Breiđavík 16, Dalbraut 16, Egilsgata 5, Engjateigur 7-9, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Langirimi, Leifsgata 13, Vesturás 2-16, Seljahverfi-Fálkhóll, Skúlagata 17, Efstaleiti 3, Torgsala í miđbćnum,

Skipulags- og umferđarnefnd

19. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 9. september kl. 11.00, var haldinn 19. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hćđ. Ţessir sátu fundinn: Guđrún Jónsdóttir, Guđrún Zoéga, Gunnar Jóhann Birgisson og Óskar Bergsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson
Ţetta gerđist:


Breiđavík 16, lóđarstćkkun, nýbygging
Lagt fram bréf Árna Friđrikssonar f.h. lóđarhafa, dags. 28.8.96, varđandi skiptingu lóđarinnar Breiđavík 14-18, ţannig ađ hún verđi annars vegar skráđ nr. 18 og hins vegar 14-16.

Frestađ. Sýna skal framtíđarfyrirkomulag á lóđ nr. 14-16 viđ Breiđuvík.

Dalbraut 16, íbúđir aldrađra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráđs, dags. 19.06.96 og bréf Ágústs Jónssonar skrifst.stj. borgarverkfrćđings, dags. 14.06.96, ţar sem lagt er til ađ Samtökum aldrađra verđi gefiđ fyrirheit um lóđ ađ Dalbraut 16.

Vísađ til endurskođunar ađalskipulags Reykjavíkur varđandi landnotkunarbreytingu. Borgarskipulagi faliđ ađ gera tillögu ađ skilmálum fyrir lóđina ţ.m.t. um byggingarmagn og byggingarreit.

Egilsgata 5, bensíndćla
Lagđar fram athugasemdir, sem fram komu viđ kynningu á bensínsölu ađ Egilsgötu 5. Kynningu lauk 27. ágúst sl. Ţrjár athugasemdir bárust umfram ţćr sem lagđar voru fram á skipulagsnefndarfundi 26. ágúst sl.: Bréf Harđar Magnússonar f.h. H.S.S.R. og Ţorsteins Sigurđssonar f.h. B.Í.S. dags. 4.9.96., bréf Einars Páls Svavarssonar f.h. Domus Medica, dags. 4.9.96 og bréf Sigurđar S. Wiium, dags. 27.8.96.
Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari úrvinnslu Borgarskipulags í samvinnu viđ íbúa og hagsmunaađila. Fulltrúar Sjálfstćđisflokks í skipulagsnefnd óskuđu bókađ:
"Vegna framkominna athugasemda íbúa viđ Egilsgötu teljum viđ rétt ađ endurskođa hugmyndir um bensínsölu á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Viđ teljum hugmyndir íbúa sem fram koma í aths. ţeirra, ţ.e. ađ bensínsala verđi fćrđ norđar og ađ ekki verđi útkeyrsla út á Egilsgötu, vel ásćttanlegar fyrir alla ađila. Forsenda ţess ađ bensínsala verđi á ţessari lóđ er ađ íbúar verđi fyrir sem minnstri truflun frá starfsseminni ţví tökum viđ undir ábendingar ţeirra um ađ bensínsalan verđi ekki opin á nóttunni. Viđ leggjum áherslu á ađ endanlegum frágangi lóđarinnar verđi hrađađ."


Engjateigur 7-9, lóđarstćkkun og bílastćđi
Lagt fram ađ nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.6.96, varđandi afmörkun bílastćđa lóđar viđ Engjateig 9 skv. uppdr. Egils Guđmundssonar, dags. 4.6.96. Einnig lagt fram bréf Vífils Oddssonar f.h. hússtjórnar Verkfrćđingafélags Íslands dags. 29.08.96.
Frestađ. Vísađ til umsagnar borgarverkfrćđings og garđyrkjustjóra.

Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóđa
Lagt fram bréf Ormars Ţórs Guđmundssonar ásamt tillögu ađ breytingu á fyrirkomulagi nemendaíbúđa, leikskóla og fjölda bílastćđa viđ Háteigsveg, dags. 6.9.96.

Skipulagsnefnd samţykkir samhljóđa svofellda bókun: "Skipulagsnefnd samţykkir breytingu á byggingarreit fyrir tveggja hćđa nemendaíbúđahús og leikskóla á lóđ Sjómannaskólans ađ Flókagötu sbr. teikningar, dags. 6.9.1996. Einnig er samţykktur fyrsti áfangi til framkvćmda í samrćmi viđ áfangakort, dags. 6.9.1996. Fyrirvari er gerđur um ađ íbúđabyggđ á lóđum skólanna verđi ţinglýst sem nemendaíbúđir."

Langirimi, miđsvćđi
Lögđ fram ađ nýju tillaga Guđna Pálssonar, dags. 20.8.96, br. 6.9.96 um breytt lóđamörk á miđsvćđi viđ Langarima og fćrslu á einkavegi SVR ásamt erindi dags. 6.9.96.

Skipulagsnefnd samţykkir breytt lóđamörk, en tekur ekki afstöđu til bílastćđa ađ svo stöddu.

Leifsgata 13, kvistir, risíbúđ
Leiđrétting á dagskrá og bókun í skipulagsnefnd 26. ágúst sl.:
Í dagskrá: "Leifsgata 13, kvistir" verđi "Leifsgata 13, kvistir, risíbúđ". Í bókun: "Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar, dags. 14.8.96, varđandi gerđ kvista ađ Leifsgötu 13 samkv. uppdr., dags. 16.7.96. Synjađ međ tilvísun í rammaskilmála."
Á eftir "gerđ kvista" á ađ koma: "..og umsókn um samţykkt á risíbúđ..."
Synjunin međ tilvísun í rammaskilmála á viđ umsókn um samţykkt á risíbúđ.


Vesturás 2-16, stígur
Lagt fram ađ nýju bréf Margrétar Gunnarsdóttur og Ţóris Sigfússonar, dags. 12.06.96, varđandi ósk um breytta legu göngustígs viđ Vesturás 16. Ennfremur lagt fram bréf íbúa ađ Vesturási 10 og 14, dags. 26.06.96. Einnig lögđ fram tillaga Borgarskipulags, dags. 4.09.96 og umsögn umhverfismálaráđs frá 4.9.96.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindiđ.

Seljahverfi-Fálkhóll, athugun á bílastćđum
Lögđ fram skýrsla um athugun á fjölda íbúđa og bílastćđa á Fálkhól í Seljahverfi.Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi teiknist. ÚTI - INNI um uppbyggingu lóđarinnar Skúlagata 17, breyting á stađfestu deiliskipulagi samkv. uppdr. dags. í ágúst 1996.

Frestađ. Vísađ til umsagnar borgarverkfrćđings um hljóđvist.

Efstaleiti 3, athugasemdir íbúa
Lögđ fram athugasemdabréf íbúa í nágrenni Efstaleitis varđandi skipulag viđ Efstaleiti, dags. 10.8 og 26.8.96. Kynningu Borgarskipulags lauk 27. ágúst sl. Ennfremur umsagnir forstöđumanns Borgarskipulags og borgarverkfrćđings, dags. 29.7.96,sem samţykktar voru í borgarráđi 6.08.96.


Torgsala í miđbćnum, söluturn
Lagt fram bréf Frímanns Júlíussonar, dags. 6.9.96, varđandi umsókn um nýja stađsetningu á söluturni, sem nú stendur á Lćkjartorgi.

Vísađ til athugunar Borgarskipulags.