Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, Boðagrandi 2, Eyjarslóð, bryggja, Höfðabakki 1, Sporhamrar, verslun, Starmýri 2, Vesturlandsvegur bensínstöð, Vesturlandsvegur/Elliðaár, Borgahverfi, a og b hluti, Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, Bíldshöfði 6, Borgahverfi, félagslegar íbúðir, Borgarholtsskóli, Dalsel 6-22, Háteigsvegur 56, Hrísrimi 35-37, Jafnasel 6, Laugarnes, Týsgata 5 - Þórsgata 1,

Skipulags- og umferðarnefnd

22. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 9.október kl. 11.00, var haldinn 22. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, nýbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um nýbyggingu að Bíldshöfða 7.



Boðagrandi 2, frágangur á lóð
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um frágang lóðar við Boðagranda 2.



Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipa
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um gerð Eyjagarðar, bryggju til móttöku olíuskipa.



Höfðabakki 1, íbúðarhótel
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um íbúðarhótel við Höfðabakka 1.



Sporhamrar, verslun, verslunarhús
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um verslunarhús við Sporhamra.



Starmýri 2, lóðamál, ofanábygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 28.08.95 um hækkun húss nr. 2b og c við Starmýri.



Vesturlandsvegur bensínstöð, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um lóðarstækkun bensínstöðvar Skeljungs við Vesturlandsveg.



Vesturlandsvegur/Elliðaár, breikkun
Lagðar fram tillögur Landslagsarkitekta, dags. 6.10.95, að göngustígum og frágangi lands undir brúm yfir Elliðaár og tillögum að landmótun beggja vegna Vesturlandsvegar frá Breiðhöfða upp undir Höfðabakkabrú, dags. 28.9.95

Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur gerði grein fyrir málinu ásamt Reyni Vilhjálmsyni, landslagsarkitekt, Ólafi Sigurðssyni, arkitekt, Ríkarði Kristjánssyni, verkfræðingi og Finn Kristinssyni, landslagsarkitekt, sem komu á fundinn.
Skipulagsnefnd samþykktir samhljóða framlagðar tillögur.


Borgahverfi, a og b hluti, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 5.10.95, varðandi breytingu á skilmálum fyrir a- og b-hluta Borgahverfis.

Skipulagsnefnd samþykkir svofellt ákvæði í skilmála fyrir a- og b-hluta Borgarhverfis:
"Þegar aðstæður á lóð mæla með að mati skipulagsnefndar og borgarráðs er heimilt að leyfa minniháttar frávik frá skilmálum þessum, t.d. varðandi staðsetningu bílskúra og tenginu þeirra við hús, byggingarreiti, aukaíbúðir, þakhalla, þak- og vegghæð, staðsetningu bílastæða á lóð, fjölgun eða fækkun íbúða í raðhúsalengjum o.s.fr., enda stríði breytt fyrirkomulag ekki gegn ákvæðum byggingarlaga og reglugerðar." Þá samþykkir skipulagsnefnd að deiliskipulagið þannig breytt verði auglýst að látið liggja frammi í 4 vikur og að því loknu sent dkipulagsstjóra ríkisins til samþykktar án þess að í því felsit viðurkenning á gildi greina 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglugerð.


Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, skipulag
Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að vinna tillögu að breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skúlagötusvæðis á lóðinni Klapparstígur 1-7 og Skúlagata 10.



Bíldshöfði 6, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Jóns R. Karlssonar f.h. Ventils hf. dags. 21.9.95 varðandi ósk um stækkun lóðarinnar Bíldshöfða 6 skv. uppdr. mótt. 27.9.95.

Frestað. Vísað til umsagnar Borgarskipulags og borgarverkfræðings.

Borgahverfi, félagslegar íbúðir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga arkitektanna Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags.8.9.95, um breytingu á deiliskipulagi félagslegra íbúða í Borgahverfi frá áður samþykktum skipulagsuppdrætti, dags. 14.1.94.

Samþykkt.

Borgarholtsskóli, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags.20.9.95 varðandi bréf byggingarnefndar Borgarholtsskóla frá 13.9.95 þar sem óskað er eftir að skólanum verði tryggð afnot af viðbótarlóð.



Dalsel 6-22, bílastæði
Lagt fram bréf Kjartans R. Árnasonar dags. 25.9.95 varðandi frágang við sameiginlega bílastæðalóð fyrir Dalsel.

Frestað. Vísað til athugunar hjá Borgarskipulagi.

Háteigsvegur 56, nýbygging Óháða safnaðarins
Lagt fram bréf Hólmfríðar Guðjónsdóttur formanns stjórnar Óháða safnaðarins dags. 6.9.95 varðandi nýbyggingu á lóð safnaðarins að Háteigsvegi 56 skv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 30.6.95.

Frestað. Vísað til athugunar hjá Borgarskipulagi.

Hrísrimi 35-37, aukaíbúð
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.9.95, varðandi erindi Margrétar Isaksen, dags. 14.8.95, um leyfi til þess að fá samþykkta aukaíbúð í húsi nr. 35 við Hrísrima skv. uppdr. ARKO, dags. í ágúst 1990, br. ágúst 1995. Einnig lagt fram bréf Péturs Gunnarssonar, dags. 3.10.1995.
Með tilliti til lóðarstærðar og aðstæðna á lóð samþykkir skipulagsnefnd erindið.

Jafnasel 6, notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.9.95, varðandi erindi Jafnasels hf. um að innrétta húsnæði á 2. hæð að Jafnaseli 6 fyrir almenna mat- og veitingasölu. Einnig lagðir fram uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.1994.
Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna erindið fyrir nágrönnum..

Laugarnes, skipulag
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra f.h. umhverfismálaráðs dags. 21.9.95 varðandi vinnu við deiliskipulag Laugarness.

Borgarskipulagi falið að endurskoða afmörkun lóða nr. 62 og 65 við Laugarnestanga og gera tillögur að afmörkun lóða nr. 60 við laugarnestanga og fyrir safn Sigurjóns Ólafssonar. Ennfremur að gera tillögur að silmálum fyrir ofangreindar lóðir.

Týsgata 5 - Þórsgata 1, hótel/ofanábygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.9.95, varðandi erindi Brauðbæjar um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í hótel og byggja hæð ofan á húsið á lóð nr. 5 við Týsgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 6.9.95.
Samþykkt með 4 samhlj. atkv. (Guðrún Jónsdóttir sat hjá).