Dalbraut 16, Bíla má hvíla, Eiríksgata 2A, Gylfaflöt, Sund ehf, Stangarhylur 7, Sveighús 7, Grafarholt, Austurstræti 22, Laugavegur 53B, Laugavegur 21/Klapparstígur 30, Melaskóli, Miklabraut-Kringlan, Vesturlandsvegur, Reynisvatn, Víðidalur, dýraspítali, Ánanaust, Laugardalur, skautasvell, Bólstaðarhlíð 23, námsmannaíbúðir, Bíla má hvíla, Aðalskipulag Reykjavíkur,

Skipulags- og umferðarnefnd

4. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 24. febrúar kl. 10.00 var haldinn 4. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Guðrún Zoëga, Halldór Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Birgir Jónsson og Sigurður Harðarson varafulltrúar í nefndinni. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um íbúðir fyrir aldraða að Dalbraut 16, lóðarskilmála.



Bíla má hvíla,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.01.97 um áframhaldandi vinnu við verkefndið "Bíla má hvíla".
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að í tengslum við átakið "Bíla má hvíla" verði frítt í strætó sama dag og átakið fer fram. Lítill árangur varð af sams konar átaki á s.l. ári. Líklegt er að öllu meiri árangur náist ef borgarbúum verði boðið upp á fríar ferðir með strætó sem lið í átakinu".
Borgarráð samþykkti að vísa tilllögunni til Borgarskipulags til athugunar við undirbúning í tengslum við hvíldardag bílsins.


Eiríksgata 2A, Grænaborg, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um afmörkun lóðar Grænuborgar.



Gylfaflöt, Sund ehf, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar 10.02.97 um afmörkun lóðar á Gylfaflöt.



Stangarhylur 7, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um Stangarhyl 7, stækkun lóðar og byggingar.



Sveighús 7, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um viðbyggingu við Sveighús 7.



Grafarholt, samkeppni
Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag byggðar á Grafarholti frá 17.12.96, 1., 2. og 3. verðlaun.



Austurstræti 22, viðbygging
Lagt fram bréf Ásgeirs Ásgeirssonar og Ásmundar H. Sturlusonar f.h. Teiknist. Ármúla 6, dags. 17.01.97, varðandi viðbyggingu hússins á lóðinni nr. 22 við Austurstræti, samkv. uppdr.Teiknist. Ármúla 6, dags. 01.10.96. Ennfremur lagt fram bréf borgarminjavarðar, dags. 16.01.97, bréf Húsfriðunarnefndar ríksins, dags. 14.01.97 og greinargerð húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 15.01.97.
Synjað. Tillagan samræmist ekki gildandi deiliskipulagi en skipulagið er nú til endurskoðunar.

Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf Jóns Sigurjónssonar og Hákonar Ísfeld Jónssonar, dags. 13.01.97, varðandi hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni ásamt teikningu Arnar Sigurðssonar, dags. 06.02.97. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.02.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Fallist er á í meginatriðum að endurbyggt verði á lóðinni nr. 53b við Laugaveg. Fallist er á bílakjallara ef tekst að leysa aðkomu frá Hverfisgötu. Húsið verði hannað þannig að falli að byggðamynstri og myndi samhangandi götumynd á Laugaveginum. Ekki er tekið á byggingarmagni á núverandi stigi. Hönnun verði haldið áfram í samráði við Borgarskipulag og málið lagt fyrir nefndina að nýju þegar nánari tillögur um uppbyggingu liggja fyrir."


Laugavegur 21/Klapparstígur 30, sameining lóða, nýbygging
Lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar, dags. 29.01.97, varðandi sameiningu lóðanna Laugavegur 21 og Klapparstígur 30 og nýbyggingu, samkv. uppdr. sama aðila, dags. 22.01.97. Einnig bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.01.97 og bréf Magnúsar Jónssonar, garðyrkjumanns, dags. 19.01.97. Ennfremur lögð fram umsögn frá Húsfriðunarnefnd ríkisins, dags. 19.12.96, greinargerð húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 06.12.96, umsögn borgarminjavarðar, dags. 09.12.96 ásamt bókun umhverfismálaráðs, dags. 12.12.96.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti eftirfarandi bókun með 4 atkv. gegn 3 (Guðrún Zoëga, Halldór Guðmundsson og Gunnar J. Birgisson á móti.)
"Erindinu er synjað. Húsið að Laugavegi 21 standi áfram en fallist er á niðurrif og uppbyggingu á lóðinni Klapparstíg 30. Sjá skipulagsramma dags. br. 10.08.95, samþ. í borgarráði 5.9.95, tillögu að varðveisluskrá í aðalskipulagi 1996-2016, umsögn Húsfriðunarnefndar ríkisins dags. 19. des. 1996, og umsögn borgarminjavarðar dags. 9. des. 1996. Nefndin fellst á að endurskoða skilmála um endurbyggingu Klapparstígs 30 og er umsækjanda vísað til Borgarskipulags um áframhaldandi hönnun á skipulagi lóðarinnar."


Melaskóli, nýbygging
Lagt fram bréf Ögmundar Skarphéðinssonar, f.h. bygginarnefndar skóla, dags. 18.02.97 ásamt afstöðumynd, dags. 21.02.97, vegna hugmynda um stækkun Melaskólans vegna fyrirhugaðrar einsetningar. Ennfremur umsögn húsadeildar Árbæjarsafns og byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, dags. 20.02.97.
Samþykkt.

Miklabraut-Kringlan,
Lagt fram bréf Einars I. Halldórssonar f.h. stjórnar Húsfélags Kringlunnar, dags. 06.02.97 og Gunnars Inga Ragnarssonar verkfr., dags. 16.01.97, varðandi umferðar- og deiliskipulag Miklubrautar.



Vesturlandsvegur, Reynisvatn, bráðabirgðaleyfi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 10.01.97, varðandi umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir byggingum og mannvirkjum sem þegar eru byggð og bráðabirgðaleyfi fyrir veitingaskemmu úr timbri á lóð við Vesturlandsveg Reynisvatnsland, samkv. uppdr. Teiknist. Norðra ehf, dags. 26.11.96. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 5. febr. 1997.
Nefndin fellst á umsögn umhverfismálaráðs.


Víðidalur, dýraspítali, afmörkun lóðar
Lögð fram bréf Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts, dags. 20.02.97 og bréf Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts, dags. 20.01.95, varðandi afmörkun lóðar Dýraspítala í Víðidal, samkv. uppdr. dags. 17.02.97.

Samþykkt

Ánanaust, skipulag, breytt lóðamörk
Lagður fram uppdráttur Arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 24.01.97, br. 21.02.97, varðandi breytt lóðamörk við lóð hreinsistöðvar.

Samþykkt. Borgarskipulagi falið að laga mörk athafnasvæðis við Ánanaust á tillögu að nýju aðalskipulagskorti að nýjum lóðum suðvestan við skólphreinsistöð.

Laugardalur, skautasvell, yfirbygging
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 31.1.´97 að skilmálum fyrir yfirbyggingu yfir skautasvell. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 5.2.´97.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir bókun umhverfismálaráðs frá 5.2.´97 og samþykkir jafnframt svofellda bókun:
"Vegna ákvörðunar um alútboð á yfirbyggingu yfir skautasvell í Laugardal vill skipulagsnefnd benda á markmið í greinargerð AR 96 varðandi byggingarlist:
"Byggingarlist hefur mikil áhrif á gæði byggðs umhverfis og endurspeglar menningu samfélagsins á hverjum tíma. Það er því mikilvægt að við uppbyggingu sé tekið mið af því byggðarmynstri sem fyrir er og hönnun mannvirkja sé vönduð, þannig að þær endurspegli byggingarlist í háum gæðaflokki og séu verðugur arfur til komandi kynslóða. Þetta á sérstaklega við um opinberar byggingar þar sem yfirvöldum ber að sýna gott fordæmi.""


>Bólstaðarhlíð 23, námsmannaíbúðir, nýbygging
Lagt fram bréf Guðmundar Inga Jónssonar, f.h.byggingarfélags námsmanna, dags. 04.12.96, varðandi afmörkun lóðar og fjölgun íbúða, samkv. uppdr. Björns H. Jóhannssonar arkitekts, dags. í des. 1996. Ennfremur lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14.02.97, vegna byggingar nemendaíbúða á lóð Kennaraháskólans við Stakkahlíð ásamt teikningum Björns H. Jóhannssonar, dags. 31.12.96, breytt 07.02.97. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Inga Jónssonar f.h. byggingarfélags námsmanna, dags. 13.02.97, varðandi breytingar á byggingaráætlun og bréf G.I.J. dags. 21.02.97. Ennfremur lagt fram bréf Guðna Olgeirssonar, f.h. Foreldrafélags Æfingaskólans, dags. 06.02.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu að afmörkun lóðar og fellst jafnframt á að húslengd verði löguð að skipulagi og hámarksíbúðafjöldi verði 39. Þinglýsa skal sem kvöð á lóðina að íbúðirnar verði námsmannaíbúðir. Ennfremur skal þinglýsa yfirlýsingu um kvöð á lóð K.H.Í. um leiksvæði fyrir íbúa í námsmannaíbúðunum.

Bíla má hvíla,
Lögð fram skýrsla verkefnishóps um "Bíla má hvíla", "Cars can be left at home", dags. í janúar 1997.



Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Formaður lagði fram svohljóðandi fyrirspurn til fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og umferðarnefnd vegna bókana í AR 1996-2016:

1. Hver er afstaða minnihlutans til þess að hætta við lagningu Hlíðarfótar milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur?
2. Hvar telur minnihlutinn að svæði fyrir atvinnustarfsemi, sem þarfnast mikils rýmis og góðra tengsla við meginumferðaræðar, skuli vera innan borgarmarkanna?
Skriflegra svara óskað.