Baughús 10, Bensínstöðvar og bensínsölur, Lyngháls 9, Rjúpufell 23, Staðahverfi, Stigahlíð 84, Æsuborgir 10-12, Bensínstöðvar og bensínsölur, Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, Rafstöðvarvegur, Kringlumýrarbraut, göngubrú, Stígakerfi, Dofraborgir 32-42, Fossaleynismýri, dreifistöð RR, Selásbraut, leikskóli, Lækjahverfi, Hlíðahverfi, Laufrimi 10-20, Skúlagata 20, Heiðmörk, Skipholt 25, Vatnagarðar, Vatnsmýrarvegur 9, Þverás 57, Laufásvegur 22,

Skipulags- og umferðarnefnd

13. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 12. júní kl. 11.00, var haldinn 13. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Ennfremur sat fundinn Jón Júlíusson áheyrnarfulltrúi. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Baughús 10, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.5.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.s.m. um breytingu á skilmálum að Baughúsum 10.



Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.05.95 um staðsetningu og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda.



45">Lyngháls 9, skipting lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.05.95 um skipulag lóðar að Lynghálsi 9.



Rjúpufell 23, sólstofa
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.05.95 varðandi ósk um að reisa sólskála að Rjúpufelli 23.



Staðahverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 29.05.95 um deiliskipulag Staðahverfis.



Stigahlíð 84, laufskáli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.05.95 varðandi ósk um að reisa laufskála að Stigahlíð 84.



Æsuborgir 10-12, stækkun byggingarreits
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 29.05.95 um stækkun byggingarreits að Æsuborgum 10-12.



Bensínstöðvar og bensínsölur,
Lagt fram breytt minnisblað borgarverkfræðings og forstöðumanns Borgarskipulags um bensínstöðva- og bensínsölulóðir, dags. 9.6.95.

Vísað til borgarráðs.

Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, drög að deiliskipulagi
Lögð fram drög Borgarskipulags að deiliskipulagi opins svæðis milli Hraunbæjar og Bæjarháls, dags. í júní 1995.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs og umferðarnefndar.

Rafstöðvarvegur, drög að deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða við Rafstöðvarveg, dags. 11.12.95, ásamt skilmálum.

Skipulagsnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum afmörkun lóða nr. 2, 3 og 6 við Rafstöðvarveg (Guðrún Zoega og Gunnar J. Birgisson sátu hjá).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn frekari íbúðabyggð í hjarta Elliðaárdalsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið þeirri skoðun á lofti að frekar eigi að draga úr íbúðabyggð í Elliðaárdalnum í stað þess að styrkja hana. Það er skylda borgarstjórnar að halda þannig á málum að Elliðaárdalurinn sé útivistarsvæði allra Reykvíking og skipulagstillögur eiga að miða að því. Þess vegna er fagnaðarefn að fallið hefur verið frá fyrri skipulagstillögum sem kynntar voru fyrr á árinu og miðuðu að því að styrkja íbúðabyggð á svæðinu. Hins vegar er ljóst að með tillögum þessum er verið að leggja grunninn að því að meirihluti borgarstjórnar geti selt einkaaðilum hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst gegn slíkum tillögum sem bera vott um ótrúlega skammsýni og bent á að umræddar fasteignir eigi að nýta með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi."
Fulltrúar


Kringlumýrarbraut, göngubrú,
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 12.6.95, ásamt tillögu borgarverkfræðings og Línuhönnunar að göngubrú yfir Kringlumýrarbraut til tengingar göngustígum Nauthólsvíkur og Fossvogsdals.

Samþykkt. Vísað til umferðarnefndar.

Stígakerfi,
Lagðar fram tillögur um úrbætur á stígum og gangstéttum m.t.t. fatlaðra og hjólreiðamanna.

Samþykkt.

Dofraborgir 32-42, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.5.95, varðandi byggingu 8 íbúða fjölbýlishúss að Dofraborgum 36-42 samkv. uppdr. Harðar Harðarsonar, arkitekts, dags. 13.5.95.

Samþykkt.

Fossaleynismýri, dreifistöð RR, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf deildarstjóra áætlanadeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, dags. 30.5.95, varðandi byggingu dreifistöðvar RR í Fossaleynismýri, samkv. teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar, dags. í maí 1994.

Samþykkt.

Selásbraut, leikskóli, stækkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Dagvistar barna, dags. 18.5.95 varðandi stækkun lóðar leikskólans Heiðaborgar við Selásbraut og tillaga Borgarskipulags, dags. 17.5.95. Einnig lagðar fram athugasemdir sem fram komu vegna kynningar, dags. 6.6.95 og 8.6.95.
Frestað.

Lækjahverfi, umferð
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 23.5.95, varðandi afmörkun svæðis norðan Sundlaugavegar, vestan Dalbrautar og austan Sæbrautar með 30 km/klst. hámarkshraða.

Samþykkt.

Hlíðahverfi, umferð
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 23.5.95, varðandi afmörkun svæðis sunnan Miklubrautar og vestan Lönguhlíðar með 30 km/klst. hámarkshraða.

Samþykkt.

Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar og br. lóðamörk
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 19.4.95 að skiptingu og fyrirkomulagi lóðar nr. 10-18 við Laufrima, ásamt bréfi félagsmálaráðs, dags. 16.5.95 og bókun félagsmálaráðs frá 12.6.95. Ennfremur tillaga að breyttum mörkum lóðar nr. 20-24 við Laufrima.
Samþykkt.

Skúlagata 20, tengibygging
Lagt fram bréf Félags eldri borgara og Byggingafélags Gylfa og Gunnars hf, dags.27.4.94, varðandi tengibyggingu milli Skúlagötu 20 og þjónustumiðstöðvar samkv. uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Heiðmörk, vatnsátöppunarhús
Lagt fram bréf Ragnars Atla Guðmundssonar f.h. Thorspring, dags. 8.1.95, varðandi afmörkun lóðar fyrir vatnsátöppunarhús í Heiðmörkinni. Einnig lagðir fram uppdr. Ögmundar Skarphéðinssonar ásamt tillögu Landslagsarkitekta að staðsetningu, dags. 27.1.93, br. 23.5.95.
Guðmundur Þóroddsson, vatnsveitustjóri og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, komu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Vísða til umhverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar. Ennfremur óskað umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings varðandi rétt ábúandans á Hólmi og um vatnsverndunarsvæði.


Skipholt 25, viðbygging
Lagt fram bréf Skúla H. Norðdahl, arkitekts, f.h. Kjartans Gunnarssonar, dags. 2.6.95, varðandi viðbyggingu að Skipholti 25 samkv. uppdr. dags. 5.5.95.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda verði þak hússins þannig útfært, að unnt verði að nýta það sem garð.

Vatnagarðar, veitingavagn
Lagt fram bréf Haraldar B. Ingólfssonar og Sigurðar Kr. Sigurðssonar, dags. 6.6.95 varðandi skammtímastaðsetningu veitingavagns á svæði vestan Vatnagarða 38.

Synjað.

Vatnsmýrarvegur 9, nýbygging til bráðabirgða
Lagt fram bréf Einars Eiríkssonar, dags. 5.5.95, varðandi ósk um að reisa hús á flöt vestan Vatnsmýrarvegar 9 til bráðabirgða.



Þverás 57, umferð
Lagt fram bréf Ólafar Guðrúnar Kristmundsdóttur og Sigurvins Rúnars Sigurðssonar, dags. 9.5.95, varðandi umferð og umferðarhraða á Selásbraut við Þverás.

Vísað til umferðarnefndar.

Laufásvegur 22, viðbygging
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Laugavegi 42, dags. 21.6.94, seinast breytt 12.6.95, að viðbyggingu við húsið að Laufásvegi 22.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Skipulagsnefnd fellst á að húsið verði 13,0 m að heildarlengd og óskar eftir að umsækjendum sé gerð formlega grein fyrir að gert er ráð fyrir sparkvelli á lóð borgarinnar að Fríkirkjuvegi 11, sem liggur að vesturmörkum lóðar nr. 22 við Laufásveg".