Borgahverfi, félagslegar íbúðir, Elliðaárdalur, Gullengi 21-27, Háaleitisbraut 13, Háaleitisbraut 13, Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús, Hnjúkasel 8-14, Tunguháls 9 og 11, Umferðarmiðstöð, reitur, Víðidalur, Fákur, Naustavogur - Snarfari, Ferlimál fatlaðra, Stígakerfi, Vatnsmýrin, Blesugróf 40, Borgarvegur/Móavegur, Seljahverfi-Fálkhóll, Hátún 1, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Háteigsvegur 56, Jafnasel 2-4, Kirkjutún, Krummahólar 6, Kirkjusandur 1-5, Rafstöðvarvegur, Sóleyjargata 33, Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, Reykjavíkurflugvöllur, Flugtak, Klapparstígur 35A, Sólheimar 21, Skógarás 10, Mururimi, miðsvæði,

Skipulags- og umferðarnefnd

28. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 11. desember kl. 11.00 var haldinn 28. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Borgahverfi, félagslegar íbúðir, breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um breytingu á lóðamörkum félagslegra íbúða í Borgahverfi.



Elliðaárdalur, vatnslögn í veiðihús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.11.95 um dreifistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.



Gullengi 21-27, bílskýli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um bílskýli að Gullengi 21-27.



Háaleitisbraut 13, lóðarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um lóðarbreytingu við Háaleitisbraut 13.



Háaleitisbraut 13, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um viðbyggingu við Háaleitisbraut 13.



Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús, dreifistöð R.R.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um dreifistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Náttúrufræðahús H.Í. við Sturlugötu.



Hnjúkasel 8-14, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.10.95 um stækkun lóðar nr. 14 við Hnjúkasel.



Tunguháls 9 og 11, sameining lóða/uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um sameiningu lóðanna nr. 9 og 11 við Tunguháls.



Umferðarmiðstöð, reitur, samnýting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 27.11.95 um skipulag reits Umferðarmiðstöðvarinnar og nágrennis.



Víðidalur, Fákur, skipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.11.95 um skipulag lóðar Reiðhallarinnar í Víðidal.



Naustavogur - Snarfari, skipulag
Lagðar fram tillögur Landslagsarkitekta að skipulagi smábátahafnar Snarfara í Naustavogi, dags. 21.11.95.

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni.
Frestað. Vísað til umhverfismálaráðs.


Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, f.h. Ferlinefndar Reykjavíkur, dags. 11.12.1995, ásamt skýrslum um niðurstöður könnunar á vegum nefndarinnar sumarið 1995, dags. í desember 1995, um aðgengi fatlaðra á stofnunum Reykjavíkurborgar.

Frestað.

Stígakerfi, ástandskönnun
Lagt fram bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur f.h. vinnuhóps um úrbætur fyrir umferð hjólreiða, dags. 11.12.1995 ásamt tveimur skýrslum, dags. í desember 1995, tillaga og kostnaðaráætlun fyrir stofnbrautakerfi hjólreiða.

Gunnar Gunnarsson, landslagsarkitekt kynnti tillöguna.
Vísað til umferðarnefndar og umhverfismálaráðs.


Vatnsmýrin, friðland
Lögð fram frumdrög að skipulagi friðlands í Vatnsmýri, dags. 24.11.95 ásamt greinargerð.

Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Frestað.


Blesugróf 40, bílgeymsla
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Gunnars Baldvinssonar um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóð nr. 40 við Blesugróf skv. uppdr. Jakobs Líndals dags. 21.nóv. 1995.

Samþykkt.

Borgarvegur/Móavegur, tengilögn HR
Lagt fram bréf Gunnars R. Sverrissonar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, dags. 24.11.95, varðandi ósk um kvöð um tengilögn frá Borgarvegi yfir land milli Borgarvegar og Móavegar og að gatnamótum Vættaborga og Móavegar samkv. uppdr., dags. 21.11.95.

Samþykkt.

Seljahverfi-Fálkhóll, athugun á bílastæðum
Lögð fram athugun Borgarskipulags á fjölda bílastæða á Fálkhól í Seljahverfi, dags. í des. 1995.



Hátún 1, aðkoma
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi breytta aðkomu að lóðinni nr. 1 við Hátún.

Frestað. Vísað til Borgarskipulags til athugunar.

">Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram að nýju bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. nefndar til umfjöllunar um skipulag og nýtingu lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 21.07.95, ásamt líkani og uppdr.,dags. 24.11.95. Einnig lagðar fram umsagnir umferðarnefndar dags. 12.10.95, umhverfismálaráðs dags. 6.9.95, borgarminjavarðar dags. 4.9.95, bréf SVR, dags. 21.09.1995, bréf skólamálaráðs, dags. 4.12.95 og athugun Landslagsarkitekta á mögulegri nýtingu lóðar Æfingadeildar KHÍ, dags. 1.12.95.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um frágang og mörk lóða Óháða safnaðarins og Kennaraháskóla Íslands, m.a. með tilliti til umferðarréttar og bílastæða. Ennfremur er fyrirvari um nálægð byggingarreits við lóð Æfingadeildar K.H.Í.

Háteigsvegur 56, nýbygging Óháða safnaðarins
Lagt fram að nýju bréf Hólmfríðar Guðjónsdóttur formanns stjórnar Óháða safnaðarins dags. 6.9.95, varðandi nýbyggingu á lóð safnaðarins að Háteigsvegi 56 skv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 30.6.95. Einnig lögð fram bréf Vals Sigurbergssonar f.h. Óháða safnaðarins dags. 11.11.95 og 5.12.95 og bréf forstöðumanns Borgarskipulags, dags. 30.11.95.
Frestað.

Jafnasel 2-4, uppbygging lóðar
Lagt fram bréf B. Heiðdal f.h. Jafnasels hf., dags. 6.12.95, varðandi nýbyggingu á lóð nr. 2-4 við Jafnasel samkv. uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 6.12.95.

Hús of stórt.

Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram breyttir uppdrættir Ingimundar Sveinssonar af deiliskipulagi Kirkjutúns.

Frestað. Vísað til umferðarnefndar.

Krummahólar 6, aukaíbúð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Húsfélagsins Krummahólum 6 um leyfi fyrir íbúð á 1. hæð hússins skv. uppdr. arkitekta- og verkfræðistofunnar Hús og ráðgjöf hf., dags. í nóvember 1995.

Samþykkt með fyrirvara um að hægt verði að koma fyrir bílastæðum á lóð.

Kirkjusandur 1-5, skipting lóðar
Lagt fram bréf Tryggva Gunnarssonar hrl. f.h. Landsbanka Íslands, dags. 7.12.95, um skiptingu lóðar nr. 89 við Laugarnesveg.

Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu lóðarinnar.

Rafstöðvarvegur, lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða við Rafstöðvarveg, dags. 11.12.95, ásamt skilmálum.

Skipulagsnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum afmörkun lóða nr. 2, 3 og 6 við Rafstöðvarveg (Guðrún Zoega og Gunnar J Birgisson sátu hjá).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn frekari íbúðabyggð í hjarta Elliðaárdalsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið þeirri skoðun á lofti að frekar eigi að draga úr íbúðabyggð í Elliðaárdalnum í stað þess að styrkja hana. Það er skylda borgarstjórnar að halda þannig á málum að Elliðaárdalurinn sé útivistarsvæði allra Reykvíkinga og skipulagstillögur eiga að miða að því. Þess vegna er fagnaðarefni að fallið hefur verið frá fyrri skipulagstillögum sem kynntar voru fyrr á árinu og miðuðu að því að styrkja íbúðabyggð á svæðinu. Hins vegar er ljóst að með tillögum þessum er verið að leggja grunninn að því að meirihluti borgarstjórnar geti selt einkaaðilum hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins hafa lagst gegn slíkum tillögum sem bera vott um ótrúlega skammsýni og bent á að umræddar fasteignir eigi að nýta með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi."
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: "Sú tillaga sem hér er samþykkt eykur ekki við íbúðabyggð í Rafstöðvarhverfinu. Sala íbúðarhúsa R.R. til einkaaðila er ákvörðun sem tekin hefur verið annars staðar en hér í skipulagsnefnd." Afmörkun lóðar fyrir Árhvamm var samþykkt samhljóða. Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að eigendum Árhvamms verði heimilað að taka land "í fóstur" samkvæmt tillögunni. Ennfremur að aflað verði forkaupsréttar borgarsjóðs að Árhvammi.


Sóleyjargata 33, aukaíbúðir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 4.12.95, varðandi ósk Orlofssjóðs kennarasambands Íslands um að fjölga íbúðum um tvær í húsinu á lóð nr. 33 við Sóleyjargötu skv. uppdr. Jóns Ólafssonar, dags. okt. 1995.

Samþykkt samhljóða, en bent á að ekki er unnt að leysa bílastæði á lóð.

Reykjavíkurflugvöllur, Flugmálastjórn, stækkun á flugskýli
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Flugmálastjórnar um að stækka flugskýli nr. 8 á Reykjavíkurflugvelli skv. uppdr. Ögmundar Skarphéðinssonar, dags. 11/95.

Vísað til meðferðar við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags.

Reykjavíkurflugvöllur, Flugtak, nýbygging
Lagt fram bréf Guðlaugs Sigurðssonar f.h. Flugtaks hf., dags. 10.4.95, varðandi ósk um að reisa hús fyrir skóla Flugtaks hf. á Reykjavíkurflugvelli. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugleiða, dags. 1.12.95.

Vísað til meðferðar við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags.

Klapparstígur 35A, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi beiðni Axels Blomsterberg um að endurbyggja austurhluta hússins á lóðinni nr. 24B við Laugaveg skv. uppdr. ARKO, dags. 3.11.95.

Vísað til Borgarskipulags.

Sólheimar 21, leikskóli
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Dagvistar barna um hvort leyft verði að stækka leikskólann Holtaborg við Sólheima skv. uppdr. Arkþings, dags. nóv. 1995.

Samþykkt.

Skógarás 10, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.12.95, varðandi erindi Þráins Ásmundssonar dags. 24.11.95 um hús á lóð nr. 10 við Skógarás og hvort leyft verði að hanna hús með valmaþaki.

Frestað.

Mururimi, miðsvæði, breytt lóðamörk
Lögð fra tillaga Teiknistofunnar Bankastræti 11, dags. 6.12.95, að breyttum lóðamörkum leikskóla og gæsluvallar við Mururima.

Samþykkt.