Efstaleiti 9, Fellsmúli 24-26, Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd, Skólavörðuholt, Staðahverfi, Suðurgata 121, stúdentagarður, Vættaborgir 51 og 53, Auglýsingaskilti/götugögn, Hólmasel 2, Hraunbær 131, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Kirkjusandur 1-5, Laufengi/Víkurvegur, Laugardalur, Þróttur, Miklabraut, Nauthólsvík, Pósthússtræti 11, Ránargata 28-30, Skógarhlíð, umhverfi, Skúlagata 20, Skipasund 9, Skúlagata 21 og 42, Suðurlandsbraut 4, Templarasund 3, Laugarnestangi 65,

Skipulags- og umferðarnefnd

15. fundur 1996

Ár 1996, föstudaginn 5. júlí kl. 9.00 var haldinn 15. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Efstaleiti 9, breytt lóðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 25.06.96 um Efstaleiti 7 og 9, breyttar lóðir.



Fellsmúli 24-26, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 25.06.96 um Fellsmúla 24-26, bílastæði.



Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 24.06.96 um gatnamót Reykjanesbrautar og Mjóddar.



Skólavörðuholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 24.06.96 um Skólavörðuholt, deiliskipulag.



Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 10.06.96 um Staðahverfi, deiliskipulag og skilmála.



Suðurgata 121, stúdentagarður, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 10.06.96 um byggingarreit fyrir stúdentagarða við Suðurgötu, jafnframt var samþykkt að fela borgarverkfræðingi og forstöðumanni Borgarskipulags að gera nánari útfærslu á inn- og útkeyrslu.


Vættaborgir 51 og 53, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 24.06.96 um Vættaborgir 51 og 53, breyting á skilmálum.



Auglýsingaskilti/götugögn, kynning
Kynning á samþykktum tillögum um skiltamál borgarinnar. Jafnframt lögð fram tillaga formanns að breytingum á tillögu að samþykkt um skilti.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögur formanns fyrir sitt leyti. Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að það fari þess á leit við dómsmálaráðuneytið að settar verði reglur sem taka til auglýsinga á bifreiðum og vinnuvélum.

Hólmasel 2, breytt landnotkun
Lagt fram að nýju bréf Magnúsar Inga Ingvarssonar, dags. 04.06.96, varðandi gerð íbúðar í verslunar- og þjónustuhúsi að Hólmaseli 2. Einnig lagðir fram uppdr. arkitektast. Arkform, dags. í júlí 1996.

Samþykkt

Hraunbær 131, halli á bílskúrsþaki
Lagt fram bréf Péturs A. Einarssonar og Sigurðar Sveinssonar, dags. 1.7.96, varðandi ósk um breyttan þakhalla á bílskúrum við Hraunbæ 131. Einnig lagðir fram uppdr. Arnar Sigurðssonar.

Samþykkt

Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag
Lagðar fram breyttar tillögur Ormars Þórs Guðmundssonar að skipulagi lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 4.7.96.
Gögn send nefndarmönnum.

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna samhljóða og tekur jafnframt undir með umferðarnefnd um mikilvægi þess að svæðið við Kennaraháskólann og Sjómannaskólann verði gert að "30 km svæði".

Kirkjusandur 1-5, athugasemdir vegna kynningar
Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna auglýstra breytinga á skipulagi á lóðinni nr.1-5 við Kirkjusand og umsögn Borgarskipulags um þær.

Frestað. Borgarskipulagi falið að afla frekari gagna og upplýsinga .

Laufengi/Víkurvegur, afnot af borgarlandi
Lagt fram bréf íbúa að Laufengi 102-134 um afnot af landi borgarinnar á horni Laufengis og Víkurvegar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umhverfismálaráðs.

Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf framkvæmdastj. íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 24.6.96, varðandi flutning á starfsemi Íþróttafélagsins Þróttar frá Sæviðarsundi í Laugardal. Einnig lagður fram uppdr. Landslagsarkitekta, dags. í júní 1996.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en tekur undir bókun umhverfismálaráðs frá 26.06.'96

Miklabraut, fjölgun akbrauta
Lagðar fram tillögur borgarverkfræðings dags. 03.07'96 um breikkum akbrauta Miklubrautar.

Samþykkt, enda geti akrein nýst sem sér akrein fyrir almenningsvagna í framtíðinni.

Nauthólsvík, veitingasala
Lagt fram að nýju bréf Ingvars Á. Þórissonar, dags. 27.05.96, um húsnæði við Nauthólsvík til reksturs veitingasölu. Einnig lagt fram bréf Yngva Þórs Loftssonar, dags. 3.7.96 ásamt uppdr., dags. 3.7.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði húsið fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Vísað til umhverfismálaráðs.

Pósthússtræti 11, glerskáli
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.6.96, varðandi gerð glerskála við Hótel Borg, Pósthússtræti 11, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar, dags. 6.6.96.

Samþykkt enda verði í skálanum glært gler, sem fellur vel að umhverfinu.

Ránargata 28-30, breytt lóðamörk
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.6.96, varðandi breytingu á mörkum lóðanna nr. 28 og 30 við Ránargötu.

Samþykkt.

Skógarhlíð, umhverfi, skipulag
Lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 28.5.95. br. 2.7.96 að skipulagi umhverfis Skógarhlíðar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um gangstíg meðfram Bústaðavegi. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.

Skúlagata 20, breytt skipulag
Lögð fram á ný tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, dags. í janúar '96, að uppbyggingu á lóðinni Skúlagötu 20. Engar athugasemdir bárust við auglýsingu tillögunnar..

Samþykkt.

Skipasund 9, hækkun og breyting á þaki
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h byggingarnefndar, dags. 18.6.96, varðandi erindi Sigmundar F. Kristjánssonar um hækkun og breytingu á þaki að Skipasundi 9 samkv. uppdr. Sigurðar R. Halldórssonar, dags. í júní 1996.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það liggur fyrir.

Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram bréf Jon Nordstien, Ólafar Flygenring og Ævars Harðarsonar f.h. Byggingarfélagsins Viðars ehf., dags. 26.6.96, varðandi uppbyggingu lóðanna Skúlagata 21 og 42, samkv. uppdr, dags. í júní 1996. Einnig lagt fram líkan.

Frestað.

Suðurlandsbraut 4, stækkun og endurgerð 8. hæðar
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.6.96, varðandi erindi Skeljungs hf. um stækkun og endurgerð á 8. hæð að Suðurlandsbraut 4 samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar, dags. 29.5.96.

Samþykkt enda verði gerð bílastæða vegna stækkunar hússins látin haldast í hendur við bygginguna.

Templarasund 3, svalir
Lagt fram bréf Karls Steingrímssonar, dags. 1.7.96, varðandi ósk um að setja svalir á hús nr. 3 við Templarasund samkv. uppdr. Halldórs Gíslasonar, dags. í febr. 96, br. í júní 96.

Frestað. Vantar samþykki Húsfriðunarnefndar ríkisins. Vísað til umsagnar borgarminjavarðar.

Laugarnestangi 65, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga borgarverkfræðings, dags. 2.7.96, um leiðrétt mörk loðarinnar að Laugarnestanga 65.

Samþykkt