Ferlimál fatlaðra, Reitur 1.171.4, Sundagarðar 2, Aðalskipulag Reykjavíkur, Seljahverfi-Fálkhóll, Dalsel 6-22, Engjasel 1-23, Klapparstígur 35A, Umferðarráðstefna, Háaleitisbraut 41-43, Háteigsvegur 56, Hátún 1, Miklabraut/Kringlumýrarbraut, Nóatún 4, Skógarás 10, Skipholt 7, Ofanleiti 2, Skúlagata 20,

Skipulags- og umferðarnefnd

2. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 22. janúar kl. 11.00 var haldinn 2. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY ennfremur sat Jón Júlíusson fundinn. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um bætt aðgengi fatlaðra að stofnunum borgarinnar.



Reitur 1.171.4, skipulagsrammi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um skipulagsramma reits 1.171.4 milli Laugavegar, Bergstaðastrætis, Skólavörðustígs og Vegamótastígs.



Sundagarðar 2, afmörkun lóðar og aðkoma
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um afmörkun og aðkomu lóðar nr. 2 við Sundagarða.



Aðalskipulag Reykjavíkur, kynning
Lögð fram drög að köflum um verslun, miðbæ og umhverfi og útivist í greinargerð með aðalskipulagi Reykjavíkur.

Skipulagsnefnd vísar kaflanum um umhverfi og útivist til umhverfismálaráðs til umsagnar.

Seljahverfi-Fálkhóll, athugun á bílastæðum
Margrét Þormar kynnti athugun Borgarskipulags á fjölda bílastæða á Fálkhól í Seljahverfi.



Dalsel 6-22, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf Kjartans R. Árnasonar, dags. 25.9.95, varðandi frágang við sameiginlega bílastæðalóð fyrir Dalsel.

Frestað.

Engjasel 1-23, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf íbúa við Engjasel 1-23, dags. 15.6.95, varðandi fjölgun bílastæða á svæðinu. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 2.11.95.

Frestað.

Klapparstígur 35A, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi beiðni Axels Blomsterberg um að endurbyggja austurhluta hússins á lóðinni nr. 24B við Laugaveg skv. uppdr. ARKO, dags. 3.11.95. Einnig umsögn Borgarskipulags, dags.11.1.96.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir og mun ekki samþykkja meira byggingarmagn á lóðinni en samsvarar því húsi sem umsækjandinn átti þar. Málinu frestað að öðru leyti.

Umferðarráðstefna, Luxemborg
Lögð fram samantekt Margrétar Þormar um umferðarráðstefnu í Luxemborg í nóv. 1993.



Háaleitisbraut 41-43, stækkun
Lagt fram bréf fulltrúa íbúa við Háaleitisbraut 41-43, dags. 27.11.95, varðandi stækkun lóðarinnar. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 18.1.96.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags.

Háteigsvegur 56, nýbygging Óháða safnaðarins
Lagt fram að nýju bréf Hólmfríðar Guðjónsdóttur formanns stjórnar Óháða safnaðarins dags. 6.9.95, varðandi nýbyggingu á lóð safnaðarins að Háteigsvegi 56 skv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 30.6.95. Einnig lögð fram bréf Vals Sigurbergssonar f.h. Óháða safnaðarins dags. 11.11.95, 5.12.95 og 5.1.96 og bréf forstöðumanns Borgarskipulags, dags. 30.11.95 og 19.1.96.
Skipulagsnefnd fellst ekki á framlagða tillögu um nýbyggingu.

Hátún 1, viðbygging og breytt aðkoma
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi viðbyggingu og breytta aðkomu að lóðinni nr. 1 við Hátún.

Skipulagsnefnd samþykkir breytta aðkomu og er jákvæð gagnvart viðbyggingu á lóðinni.

Miklabraut/Kringlumýrarbraut, gatnamót
Lagðar fram að nýju greinargerðir Vinnustofunnar Þverár um umferðarljós á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, dags. 28.9.1994, og um mögulega útvíkkun gatnamóta Miklubrautar-Kringlumýrarbrautar og breytingu umferðarljósastýringar í fjögurra fasa ljós. Ennfremur lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 21.1.96, og minnisblað Baldurs Grétarssonar, umferðardeild, dags. 22.1.1996.


Nóatún 4, viðbygging
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar f.h. Smith & Norland hf., dags. 14.1.96, varðandi ósk um að byggja við skemmu á lóð nr. 4 við Nóatún, samkv. uppdr., dags. 15.1.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.1.96.

Samþykkt með fyrirvara um útfærslu bílastæða.

Skógarás 10, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Þráins Ásmundssonar, dags. 24.11.95, um hús á lóð nr. 10 við Skógarás og hvort leyft verði að hanna hús með valmaþaki.

Synjað.

Skipholt 7, innrétting íbúða
Lagt fram að nýju bréf Gunnars Borgarssonar, dags. 19.09.95, varðandi ósk um að innrétta 6 íbúðir á 2.-3. hæð í húsi nr. 7 við Skipholt skv. teikningum, dags. 15.11.95. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.12.95, greinargerð byggingarfulltrúa, dags. 11.12.95 og samþykki hagsmunaaðila vegna kynningar, samkv. bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96.
Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að sótt verði um landnotkunarbreytingu sbr. 19. gr. skipulagslaga, þannig að landnotkun verði íbúðabyggð í stað athafnasvæðis.

Ofanleiti 2, Verslunarháskóli
Lagðar fram tillögur Ormars Þórs Guðmundssonar að skipulagi lóðar Verslunarháskóla Íslands vegna fyrsta áfanga.

Samþykkt.

Skúlagata 20, nýbygging
Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, dags. í apríl 1994, að nýbyggingu á lóðinni nr. 20 við Skúlagötu.

Frestað.