Dalbraut 16, Aðalskipulag Reykjavíkur, Lækjargata,

Skipulags- og umferðarnefnd

28. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 16. desember kl. 10:00, var haldinn 5. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Óskar Bergsson, Halldór Guðmundsson, Guðrún Zoëga og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Ágúst
Þetta gerðist:


Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lögð fram athugasemdabréf íbúa og annarra nágranna Dalbrautar 16 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 11.12.96.

Frestað.

Aðalskipulag Reykjavíkur,
Lagðar fram ábendingar nefnda og ráða varðandi greinargerð Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016. Ennfremur kynnt eftirfarandi:
* Staða vinnu við aðalskipulagið.
* Helstu breytingar á landnotkun.
* Landnotkun á Geldinganesi.



Lækjargata, stöðumælar
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 13.12.96 varðandi uppsetningu stöðumæla við vestanverða Lækjargötu sunnan Austurstrætis að syðri enda Lækjargötu.

Samþykkt.