Bensínstöðvar og bensínsölur, Bæjarháls, Hraunbær, deiliskipulag, Hátún 10-14, Hulduborgir 13-19, Ingólfstorg, Jórusel 13, Jötnaborgir 1-3 og 5-7, Kringlan 4-6, Lóuhólar 2-6, Hólagarður, Miðbær/Kvosin, deiliskipulag, Miðbærinn, skiptistöð SVR, Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, Stararimi 11, Suðurás 2, Vagnhöfði 29, Aðalskipulag Reykjavíkur, Hverfakort 7, Miðbær/Kvosin, deiliskipulag, Staðahverfi, Umferðaröryggisáætlun, Austurvöllur, Póstur og sími, Bíldshöfði 6, Bauganes 11, Efstaleiti 7, Efstaleiti 9, Egilsgata 5, Engjateigur 17-19, Flétturimi 32-40, Elliðavogur, Hólmasel 2, Hörpugata 2, Jakasel 24, Nauthólsvík, Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd, Suðurgata 121, stúdentagarður, Vitastígur 3,

Skipulags- og umferðarnefnd

13. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 10.júní kl.9.30 var haldinn 13.fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var: XXXXXX.
Þetta gerðist:


Bensínstöðvar og bensínsölur, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um breytingu á landnotkun bensínstöðvalóða við Bæjarháls og Eiðsgranda.



Bæjarháls, Hraunbær, deiliskipulag, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um lóðarumsókn Olíuverslunar Íslands fyrir bensínstöð við Bæjarháls.



Hátún 10-14, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um lóðarstækkun að Hátúni 10.



Hulduborgir 13-19, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um breytingu á skilmálum við Hulduborgir 13-19.



Ingólfstorg, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 29.4.96 um skipulag Ingólfstorgs við Hafnarstræti..



Jórusel 13, garðskáli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um garðskála við Jórusel 13.



Jötnaborgir 1-3 og 5-7,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um Jötnaborgir 1-3 og 5-7.



Kringlan 4-6, viðbygging og breyttar aðkomur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 6.5.96 um viðbyggingu og breytta aðkomu að Kringlunni 4-6.



Lóuhólar 2-6, Hólagarður, bílastæði
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um breytingar á bílastæðum við Lóuhóla og Hólagarð.



Miðbær/Kvosin, deiliskipulag, umferðarflæði í Kvosinni
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 13.5.96 um umferðarflæði í Kvosinni.



Miðbærinn, skiptistöð SVR,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 29.4.96 um fyrirkomulag skiptistöðvar SVR við Lækjartorg.



Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, stækkun á flugskýli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um stækkun á flugskýli Flugmálastjórnar.



Stararimi 11, aukaíbúð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um aukaíbúð að Stararima 11.



Suðurás 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um lóðarstækkun við Suðurás 2.



Vagnhöfði 29, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um lóðarstækkun að Vagnhöfða 29.



Aðalskipulag Reykjavíkur, athugasemdir
Lagðar fram og athugaðar þær athugasemdir, sem fram hafa komið um endurskoðun A.R.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Vinna við A.R. hefur staðið yfir í tæp 2 ár. Aðalskipulag er stefnumarkandi áætlun sem tekur til flestra þátta borgarsamfélagsins. Því þykir rétt á þessu stigi að kynna þessa vinnu fyrir nefndum og ráðum borgarinnar. Að þeirri kynningu lokinni verður gengið endanlega frá skipulaginu og kynnt almenningi í samræmi við skipulagslög.
Í þessu aðalskipulagi eru þær breytingar helstar frá fyrra skipulagi að megináhersla er lögð á gott umhverfi sem er rauður þráður í öllum þáttum þess. Mikilvægur liður í því eru breyttar áherslur í samgöngumálum þar sem einn þáttur umferðar er ekki látinn vera allsráðandi heldur reynt að ná jafnvægi milli allra þátta hennar. Þess vegna er nú horft á hjólandi og gangandi umferð sem hluta af samgöngukerfinu. Ekki er gert ráð fyrir aukinni umferðarrýmd og hætt er við lagningu Hlíðarfótar. Borgarvernd fær hér aukið vægi bæði hvað snertir byggð og umhverfi. Atvinnusvæði í borginni eru að verða uppurin og í borginni eða á höfuðborgarsvæðinu þarf að vera til stórt, samfellt atvinnusvæði til framtíðarnota. Geldinganesið er það svæði innan borgarmarkanna sem uppfyllir að mörgu leyti best skilyrði um stórt samfellt atvinnusvæði. Á þessu stigi er þó ekki ástæða til að taka endanlega ákvörðun um hvort svæðið verði í framtíðinni nýtt fyrir íbúða- eða atvinnustarfsemi. Í endurskoðuninni er því gert ráð fyrir að svæðið verði auðkennt sem svæði til síðari nota fyrir annað hvort íbúðar- eða athafnastarfsemi."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru andvígir landnotkunarbreytingu á Geldinganesi. Við teljum að ekki hafi komið fram nægilegar röksemdir fyrir því að breyta þurfi þessu fallega byggingasvæði í athafnasvæði. Jafnframt erum við andvíg því að Geldinganesið verði sundurgrafið í þeim tilgangi að ná í grjót. Við leggjum áherslu á að þessi skoðun okkar komi fram, þegar skipulagsdrögin verða kynnt í nefndum borgarinnar."


Hverfakort 7, texti
Lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. 07.06.96, ásamt drögum að hverfakorti borgarhluta 7, Árbær.

Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að hverfakorti borgarhluta 7.

Miðbær/Kvosin, deiliskipulag, deiliskipulag
Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að undirbúa endurskoðun á deiliskipulagi miðborgarinnar (Kvosarinnar) og að markmiðslýsing og forsögn verði lögð fyrir nefndina.



Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar
Lögð fram tillaga Teiknist. Gylfa Guðjónssonar að deiliskipulagi Staðahverfis, dags. 05.06.96 ásamt skilmálum, dags.05.06.96.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða deiliskipulagsuppdrátt af Staðahverfi ásamt skipulagsskilmálum að gerðum nokkrum minniháttar breytingum sem fram komu á fundinum. Skipulagsskilmálunum vísað til byggingarnefndar.

">Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram til kynningar Umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík, dags. 28.05.96.



Austurvöllur, Póstur og sími, símaklefi
Lagt fram bréf yfirverkfræðings fasteignadeildar Pósts & síma, dags. 04.06.96, varðandi staðsetningu símaklefa við Landsímahúsið við Austurvöll, Kirkjustrætismegin samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf., Ármúla 6, dags. 3.6.96.

Samþykkt. Útfærsla verði í samráði við garðykjustjóra.

Bíldshöfði 6, breyting á lóðarmörkum
Lagt fram bréf Jóns Róberts Karlssonar f.h. lóðarhafa, dags. 7.6.96 varðandi breytingu á mörkum lóðarinnr nr. 6 við Bíldshöfða vegna frágangs að Vesturlandsvegi. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknist. ARKO, dags. í júní 1991, br. í júní 1996.

Samþykkt.

Bauganes 11, stækkun
Lagt fram að nýju bréf Páls V. Bjarnasonar f.h. Steindórs Gunnarssonar, dags. 18.4.96, varðandi stækkun bílskúrs að Bauganesi 11 samkv. uppdr., dags. 17.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en ítrekar að þinglýst verði kvöð um að viðbygging verði óskiptanlegur hluti heildareignar á lóð. Samþykkt er háð samþykki nágranna.

Efstaleiti 7, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.5.96, varðandi fyrirheit til SÁÁ um lóð við Efstaleiti. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 14.5.96, þar sem Borgarskipulagi er falið að afmarka lóðina. Ennfremur lagður fram uppdr. Borgarskipulags, dags. 5.6.96.
Samþykkt.

Efstaleiti 9, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 15.5.96, þar sem Borgarskipulagi er falið að afmarka lóð fyrir RKÍ við Efstaleiti, bréf framkvæmdastj. RKÍ, dags. 24.5.96 og uppdr. Borgarskipulags, dags. 5.6.96.

Samþykkt.

Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram að nýju tillögur Ingimundar Sveinssonar arkitekts, að staðsetningu bensínsölu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, dags. 5.2.96, br. 18.3.96. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 30.05.96.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og tekur jafnframt undir skilyrði þau sem greinir í 1-3 tl. í bókun umferðarnefndar. Borgarskipulagi er falið að fylgjast með útfærslu bensínstöðvarinnar m.a. með hliðsjón af gróðri meðfram Snorrabraut.

Engjateigur 17-19, bílskúrar
Lagt fram bréf Guðrúnar Ásdísar Einarsdóttur, dags. 10.05.96, varðandi umsókn um byggingu bílskúra eða bílskýlis við Engjateig 17-19.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Flétturimi 32-40, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.05.96, varðandi byggingu tveggja fjölbýlishúsa á lóðinni nr. 32-40 við Flétturima, samkv. uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar ark., dags. í maí 1996.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna við Hrísrima.

Elliðavogur, staðsetning áningastaða við göngustíg
Lagt fram bréf Dagnýjar Bjarnadóttur f.h. Landslagsarkitekta, dags. 03.06.96, varðandi tillögur að staðsetningu áningarstaða og útfærslu þeirra, meðfram göngustíg frá Vesturlandsvegi að Gullinbrú. Einnig lagðir fram Landslagsarkitekta, dags. 24.05.96 og 30.05.96.
Samþykkt.

Hólmasel 2, innrétting íbúðar
Lagt fram bréf Magnúsar Inga Ingvasonar, dags. 04.06.96, varðandi gerð íbúðar í norðvestur hluta verslunar- og þjónustuhúss að Hólmaseli 2. Einnig lagðir fram uppdr. arkitektast. Arkform, dags. í maí 1996.

Frestað.

Hörpugata 2, nýbygging
Lagt fram bréf Páls V. Bjarnasonar ark., f.h. eigenda Hörpugötu 1, dags. 01.06.96, varðandi breytingu á skilmálum Hörpugötu 1 og 2, sem skipulagsnefnd samþykkti 26.09.94.

Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir nágrönnum.

Jakasel 24, viðbygging
Lagt fram bréf Kjartans Sveinssonar, dags. 15.5.96 ásamt uppdr., dags. í apríl '84 breytt í júlí '84 varðandi ósk lóðarhafa Jakasels 24 um byggingu glerhýsis (sólstofu). Einnig lagt fram bréf Sigurðar Arnalds, dags 14.05 '96.

Samþykkt.

Nauthólsvík, kaffihús
Lagt fram að nýju bréf Ingvars Á Þórissonar, dags. 27.05.96, um húsnæði við Nauthólsvík til reksturs kaffihúss.

Frestað. Vísað til athugunar Borgarskipulags.

Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd, staðsetning og útfærsla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.05.96, framtíðarlausnir og bráðabirgðaaðkomu, samkv. uppdr. gatnamálastjóra, dags. 15.05.96 og Vinnustofunnar Þverár, dags. 03.05.96. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 23.05.96.

Skipulagsnefnd samþykkir vinstri beygju við Álfabakka, en frestar málinu að öðru leyti.

Suðurgata 121, stúdentagarður, nýbygging
Lagt fram bréf Bernhards A. Petersen, f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 28.05.96, um afmörkun byggingarreits 2. áfanga stúdentagarðs við Suðurgötu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og ennfremur umferðartengingu við Suðurgötu með hægri beygju inn og út.

Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram bréf eigenda að Vitastíg 3, dags. 06.05.96, þar sem farið er fram á að breyta landnotkun að Vitastíg 3, þannig að heimila megi íbúðir í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði.. Einnig lagt fram bréf Árna I. Magnússonar, f.h. Prentmóts efh., dags. 06.05.96.
Frestað. Vísað til heilbrigðiseftirlits til umsagnar.