Alþingisreitur, Borgahverfi, félagslegar íbúðir, Klyfjasel, Laugavegur 162, Reykjavegur, skólalóðir, Rimaskóli, Austurbrún 12, Ármúli 24, Borgahverfi, a og b hluti, Byggðarendi 9, Dofraborgir 22-26, Efstaleiti 1, Laufásvegur, Þingholtsstr., Hellusund, Skothúsvegur, Rekagrandi, leikskóli, Sigtún 42 og Ásmundarsafn, Sporhamrar, verslun, Stararimi 20, Þingás, byggingarlóð, Laufrimi 19,

Skipulags- og umferðarnefnd

7. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 20. mars kl. 11.00, var haldinn 7. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3. 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Alþingisreitur, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.2.95 um Alþingishússreit.



Borgahverfi, félagslegar íbúðir, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.3.95 um Borgahverfi, félagslegar íbúðir og afmörkun lóða.



Klyfjasel, sparkvöllur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 26.9.94 um sparkvöll við Klyfjasel.



Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.3.95 um Laugaveg 162, Þjóðskjalasafn Íslands.



Reykjavegur, skólalóðir, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.3.95 um Reykjaveg, skólalóðir og afmörkun lóða.



Rimaskóli, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.3.95 um Rimahverfi, grunnskóla og afmörkun lóðar.



Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbyggingu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.

Frestað.

Ármúli 24, hækkun húss
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi hækkun húss nr. 24 við Ármúla um eina hæð samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 15.2.95.

Samþykkt.

Borgahverfi, a og b hluti, deiliskipulag
Lagðar fram tillögur arkitektanna Ívars Eysteinssonar og Ólafs Brynjars Halldórssonar að deiliskipulagi a hluta Borgahverfis ásamt skilmálum, dags. 20.3.95 og tillögur arkitektanna Ágústu Sveinbjörnsdóttur og Helgu Bragadóttur að deiliskipulagi b hluta Borgahverfis ásamt skilmálum, dags. 20.3.95, unnar fyrir Borgarskipulag.
Skipulagshöfundar kynntu tillögur sínar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skipulag a-hluta Borgahverfis með athugasemd varðandi bílastæði við C-götu. Ennfremur samþykkir nefndin skipulag b-hluta Borgahverfis og skipulagsskilmála beggja hverfanna.
Vísað til byggingarnefndar.


Byggðarendi 9, aukaíbúð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.3.95, varðandi ósk Vilbergs Vilbergssonar um að innrétta íbúð í kjallara húss nr. 9 við Byggðarenda., samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 1.2.95.
Frestað.

Dofraborgir 22-26, breyting á skipulagi
Lagt fram erindi Björns Emilssonar, dags.15.3.95, fyrir hönd lóðahafa varðandi byggingu raðhúsa á lóðunum nr. 22-26 og 30-34 við Dofraborgir. Einnig lagðir fram uppdrættir sama aðila, dags. í mars 1995.

Samþykkt.

Efstaleiti 1, lóðarbreyting
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.3.95, að skiptingu lóðarinnar Efstaleiti 1 og tillaga að afmörkun og fyrirkomulagi svæðis Reykjavíkurborgar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta fundar nefndarinnar. Tillagan var felld með 3 atkv. gegn 2 atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Tillaga Borgarskipulags samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Vegna mikilvægis þessa máls greiðum við atkvæði með því, en viljum jafnframt koma þeirri athugasemd á framfæri að nauðsynlegt hefði verið að fá lengri tíma til þess að fjalla um málið og fá að fresta því á milli funda".
Formaður skipulagsnefndar lagði fram svohljóðandi bókun:
"Hér er einungis verið að afgreiða skiptingu lóðarinnar og tillögu að afmörkun og fyrirkomulagi á hluta Reykjavíkurborgar. Málið hefur þegar verið samþykkt samhljóða í borgarráði".


Laufásvegur, Þingholtsstr., Hellusund, Skothúsvegur, endurbætur á gatnamótum
Lögð fram að nýju (eftir kynningu meðal íbúa) tillaga Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings um endurbætur á gatnamótum Laufásvegar, Þingholtsstrætis, Hellusunds og Skothúsvegar, dags. 6.1.95.

Samþykkt tillaga A. Vísað til umferðarnefndar.

Rekagrandi, leikskóli, breytt lóðarmörk
Lagt fram bréf Hilmars Þórs Björnssonar, arkitekts, dags. 13.3.95, varðandi erindi Dagvistar barna og byggingardeildar borgarverkfræðings um breytingu á lóðarmörkum leikskólans við Rekagranda. Einnig lagður fram uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þ. Björnssonar, dags. 13.3.95.
Samþykkt.

Sigtún 42 og Ásmundarsafn, skrifstofuhús og lóðarafmörkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.3.95, varðandi erindi Íslenskra sjávarafurða hf. um byggingu skrifstofuhúss á lóð nr. 42 við Sigtún. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitekta sf., dags. 20. mars 1995 og bréf, dags. 15.3.95. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 14.3.95, að nýrri afmörkun lóðar nr. 42 við Sigtún.
Samþykkt samhljóða.

Sporhamrar, verslun, breytt skipulag lóðar
Lagt fram bréf Gunnars Arnar Steingrímssonar, dags. 15.3.95, varðandi ósk um að breyta skipulagi verslunarlóðar við Sporhamra samkv. uppdr. Egils Guðmundssonar, arkitekts, dags. 9.3.95.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir, en felur Borgarskipulagi að ræða við umsækjanda um skipulagskosti.

Stararimi 20, staðsetning bílgeymslu
Lagt fram bréf Gísla Sæmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 13.3.95, varðandi ósk um að breyta staðsetningu bílgeymslu að Stararima 20 samkv. uppdr., dags. 6.3.95.

Samþykkt.

Þingás, byggingarlóð, afmörkun
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 1.2.95, að afmörkun nýrrar einbýlishúsalóðar sunnan við Þingás 37. Einnig lögð fram athugasemdabréf Bergsveins Ólafssonar, dags. 15.3.95, Brands Sveinssonar, dags. 17.3.95 og íbúa Viðaráss 30, 95, 97, 99 og 101 og Þingáss 23, 36, 37, 39, 40 og 41, dags. 17.3.95.
Frestað.

Laufrimi 19, stækkun
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Kvarða, dags. í mars '95, varðandi lengingu húss um 1 m.

Samþykkt.