Hverfakort 7,

Skipulags- og umferðarnefnd

27. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 4. desember, kl. 9.15 var haldinn 27. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Fundinn sátu skipulagsnefndarmennirnir YYYYYY. Ennfremur voru boðaðir til fundarins varamenn í skipulagsnefnd, umhverfismálaráð, umferðarnefnd og byggingarnefnd auk embættismanna sem tengjast nefndunum. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Hverfakort 7, Árbær, Selás, Ártúnsholt og athafnasvæðið við Bæjarháls.
Kynning á drögum að hverfakorti borgarhluta 7.
1. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, yfirskipulagsfræðingur greindi frá helstu markmiðum með gerð hverfakorta og vinnu við hverfakort borgarhluta 7.
2. Helga Bragadóttir, arkitekt, kynnti byggðaþátt hverfakortsins.
3. Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur, fjallaði um umhverfismál borgarhlutans.
4. Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir gerðu grein fyrir umferð og gönguleiðum skólabarna.
5. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir lýsti mati á skipulagi Árbæjar- og Seláshverfa.