Ferlimál fatlaðra, Seljahverfi-Fálkhóll, Tröllaborgir 20, Vesturhöfnin, Vitastígur 3, Dalhús 2, Miklabraut, Sundabraut, Barónsstígur 2-4, Dugguvogur 4, Efstasund 86, Klapparstígur, Nauthólsvík, Viðarás 29, Vættaborgir 63-65, Fjármál Borgarskipulags, Tunguháls 9 og 11,

Skipulags- og umferðarnefnd

23. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 28. október kl. 09:30, var haldinn 23. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Óskar Bergsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðrún Zoëga. Fundarritari var Ágúst
Þetta gerðist:


Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 15.10.96.
Borgarráð samþykkir að árlega verði 15 mkr. varið sérstklega til þeirra úrbóta sem bent er á í skýrslunni. Verði kostnaður bókfærður með fyrirfram áætluðu viðhaldi fasteigna en eyrnamerktur sérstaklega. Stjórnendur stofnana skulu árlega sækja um endurbætur og skal byggingadeild borgarverkfræðings forgangsraða verkefnum í samræmi við skýrsluna og áætla kostnað. Við undirbúning og útfærslu á almennu viðhaldi fasteigna skal jafnframt tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Á sama hátt skal tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Á sama hátt skal taka mið af skýrslunni þegar ný mannvirki eru reist á vegum borgarinnar.


Seljahverfi-Fálkhóll, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um bílastæði við Fálkhól í Seljahverfi.



Tröllaborgir 20, niðurfelling á lóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um niðurfellingu lóðar við Tröllaborgir.



Vesturhöfnin, umferðarskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um deiliskipulag Vesturhafnar.



Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 23.09.96 um breytta landnotkun að Vitastíg 3.



Dalhús 2, sundlaug
Lagt fram bréf byggingardeildar borgarverkfæðings dags. 23.10.96 varðandi breytt fyrirkomulag sundlaugarbyggingar og lóðar, flutning á göngustíg milli Húsa- og Foldahverfis og tilfærslu tennisvalla skv. uppdr. Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts dags. 22.10.96.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað tll kynningar í umhverfismálaráði.

Miklabraut, skipulag
Kynning. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 23.10.96, varðandi útfærslu Miklubrautar frá Hringbraut að Sæbraut.

Borgarverkfræðingur, Stefán Finnsson frá umferðardeild og Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt, kynntu mismundandi kosti útfærslu.

Sundabraut, lega brautar og staðsetning gatnamóta
Kynning. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 23.10.96, varðandi legu Sundabrautar og staðsetningu og gerð gatnamóta við Sæbraut.

Borgarverkfræðingur, Ólafur Bjarnason, Þorgeir Þorbjörnsson og Lech Pajdak frá gatnamálastjóra, kynntu mismunandi kosti.

Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96, greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings, ódags., bréf umferðardeildar, dags. 7.10.96 og bréf SVR, dags. 9.10.96.
Frestað

Dugguvogur 4, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 27.09.96, varðandi viðbyggingu við 2. hæð á lóðinni nr. 4 við Dugguvog, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar, ark., dags. 18.09.96.

Frestað.

Efstasund 86, stækkun
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar ark., dags. 30.09.96, varðandi breytingu og stækkun á húsið að Efstasundi 86, samkv. uppdr. Teiknist. Skipholti 5, dags. 18.09.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið í ljósi þess að aðstæður á þessari lóð eru með þeim hætti að fyrirhugaðar breytingar eru auðveldar.

Klapparstígur, bílastæði
Lagt fram bréf Jónu Jónsdóttur, dags. 07.10.96, varðandi bílastæði við Klapparstíg, neðan Hverfisgötu.

Vísað til umferðardeildar.

Nauthólsvík, veitingasala
Lagt fram bréf Tannverndarráðs, dags. 09.09.96, varðandi veitingasölu í Nauthólsvík. Ennfremur lögð fram greinargerð Ingvars Á. Þórissonar, mótt. 23.09.96.



Viðarás 29, nýbygging
Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar ark., dags. 16.10.96, varðandi lóðarstækkun og stækkun byggingarreitar á lóðunum 29 og 29A við Viðarás, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11E, dags. 16.10.96.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Vættaborgir 63-65, breyting á byggingarlínum
Lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia, ark., f.h. Gunnars A. Traustasonar, dags. 02.10.96, varðandi breytinu á byggingarlínum á lóðinni nr. 63-65 við Vættarborgir, samkv. uppdr. dags. 02.10.96.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Fjármál Borgarskipulags,
Lögð fram starfsáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 1997.

Forstöðumaður Borgarskipulags kynnti.

Tunguháls 9 og 11, hækkun húss
Lagt fram bréf Arkitektast. Austurvöllur, dags. 25.10.96 ásamt minnisblaði VSÓ, dags. 12.10.96 og uppdr. Arkitektast. Austurvöllur, dags. 21.10.96, varðandi hækkun húss á lóð nr. 9-11 við Tunguháls.

Samþykkt