttur, dags. 20.03.97 og undirskriftalistar með mótmælum íbúa við Hléskóga 2-26 og Ljárskóga 4-6, Guðrúnar Fanneyjar Óskarsdóttur, Hléskógum 5, Árna S, Jóhannssonar, Hléskógum 21 og Jóns Erlings Jónssonar, Hléskógum 8, dags. 21.03. ´97. Ennfremur lagt fram bréf Sólveigar Einarsdóttur og Maritar Guðnadóttur, dags. 7.4.97.
Synjað.


Hulduborgir 1-5, fjölgun á íbúðum
Lagt fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 03.03.97, um að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær ásamt bílastæðum, skv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. í febr. 1997, breytt í apríl 1997.

Samþykkt.

Borgartún 32, 34, 36, aðkoma
Lagt fram bréf Gunnars Guðmundssonar, f.h. Guðmundar Jónassonar ehf. og Hreiðars Ögmundssonar, f.h. Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar hf, dags. 24.07.96, varðandi stækkun lóðarinnar Borgartún 34 til vesturs og aðkomu að lóðunum Borgartún 34 og 36. Einnig lagðir fram uppdr. Hauks Harðarsonar, dags. 15. apríl 1996. Ennfremur lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 03.04.97 ásamt uppdrætti umferðardeildar, dags. 07.04.97.
Umferðarskipulag samkvæmt uppdrætti umferðardeildar frá 7.4.97 samþykkt. Nefndin leggur áherslu á að við útfærslu tillögunnar verði sérstaklega hugað að gönguleið vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem hún sker bílaaðkomu að Borgartúni 34.


Kringlumýrarbraut, göngubrú,
Lagðar fram til kynningar tillögur að fyrirkomulagi göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut milli Kirkjutúns og Teiga. Ennfremur lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 3. apríl 1997.

Samþykkt í meginatriðum.

Landspítalalóð, barnaspítali, hljóðstig
Lagt fram bréf Björns H. Skúlasonar f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 21.03.97, varðandi byggingu barnaspítala á Landspítalalóð.

Frestað. Kynnt drög að bókun, dags. 7.4.97.
"Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart hugmynd um samkeppni vegna hönnunar barnaspítala í tengslum við núverandi fæðingardeild.
Óskað er eftir að haft verði samráð við Borgarskipulag/Borgarverkfræðing varðandi forsögn og að heilbrigðisráðuneytinu verði gerð grein fyrir að líta verði svo á að samkomulag um tímasetningu á flutningi Hringbrautar sé forsenda frekari uppbyggingar á Landspítalalóðinni. Einnig verði hugað að umferðarhávaða frá Hringbraut í samræmi við nýjar reglur varðandi hljóðstig frá umferð".


Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, unnin af Gunnari I. Ragnarssyni, dags. 06.03.97, varðandi umferð í Hafnarstræti/ Pósthússtræti/Tryggvagötu, ásamt breytingu skv. teikn. og bréfi, dags. 02.04.97.
Í tillögunni fellst að einstefnu í Naustunum á milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu er snúið við og verður til norðurs. Áfram verði leyfð vinstri beygja úr Pósthússtræti, vestan Tryggvagötu.
Samþykkt.

Lækjartorg, hönnun
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að hönnun Lækjartorgs. Hönnuðurnir, Guðni Pálsson, arkitekt, og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt, komu á fundinn og kynntu.

Vísað til umhverfismálaráðs. Skipulags- og umferðarnefnd bókaði: "Nefndin bendir höfundum á að huga sérstaklega að öryggi gangandi og hjólandi umferðar gagnvart akandi umferð, einkum við mót Bankastrætis og Lækjargötu."
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað. "Ég tel að við frekari úrvinnslu á þessari tillögu þurfi sérstaklega að skerpa aðgreiningu gangandi umferðar og bílaumferðar með umferðaröryggi í huga".


Laugarnestangi 65, anddyri, verönd
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.04.97, varðandi ósk Hrafns Gunnlaugssonar um að byggja inngang og um leyfi fyrir áður gerðum veröndum úr timbri við hús á lóðinni nr. 65 við Laugarnestanga, samkv. uppdr. Sæmundar Eiríkssonar, dags. 12.06.96, breytt 11.8.96 og 24.3.97.
Skipulags- og umferðanefnd samþykkti eftirfarandi bókun með 5 samhlj. atkv. (Ólafur F. Magnússon sat hjá): "Samþykkt með skilyrði um að lóðarhafi fjarlægi af lóð gám og skúra, afgangsbyggingarefni og jafni út umfram jarðvegi í samráði við garðyrkjudeild. Þessum framkvæmdum skal lokið innan 30 daga frá því anddyrisbyggingin verður fokheld."

Laugavegur 21/Klapparstígur 30, sameining lóða, nýbygging
Lagt fram bréf Páls V. Bjarnasonar f.h. stjórnar Torfusamtakanna, dags. 17.03.97, varðandi niðurrif hússins við Laugaveg 21.



Laugavegur 99, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.02.97, varðandi ofanábyggingu og breytingu hússins á Laugavegi 99. Einnig lögð fram umsögn húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 06.03.97

Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og felur Borgarskipulagi skilmálagerð vegna uppbyggingarinnar.

Miklabraut, mengun
Lagt fram bréf Odds R, Hjartarsonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11.03.97, varðandi umsögn um hávaða- og mengunarkafla í skýrslu um skipulag Miklubrautar.

Nefndin mun fjalla nánar um hávaða- og loftmengun á næsta fundi.

Reykás 24, lóðarstækkun, viðbygging
Lagt fram bréf Þorsteins Aðalsteinssonar, dags. 12.03.97, varðandi lóðarstækkun og byggingu við hlið bílskúrs merktur 24,02,01, við Reykás 24, samkv. uppdr. Vinnustofunnar Vesturvarar, dags. í feb. 1997. Ennfremur samþykki eigenda íbúða við Reykás 22-24.


Frestað. Vísað til umhverfismálaráðs til umsagnar.

Skeifan 11,
Lagt fram bréf Ara Guðmundssonar framkv.stj., dags. 11.03.97, varðandi viðbyggingu í Skeifunni 11 að norðan undir ketilhús. Einnig lagt fram bréf Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10.02.97 og undirskriftum allra meðeigenda í Skeifunni 11 og Skeifunni 9, sem liggur við viðbyggingu. Ennfremur lagðir fram uppdrættir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 03.02.97, br. 12.03.97.
Samþykkt.

Stórhöfði 15, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.02.97, um að stækka hús og lóð vegna aðkeyrslu á lóðina nr. 15 við Stórhöfða, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11E, dags. 15.02.97. Einnig lagt fram bréf Einars Jónssonar f.h. Vogue, dags. 24.03.97.
Samþykkt. Aðkoma að lóðinni frá Gullinbrú er til bráðabirgða. Borgarskipulagi og garðyrkjustjóra falið að setja skilmála um hæðarafsetningu við lóðarmörk að norðan.


Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 02.04.97, um tillögur um framkvæmdir tengdar úrbótum í umferðaröryggismálum, ásamt fylgigögnum. Einnig lögð fram bréf umferðareildar borgarverkfræðings dags. 4.4.97. um valkosti í umferðaröryggismálum 1997 og tillögur um lagfæringu á svartblettum árið 1997. Ólafur Stefánsson deildarstjóri Gatnamálastjóra, Baldvin Baldvinsson yfirverkfr., umferðardeildar og Gunnar H. Gunnarsson verkfr. umferðardeildar kynntu.
Kynning.
Skipulags- og umferðarnefnd fer þess á leit við borgarráð að veitt verði 8 milljón króna aukafjárveiting til umferðaröryggismála, þar sem fjárveiting síðasta árs var ekki að fullu nýtt.

Stjörnugróf, hraðahindrandi aðgerðir
Lögð fram tillaga frá Ólafi F. Magnússyni, dags. 7.4.97, um hraðahindrandi aðgerðir við Stjörnugróf, ásamt greinargerð.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að umferð gangandi hafi forgang umfram akandi á þessum stað þar sem þetta er eini staðurinn þar sem fótgangandi á Fossvogsstíg þurfa að fara yfir umferðargötu. 3. liður er samþykktur ásamt lið F í greinargerð en tillögurnar að öðru leyti vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar.