Bíldshöfði 2A, Efstaleiti 1, Hestháls 10 og 12, Laxalón, Reykjavegur, skólalóðir, Skúlagata 19, Vagnhöfði 29, Aðalskipulag Reykjavíkur, Hverfisgata, Kirkjustræti - Dómkirkjan, Austurstræti, Ársskýrsla gatnamálastjóra, Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, Grjótagata 5, Kirkjutún, Kirkjusandur 1-5, Vesturbæjarsundlaug, Vesturlandsvegur, Olíufélagið hf., Strandvegur, Vættaborgir 84-124, Rafstöðvarvegur, Árhvammur,

Skipulags- og umferðarnefnd

5. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 11. mars kl. 11 var haldinn 5. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátur fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Bíldshöfði 2A, skiptistöð SVR
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 5.2.96 um skiptistöð SVR við Bíldshöfða 2A.



Efstaleiti 1, breytt fyrirkomulag lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.2.96 um breytt fyrirkomulag lóða við Efstaleiti.



Hestháls 10 og 12, afmörkun og fyrirkomulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 5.2.96 um afmörkun lóðar að Hesthálsi 10.



Laxalón, leigusamningur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.2.96 um nýbyggingu á Laxalóni við Vesturlandsveg.



Reykjavegur, skólalóðir, leikskólalóð/skólalóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.2.96 um afmörkun skólalóða við Reykjaveg.



Skúlagata 19, uppbygging lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.2.96 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 19 við Skúlagötu.



Vagnhöfði 29, hækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.2.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.2.96 um hækkun iðnaðarhúss að Vagnhöfða 29.



Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun
Lögð fram drög að kafla um athafnastarfsemi í greinargerð með aðalskipulagi Reykjavíkur.



Hverfisgata,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.2.96, varðandi umferð og akstur SVR í vesturátt á Hverfisgötu. Einnig lagt fram bréf Laugavegssamtakanna, dags. 5.3.'96.

Frestað.

Kirkjustræti - Dómkirkjan, umhverfi
Lögð fram tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 11.3.96, um bætt umhverfi Dómkirkjunnar.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs og umferðarnefndar.

Austurstræti, endurbygging
Lögð fram tillaga Guðna Pálssonar, arkitekts, dags. 6.3.96 að nýju útliti Austurstrætis.

Samþykkt. Vísað til menningarmálanefndar með tilliti til hugsanlegrar staðsetningar listaverka. Vísað til umferðarnefndar og umhverfismálaráðs.

Ársskýrsla gatnamálastjóra, stofnbrautakerfi
Borgarverkfræðingur kynnti framkvæmdaáætlun vegna stofnbrautakerfisins og stöðu hönnunar.



Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, lóðarbreyting
Lagt fram bréf Guðmundar Benediktssonar f.h. BM Vallá hf., dags 8.03.96, varðandi ósk um að lóðirnar Breiðhöfði 3 og 5 verði sameinaðar og stækkaðar um ca 3200 m2 til vesturs. Jafnframt er lögð fram tillaga að nýrri afmörkun lóðarinnar Bíldshöfða 7 samkvæmt sömu uppdráttum Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 8.3.96.
Samþykkt.

Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, pósthús
Lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia f.h. Pósts og síma, dags. 1.3.96, varðandi staðsetningu pósthúss á lóð milli Bæjarhálss og Hraunbæjar samkv. tillögu, dags. 29.2.96.

Frestað.

Grjótagata 5, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Ingunnar Gísladóttur, dags. 20.2.96 varðandi ósk um 30 cm stækkun til austurs á lóð nr. 5 við Grjótagötu, inn á bílastæði borgarinnar. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 26.2.96, að afmörkun lóðarinnar, sem felur í sér 30 cm breikkun hennar.
Samþykkt.

Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram að nýju uppdrættir Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, af deiliskipulagi "Kirkjutúns", breyttir 5.12.95. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 18.1.96.

Ingimundur Sveinsson, arkitekt, kom á fundinn og skýrði tillöguna.
Frestað.


Kirkjusandur 1-5, kynning
Lögð fram til kynningar tillaga Helga Hjálmarssonar að uppbyggingu á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg.

Frestað.

Vesturbæjarsundlaug, staðsetning söluskála
Lagt fram bréf Hjalta Hjaltasonar, dags. 4.3.96, varðandi ósk um að staðsetja söluskála við norðausturhlið Vesturbæjarsundlaugar. Einnig lagður fram uppdr. ES teiknistofunnar, dags. í nóv. 1986 breytt 11.3.96 og umsögn íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 6.11.95.
Samþykkt.

Vesturlandsvegur, Olíufélagið hf., lóðarstækkun
Lagt fram að nýju bréf Gísla Sæmundssonar f.h. Olíufélagsins hf., dags. 9.2.96, varðandi ósk um stækkun lóðar Olíufélagsins við Vesturlandsveg í Ártúnshöfða, samkv. uppdr. dags. 9.2.96. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 21.2.96.

Samþykkt.

Strandvegur, færsla
Lögð fram tillaga gatnamálastjóra um færslu Strandvegar vegna minja um gamalt vatnsból Korpúlfsstaða.

Samþykkt.

Vættaborgir 84-124, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Páls V. Bjarnasonar, dags. 20.2.96, varðandi ósk um breytingu á skilmálum á þann veg, að raðhús við Vættaborgir 84-124 verði einnar hæðar í stað 1 1/2 til 2ja hæða, sambr. uppdr., dags. 4.3.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 6.3.96
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Rafstöðvarvegur, Árhvammur, viðbygging
Lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar að viðbyggingu við Árhvamm við Rafstöðvarveg, dags. 7.6.95. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 6.3.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með 3 samhljóða atkvæðum (Guðrún Zoëga sat hjá).