Fossaleynir 2, Gylfaflöt, skipulag, Kirkjusandur 1-5, Viðarás, einbýlishús, Aðalskipulag Reykjavíkur, Kirkjutún, Korpúlfsstaðavegur, Miklabraut, göngubrú, Alþingisreitur, Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd, Bensínstöðvar og bensínsölur, Bæjarháls, Hraunbær, deiliskipulag, Bauganes 11, Fylkisvegur, Færanlegir vistgarðar, Hátún 10-14, Hulduborgir 13-19, Hverfisgata, Jórusel 13, Jötnaborgir 1-3 og 5-7, Krummahólar 10, Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, Hraunbær 102/Rofabær 23, Silungakvísl 5 og7, Stararimi 11, Suðurás 2, Vagnhöfði 29, Vallengi 4 og 6, Miðbær/Kvosin, deiliskipulag,

Skipulags- og umferðarnefnd

12. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 20. maí, kl. 9.30 haldinn 12. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Mættir YYYYYY. Ritari Guðný Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:


Fossaleynir 2, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.5.96 að á lóðum við Fossaleyni skuli framvegis setja eftirfarandi skilmála í lóðarleigusamninga:
Óheimilt er að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, s.s. stórmarkaði, matvöruverslanir og söluturna. Hvorki verða veitt starfsleyfi né önnur tilskilin leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988, lögum um matvæli nr. 93/1995 eða sambærilegum ákvæðum í lögum sem síðar kunna að verða sett, eða reglum settum samkvæmt slíkum lögum, til reksturs ofangreindra verslana.


Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.5.96 að á lóðum við Gylfaflöt og Bæjarflöt skuli framvegis setja eftirfarandi skilmála í lóðarleigusamninga:
Óheimilt er að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, s.s. stórmarkaði, matvöruverslanir og söluturna. Hvorki verða veitt starfsleyfi né önnur tilskilin leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988, lögum um matvæli nr. 93/1995 eða sambærilegum ákvæðum í lögum sem síðar kunna að verða sett, eða reglum settum samkvæmt slíkum lögum, til reksturs ofangreindra verslana.


Kirkjusandur 1-5, kynning
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 25.3.96 um breytingu á staðfestu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1-5 við Kirkjusand, áður Lauganesveg 89. Ennfremur samþykkti borgarráð að auglýst verði breytt deiliskipulag skv. 17. og 18. gr. skipulagslaga.


Viðarás, einbýlishús, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 6.5.96 um lóðarstækkun að Viðarási 81.



Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Lagður fram endurskoðaður texti að landnotkun og nýtingu, dags. 20.05.96 og endursk. texti um borgarvernd og húsvernd, dags. 17.5.96.



Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Ingimundar Sveinssonar að breyttu deiliskipulagi "Kirkjutúns" 17.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkti breytt skipulag en bendir jafnframt á að æskilegt væri að láta raðhúsasvæðið ná alfarið yfir suðurhluta svæðisins.

Korpúlfsstaðavegur, undirgöng
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, varðandi göng fyrir gangbraut undir Korpúlfsstaðaveg. Einnig lögð fram tillaga Hönnunar hf. og Nýju teiknistofunnar hf., dags. í maí 1996.

Samþykkt.

Miklabraut, göngubrú, staðsetning og útfærsla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, varðandi staðsetningu göngubrúar yfir Miklubraut á móts við Borgargerði. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur að útfærslu og stígakerfi, dags. 15.5.96.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

Alþingisreitur, uppbygging
Sigurður Einarsson, arkitekt, og Karl Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, kynntu tillögu um uppbyggingu á Alþingisreit.



Reykjanesbraut, gatnamót í Mjódd, staðsetning og útfærsla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, varðandi umferðarskipulag í Mjódd, framtíðarlausnir og bráðabirgðaaðkomu, samkv. uppdr. gatnamálastjóra, dags. 15.5.96 og Vinnustofunnar Þverár, dags. 3.5.96.

Frestað. Óskað umsagnar umferðarnefndar.

Bensínstöðvar og bensínsölur, niðurfelling
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, að niðurfellingu á áður samþykktum bensínstöðvarlóðum við Bæjarháls og Eiðsgranda. Jafnframt verði landnotkun lóðarinnar við Bæjarháls breytt í stofnanasvæði.

Samþykkt. (Guðrún Zoega sat hjá).

Bæjarháls, Hraunbær, deiliskipulag, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 3.4.96, varðandi ósk Olíuverslunar Íslands um lóð við Bæjarháls undir þjónustustöð.

Synjað með tilvísun í mál 212.96 þar sem samþykkt var að fella niður lóðina sem besínstöðvarlóð.

Bauganes 11, stækkun
Lagt fram bréf Páls V. Bjarnasonar f.h. Steindórs Gunnarssonar, dags. 18.4.96, varðandi stækkun bílskúrs að Bauganesi 11 samkv. uppdr., dags. 17.5.96.

Frestað.

Fylkisvegur, gangstígur
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að gangstíg austan Fylkisvegar, dags. 18.4.96.

Skipulagsnefnd samþ. erindið fyrir sitt leyti. Vísað til umhverfismálaráðs.

Færanlegir vistgarðar,
Lagðar fram hugmyndir Hins hússins að færanlegum vistgörðum.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

Hátún 10-14, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Önnu Ingvarsdóttur f.h. Öryrkjabandalags Íslands, dags. 13.3.96, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 10 við Hátún. Einnig lagt fram bréf Vilhjálms Hjálmarssonar, dags. 17.5.96, ásamt uppdr., dags. í maí 1996.

Samþykkt.

Hulduborgir 13-19, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Ríkharðs Oddssonar f.h. GS Húsa ehf., dags. 22.4.96, varðandi ósk um breytingu á skilmálum húsa við Hulduborgir 13-19: byggingaeiningum fækki úr 4 í 2, en íbúðafjöldi haldist; dýpt húsa verði 11,3 í stað 10 m; leyfðar verði útbyggingar á göflum; aðgengi verði um opin stigahús og hámarksstærð eininga verði 1040 m2 í stað 960 m2.
Samþykkt.

Hverfisgata,
Umferð leigubíla í vestur.

Skipulagsnefnd samþykkti að gert verði ráð fyrir akstri leigubíla, þar sem strætisvagnar hafa forgang eða á sérmerktum leiðum SVR. Dæmi: Hverfisgata í vestur og Hafnarstræti frá Pósthússtræti að Lækjargötu.

Jórusel 13, garðskáli
Lagt fram bréf skrifstofustjóra byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.5.96, varðandi gerð garðskála við hús á lóð nr. 13 við Jórusel samkv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. 21.4.96.

Samþykkt.

Jötnaborgir 1-3 og 5-7,
Lagt fram bréf Jóns Kristjánssonar, dags. 15.5.96, varðandi breytingu á lóðarlínu og sameiginlegt aðgengi í hús á lóðum nr. 1-3 og 5-7 við Jötnaborgir. Einnig er óskað eftir samræmingu á hæðarkóta húsanna, sbr. uppdr., dags. 30.4.96, br. 14.5.96.

Samþykkt.

Krummahólar 10, gangstígur
Lagt fram bréf Hrafnhildar Guðjónsdóttur f.h. íbúa að Krummahólum 10, dags. 06.05.96, varðandi gerð gangstígs við Krummahóla 10 að aðalgangstíg. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 20.12.95.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, stækkun á flugskýli
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Flugmálastjórnar um að stækka flugskýli nr. 8 á Reykjavíkurflugvelli skv. uppdr. Ögmundar Skarphéðinssonar, dags. 17.5.96.

Samþykkt með kvöð um niðurrif borgarsjóði að kostnaðarlausu, þegar óskað verður.

Hraunbær 102/Rofabær 23, breytt lóðarmörk
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttum mörkum lóðarinnar nr. 23 við Rofabæ, dags. 23.4.96.

Samþykkt.

Silungakvísl 5 og7, lóðarstækkun
Lögð fram bréf Ragnheiðar H. Þórarinsdóttur, dags. 29.4.96, og Runólfs Þorlákssonar, dags. 8.5.96, varðandi stækkun lóðanna nr. 7 og 5 við Silungakvísl. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 14.5.96.

Samþykkt. Vísað í umhverfismálaráð.

Stararimi 11, aukaíbúð
Lagt fram að nýju bréf Guðrúnar Þorgerðar Hlöðversdóttur, dags. 9.4.96, varðandi ósk um aukaíbúð að Stararima 11 samkv. uppdr. Magnúsar Þórðarsonar, dags. í des. 93, br. í apríl 96.

Samþykkt.

Suðurás 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Einars S. Valdimarssonar, dags. 12.5.96, varðandi stækkun lóðar nr. 2 við Suðurás. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 14.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafi Suðuráss 2 fái afnotarétt af 3 m spildu, sbr. tillögu Borgarskipulags 14. maí 1996.

Vagnhöfði 29, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Gunnlaugs Björns Jónssonar f.h. Málmtæknis sf., dags. 7.5.96, varðandi ósk um stækkun lóðarinnar nr. 29. við Vagnhöfða samkv. uppdr. dags. 7.5.96.

Samþykkt.

Vallengi 4 og 6, nýbyggingar
Lagt fram bréf Harðar Harðarsonar f.h. Guðleifs Sigurðssonar, dags. 13.5.96, varðandi byggingu tveggja 6 íbúða húsa við Vallengi 4 og 6 samkv. uppdr., dags. 13.5.96.

Samþykkt.

Miðbær/Kvosin, deiliskipulag, götu- og torgsala
Lögð fram greinargerð forstöðumanns Borgarskipulags um reglur um götu- og torgsölu í miðbæ Reykjavíkur.